Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
www.apotekarinn.is
- lægra verð
REYKLAUS
VERTU
Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ
Nicotinell
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsog , p ín.
Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf
á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
stöflur orða lástur. Inniheldur nikót
*
* 15% afsláttur af öllu lyfjatyggigúmmí, öllum styrkleikum
og pakkningarstærðum. Afslátturinn gildir út janúar 2019.
Ný vefsíða
www.Nicotinell.is
með ávaxtabragði sé ekki jafn skað-
leg og rafrettugufa með tóbaks-
bragði. Því er talið að reglur um
bragðefni í rafrettum og rafrettu-
vökva geti haft mikil áhrif á notkun
ungs fólks á þessum vörum.
Nadja Frederiksen, aðalráðgjafi
hjá Norrænu velferðarmiðstöðinni,
sagði í frétt um skýrsluna að grein-
ar um málið sem unnið var út frá
væru byggðar á bandarískum gögn-
um. Ástæða væri til að ætla að svip-
að ætti við um unga Norð-
urlandabúa.
„Á Norðurlöndum sjáum við yfir-
leitt meiri notkun ungs fólks á reyk-
lausu tóbaki (munntóbaki) og raf-
rettum en það sem gildir um
meðaltal allra aldurshópa,“ sagði
Nadja.
Daglegar tóbaksreykingar eru
með minnsta móti í Noregi og Sví-
þjóð en þar er munntóbak mikið
notað, einkum af körlum. Munn-
tóbak og rafrettur leiða til aukinnar
nikótínneyslu á Norðurlöndum og
þessar vörur eru sérstaklega vin-
sælar á meðal ungs fólks. Þess
vegna er talin þörf á að kortleggja
betur notkun á þessum varningi,
ekki síst með áherslu á notkun
bragðefna. Í skýrslunni er m.a. lagt
til að Norðurlöndin afli kerfisbundið
gagna um notkun á reyklausu tób-
aki og rafrettum líkt og um tóbaks-
reykingar, til að fylgjast með breyt-
ingum á neysluvenjum á þessu sviði.
Einnig til að fylgjast með því hve
stór hluti neytenda kýs bragðbætt-
ar vörur. Sérstaklega verði kannað
hvaða þátt bragðefnin eiga í því að
ungt fólk á Norðurlöndum fer að
nota reyklaust tóbak og rafrettur.
Borin verði saman áhrif löggjafar
um rafrettur í hverju og einu landi á
Norðurlöndum. Þannig mætti at-
huga hvaða áhrif bann Finna á að
selja bragðbættar rafrettur og raf-
rettuvökva hefur haft á notkun ungs
fólks á þessum vörum.
Ungt fólk veipar mest
„Ungt fólk notar rafrettur mun
meira en eldra fólk. Hér eru skörp
skil hvað varðar veipið á milli fólks
sem er yngra eða eldra en 44 ára,“
sagði Viðar Jensson, verkefnisstjóri
tóbaksvarna hjá Embætti land-
læknis. Hann sagði að aukning í
notkun á rafrettum hjá fullorðnum
væri hætt að mælast, að minnsta
kosti í bili.
Viðar sagði að
evrópsku tóbaks-
varnarlögin
(TPD) hefðu ver-
ið uppfærð árið
2014. Samkvæmt
þeim verður
bannað að bragð-
bæta tóbak sem
er selt innan
ESB frá 20. maí
2020. Tóbak eigi
að bragðast og líta út eins og tóbak
en ekki að vera í dulargervi ein-
hvers annars. Einnig segir þar að
ungt fólk sé ginnkeypt fyrir því að
prófa bragðefni og sum þeirra hafi
ýtt undir tóbaksnotkun ungs fólks.
„Á þessum forsendum bönnuðu
Finnar rafrettuvökva með sælgæt-
is- og ávaxtabragði,“ sagði Viðar.
„Þeir vísa í fylgigögn með evrópsku
tóbaksvarnarlögunum og banna
þetta á þeim forsendum.“ Honum
þótti það áhugavert að Finnar kysu
að fara þessa leið. En hvernig rímar
aukin rafrettunotkun við minnkandi
reykingar hér á landi?
„Það hefur dregið úr reykingum
hér í marga áratugi. Rafrettu-
notkun fullorðinna mældist mjög lít-
il fyrir árið 2015,“ sagði Viðar. Hann
benti á að samkvæmt Talnabrunni
Embættis landlæknis frá júní 2018
hefði dagleg notkun á rafrettum
aukist talsvert mikið á milli áranna
2015 og 2018. Árið 2018 var dagleg
notkun á rafrettum hjá fólki yngra
en 35 ára orðin meiri en daglegar
reykingar í þeim aldurshópi. Á
sama tíma dró úr daglegum reyk-
ingum í nánast öllum aldurshópum.
„Ungmennin eru í svo miklum
mæli að prófa að veipa að það er
áhyggjuefni, að mínu mati. En það
er nauðsynlegt að skipta um-
ræðunni um rafrettur í tvennt. Ann-
ars vegar um fullorðið fólk sem er
að hætta að nota tóbak og velur að
veipa í staðinn. Hins vegar um ungt
fólk sem er að byrja að veipa, oft án
þess að hafa reykt áður,“ sagði Við-
ar. Hann sagðist horfa til gildistöku
laganna um rafrettur 1. mars.
„Í lögunum er bannað að nota
rafrettur í grunn- og framhalds-
skólum og einnig þar sem fram fer
skipuleg starfsemi með börnum og
ungmennum. Við teljum mikilvægt
að þessum lögum verði framfylgt,“
sagði Viðar. Hann sagði að spurnir
hefðu borist af tilvikum úr fram-
haldsskólum þar sem fólk var að
veipa.
