Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 64
Python um Brian nokkurn sem er
fyrir mistök talinn vera Kristur.
„Þeir héldu sig við kjánaganginn en
voru samt sem áður að taka fyrir
trúarbrögð, hvernig fólk kýs frekar
að berjast hvert við annað í stað þess
að berjast hvert fyrir annað,“ segir
Izzard um Monty Python og hina sí-
gildu gamanmynd þeirra og ádeilu á
trúarbrögð og mannlegt eðli.
Öllu gamni fylgir nokkur alvara og
segist Izzard nefna í sýningunni að
21. öldin verði mögulega sú síðasta
sem mannkynið muni upplifa á jörð-
inni. Það sé á góðri leið með að út-
rýma sjálfu sér og sú staðreynd sé
auðvitað dauðans alvara. Ekki sé þó
öll von úti, enn megi bjarga um sjö
og hálfum milljarði manna. „Ég held
að það verði að takast á næstu 80 ár-
um,“ segir Izzard og blaðamaður
tekur heilshugar undir það.
Guðirnir í Valhöll
og á Ólympos
–Þú minntist á Monty Python og
ég man ekki betur en að John
Cleese hafi kallað þig „týnda Pyt-
hon-inn“, kannastu við þau ummæli
hans?
„Já og ég spurði hann út í þetta,
hvort hann hefði sagt þetta og hann
sagðist hafa gert það. Ég spurði
hins vegar ekki að því hvað hann
hefði meint með þessu en ég held að
hann hafi átt við að ég væri týndur í
tíma, ég er 20 árum yngri en þeir
eru að meðalaldri. Þannig að það
eru 20 ár á milli okkar en ég á grínið
þeim að þakka,“ svarar Izzard.
–Þeir hafa þá verið þinn helsti
innblástur?
„Algjörlega. Þeir eru guðirnir í
Valhöll og á Ólymposfjalli,“ segir
Izzard með tilþrifum. Hann hafi líka
þakkað þeim Monty Python-mönn-
um fyrir grínferil sinn. „En ég hef
sjálfur þróað þennan sögumann sem
er nauðsynlegt að hafa í uppistandi.
Þú segir fólki að velta þessu eða
hinu fyrir sér og flytur svo í fram-
haldi grínatriðið,“ útskýrir Izzard.
–Þú virðist vera með gríðarlega
gott minni og átt greinilega mjög
auðvelt með að læra tungumál.
Hversu stór hluti af uppistandinu er
spuni?
„Aðeins um 5% af hverri sýningu.
Nýjasta sýningin er enn í þróun og
stór hluti hennar er því spuni eða
getur verið það en hún er engu að
síður ansi vel mótuð. Þannig að
þetta eru bara um fimm mínútur og
meira að segja Lenny Bruce sagði
að aðeins um fimm mínútur af
hverri sýningu væru spuni. Ég eima
hana, það er mín aðferð og þannig
get ég skerpt hana og gert betri og
bætt við hana ef mig langar til.“
Lærði sýninguna á spænsku
–Þú hefur sagst ætla að flytja
sýninguna líka á arabísku og rúss-
nesku …
„Já, algjörlega, arabísku ætlum
við bróðir minn að læra því við
fæddumst í Jemen, eigum landinu
og borginni Aden þar í landi mikið
að þakka og þar á fólk núna um sárt
að binda. Hvað rússneskuna varðar
þá held ég að Rússar hafi líka átt
mjög erfitt um aldir vegna árása úr
vestri, einkum frá Napóleoni og
Hitler.
Halda mætti að Vesturlöndin séu
alltaf á móti Rússlandi en mig lang-
ar að fara þangað og segja nei, við
erum það ekki, ég er hingað kominn
til að segja ykkur það og ég er líka
búinn að læra tungumálið ykkar.“
–Kanntu þá rússnesku?
„Nei, ég ætla að læra hana,“ segir
Izzard og er greinilega alvara.
–Hvenær þá, í jólafríinu?!
„Nei, sjáðu til, ég er núna búinn
að læra 60 mínútur af sýningunni á
spænsku. Bróðir minn átti þessa
hugmynd, ég fór til Madrid og
Barcelona og var þar í tvo mánuði.
Fyrsta kvöldið sem ég flutti sýn-
inguna var hún öll á ensku nema
tvær mínútur sem ég var búinn að
læra af henni á spænsku. Næstu
sýningu flutti ég á ensku en fjórar
mínútur af henni á spænsku. Ég
bætti svo tveimur mínútum við á
hverjum degi þar til ég var búinn að
læra alla sýninguna á spænsku, 60
mínútur. Það ætla ég líka að gera í
Moskvu, flytja alla sýninguna á
ensku nema tvær mínútur á rúss-
nesku og svo framvegis,“ svarar Izz-
ard og blaðamaður er nær orðlaus
yfir þessari aðferð og ótrúlega góðu
minni grínistans.
–Þetta hlýtur að vera einstök leið
til að læra tungumál?
„Já, bróður mínum datt hún í hug
og sem betur fer tala svo margir
ensku að maður getur lært sýn-
inguna utan að og bætt þessu svo
við.“
Ævintýraleg ævi
Izzard vann það ótrúlega afrek að
hlaupa 27 maraþonhlaup á jafn-
mörgum dögum árið 2016 og safnaði
áheitum upp á samtals 1,35 milljónir
punda fyrir góðgerðarsamtökin
Sport Relief, jafnvirði um 200 millj-
óna króna í dag. Og uppistandssýn-
ingar hans og ferðalög um allan
heim með þær eru líka ákveðið
maraþon og má nefna að fyrir fimm
árum flutti hann sýninguna Force
Majeure í 45 löndum – og líka öllum
50 ríkjum Bandaríkjanna – á fjórum
tungumálum.
