Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 212.200 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Í þessari gönguferð verður boðið upp á fjölbreyttar
gönguleiðir sem liggja allar um stórkostlegt landslag, fjöll og
dali. Gist verður í Kaprun sem er lítill, fallegur bær við vatnið
Zell am See, umlukinn austurrísku Ölpunum og rómaður fyrir
einstaka náttúrufegurð. Hér gefst einstakt tækifæri til þess
að anda að sér fersku fjallalofti, njóta útiveru í tilkomumiklu
landslagi og hreyfa sig í skemmtilegum félagsskap.
2. - 9. júní
Trítlað við Zell amSee
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bankaráð Landsbankans hefur árum
saman bent á að laun bankastjóra
bankans þyrftu að vera samkeppnis-
hæf. Misbrestur hafi orðið á þessu
meðan launin heyrðu undir kjararáð
á árunum 2009 til 2017.
Umræða hefur skapast um launa-
hækkanir til handa Lilju Björk Ein-
arsdóttur, bankastjóra Landsbank-
ans, eftir að hún hætti að heyra undir
kjararáð sumarið 2017.
Samkvæmt
upplýsingum frá
bankanum voru
laun hennar
2.089.093 krónur,
í samræmi við
ákvörðun kjara-
ráðs, eftir að
ráðningarsamn-
ingur hennar tók
gildi 15. mars
2017. Til upprifj-
unar hætti Stein-
þór Pálsson sem bankastjóri haustið
2016 og var Hreiðar Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri fjármála, starfandi
bankastjóri frá 30. nóvember 2016 til
15. mars 2017 er greint var frá ráðn-
ingu Lilju.
Hækkuðu í 3,25 milljónir
Þær upplýsingar fengust frá bank-
anum að 1. júlí 2017 hafi launin hækk-
að í sléttar 3,25 milljónir.
Spurt var hver hafði frumkvæði að
þeirri hækkun og var svarið að í ráðn-
ingarsamningi hafi verið ákvæði um
hækkun launa þegar ákvörðunarvald
færðist frá kjararáði til bankaráðs
Landsbankans. Það hafi þannig legið
fyrir þegar ráðið var í stöðuna að
ákvörðun um laun bankastjóra yrði
færð frá kjararáði til bankaráðs.
Jafnframt var spurt hver hafði
frumkvæði að því að laun Lilju Bjark-
ar hækkuðu 1. apríl í fyrra þannig að
mánaðarlaun hækkuðu, að bifreiða-
hlunnindum meðtöldum, úr 3,25 millj-
ónum í 3,8 milljónir.
Svar bankans var að í starfskjara-
stefnu Landsbankans sé ákvæði um
að laun skuli vera samkeppnishæf en
ekki leiðandi. Í ráðningarsamningi
bankastjóra sé ákvæði um að laun
skulu sæta árlegri endurskoðun og
skyldi fyrsta endurskoðun miða við 1.
apríl 2018. Þá var spurt hvort laun
bankastjórans muni hækka frekar í
ár, m.a. vegna kjarasamninga, og var
svarið að svo væri ekki.
Hér fyrir ofan má sjá launaþróun
hjá bankastjóra og framkvæmda-
stjórum Landsbankans á síðustu ár-
um. Tölurnar eru sóttar í ársskýrslur
og eru mánaðarlaun áætluð út frá
árslaunum. Skal ítrekað að þetta eru
áætluð mánaðarlaun.
Bendir samantektin til að saman-
lagt hafi bankastjóri og sex fram-
kvæmdastjórar bankans haft um 290
milljónir í árslaun í fyrra. Meðallaun
þessara sjö voru rúmar 40 milljónir.
Með hærri laun en bankastjóri
Meðal þess sem taflan sýnir er að
meðallaun framkvæmdastjóra bank-
ans voru hærri á árinu 2016 en laun
bankastjórans. Komu starfsmenn því
á framfæri í samtölum við Morgun-
blaðið á sínum tíma. Þá kom til um-
ræðu innan bankans að þegar Stein-
þór var bankastjóri hafi vel á annað
hundrað starfsmenn fjármálafyrir-
tækja haft hærri laun en hann. Hefur
verið áætlað að þeir starfsmenn hafi
þá verið um 150. Til samanburðar
bendir könnun Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja síðastliðið haust
til að á fjórða hundrað svarenda hafi
þá haft yfir 1,2 milljónir í heildarlaun.
