Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 54

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 54
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig? Ég hlakka til sérhvers nýs dag og mæti tilverunni af æðruleysiog lífsgleði,“ segir Einar Ingi Magnússon á Selfossi, sem er 53ára í dag. Hann vinnur hjá Bílahöllinni í Reykjavík en starfaði áður í um 30 ár hjá OLÍS. Var lengi umboðsmaður félagsins á Hellu en kom svo til starfa í höfuðstöðvunum. Sinnti þar fjölbreyttum verk- efnum og var á ferðinni víða um land. „Að kynnast landinu og fólkinu í gegnum starfið fannst mér algjör forréttindi,“ segir Einar, sem lét af störfum hjá OLÍS árið 2016. Um líkt leyti fóru alvarleg veikindi að láta á sér kræla; fyrst áfall af óskil- greindum ástæðum og í kjölfarið kvillar tengdir hjarta og gangvirki. „Valið stóð milli þess að lifa eða deyja og spurningunni þar um var auðvelt að svara. Veikindi síðustu ára hafa fengið mig til að endur- meta tilveruna og breyta um lífsstíl. Hef oft þurft á sjúkrahús og fór svo í eftirmeðferð á Reykjalundi, tók mér tak og á þremur árum létti ég mig úr 209 kílóum í 119. Gjörbreytti mataræðinu og fæ mér minna á diskinn, byrja hvern dag á gönguferð og set heilsuna og sjálfan mig alltaf forgang. Að hugarfarið væri rétt og jákvætt var samt forsenda þess að árangur næðist,“ segir Einar Ingi sem á tvö börn; Magnús Yngvar 27 ára og Andreu Önnu 14 ára. Barnabörnin eru tvö. „Bíladellan er alltaf til staðar,“ segir Einar Ingi spurður um áhuga- mál. „Rallakstur, bensínafgreiðsla, áhættuakstur í bíómynd, við- gerðir, vélsleðar, fjórhjól, að festa jeppann í sköflum og pyttum og svo framvegis. Þetta er allt á ferilskránni, sem er skrautleg rétt eins og lífið sjálft. Í þeim anda verður líka afmælisdagurinn; vinna og sam- vera með börnunum mínum og eitthvert sprell til viðbótar.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lífsgleði „Skrautleg ferilská eins og lífið sjálft,“ segir Einar Ingi. Rétta hugarfarið Einar Ingi Magnússon er 53 ára í dag S igfús Þór Elíasson fæddist 31. janúar 1944 í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. „Ég sprangaði og gerði eins og Eyjapeyja er siður – flest það sem mátti ekki gera.“ Sigfús lauk skyldunámi og lands- prófi í Vestmannaeyjum, og stúd- entsprófi frá Laugarvatni 1964. Hann lauk kandídatsprófi í tannlækningum frá HÍ 1971 og meistaraprófi frá In- diana University í Indianapolis í Bandaríkjunum 1974, með tann- sjúkdómafræði og tannfyllingu sem aðalgrein og fyrirbyggjandi tann- lækningar og efnisfræði tannfylling- arefna sem aukagrein. Hann fékk sérfræðiréttindi í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði 1987. Sigfús var aðstoðarprófessor í tannlækningum við University of Minnesota, School of Dentistry í Min- neapolis 1974-1978 og sjúkrahús- tannlæknir við University Hospital í Minneapolis 1974-1975. „Það var gott að vera Íslendingur í Minnesota, þeir voru hrifnir af skandinavíska hreimn- um þar. Ég kynntist þónokkrum Vestur-Íslendingum, þar á meðal Valdimar Björnssyni, fyrrverandi fjármálaráðherra Minnesota-ríkis. Það var síðan annaðhvort að verða Ameríkani eða koma heim í fámennið og skila einhverju til baka, og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Sigfús hefur rekið tannlækninga- stofu frá 1978 þangað til um síðustu áramót. Hann var skipaður prófessor í tannsjúkdómafræði og tannfyllingu við Tannlæknadeild HÍ 1979 og lét af störfum 2014. Hann var deild- arforseti Tannlæknadeildar í fimm ár, og sat í háskólaráði Háskóla Ís- lands sama tíma, og varadeildar- forseti í samtals 16 ár. „Þegar ég kom heim var tannheilsan hér á landi mjög slæm og áttum við heimsmet í tannskemmdum, en nú er hún á pari við það sem gengur og gerist annars staðar.“ Sigfús var aðalfulltrúi Íslands í stjórn NIOM, norrænu tannlækn- ingastofnunarinnar í Osló, 1978-2015, og sjórnarformaður um skeið. Síðan 2011 hefur hann verið í hlutastöðu vísindamanns við NIOM. Rann- sóknastörf gegnum tíðina hafa eink- Sigfús Þór Elíasson, tannlæknir og prófessor emeritus – 75 ára Með barnabörnunum Sigfús og Ólafía eiga ellefu barnabörn en tvö þeirra voru ekki fædd þegar myndin var tekin. Tannlæknir og kennari Kennarinn Sigfús fylgist með nem- anda um miðjan 9. áratuginn. Reykjavík Pétur Kor- mákur Valgerðarson fæddist 9. mars 2018 kl. 14.49 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann var 52 cm langur og 3.930 g. Foreldrar hans eru Helga Lóa Kristjáns- dóttir og Valgerður Jóhannsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.