Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Dauði langvíu í þúsundavís í Norð-
ursjó veldur vísindamönnum í Hol-
landi og víðar áhyggjum og heila-
brotum. Fuglarnir virðast hafa
drepist úr hungri og skýringa hefur
meðal annars verið leitað í mengun í
sjónum. Niðurstöður krufninga
ættu að liggja fyrir fljótlega og þá
fást væntanlega skýringar á orsök-
unum.
Ekki er talið líklegt að langvíu-
dauðinn hafi mikil áhrif á stofninn
við Ísland. „Merkingar með dægur-
ritum benda til að íslenskir fuglar
haldi sig að mestu umhverfis landið
og að einhver hluti þeirra hafi vetur-
setu suðvestur með Reykjanes-
hrygg sem og áleiðis til Færeyja og
Skotlands. Þó er ekki hægt að úti-
loka að einn og einn fugl álpist suð-
ur í Norðursjó,“ segir Yann Kol-
beinsson fuglafræðingur, en langvía
er algengur og fremur stór svart-
fugl.
Í frásögn AFP-fréttastofunnar og
fleiri miðla hefur undanfarið verið
greint frá málinu og segir þar að
fyrst hafi sjávarlíffræðingur á hol-
lensku eyjunni Texel í norðurhluta
Hollands fengið tilkynningu á laug-
ardegi um að hundruð dauðra lang-
vía væru velkjast í fjörunni. Daginn
eftir hefði síminn nánast ofhitnað og
tilkynningum víða að hefði rignt yfir
hann um dauðar langvíur.
Um tvær milljónir í stofninum
Frá því í byrjun janúar er talið að
yfir 20 þúsund langvíur hafi sést
dauðar eða illa haldnar á hol-
lenskum fjörum og eru fuglarnir
sagðir bera þess merki að þeir hafi
drepist úr hungri. Mörgum langví-
um hefur verið bjargað á lífi og hafa
þær flestar verið illa haldnar og hor-
aðar þegar þær hefur rekið á land.
Á morgun verða um 100 langvíur
krufðar af sjávarlíffræðingum og
dýralæknum í Utrecht í Hollandi og
í kjölfarið er vonast til að svör fáist
við ráðgátunni og skýringar á því
hvers vegna fuglarnir drápust.
Talið er að langvíustofninn í
Norðursjónum sé um tvær milljónir
fugla. Hugsanleg skýring á dauð-
anum hefur m.a. verið talin að efni
hafi borist úr gámum úr flutninga-
skipinu MSC Zoe sem missti 281
gám útbyrðis í Norðursjóinn úti fyr-
ir ströndum Hollands að kvöldi ný-
ársdags. Í kjölfarið barst margvís-
legur varningur og efni á land á
ströndum Hollands og Þýskalands.
Ekkert mun hafa komið fram til
þessa sem staðfestir að fuglarnir
hafi komist í tæri við eitur- eða
plastefni úr gámunum, þá hafa
plastagnir ekki fundist í mögum
þeirra. Og hvers vegna finnast nær
eingögu dauðar langvíur en ekki
einkenni í eða dauðir fuglar af öðr-
um stofnum? Og hvers vegna finn-
ast dauðir fuglar eingöngu á fjörum
í Hollandi, en ekki Þýskalandi og
Belgíu? Staðreynd er hins vegar að
fuglarnir byrjuðu að drepast fljót-
lega eftir að gámarnir fóru fyrir
borð.
Dauðar langví-
ur í hrönnum
valda áhyggjum
Yfir 20 þúsund dauðar langvíur á
hollenskum fjörum Tæpast áhrif hér
AFP
Langvía Flestir hafa fuglarnir fundist dauðir á ströndinni, en öðrum verið bjargað illa höldnum og horuðum.
Í hitakassa Þessum var komið til hjálpar eftir að þeim hafði skolað á land.
Módel: Brynja Dan