Blaðamaður nefnir þessar sjálfs-
áskoranir við Izzard, að hann virðist
hrifinn af því að reyna á mörk sín,
andlega og líkamlega, með slíkum
gjörningum. „Ég hef haft gott af
þeim. Mig dreymdi um að eiga æv-
intýralega ævi þegar ég var dreng-
ur, að vera sérsveitarmaður í hern-
um en mér finnst ég í staðinn hafa
verið í borgaralegri sérsveit. Ég hef
hugsað út fyrir rammann, kom út úr
skápnum sem transmaður fyrir 33
árum, hef hlaupið öll þessi maraþon,
flutt sýningar á fjórum tungumálum
og verið róttækur miðjumaður,“
segir Izzard og vonast til þess að
gjörðir hans og skoðanir hafi haft og
muni hafa áhrif til góðs, að hann hafi
lagt sitt lóð á vogarskálarnar í bar-
áttu gegn hatri, fordómum, aðskiln-
aðarstefnu og annars konar illsku
okkar mannanna.
Eins og Schwarzenegger
Izzard var ekki aðeins áberandi
sem leikari og grínisti í fyrra heldur
einnig sem stjórnmálamaður því
hann tók sæti í framkvæmdastjórn
Verkamannaflokksins í heimalandi
sínu eftir að Christine nokkur
Shawcroft lét þar af störfum. Blaða-
maður spyr hvort stjórnmálaþátt-
taka hans muni koma niður á grín-
inu. „Þegar ég verð þingmaður verð
ég að hætta bæði að grínast og leika
í kvikmyndum líkt og Glenda Jack-
son og Arnold Schwarzenegger
þurftu að gera,“ segir Izzard sposk-
ur. Þó sé gott að hafa dálítið spé í
ræðum, það sé ágætt til árása en
síðra til uppbygingar.
„Ég þarf að komast aftur í Bláa
lónið, fá mér drykk og fljóta um,“
segir Izzard þegar hann er spurður
að því hvað hann ætli að gera annað
á Íslandi en að fara með gamanmál.
„Er hægt að fá sér drykk þegar
maður er úti í vatninu?“ spyr hann
svo og blaðamaður telur það líklegt.
Í versta falli geti hann notað frasann
sígilda „veistu hver ég er?“
Álíka alvarlegt og Life of Brian
Grínistinn og baráttumaðurinn Eddie Izzard flytur nýjustu uppistandssýningu sína, Wunderbar,
í Eldborg 31. mars Lærði sýninguna á spænsku og arabíska og rússneska eru næst á dagskrá
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Hæ, þetta er Eddie,“ segir kunn-
ugleg rödd á hinum enda línunnar
og lífgar upp á drungalegt skamm-
degið. Blaðamaður tekur Eddie
fagnandi, enda sjálfur Eddie Izzard
þar á ferð, einn vinsælasti grínisti
heims sem snýr aftur til Íslands 31.
mars næstkomandi og flytur nýjasta
uppistand sitt, Wunderbar.
Izzard kom síðast til Íslands árið
2015 og fór þá mikinn í Eldborg, tal-
aði tungum og lék á als oddi. Hann
hlýtur að hafa kunnað vel við sig í
Eldborg því hann kemur aftur fram
í þeim sal í mars og aðeins á einni
sýningu.
Izzard gaf blaðamanni nokkrar
mínútur af sínum dýrmæta tíma í
loka desember en hann var þá - og
er væntanlega enn - á miklu flakki
um heiminn með sýninguna. Heyra
má á Izzard að hann lætur tímann
ekki fara til spillis, hann biður blaða-
mann um að láta vaða, nennir ekki
neinu kurteisishjali. Er það vel.
Allt frá hinu agnarsmáa
til hins ógnarstóra
–Mér skilst að þú sért á mun per-
sónulegri nótum í þessari sýningu
en þeim fyrri?
„Já, mig langaði til þess að tala
um foreldra mína. Pabbi dó á þessu
ári [2018, innsk.blm.] og mamma
fyrir sléttum 50 árum. Það er svo
gríðarlegt bil þarna á milli,“ svarar
Izzard en ítrekar að hann verði með
alls kyns kjánagang í Eldborg, tali
til dæmis um kenningar sínar um al-
heiminn, kóngafólk og fleira. Hann
segist ætla að kanna allt frá hinu
agnarsmáa til hins ógnarstóra. „En
ég mun leitast við að verða á per-
sónulegri nótum,“ bætir hann við.
–Ertu þá á alvarlegri nótum en
venjulega?
„Nei, ég held að þetta sé álíka al-
varlegt og Life of Brian,“ svarar Izz-
ard sposkur og á þar við gam-
anmynd grínhópsins enska Monty
Óviðjafnanlegur Uppistandssýningar
Eddie Izzard eru mikil upplifun.
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Litina hennar Sæju
færð þú í Slippfélaginu
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið.
Votur
Volgur Ber
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík,
Dalshrauni 11, Hafnarfirði
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími: 588 8000 • slippfelagid.is