Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Dauði langvíu í þúsundavís í Norð- ursjó veldur vísindamönnum í Hol- landi og víðar áhyggjum og heila- brotum. Fuglarnir virðast hafa drepist úr hungri og skýringa hefur meðal annars verið leitað í mengun í sjónum. Niðurstöður krufninga ættu að liggja fyrir fljótlega og þá fást væntanlega skýringar á orsök- unum. Ekki er talið líklegt að langvíu- dauðinn hafi mikil áhrif á stofninn við Ísland. „Merkingar með dægur- ritum benda til að íslenskir fuglar haldi sig að mestu umhverfis landið og að einhver hluti þeirra hafi vetur- setu suðvestur með Reykjanes- hrygg sem og áleiðis til Færeyja og Skotlands. Þó er ekki hægt að úti- loka að einn og einn fugl álpist suð- ur í Norðursjó,“ segir Yann Kol- beinsson fuglafræðingur, en langvía er algengur og fremur stór svart- fugl. Í frásögn AFP-fréttastofunnar og fleiri miðla hefur undanfarið verið greint frá málinu og segir þar að fyrst hafi sjávarlíffræðingur á hol- lensku eyjunni Texel í norðurhluta Hollands fengið tilkynningu á laug- ardegi um að hundruð dauðra lang- vía væru velkjast í fjörunni. Daginn eftir hefði síminn nánast ofhitnað og tilkynningum víða að hefði rignt yfir hann um dauðar langvíur. Um tvær milljónir í stofninum Frá því í byrjun janúar er talið að yfir 20 þúsund langvíur hafi sést dauðar eða illa haldnar á hol- lenskum fjörum og eru fuglarnir sagðir bera þess merki að þeir hafi drepist úr hungri. Mörgum langví- um hefur verið bjargað á lífi og hafa þær flestar verið illa haldnar og hor- aðar þegar þær hefur rekið á land. Á morgun verða um 100 langvíur krufðar af sjávarlíffræðingum og dýralæknum í Utrecht í Hollandi og í kjölfarið er vonast til að svör fáist við ráðgátunni og skýringar á því hvers vegna fuglarnir drápust. Talið er að langvíustofninn í Norðursjónum sé um tvær milljónir fugla. Hugsanleg skýring á dauð- anum hefur m.a. verið talin að efni hafi borist úr gámum úr flutninga- skipinu MSC Zoe sem missti 281 gám útbyrðis í Norðursjóinn úti fyr- ir ströndum Hollands að kvöldi ný- ársdags. Í kjölfarið barst margvís- legur varningur og efni á land á ströndum Hollands og Þýskalands. Ekkert mun hafa komið fram til þessa sem staðfestir að fuglarnir hafi komist í tæri við eitur- eða plastefni úr gámunum, þá hafa plastagnir ekki fundist í mögum þeirra. Og hvers vegna finnast nær eingögu dauðar langvíur en ekki einkenni í eða dauðir fuglar af öðr- um stofnum? Og hvers vegna finn- ast dauðir fuglar eingöngu á fjörum í Hollandi, en ekki Þýskalandi og Belgíu? Staðreynd er hins vegar að fuglarnir byrjuðu að drepast fljót- lega eftir að gámarnir fóru fyrir borð. Dauðar langví- ur í hrönnum valda áhyggjum  Yfir 20 þúsund dauðar langvíur á hollenskum fjörum  Tæpast áhrif hér AFP Langvía Flestir hafa fuglarnir fundist dauðir á ströndinni, en öðrum verið bjargað illa höldnum og horuðum. Í hitakassa Þessum var komið til hjálpar eftir að þeim hafði skolað á land. Módel: Brynja Dan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.