Bragðbætt gufa tælir unga fólkið
Íslendingar eiga Norðurlandamet í veipi Lög um rafrettur 1. mars Bragðefnin vinsæl hjá
ungu fólki Ungt fólk notar rafrettur meira en eldra fólk Bragðbætt tóbak bannað 2020
Nikótínneysla á Norðurlöndum
Hlutfallslegur fjöldi þeirra sem nota tóbak eða rafrettur daglega
11 aðilar hafa sent Neyt-endastofu tilkynningu
68 tilkynningar hafa borist um markaðssetningu á
nikótínvökva fyrir rafrettur
9 tilkynningar hafa borist um búnað og fylgihluti fyrir
rafrettur
Land og ár
Reykja tókbak daglega Nota munntóbak daglega* Nota rafrettur
daglega, alls Aldur Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls
Ísland
(2018)
18+ ára 8.9% 8.9% 8.9% 6.2% 0.6% 3.4% 4.8%
18-24 ára 12.9% 3% 7.3% 5.5%
Svíþjóð
(2018)
16-84 ára 7% 7% 7% 18% 4% 11% 1%
16-29 ára 16% 3% 10% 1%
Danmörk
(2018)
15+ ára 17% 17% 17% 1.5% 0.2% 0.8% 3%
15-29 ára 4.9% 0.5% 2.6% 4.3%
Noregur
(2018)
16-74 ára 12% 11% 12% 18% 7% 12% 1.2%**
16-24 ára 22% 16% 19%
Færeyjar (’18) 18+ ára 24% 15% 20%
Finnland
(2017)
20-64 ára 15% 12% 13% 5% 1% 3% 1%
20-34 ára 9% 1%
Álandseyjar
(2016)
18-79 ára 9% 6% 8% 13% 1% 7% 0.3%
18-24 ára 10%
Grænland
(2014)
18+ ára 56% 57% 57% 6.1% 1.3% 3.2%
16-24 ára 11%
*Tölur fyrir Ísland ná yfir munntóbak og neftóbak. **Byggt á IPSOS könnun frá 2015-2017. Heimild: Nordicwelfare.org
Tilkynningar um mark-
aðssetningu rafrettna og
áfyllinga fyrir rafrettur
Heimild: Neytendastofa
29. jan. 2019
Viðar Jensson
verkefnisstjóri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veipað á Laugaveginum Dagleg notkun á rafrettum hjá fólki yngra en 35
ára er meiri en daglegar reykingar sama aldurshóps. Myndin er úr safni.
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslendingar nota rafrettur meira en
þegnar annarra Norðurlandaþjóða.
Hlutfall Íslendinga 18 ára og eldri
sem nota rafrettur daglega er 4,8%.
Notkunin er enn meiri í aldurs-
hópnum 18-24 ára en 5,5% þeirra
nota rafrettur daglega. Þetta kemur
fram í skýrslu Norrænu velferðar-
miðstöðvarinnar um áhrif bragðefna
á notkun á reyklausu tóbaki og raf-
rettum. Skýrslan er hluti af Nor-
ræna tóbaksverkefninu (Nordic To-
bacco Project).
Neytendastofa hefur eftirlit
Lög um rafrettur og áfyllingar
fyrir rafrettur taka gildi 1. mars
næstkomandi. Neytendastofa fer
með markaðseftirlit með rafrettum
og áfyllingum fyrir þær. Þeir sem
ætla að flytja inn og selja rafrettur
og áfyllingar með nikótíni hér á
landi eftir að lögin taka gildi þurfa
að tilkynna vörurnar til Neytenda-
stofu. Ekki má flytja inn eða selja
vöru sem ekki hefur verið tilkynnt
um.
Neytendastofu höfðu borist 68 til-
kynningar um nikótínvökva af mis-
munandi gerðum og tilkynningar
um níu tæki með fylgihlutum á
þriðjudaginn var. Tilkynningarnar
komu frá ellefu aðilum, það er frá
framleiðendum eða innflytjendum.
„Ekki hafa verið veitt leyfi vegna
þeirra enn sem komið er, en Neyt-
endastofu er falið að hafa eftirlit
með lögunum, þ. á m. sölustöðum,
frá og með 1. mars 2019 og mark-
aðssetning á tilkynntum vörum sem
uppfylla gildandi reglur heimil frá
sama tíma. Listi um þær vörur sem
uppfylla skilyrði til markaðs-
setningar hér á landi verður birtur
á vefsíðu Neytendastofu fyrir þann
tíma,“ sagði í skriflegu svari Neyt-
endastofu til Morgunblaðsins.
Böndin berast að bragðefnum
Bragðefni sem bætt er í vökva
rafrettna eru talin hvetja til þess að
ungt fólk fari að nota rafrettur
(veipa), að sögn Norrænu velferðar-
miðstöðvarinnar. Rafrettuvökva er
hægt að fá með og án nikótíns og
hann er framleiddur í um 7.000 mis-
munandi bragðtegundum. Til dæm-
is er hægt að fá mentólbragð, ýmiss
konar ávaxtabragð, sætubragð,
súkkulaðibragð og bragð sem líkist
gosdrykkjum eða áfengistegundum.
Bragðefnin virðast höfða til unga
fólksins og þeirra sem ekki hafa áð-
ur reykt tóbak. Svo virðist sem
unga fólkið telji að rafrettugufa t.d.