Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýr ferðavefur hefur verið opnaður á mbl.is og mun fjalla um allt sem tengist útivist og ferðalögum hérlendis og er- lendis. Umsjónarmaður ferðavefjarins er Friðrika Hjör- dís Geirsdóttir en hún hefur verið viðriðin fjölmiðla undanfarinn ára- tug, bæði í sjón- varpi, á prenti sem og í vefmiðlum. Friðrika segir að á vefnum muni birtast viðtöl, greinar, pistlar og hollráð sem tengj- ast útivist og ferðalögum. Einnig hefj- ist fljótlega átta þátta viðtalsröð sem nefnist Undarlegt ferðalag þar sem ferðalangar víða að segja frá ævintýr- um sínum á óhefðbundna áfangastaði. ,,Það mætti segja að það hefði orðið sprenging í áhuga Íslendinga á útivist og ferðalögum sem er mikið fagnaðar- efni,“ segir Friðrika. „Ferðavefurinn er hugsaður fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum málefnum, eru að sækjast eftir upplýsingum og að sjálf- sögðu innblæstri fyrir næstu skref.“ Sjálf hefur Friðrika, eða Rikka, mikla ástríðu fyrir efnistökunum og segir að vefurinn verði líflegur og víða komið við. ,,Ég hef verið svo heppin að hafa fengið tækifæri til að ferðast víða frá því ég var barn og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að vera úti í náttúrunni með góðu fólki. Það er einhver kynngikraftur sem umlykur þetta tvennt og hef ég trú á því að það skili sér á þessum vef sem stígur sín fyrstu skref í dag.“ Vefur um ferðalög og útivist á mbl.is Friðrika Hjördís Geirsdóttir Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 99.995 Lissabon Borgin semoft er kölluð San Francisco Evrópu 25.apríl í 4 nætur Magnús Heimir Jónasson Hjörtur J. Guðmundsson Ómar Friðriksson Samtök atvinnulífsins (SA) lögðu fram tilboð á fundi ríkissáttasemj- ara í gær til lausnar kjaradeilu samtakanna við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verka- lýðsfélag Grindavíkur. „Við munum fara yfir þetta tilboð og erum að fara að hitta okkar samninga- nefnd,“ sagði Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, í gær. „Við tók- um við þessu tilboði og tjáðum Samtökum atvinnulífsins það að við myndum koma með viðbrögð við þessu og lögðum til fundartíma næsta föstudag,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness. Viðsemjendurnir eru bundnir trúnaði um efni tilboðsins en skv. heimildum Morgunblaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar kom út- spil SA um launahækkanir stéttar- félögunum ,,þægilega á óvart“, þó að það dugi ekki til að mæta kröf- um þeirra. Líkur á samkomulagi geti í framhaldinu að miklu leyti ráðist af því hversu langt ríkis- stjórnin mun ganga í að létta skött- um af tekjulægstu hópunum. Þá mun tilboðið ekki vera háð umdeild- um hugmyndum um vinnutíma- breytingar með afnámi neysluhléa og byggist á að samið verði til þriggja ára. Spurður almennt um ganginn í viðræðunum segir Ragnar að segja megi að línurnar séu að skýrast. Hins vegar sé ljóst, eins og legið hafi talsvert lengi fyrir, að aðkoma stjórnvalda þurfi að vera umtalsverð til að leysa deiluna. „Það þarf að fara að nálgast einhverja niðurstöðu í þessum viðræðum, bæði hvað varðar SA og stjórnvöld. Hver sem hún síð- an verður. Við erum alla vega komin með tilboð í hendurnar til þess að taka efnislega afstöðu til og við mun- um taka stöðuna með okkar samn- inganefnd í kvöld,“ segir Ragnar. Kerfisbreytinga krafist Að sögn Ragnars er boltinn þann- ig í raun hjá stjórnvöldum. Þar sé um að ræða kerfisbreytingar sem hafi mikil áhrif á félagsmenn verka- lýðsfélaganna til lengri og skemmri tíma. Þar spili inn í húsnæðismálin, aðgerðir í verðtryggingar- og vaxta- málum, aðgerðir varðandi greiðslu hækkaðs iðgjalds inn á fasteignalán og til uppsöfnunar í útborgun til íbúðakaupa og skattkerfisbreyting- ar. „Þetta er allt leysanlegt en það þarf raunverulegan vilja stjórnvalda og viðleitni til þess að koma að þessu vegna þess að það er svo mikið í húfi. Ekki bara fyrir okkar fé- lagsmenn heldur líka fyrir stjórn- völd,“ segir Ragnar. Hinn valkost- urinn sé ekki góður. Vísar hann til þess að samningar opinberra starfs- manna losni í lok mars og fram í júní. „Þá verða stjórnvöld með allan vinnumarkaðinn í fanginu og verða með hann í fanginu út kjörtímabilið. Ég