Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Hvort sem þig vantar að selja, kaupa, leigja eða láta gera verðmat, erum við reiðubúin að liðsinna þér. Við leggjum áherslu á traust og heiðarleg vinnubrögð, yfir 20 ára reynsla. Hafðu samband og við aðstoðum þig. HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali hrafnhildur@hbfasteignir.is s: 821-4400 Ármúli 4-6, 108 Reykjavík – Sími 821 4400 – www.hbfasteignir.is ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þess var minnst í gær að hálf öld var liðin frá því að Bítlarnir stigu á svið í síðasta sinn. Það er óhætt að segja að síðustu tónleikar þeirra sem hljóm- sveit hafi verið mjög frábrugðnir þeim sem hljómsveitin hafði haldið á árunum 1963-1966. Á þeim árum spiluðu Bítlarnir fyrir framan alls kyns áhorfendur, sem jafnan öskruðu frá sér allt vit og troð- fylltu hvern þann vettvang sem hljómsveitin sýndi sig á. Þá urðu Bítl- arnir jafnframt fyrsta hljómsveitin til þess að halda tónleika á stórum íþróttaleikvangi þegar þeir spiluðu á Shea Stadium 15. ágúst 1965 fyrir framan rúmlega 55.000 manns. Tón- leikaferðirnar reyndu hins vegar mjög á þanþol Bítlanna, og ákváðu þeir að hætta þeim árið 1966. Endalok goðsagnarinnar Mikið vatn hafði hins vegar runnið til sjávar í ársbyrjun 1969, og voru tónleikarnir á þakinu hugsaðir sem lokapunktur verkefnis sem Bítlarnir höfðu þá verið að vinna að frá áramót- um 1969. Upphaflega hugmyndin var sú, að Bítlarnir myndu koma saman á ný, „Get Back“ eins og það er kallað á ensku, semja lög og flytja á tónleikum fyrir framan áheyrendur í fyrsta sinn í þrjú ár. Þá átti tónlistin að vera hrárri og nær rótum Bítlanna en síð- ustu þrjár plötur sveitarinnar höfðu verið. Allt ferlið yrði svo kvikmyndað og gerð heimildarmynd úr efniviðnum, sem Michael Lindsay-Hogg, leik- stjóri sem meðal annars vann með Bítlunum að myndskeiðum fyrir lögin Paperback Writer og síðar Hey Jude, myndi setja saman. Lindsay-Hogg var með háleitar hugmyndir fyrir þessa endurkomu stærstu hljóm- sveitar allra tíma. Lagði hann meðal annars til að Bítlarnir héldu Get Back-tónleikana í Túnis fyrir framan nákvæmlega 1.000 manns, hvorki fleiri né færri. Ósætti innan hljóm- sveitarinnar og taugaspenna varð hins vegar til þess að minna varð úr en leikstjórinn vildi. Þegar til kast- anna kom var ákveðið að fara bara upp á þak hljóðversins þar sem Bítl- anir höfðu verið og halda tónleikana þar. Síðasta „áheyrnarprufan“ Ekkert var tilkynnt um tónleikana fyrirfram og voru gangandi vegfar- endur í nágrenninu, sem einkum er þekkt fyrir fínar klæðskeraverslanir og fjármálastarfsemi, því nokkuð undrandi þegar taktfastur hljóm- urinn sem einkennir lagið Get Back skar þögnina í morgunsárið. Bítl- arnir, ásamt hljómborðsleikaranum Billy Preston, fluttu þar einnig lögin Don’t Let Me Down, I’ve Got a Feel- ing, One After 909 og Dig a Pony, og endurtók sveitin nokkur laganna. Hópur fólks safnaðist saman á nærliggjandi þökum og á götunni fyr- ir neðan og reyndi að sjá hvað væri eiginlega í gangi. Tónleikarnir tóku hins vegar snarpan enda þegar tveir lögregluþjónar báðu hljómsveitina um að vinsamlega hætta að spila, þar sem ekki hafði verið beðið um leyfi fyrir hávaðanum. Rifjuðu Bítlarnir síðar upp að þeir hefðu helst viljað spila þar til lögreglumennirnir hefðu handtekið þá, þar sem það hefði verið mjög dramatískur endir á bæði tón- leikunum og Get Back-kvikmyndinni. Þegar hljómsveitin lauk við að spila Get Back í þriðja og síðasta sinn á tónleikunum, ákvað John Lennon, forsprakki sveitarinnar, að þakka fyr- ir sig á sinn einstaka hátt: „Ég vil fyr- ir hönd hljómsveitarinnar þakka fyrir okkur og ég vona að við höfum staðist áheyrnarprufuna.