Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Líklegt er aðeinungisforfallnir
áhugamenn um
stjórnmál hafi
fylgst með enn ein-
um hápunkti brex-
itmálsins í Neðri málstofu
breska þingsins í fyrrakvöld.
Aðrir telja með réttu að þeir
geti varið tíma sínum betur. En
sérvitringum til afsökunar er
að breska þingið dregur upp
sérdeilis góða mynd þegar mik-
ið er undir, ólíkt þinginu í litla
sæta húsinu við Austurvöll.
Þegar þar eru mikilvæg mál á
ferð hefst einatt bjálfalegt mál-
þóf þar sem ræðumaður talar í
hringi tímunum saman. Það
hafa að vísu verið einstaka
menn sem komu vel undirbúnir
til leiks og héldu málefnalegum
þræði alla ræðuna. Það var þó
aðeins undantekningin sem
sannaði regluna.
Almenningur sem heyrir í
fréttum að mikil átök eigi sér
stað í þinghúsinu leitar frétta
en sér aðeins þingforseta
syfjulegan í sínum stól, og
ræðumann sem lætur dæluna
ganga yfir tómum sal. Ræðu-
maðurinn reynir stundum að
vekja sjálfan sig með því að
krefjast þess að „viðkomandi“
ráðherra komi í salinn og jafn-
vel öll ríkisstjórnin. Hann á
enga lögmæta kröfu til þess að
ráðherrann sitji í salnum og
láti eins og hann hlusti á ruglið.
Núverandi þingforseti á ekki
gott með að taka á slíkum kröf-
um því hann hefur iðulega áður
haft þær í frammi af meiri
þótta en flestir aðrir og skulu
þá stóryrði hans ekki nefnd til
sögunnar.
Í breska þingsalnum eru
þegar mest liggur við á sjöunda
hundrað þingmanna og eru þó
einungis sæti fyrir rúm 400
þeirra. Barnapíuþjóðfélög eins
og Ísland og önnur Norðurlönd
væru fyrir löngu búin að kalla á
vinnueftirlitið, öryggiseft-
irlitið, loftgæðaeftirlitið og öll
hin eftirlitin við slíkar að-
stæður.
Við Austurvöll er algengt að
fram fari nafnakall með skýr-
ingum þar sem hver þingmað-
urinn af öðrum endurtekur
stuttan útdrátt af margsögðum
sjónarmiðum. Ekki í Neðri
málstofunni. Þegar að þing-
forseti hefur samþykkt at-
kvæðagreiðslur og tilteknar
viðauka- eða breytingatillögur
gefur hann þingmönnum fyrir-
mæli um að ganga til atkvæða
og það í orðsins fylltu merk-
ingu. Allur skarinn stormar þá
út úr þingsalnum og velur að
fara um annan gang af tveimur.
Með því segir hann já eða nei.
Fjórir þingmenn valdir af þing-
forseta telja atkvæðin og koma
saman í salinn eftir
furðu skamma
stund og segir einn
þeirra forseta úr-
slitin upphátt og
réttir honum svo
blað með sameig-
inlegri niðurstöðu þeirra. Þing-
forsetinn hrópar tölurnar og
því næst hvort já eða nei „hafi
haft það“. Það hrópar hann
tvisvar. Á skömmum tíma af-
greiddu hátt á sjöunda hund-
rað þingmenn 8 þýðingamiklar
atkvæðagreiðslur og því næst
gerðu forsætisráðherrann,
leiðtogi stjórnarandstöðunnar
og leiðtogar annarra flokka
grein fyrir sínu mati á nið-
urstöðunni á 1-2 mínútum hver.
Þá tóku fjölmiðlarnir við.