Sem áður segir hefur bankaráð
Landsbankans litið svo á að breyta
þurfi kjörum bankastjóra Lands-
bankans og færa þau nær þeim kjör-
um sem starfsmannastefnan kveður á
um. Meðal annars sagði í skýrslu
stjórnar með ársreikningi bankans
2012 að það væri „almennt áhyggju-
efni að bankinn, hlutafélag sem starf-
ar á kvikum samkeppnismarkaði, geti
ekki samið um laun við æðsta stjórn-
anda. Laun og kjör bankastjóra eru
ákveðin af kjararáði sem telur sig
bundið af því að ákvarða laun fyrir
dagvinnu ekki hærri en föst laun for-
sætisráðherra. Bankaráð taldi það
fyrirkomulag tímabundið og gerði
ráð fyrir að því lyki um áramót 2010-
2011.“
Samþykkt af hluthöfum
Þá sagði í tilkynningu frá banka-
ráði á mánudaginn var að launahækk-
anir til handa bankastjóranum, 1. júlí
2017 og 1. apríl 2018, væru í samræmi
við starfskjarastefnu bankans sem
hluthafar hafi samþykkt. Bankinn
leggi áherslu á að starfskjör stjórn-
enda og annarra starfsmanna séu
samkeppnishæf en þó ekki leiðandi.
Til upprifjunar var lögum um
kjararáð breytt sumarið 2009 og
kveðið á um að ráðið skyldi „gæta
þess að föst laun fyrir dagvinnu, ann-
arra en forseta Íslands, verði ekki
hærri en föst laun forsætisráðherra“,
sem var þá Jóhanna Sigurðardóttir.
Varð það fyrirkomulag tilefni
deilna. Má þar nefna launadeilu Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra.
Hækkun hluti af ráðningarsamningi
Í ráðningarsamningi bankastjóra Landsbankans var ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð sama ár
Ákvörðunarvald færðist frá kjararáði til bankaráðs Starfsmenn voru ósáttir við laun bankastjóra
Laun stjórnenda Landsbankans 2015-2018
Laun bankastjóra, milljónir kr. 2015 2016 2017 2018
Árslaun, bifreiðahlunnindi meðtalin 19 24,5 27 44
Mótframlag í lífeyrissjóð 5,8 7,4 5,2 8,3
Samtals 24,8 31,9 32,2 52,3
Mánaðarlaun 1,6 2,0 2,8 3,7
Heildarlaun á mánuði 2,1 2,7 3,4 4,4
Laun framkvæmdastjóra, milljónir kr. 2015 2016 2017 2018
Fjöldi framkvæmdastjóra 6+1 5 5+1 6
Árslaun, bifreiðahlunnindi meðtalin 190,9 153,8 174,3 199,6
Mótframlag í lífeyrissjóð 35,5 28,8 33,4 38,2
Samtals 226,4 182,6 207,7 237,8
Mánaðarlaun 2,3 2,6 2,6 2,8
Heildarlaun á mánuði**** 2,7 3,0 2,9 3,3
*Gerður var starfslokasamningur við einn framkvæmdastjóra á árinu 2015. Allur kostnaður vegna starfslokanna
var færður til gjalda í rekstrarreikningi fyrir árið 2015. **Gert var samkomulag um starfslok við einn fram-
kvæmdastjóra á árinu 2017. Allur kostnaður vegna starfslokanna var færður til gjalda í rekstrarreikningi fyrir
árið 2017. ***Skv. ársreikningi. ****Útreikningar eru blaðsins. Heimild: Ársskýrslur Landsbankans 2015-2018.
**
***
*
Launaþróun starfsmanna fjármálafyrirtækja
Þróun heildarlauna 2004-2018 samkvæmt könnun á vef SSF
1.000
750
500
250
0
mars-apríl
2004
mars
2007
maí
2008
október
2010
febrúar
2013
febrúar
2016
október
2018
299
433
588
398
473
692
838
Launaþróun 2004-2018
Meðalheildarlaun fyrir skatt, þús. kr.
Heildarlaun fyrir skatt í okt. 2018
Lægri en 500 þús. kr.
500 til 700 þús. kr.
700 til 900 þús. kr.
900 þús. til 1,2 millj. kr.
1,2 millj. kr. eða hærri
Heildarlaun
fyrir skatt
í október 2018
Heimild: Samtök starfsmanna
fjármálafyrirtækja (SSF),
kjarakönnun, október 2018. Gallup.
9%
31%
25%
22%
13%
Meðalheildarlaun
2004-2018,
þús. kr.