held að ríkisstjórninni hreinlega verði ekki mikið meira úr verki held- ur en það ef hún tekur ekki stöðuna alvarlega og er tilbúin til þess að ná lengri samningi við vinnumarkaðinn, bæði hinn opinbera og almenna,“ segir hann enn fremur. Þannig sé til gríðarlega mikils að vinna fyrir stjórnvöld og samfélagið að ná góðri lendingu við verkalýðshreyfinguna um þriggja ára samning. Iðnaðarmannafélögin hafa ekki fengið tilboð frá SA eins og er, að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnar- sonar, formanns Rafiðnarsamtaka Íslands. Boðaðir eru fundir SA með iðnaðarmönnum og SGS í dag. Tilboð SA um lausn til skoðunar  VR, Efling og Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur svara tilboðinu fyrir vikulok  Útspil SA kom félögunum „þægilega á óvart“  Aðkoma stjórnvalda þarf að vera umtalsverð til að leysa deiluna Morgunblaðið/Hari Kjaradeilur Verkalýðsfélögin og SA funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær þar sem tilboð um lausn var lagt fram. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,3 prósentustig frá des- embermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 1.182 á at- vinnuleysisskrá í janúar 2019 frá janúar 2018, en þá mældist skráð at- vinnuleysi 2,4%. Þetta kemur fram í vinnumarkaðs- greiningu Vinnu- málastofnunar. Þá er gert ráð fyrir að skráð atvinnu- leysi muni aukast lítils háttar í febr- úar og gæti náð allt að 3,2%. „Það hef- ur almennt verið að hægjast á hagkerfinu. Það er stöðnun í ferða- þjónustu og árstíðarsveifla að hluta til í byggingariðnaði og ferðaþjónustu sem hefur áhrif,“ segir Karl Sigurðs- son, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofn- un. Hann segir að uppsagnir tengdar ferðaþjónustu, einkum á Suðurnesj- um, og samdráttur hjá WOW air geti verið tímabundnar skýringar á aukn- ingunni. 35% erlendir ríkisborgarar Árstíðarsveiflur í byggingariðnaði hafa m.a. valdið því að atvinnuleysi út- lendinga á Íslandi er afar mikið núna. Alls voru 2.080 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok janúar eða um 35% allra atvinnulausra. Í janúar 2018 var hlutfall erlendra ríkisborgara 28% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi sam- svarar um 5,9% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlend- ir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá komu frá Póllandi eða 1.153, sem er um 55% allra erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. „Við erum enn þá að sjá fram á meiri flutning útlend- inga til landsins heldur en starfssköp- un gefur tilefni til. Menn hafa verið að koma hingað í ýmis verkefni í bygg- ingariðnaði sem hafa klárast og þá koma þeir, tímabundið í það minnsta, á atvinnuleysisskrá. Þeir sem eru að byrja ný verkefni flytja kannski inn nýja útlendinga. Þannig að það er ójafnvægi þar,“ segir Karl. Meira atvinnuleysi en í fyrra Karl segir að ekki sé búist við stór- kostlegri aukningu atvinnuleysis en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2019 verði meira en árið 2018. „Árið er að byrja í 3% núna en byrjaði í 2,4% í fyrra. Þannig að við gerum bara ráð fyrir að það verði undirliggjandi meira atvinnuleysi í flestum mánuð- um ársins. Það kemur samt sem áður til með að fara að lækka í mars og apr- íl samkvæmt þessari hefðbundnu árs- tíðarsveiflu. En það er ljóst að það verður meira en í fyrra.“ Atvinnuleysi á Íslandi eykst Karl Sigurðsson  Skráð atvinnuleysi 3% í janúar  Spá aukningu í febrúar  Stöðnun í ferðaþjónustu og sveiflur í byggingariðnaði Ákveðið hefur verið að veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson frá Horna- firði og grænlenska skipið Polar Amaroq haldi í dag til loðnuleitar ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Síðastnefnda skipið fór til leitar á mánudag og hefur verið fyrir norðaustan land. Leiðangur skipanna þriggja hefst fyrir suðaustan land í grennd við Hornafjörð og verður siglt á móti göngu loðnunnar norð- ur með Austfjörðum og síðan vest- ur með Norðurlandi. Vonast er til að á þennan hátt takist að ná utan um stærð veiðistofns loðnu. Enn vantar nokkuð upp á mælingu til að upphafskvóti verði gefinn út. aij@mbl.is Þrjú skip leita loðnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.