Flestir töldu að dagurinn hefði
verið góður fyrir Theresu May
ólíkt þeim þegar hún beið ósig-
ur á dögunum sem var meiri en
sést hafði um aldir. Nú hafði
henni tekist að sameina Íhalds-
flokk sinn sem var klofinn í
herðar niður við fyrrgreindan
ósigur. En hversu lengi? Allar
viðaukatillögur sem forsætis-
ráðherrann lagðist gegn voru
felldar utan ein þar sem nokk-
urra þingmanna meirihluti
náðist um tillögu sem sagði að
þingið lýsti andstöðu við að
Bretar færu úr ESB án samn-
ings við Brussel um fyrir-
komulag þess. Sú atkvæða-
greiðsla lýsti viðhorfi en var
ekki bindandi. Lögbundið er að
Bretar skuli yfirgefa ESB
þann 29. mars. Nýja löggjöf
þarf til að breyta því. Fyrr-
nefnd atkvæðagreiðsla var
ályktun en ekki lög.
May forsætisráðherra fékk
hins vegar samþykkt nýtt
veganesti í viðræður við ESB.
Hún hafði að vísu sagt margoft
sjálf að viðræðum væri lokið.
Eini samningurinn sem völ
væri á væri samþykktur og
undirritaður með fyrirvara um
samþykkt þingsins. Svo heppi-
lega vildi til að þessi eini samn-
ingur væri jafnframt besti
samningur sem völ væri. En að
ráðum forsætisráðherrans
sjálfs hefur breska þingið nú
samþykkt tillögu um að May
skuli knýja á um tilteknar laga-
lega bindandi breytingar á eina
samningnum sem völ er. For-
sætisráðherrann viðurkenndi
að leiðtogar ESB myndu ekki
verða himinlifandi en ekki væri
samt vonlaust að þeir myndu
fallast á hina nýju kröfu.
Þeir ítrekuðu að vísu strax í
kjölfar niðurstöðu breska
þingsins að ekki kæmi til
greina að opna samningana á
nýjan leik né að breyta þeim
með lagalega bindandi hætti.
„En það er alltaf von“ sagði
Megas um árið og Theresa May
tekur undir það.
Eftir tæpa tvo
mánuði á Bretland
að vera komið út
úr ESB}
Langavitleysa
eða tær snilld
É
g ætlaði að skrifa um starfsemi
Norðurskautsráðsins og metn-
aðarfull áform gegn hlýnun
jarðar. Ekkert verkefni er mik-
ilvægara fyrir framtíð okkar á
þessari plánetu. Vandamálið er að framtíð-
arvandamál, jafnvel vandamál náinnar fram-
tíðar, víkja oft fyrir dægurþrasinu. Í staðinn
fyrir Norðurskautsráðið og hlýnun jarðar fór
tími minn á þinginu að stórum hluta í fjalla-
baksleið meirihluta umhverfis- og samgöngu-
nefndar við að koma á veggjöldum. Metfjöldi
umsagna barst um þetta mál og voru 95%
þeirra á móti veggjöldum. En ég næ ekki
einu sinni að fjalla almennilega um það mál
hér. Nei, það mál víkur líka fyrir öðru í þess-
um pistli. Þessi pistill er um þvingaða sam-
vinnu.
Alþingi Íslendinga er undarlegur staður. Merkilegur
að mörgu leyti og mjög ómerkilegur að öðru. Alþingi
hefur alla burði til þess að vera stórmerkilegur staður
og stofnun en því miður er óhugnanlegt hvernig ómerki-
leg hegðun þingmanna getur eyðilagt þessa ímynd. Það
eru ekki bara þau orð sem féllu á barnum hérna við hlið-
ina sem draga þingið niður í svaðið. Það er líka lands-
réttarmálið, skattaskjólsskýrslan sem Bjarni stakk ofan
í skúffu og fjöldamörg önnur mál sem velkjast um án
þess að nokkur sæti ábyrgð. Það er einkenni þessara
mála að þau eru þvæld fram og til baka, sett í nefnd og
beðið eftir að þau gleymist. Málin gleymast hins vegar
aldrei alveg. Alþingi sem stofnun og tákn lýðræðis verð-
ur fyrir orðstírsskaða því að þessi mál eru
aldrei kláruð á fullnægjandi máta.