Lilja Björk
Einarsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýleg könnun bendir til að heildarlaun
bankastjóra Landsbankans séu ríflega
fimmföld meðalheildarlaun hjá fjár-
málafyrirtækjum.
Friðbert
Traustason, fram-
kvæmdastjóri Sam-
taka starfsmanna
fjármálafyrirtækja,
SSF, segir að 2.800
félagsmenn hafi
svarað síðustu
launakönnun. Það
er 74% þátttaka.
Spurt var um
greidd heildarlaun
fyrir skatt 1. október sl.
Sérfræðingar á hærri launum
Friðbert segir fjölgun sérfræðinga
eiga þátt í hækkandi launum.
Hækkunin milli ára 2017 og 2018
hafi verið um 6%. Þar af séu 5% sam-
kvæmt kjarasamningi.
„Áður fyrr var kerfið meira niður-
neglt. Starfsfólk fjármálafyrirtækja
var fastara í launaflokkum. Með auknu
frelsi í fjármálaþjónustu um aldamótin
fór sérfræðingum að fjölga. Um leið
varð meira um fastlaunasamninga.
Innan við 30% okkar félagsmanna í
dag taka laun beint eftir launatöflum.
Hinir eru meira og minna á fastlauna-
samningum. Þess vegna hófum við
formlegar launakannanir árið 1999.
Við höfum reynt að gera þær á tveggja
ára fresti,“ segir Friðbert. Hann út-
skýrir svo aðspurður að starfsmenn á
fastlaunasamningum fái allar kjara-
samningsbundnar launahækkanir. En
almennt fái þeir sem eru á fastlauna-
samningi ekki greidda unna yfirvinnu.
Samkvæmt síðustu könnun SSF
voru heildarlaun starfsmanna fjár-
málafyrirtækja 838 þúsund í október
síðastliðnum, borið saman við 692 þús-
und í febrúar 2016 (sjá töflu fyrir ofan).
Það er 21% hækkun. Heildarlaun
bankastjóra Landsbankans í fyrra, 4,4
milljónir, voru um fimmfalt hærri.
Fækkun útibúa
Friðbert segir breytta samsetningu
á starfsmönnum fyrirtækjanna eiga
mikinn þátt í hækkandi meðallaunum.
Bankaútibúin hafi flest verið um 170
en séu nú um 80. Með því hafi gjald-
kerum og starfsfólki í afgreiðslu fækk-
að. Samtímis hafi sérfræðingum hjá
fjármálafyrirtækjum hlutfallslega
fjölgað. Nútímabankaviðskipti kalli á
meiri sérfræðiþekkingu en áður fyrr.
Til dæmis starfi nú 600-700 manns við
upplýsingatækni hjá bönkunum,
Reiknistofu bankanna og öðrum fjár-
málafyrirtækjum. Þar af séu um 500
háskólamenntaðir tölvunarfræðingar,
stærðfræðingar, verkfræðingar og
aðrir með álíka menntun. Þá séu fjöl-
mennar deildir í áhættustýringu, lög-
fræðiþjónustu, hjá hagdeildum, við
verðbréfaviðskipti, lífeyrisþjónustu,
gjaldeyrisviðskipti og svo framvegis.
Slík störf krefjist mikillar menntunar.
„Þeir sem hafa lægri launin hafa
verið að missa störfin en þeir sem
halda störfum og hafa verið ráðnir í
sérfræðistörfin eru á hærri launum.“
Bankastjóri með fimmföld
meðallaun fjármálafólks
Meðallaun félagsmanna SSF voru 838 þúsund í haust
Friðbert
Traustason
Morgunblaðið/Golli
Fjármál Laun í íslenskum bönkum
hafa farið hækkandi á síðustu árum.
Samkvæmt ársskýrslu Arion
banka fyrir 2018 var Höskuldur
H. Ólafsson bankastjóri með
67,5 milljónir í árslaun og 7,2
milljónir í árangurstengdar
greiðslur. Samanlagt voru þetta
74,7 milljónir króna, eða 6,23
milljónir króna á mánuði.
Til samanburðar var hann
með 62 milljónir í laun 2017 og
9,2 milljónir í árangurstengdar
greiðslur, alls 71,2 milljónir.
Hækkuðu heildarlaun því um
4,9% milli ára 2017 og 2018.
Skv. ársskýrslu Íslandsbanka
2018 hækkuðu laun Birnu Ein-
arsdóttur bankastjóra úr 58
milljónum 2017 í 63,5 millj.
2018, eða um 9,5%. Við bættist
mótframlag í lífeyrissjóð.
Hækka líka
HINIR BANKARNIR