Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Metacosmos, tónverk sem Anna
Þorvaldsdóttir samdi fyrir Fíl-
harmóníuhljómsveitina í New York
og frumflutt var af sveitinni í apríl
í fyrra, verður flutt í fyrsta sinn
hér á landi í Eldborg í kvöld af
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tón-
leikarnir eru á dagskrá hátíð-
arinnar Myrkir músíkdagar og á
þeim verða einnig flutt verk eftir
Þuríði Jónsdóttur, Maríu Huld
Markan Sigfúsdóttur, Pál Ragnar
Pálsson og Veronique Vöku.
Heimsfrumflutningur
á þremur verkum
Verk Veronique Vöku nefnist
Lendh og verður það heims-
frumflutt líkt og verk Maríu Huld-
ar, Oceans, og Páls Ragnars,
Crevace, sem er konsert fyrir
flautu og fagott. Verk Þuríðar
nefnist Flutter og er flautukons-
ert.
Anna var útnefnd staðartónskáld
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í upp-
hafi síðasta árs og mun hún semja
ný tónverk fyrir hljómsveitina auk
þess sem sveitin mun flytja önnur
nýleg verk eftir hana og er Meta-
cosmos þeirra á meðal. Einleikarar
á tónleikunum verða Hallfríður
Ólafsdóttir, Martin Kuuskmann og
Mario Caroli og hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason.
„Alltaf á fullu“
Metacosmos var um nýliðna
helgi flutt af sinfóníuhljómsveit
sem jafnan er talin ein sú besta í
heimi, Fílharmóníuhljómsveitinni í
Berlín, og er það til marks um
hversu hátt skrifuð Anna er orðin
sem tónskáld í heimi klassískrar
tónlistar. Og hún hefur nóg að
gera, eins og fram kemur í samtali
hennar við blaðamann.
„Ég er alltaf á fullu, er að klára
núna stórt verk sem verður frum-
flutt í Gautaborg af Gautaborgar-
sinfóníunni, það var pantað af
þeim og er líka í samvinnu við Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Það er
stórt verk, 45 mínútur af hljóm-
sveitartónlist og verður frumflutt í
maí. Íslenski dansflokkurinn verð-
ur líka með, Erna Ómarsdóttir
mun stýra honum í nýju verki við
tónlistina þannig að þetta er mjög
spennandi,“ segir Anna og bætir
við að ýmis verkefni verði á dag-
skrá hjá henni næstu árin.
–Þú þarft ekki að hafa áhyggjur
af verkefnaleysi, heyri ég …
„Nei, það er mjög mikil gæfa að
þurfa að segja við nei flestum
verkefnum. Það er auðvitað bara
lúxusvandamál, í sjálfu sér,“ svar-
ar Anna kímin.
Að sogast inn í svarthol
Anna er beðin um að lýsa verk-
inu, Metacosmos.
„Það sem ég var mikið að hugsa
um – og varð innblásturinn að
verkinu – er sambandið á milli
óreiðu og fegurðar. Mér fannst
það mjög áhugaverður innblástur
fyrir þetta verk og það kemur inn
bæði í gegnum ferli, strúktúrinn á
verkinu og í smærri einingum í
verkinu,“ segir hún.
Anna segist hafa ímyndað sér
hvernig væri að detta inn í svart-
hol og yfirfært þá tilfinningu í
verkið. „Að dragast inn í afl sem
er miklu sterkara en þú sjálfur og
þurfa bara að gefa eftir og fylgja
með. Þetta var hugleiðingin á bak
við verkið en svo stendur tónlistin
náttúrlega á sínum fótum.“
–Það er nú ansi flott að fá verk-
pöntun frá svona hljómsveit, ekki
satt?
„Jú, jú, það er rosalega stórt og
mikill heiður. Verkið er svo búið
að vera á dagskrá hjá mjög mörg-
um hljómsveitum núna, var í síð-
ustu viku hjá Berlínarfílharm-
óníunni.“
–Sem þykir nú ein besta
sinfóníuhljómsveit í heimi …
„Já, hún er mjög góð,“ segir
Anna og hlær við, „þannig að það
er bara frábært.“
Allar með sinn karakter
Anna hefur heyrt þrjár hljóm-
sveitir flytja Metacosmos, í New
York, Berlín og núna í Reykjavík.
