Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 32

Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Eitt þeirra sex markmiða sem al- þjóðlegir sérfræðingar settu fram árið 2017 svo mögulegt yrði að stöðva hlýnun andrúmslofts jarðar var að engin ný kolakynt raf- orkuver yrðu byggð eftir árið 2020 og æskilegt væri að fyrir hendi væru áætlanir um að rekstri þeirra raforkuvera sem fyrir eru yrði hætt eftir tiltekinn tíma. Ólíklegt er að þetta markmið náist. Helen Mountford, aðstoð- arforstjóri Alþjóðaauðlindastofn- unarinnar, segir við AFP- fréttastofuna að þótt hætt hafi verið rekstri á kolaraforkuverum víða um heim sem svarar til 28 gígavatta (GW) af raforku hafi bæst við ný ver sem hafa samtals 65 gígavatta uppsett afl. Stærsta íslenska raforkuverið, Fljótsdals- stöð, hefur til samanburðar 690 megavatta uppsett afl. Fjöldi koladrifinna orkuvera er í Evrópu. Aðildarríki Evrópusam- bandsins og Evrópuþingið náðu undir lok síðasta árs samkomulagi um umbætur á raforkumarkaði svæðisins, þar á meðal að afnema opinbera styrki til kolaorkuvera fyrir árið 2025. Kolavinnslu hætt fyrir 2038 Í Þýskalandi komst ríkisskipuð nefnd að þeirri niðurstöðu í síð- ustu viku að hætta eigi kolanámu- vinnslu og loka öllum kolaorkuver- um í Þýskalandi fyrir árið 2038. Jafnframt mælti nefndin með því að tugum milljarða evra yrði varið til að byggja upp nýjar at- vinnugreinar á kolavinnslu- svæðum. Orkufyrirtæki sem reka kolaorkuver geta einnig átt von á háum bótagreiðslum. Áætlað er að nærri þriðjungur af allri raforku í Þýskalandi sé framleiddur með kolum og um 20 þúsund manns starfa nú við kola- vinnslu. Mikilvægi kolara- forkuvera hefur heldur aukist en hitt eftir að Angela Merkel, kansl- ari landsins, ákvað árið 2011 eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan að raforkuframleiðslu með kjarnorku yrði hætt fyrir árið 2022. Þetta hefur leitt til þess að Þjóðverjum hefur gengið illa að uppfylla markmið um losun gróð- urhúsalofttegunda, sem sett voru í Parísarsamkomulaginu svonefnda. Kolanefndin leggur til að orku- verum sem nota surtarbrand og menga meira en hefðbundin kol verði lokað fyrir árið 2022. Öðrum verum verður lokað til ársins 2030 þegar aðeins 17 gígavött verða framleidd í kolaorkuverum, borið saman við 45 gígavött nú. Síðasta kolaorkuverinu verður lokað í síð- asta lagi árið 2038, samkvæmt til- lögum nefndarinnar, jafnvel fyrr. Það er síðan undir þýskum stjórnvöldum komið hvort tillögum nefndarinnar verður hrundið í framkvæmd. Merkel ætlar í dag að eiga fund með Olaf Scholz fjármálaráðherra og leiðtogum kolavinnsluhéraða landsins til að ræða málið. Önnur ríki loka fyrr Önnur Evrópuríki nota mun minna af kolum en Þýskaland og víða hafa verið gerðar áætlanir um að hætta rekstri kolaknúinna raforkuvera. Frakkar ætla að loka sínum verum fyrir 2022 og Bretar og Ítalir fyrir árið 2025. AFP Kolaorkuver Orkuver í Niederaussem í vesturhluta Þýskalands. Verið brennir surtarbrandi, sem mengar meira en venjuleg kol. Ríkisskipuð nefnd vill að slíkum verum verði lokað fyrir 2022. Evrópuríki leggja til atlögu við kolin  Áætlanir um að hætta raforkuframleiðslu með kolum 292 orkuver í 27 löndum Uppsett afl þegar framleiðsla hófst Kolaknúin orkuver í Evrópu Heimild: Europe Beyond Coal (gögn frá nóvember 2018) 5.400 MW 500 MW Á síðasta ári voru samtals flutt tæplega 133 þúsund tonn af kolum og 10.240 tonn af koksi hingað til lands, langmest frá Hollandi en einnig frá Bretlandi, Póllandi og Portúgal samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Kolin eru aðallega notuð í rafskautum í kísilmálmverksmiðjum Elkem Ísland á Grundartanga og PCC BakkaSilicon við Húsavík. Áður notaði Sements- verksmiðjan á Akranesi kol við sína starfsemi en sú verksmiðja heyrir nú sögunni til. Einnig voru brennd kol í kísilveri United Silicon í Helguvík meðan reynt var að reka það. Nærri 7.300 milljónir tonna af kolum eru framleiddar árlega í heiminum, þar af nærri helmingurinn í Kína, en mikil framleiðsla er einnig á Indlandi, í Bandaríkjnum, Ástralíu og Indónesíu. Þjóðverjar eru 8. stærstu kolaframleiðendur heims, með 176 milljón tonn. Yfir 140 þúsund tonn flutt inn KOL OG KOKS Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.