Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 68
Ljóðaflokkurinn An die ferne Ge- liebte eftir Ludwig van Beethoven verður fluttur í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12 ásamt nokkr- um lögum úr Vetrarferðinni eftir Franz Schubert. Flytjendur eru Andri Bjarnason barítón og Aladár Rácz píanóleikari og eru tónleikarn- ir hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Beethoven og Schubert í hádeginu FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 31. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Guðjón Valur Sigurðsson verður orðinn fertugur þegar hann byrjar að spila með franska meistaralið- inu París SG næsta haust. Hann var kynntur til sögunnar hjá félaginu í gær og bætir þar með enn einu stórliðinu á listann. Hann á átján ára ferli sem atvinnumaður hefur Guðjón spilað með nokkrum af bestu félagsliðum heims. »s Fertugur á leið í enn eitt stórliðið ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Fígúrur í landslagi nefnist sýning á nýju verki eftir Ragnar Kjart- ansson sem opnuð verður í dag kl. 17 í galleríinu i8 við Tryggvagötu. Ragnar varð hlutskarpastur í sam- keppni um listaverk fyrir nýbygg- ingu heilbrigðisvísindasviðs Kaup- mannahafnarháskóla, Mærsk-turninn, og nefnist verkið Figures in Landscape, þ.e. Fígúrur í landslagi, og er marglaga víd- eóverk sem listamað- urinn hefur unnið að ásamt samstarfs- fólki síðasta ár. Það var vígt í fyrradag í byggingunni og sama verk má sjá í i8. Fígúrur í landslagi Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég átti ekki von á því þegar ég væri hættur á sjónum að ég færi í sjóinn,“ segir Sigurður Friðriksson skipstjóri eða Diddi Frissa eins og hann er kall- aður. Hann er rúmlega sjötugur og alinn upp í Sandgerði. „Ég hætti til sjós árið 2006 og flutti frá Sandgerði til Reykjavíkur. Félagi minn, Ingvar Þórðarson, var búinn að reyna í langan tíma að fá mig með sér í sjósund,“ segir Sig- urður sem barist hefur við liðagigt frá unglingsaldri og var á leið í hjartaþræðingu í lok janúar 2012. „Ég var á því að ég mætti alls ekki fara í kaldan sjóinn, bæði vegna gigt- arinnar og taldi það gefa augaleið að ég gæti ekki farið í sjóinn fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið væri að laga kransæðastíflu hægra megin við hjartað,“ segir Sigurður. Hann er þakklátur Ingvari fyrir að gefast aldrei upp og hringja í hann daglega til þess að fá hann í sjósund. „Þriðja janúar 2012 var fallegt veður og sjórinn mjög kaldur. Ingvar hringdi og sagði við mig að þetta væri dagurinn. Ég vildi bíða fram yf- ir hjartaþræðingu en hann sagði að þess þyrfti ekki. Ég ákvað þann dag- inn að stökkva í sjóinn með honum,“ segir Sigurður sem sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Tæpum fjórum vik- um seinna var hann mættur í hjarta- þræðingu til að losa stífluna hægra megin við hjartað en hún var þar ekki lengur og engin skýring hefur fengist á því hvernig hún losnaði. Sigurð grunar að sjósundið eigi sinn þátt í því. Öfgamaður í öllu „Vegna liðagigtarinnar fór ég reglulega frá 17 ára ára aldri á spít- alann til þess að dæla í mig ein- hverjum efnum. Ég fór svo að sprauta mig sjálfur annan hvern dag Um leið og ég fór í sjósundið leið gigtin úr mér, ég fór að sprauta mig einu sinni í viku og síðar hálfsmán- aðarlega. Núna er gigtin skugginn af því sem hún var,“ segir Sigurður sem að eigin sögn er mikill öfgamaður og það sem hann ákveður að gera geri hann af miklum krafti. „Nú er Nauthólsvík opin alla daga, sem er mikil framför. Það skiptir mig engu máli hvernig veðrið er eða hvort aðrir fara, ég fer í sjóinn nán- ast á hverjum degi,“ segir Sigurður og minnist þess að fyrir mörgum ár- um hafi birst mynd af einhverjum sem synti einn í Nauthólsvík og þá hefðu dætur hans fjórar sagt að þetta hlyti að vera pabbi þeirra. Með alls konar greiningar Sigurður byrjaði ungur til sjós, menntaði sig síðar sem skipstjóri og gerði lengi út Guðfinn KE 19. „Ég byrjaði sem krakki á sjó. Mig langaði ekkert annað en að fara á sjó- inn. Ég er með alls konar greiningar og því lá sjórinn beinast við,“ segir Sigurður, sem fór í hótelrekstur og ferðaþjónustugeirann eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Í dag rekur hann bílaleigu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hress Sigurður Friðriksson fer nánast daglega í sjósund í Nauthólsvík. Sjórinn hefur verið kaldur í vikunni. Sjötugur Diddi Frissa eldhress af sjósundinu  Kransæðastíflan hvarf  Segir gigtina á undanhaldi ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ÚTSALA LÝKUR 10. FEBRÚAR YFIR 2.000 VÖRULIÐIR á lækkuðu verði lagersala 50-70% föstudag - sunnudags afsláttur af VÖLDUM sýningareintökum, útlitsgölluðum húsgögnum og smávöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.