Hún segir alltaf áhugavert að
heyra ólíkar hljómsveitir flytja
sama verkið, burtséð frá því hvaða
verk um ræðir. „Það eru allar
hljómsveitir með sinn karakter og
sín einkenni og mér finnst það of-
boðslega áhugavert sem tónskáld
því auðvitað er allur efniviðurinn
sá sami, allir tónarnir en orkan og
hljóðfæraleikararnir og stjórnend-
urnir eru auðvitað með sinn eigin
karakter sem þeir koma með í
flutninginn. Það er ofboðslega dýr-
mætt og þess vegna er líka mjög
áhugavert að skrifa verk fyrir
ákveðnar hljómsveitir, til dæmis,
því þá getur maður verið innblás-
inn af þeirra orku þó svo allar
hljómsveitir geti spilað verkið.
Hér á Íslandi heyrir maður
strax að hljómsveitin er vön að
spila tónlist eftir mig, þau hafa
spilað nokkur verk. Þannig að
maður finnur hvernig þau þekkja
strax tónmálið, það er rosalega
skemmtilegt,“ segir Anna.
„Drungalegt ferðalag“
Esa-Pekka Salonen stjórnaði
Fílharmóníuhljómsveitinni í New
York í flutningi á verkinu í apríl í
fyrra og í gagnrýni dagblaðsins
New York Times, sem birt var 5.
apríl, skrifar hinn virti rýnir Ant-
hony Tommassini að hann hafi
verið hugfanginn af flókinni sam-
setningu tóna og lita í verkinu.
„Fröken Þorvaldsdóttir fór vissu-
lega með okkur í drungalegt ferða-
lag, kaflaskipt en þó skýrt,“ skrif-
ar hann meðal annars og greini-
legt er að hann hreifst mjög af
verkinu. Í Berlín var það Alan Gil-
bert sem hélt á tónsprotanum fyrir
fáeinum dögum og var sömuleiðis
gerður góður rómur að þeim tón-
leikum.
Anna segir að þó mikill munur
geti verið á stjórnendum vilji þeir
oftast ræða við tónskáldin um
verkin og ráðfæra sig við þau.
„Það er skemmtilegt og þegar
verkið var t.d. frumflutt í New
York stjórnaði Esa-Pekka Salonen
flutningnum og það var alveg ynd-
islegt því hann er frábær stjórn-
andi og tónskáld sjálfur og þekkir
tónlistina mína vel, hefur stjórnað
nokkrum verkum eftir mig,“ segir
Anna.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
stendur fyrir tónskáldaspjalli í
kvöld fyrir tónleikana og hefst það
kl. 18.30 í Hörpuhorni. Árni Heim-
ir Ingólfsson mun þar ræða við
Önnu um verkið og tilurð þess og
tónleikarnir hefjast svo kl. 19.30.
Frekari upplýsingar um Myrka
músíkdaga má finna á vef Hörpu,
harpa.is.
Sambandið á milli
óreiðu og fegurðar
Metacosmos Önnu Þorvaldsdóttur flutt í Eldborg í kvöld
Morgunblaðið/Hari
Á æfingu Anna Þorvaldsdóttir í Eldborgarsal Hörpu þar sem verk hennar Metacosmos verður flutt í fyrsta sinn hér
á landi í kvöld. Hún kveðst hafa ímyndað sér hvernig væri að detta inn í svarthol og yfirfært þá tilfinningu í verkið.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s
Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 Lokas.
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s
Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s
Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Sun 3/2 kl. 20:00 Lokas.
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Fim 7/2 kl. 20:00 9. s
Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 22/2 kl. 19:30 Auka
Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fim 31/1 kl. 18:00 Frums Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka
Fös 1/2 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00
Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30
Fös 1/2 kl. 22:00 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30
Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00
Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30
Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Matur