Skoðanir nokkurra þingmanna opinber-
uðust á Klaustri. Í staðinn fyrir að við-
urkenna, afsaka og axla ábyrgð þá var reynt
að þvæla málið. Engin afsökunarbeiðni, bara
langur listi af blórabögglum, stólahljóðum og
útúrsnúningum. Það er ætlast til þess að
þingmenn starfi með fólki sem sýndi, sam-
kvæmt skilgreiningum sérfræðinga, andlegt
ofbeldi gagnvart samstarfsfólki sínu. Það er
ætlast til samstarfs án þess að því fylgi snef-
ill af afsökun, eftirsjá eða ábyrgð.
Fyrir um ári síðan fóru allir þingmenn í
gegnum ráðstefnu um nákvæmlega það of-
beldi sem uppljóstraðist á barnum. Þingið
samþykkti viðbætur við siðareglur gegn kyn-
ferðislegri áreitni og ofbeldi í kjölfarið. Samt
gerðist þetta. Samt er þetta mál að þvælast fyrir öðrum
stórum hagsmunamálum almennings. Það þvælist fyrir
af því að það næst aldrei góð niðurstaða í mál þar sem
samvinna er þvinguð. Þess vegna verðum við að segja
nei, hingað og ekki lengra. Við verðum að leiða þetta og
önnur sambærileg mál til lykta. Við verðum að gera það
á sanngjörnum forsendum en ekki pólitískum. Það þarf
hins vegar tvo til. Nýleg yfirlýsing þingmanns Mið-
flokksins, Birgis Þórarinssonar, fær plússtig í kladdann.
Þar er tekið á málinu með ábyrgum hætti. Fleiri mættu
taka hann sér til fyrirmyndar.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Þvinguð samvinna
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
um allt land, en mestu skiptir vöxtur í
iðnaði á Norðurlandi eystra.
Þegar sjónum er beint að ein-
stökum landssvæðum kemur á daginn
að framleiðsla jókst hvergi meira á
landinu en á Suðurlandi frá 2008 til
2016, eða um 18%. Langmestur vöxt-
ur þar hefur verið í verslun, gistingu,
veitingum og flutningum og bendir
Sigurður á að engin atvinnugrein á
Suðurlandi hefur dregist saman að
nokkru ráði frá 2008.
Á Suðurnesjum er það stóraukin
umferð um Keflavíkurflugvöll sem
skýrir hagvöxt í landshlutanum að
langmestu leyti allt frá 2008 til 2016
en iðnaður og sjávarútvegur hefur
einnig dafnað þar.
Í samantekt er vakin athygli á
11% vexti á Norðurlandi vestra, en
þar óx framleiðsla lengi einna hægast
á landinu. „Framleiðsla virðist vera á
uppleið á Vestfjörðum síðustu árin,
þótt hún sé ekki miklu meiri 2016 en
2008. Þess ber að gæta að þar hefur
laxeldi aukist töluvert eftir 2016.
Framleiðsla á Vesturlandi er ekki
miklu meiri 2016 en 2008, en hún hef-
ur aðeins tekið við sér seinustu árin. Á
Austurlandi virðist framleiðsla frem-
ur fara minnkandi eftir góðan vöxt
fyrst eftir að álver tók til starfa í
Reyðarfirði,“ segir í samantekt helstu
niðurstaðna.
Fram kemur í úttektinni að þeg-
ar horft er á öll árin frá 2008 til 2016
megi sjá að í upphafi dróst framleiðsla
meira saman á höfuðborgarsvæðinu
en á landsbyggðinni, en höfuðborgin
sækir á með tímanum. Árið 2016 jókst
framleiðsla um 8% á höfuðborg-
arsvæðinu, en um 5% utan þess.
Höfuðborgin togar enn til sín
fólk. Fluttu t.d. að jafnaði tveimur til
þremur hundruðum fleiri á ári frá
Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður-
landi og Austfjörðum til höfuðborg-
arsvæðisins en í hina háttina en bent
er á að straumurinn hefur heldur
minnkað á síðari árum. Ekki missa þó
allir landshlutar fólk til höfuðborg-
arinnar. 2016 og 2017 fluttu rúmlega
þúsundi fleiri frá höfuðborgarsvæðinu
til Suðurnesja og Suðurlands en hina
leiðina.
