Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 22

Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti ein selafjölskylda hefur haldið til á skeri einu í grennd við Eiðsvík í vetur og glatt auga veg- farenda sem ganga meðfram strönd- inni. Stundum er hópurinn stærri og selirnir voru óvenju margir þegar ljósmyndari átti þar leið um í björtu og fallegu vetrarveðri á sunnudag- inn var. Alls voru 23 landselir á skerinu og fleiri sáust á sundi í grennd við það. Selirnir héldu ró sinni þegar vegfarendur nálguðust þá til að taka myndir af þeim. Þeir héldu áfram að flatmaga eftir að hafa étið magafylli sína af fersku fiskmeti sem fæst í miklu úrvali í Faxaflóanum þessa dagana. Landselur er algengasti selurinn við strendur Íslands. Helsta fæða hans eru m.a. síli, flatfiskar, smá- þorskur, loðna, síld, karfi, ufsi og steinbítur, að því er fram kemur á vef Selaseturs Íslands. Selurinn get- ur orðið um tveir metrar að lengd og rétt yfir 100 kílógrömm að þyngd fullvaxinn. Brimlarnir eru ívið stærri en urturnar sem kæpa einum kópi í júní og ala önn fyrir honum í þrjár til fjórar vikur. Þær geta orðið 30 til 35 ára gamlar en brimlarnir 20 til 25 ára. Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Djúpslökun Kópurinn veit að stundum er gott að liggja í leti og láta hugann reika á mjúku fleti. Hann flatmagaði í mestu makindum á Álftanesi eftir að hafa étið sig vel saddan og hamingjusaman í gjöfulum Faxaflóanum. Stóísk ró Spakur selur klórar sér í kollinum og veltir vöngum á skeri við sundin blá, með Esjuna í bakgrunni. Þar ástundar hann afslöppun af miklu kappi þessa dagana. Í góðum selskap í fjöruborðinu Selskapsverur Selir eru félagslyndir og sjást oft í hópum við strendurnar. GRAFÍSK HÖNNUN Lógó bréfsefni bæklingar myndskreytingar merkingar ofl. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.