“ Ætli það sé ekki óhætt að segja nú, þegar tónlist Bítl- anna lifir enn góðu lífi hálfri öld síðar, að þeir hafi gert það? Síðustu tónleikar stærstu hljómsveitar allra tíma  Hálf öld liðin frá tónleikum Bítlanna á þaki Apple-hljóðversins í Lundúnum Bítlarnir Hálf öld er liðin frá tónleikunum sem Bítlarnir héldu á þaki Apple- hljóðversins, en það voru síðustu tónleikar stærstu hljómsveitar allra tíma. Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, flytur ásamt fjölskyldu sinni til Parísar í haust þar sem hann hyggst setjast á skólabekk og gangast undir her- þjálfun. Þetta var tilkynnt á vefsíðu dönsku hirðarinnar í gær. Þar seg- ir að Jóakim, sem er foringi í danska hernum, hafi fengið boð frá franska varnarmálaráðherranum um að þiggja skólavist í franska herskólanum École Militaire í París en námið er ætlað þeim sem hafa þegar komist til nokkurra metorða innan hersins. Prinsinn fékk þetta boð í tengslum við opinbera heim- sókn Frakklandsforseta til Dan- merkur í fyrra. Á vefsíðunni segir einnig að Jóa- kim verði fyrsti danski herforing- inn sem fari í þetta nám, en 30 eru teknir inn í það á hverju ári. Flest- ir þátttakendurnir eru franskir en nokkrir koma frá samstarfsríkjum Frakklands. Námið verður stundað sex daga vikunnar og tekur eitt ár. Jóakim fæddist árið 1969 og verður því fimmtugur í ár. Hann er giftur Marie prinsessu, sem er frönsk, og eiga þau börnin Hinrik og Athenu og einnig á prinsinn synina Nikolai og Felix af fyrra hjónabandi. Á vefsíðu hirðarinnar segir að þetta fyrirkomulag muni ekki hafa áhrif á starfsskyldur Jóa- kims og Marie. Ljósmynd/Kongehuset.dk/Kamilla Bryndum Konunglegt Jóakim Danaprins og eiginkona hans, Marie prinsessa, hyggja á flutning til Parísar. Jóakim Danaprins flytur til Parísar Tveir durian-ávextir voru nýlega seldir fyrir metfé, 1.000 banda- ríkjadollara hvor, sem eru um 120.000 íslenskar krónur, í borg- inni Tasikmalaya í Indónesíu. Ávöxturinn er þekktur fyrir að gefa frá sér fnyk, sem hefur m.a. verið líkt við táfýlu og rotþró, en þykir bragðgóður og er þekktur sem „konungur ávaxtanna“ í Asíu. Í frétt AFP er nafns kaupandans ekki getið, en þar kemur fram að hann sé einlægur aðdáandi þessara ávaxta. Illþefjandi ávöxtur seldist fyrir metfé INDÓNESÍA Bítlarnir og nýsjálenski leikstjórinn Sir Peter Jackson, sem þekktastur er fyrir að hafa sett ævintýri Tolkiens á hvíta tjaldið, tilkynntu í gær nýja heimildarmynd, sem Jackson mun vinna úr 55 klukkutímum af upptökum sem gerðar voru í tengslum við verkefnið, sem á end- anum varð að kvikmyndinni Let It Be. Sú mynd kom út í maí 1970 eftir að tilkynnt hafði verið um að hljómsveitin væri hætt störfum, og þótti hún á þeim tíma veita inn- sýn í þann erfiða starfsanda sem ríkti meðal Bítlanna síðustu mánuðina. „Ég var feginn að sjá að raunveru- leikinn var allur annar,“ sagði Jackson um efniviðinn sem hann hefur í höndunum. „Vissulega eru dramatískar stundir, en það er ekkert af því ósætti sem lengi hefur verið tengt við verkefnið. Það að sjá John, Paul, George og Ringo vinna saman og búa til lög sem nú eru klassísk frá grunni er ekki bara áhugavert, það er fyndið, upplífgandi og furðulega ná- in lífsreynsla,“ sagði Jackson. Fær 55 klukkutíma af upptökum NÝ HEIMILDARMYND UM LET IT BE-VERKEFNIÐ Peter Jackson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.