Ljóst er af þessari úttekt að
þjónustugreinar eru miklu sterkari á
höfuðborgarsvæðinu en í byggðum
landsins. Fram kemur að yfir 90%
framleiðslu á höfuðborgarsvæðinu
eru þjónusta af einhverju tagi, auk
byggingarstarfsemi. Vörur eru aðeins
rúm 8%. „Utan höfuðborgarsvæðisins
eru vörur hins vegar um 35% af því
sem framleitt er. Sjávarútvegur er
þar víðast hvar 10-20% framleiðsl-
unnar – en hann skiptir ekki miklu
máli í atvinnulífi höfuðborgarinnar.“
Mestur vöxturinn á
Suðurlandi frá hruni
Einstök svæði
» Hvergi á landinu er lax-
veiði jafnmikilvæg og á Vest-
urlandi og tekjur af stangveið-
um taldar tæp 70% af hagnaði
og launakostnaði í landbúnaði.
» Á Vestfjörðum var fram-
leiðsla svipuð árið 2016 og á
hrunárinu 2008.
» Rekstrarafkoma í sjávar-
útvegi á Norðurlandi eystra er
með því besta sem gerist.
»M iðgildi atvinnutekna á
mann í Fjarðabyggð var tæpum
30% yfir landsmeðaltali 2016.
Hagvöxtur eftir landshlutum 2008-2016 Heimild: Byggðastofnun
Landshlutar
Höfuð-
borgarsv.
Lands-
byggð Suðurnes Vesturland Vestfirðir
Norðurl.
vestra
Norðurl.
eystra
Austur-
land Suðurland Allt landið
2009 -7% -5% -7% -5% 7% 3% -2% -15% -5% -6%
2010 -4% -2% -2% -2% -9% -2% -2% 5% -4% -3%
2011 1% 1% -6% 0% -2% -1% 3% 9% 2% 1%
2012 0% 4% 1% 0% 2% 3% 5% 8% 5% 1%
2013 3% 2% 11% 1% 3% 5% 0% -6% 4% 3%
2014 3% 2% 5% 5% -5% -6% -1% 7% -1% 2%
2015 5% 4% 9% 1% 4% 0% 4% -4% 7% 4%
2016 8% 5% 7% 4% 4% 7% 5% -2% 9% 7%
2008-16 9% 11% 17% 4% 1% 11% 15% -1% 18% 10%
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Uppgangur í atvinnulífinuhefur verið afar misjafn áeinstökum svæðum lands-ins á árunum sem liðin eru
frá hruni bankanna 2008. Á þremur
landsvæðum; Suðurlandi, Suður-
nesjum og Norðurlandi eystra, óx
framleiðsla meira en annars staðar.
Hagvöxtur var 15-18% í þessum hlut-
um landsins á árunum 2008-2016,
langt yfir landsmeðaltali sem var 10%.
Þetta kemur fram í nýbirtri
skýrslu um hagvöxt landshluta 2008-
2016 sem dr. Sigurður Jóhannesson
hjá Hagfræðistofnun HÍ vann í sam-
vinnu við þróunarsvið Byggðastofn-
unar.
Bent er á að meginskýringin á
hagvexti á landinu 2008 til 2016 er
vöxtur í þjónustugreinum; verslun,
hótelum og veitingahúsum, sam-
göngum og fjarskiptum. „Allan hag-
vöxt á höfuðborgarsvæðinu frá 2008
til 2016 og mestallan vöxt á Suð-
urnesjum og á Suðurlandi má skýra
með vexti í „ferðaþjónustugreinum“.
Höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og
Suðurland verða líka fyrir mestu
höggi ef bakslag verður í straumi
ferðamanna hingað til lands – ef rétt
er að tala um högg, því að íslenskur
vinnumarkaður ræður illa við að sinna
ferðamannafjöldanum núna og hús-
næðismarkaður í höfuðborginni varla
heldur. Undanfarin þrjú ár hafa út-
lendingar tekið að sér nær öll ný störf
í veitinga- og gistihúsarekstri,“ segir í
skýrslunni.
Næst á eftir ferðaþjónustu vex
iðnaður mest hér á landi. Hann dafnar