Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
VIÐTAL
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Togarinn Þorkell máni RE 205, lagði
af stað með 32 skipverja til karfaveiða
á Nýfundnalandsmið 29. janúar 1959.
Frá upphafi ferðar til loka hennar
fóru skipverjar á Þorkeli mána ekki
varhluta af fréttum um skipskaða og
þurftu sjálfir að berjast fyrir lífi sínu
með því að losa allt sem hægt var að
losa af togaranum og berja klaka af
honum í nær þrjá sólarhringa. Einar
Jónsson var 18 ára háseti í öðrum túr
á Þorkeli mána ferðina örlagaríku.
Ragnar Leví Jónsson var 18 ára há-
seti í þriðja túr og Þórður Guðlaugs-
son var 25 ára, 1. vélstjóri sem verið
hafði til sjós með hléum í 11 ár. Fyrr-
verandi skipsfélaga rekur ekki minni
til að hafa hist allir þrír saman í 60 ár,
fyrr en þeir settust niður með blaða-
manni í Hádegismóum og rifjuðu upp
ferðina. Þeir tóku allir þátt í því að
brenna af fjórar, tveggja tonna davíð-
ur í skut Þorkels Mána. Þórður
stjórnaði verkinu og allir eru þeir
sammála um að hefðu þeir ekki með
harðfylgi náð að skera niður davíð-
urnar og varpa þeim fyrir borð hefði
enginn lifað veiðiferðina af. Áður
hafði björgunarbátunum verið varpað
fyrir borð en þeir voru orðnir eitt
klakastykki og héngu þannig í davíð-
unum.
Að sögn félaganna var sigling á
Nýfundnalandsmið í kringum fjórir
til fimm sólarhringar. Það fór eftir
veðri og vindum hversu löng ferðin
var en túrinn var kringum 18 daga.
Aldrei lent í öðru eins
„Á leiðinni á miðin var veðrið strax
orðið leiðinlegt. Þegar við vorum við
Hvarf úti fyrir Grænlandi heyrðum
við neyðarkall frá Hans Hedtoft, far-
þegaskipi sem sigldi frá Grænlandi
með 40 manna áhöfn og 55 farþega
innanborðs. Það voru önnur skip nær
sem fóru til leitar en skipið sökk og
engin þeirra 95 sem um borð voru
komust lífs af,“ segir Einar sem við-
urkennir að erfitt hafi verið að vita af
farþegaskipinu í nauðum.
Þorkell máni var fulllestaður
skömmu eftir komuna á miðin. Þórð-
ur segir að hann hafi aldrei á langri
ævi lent í öðru eins og veðrinu sem
hófst seinnipart laugardagsins 7.
febrúar 1959.
„Það var vitað að það væri djúp
lægð á leiðinni en það grunaði engan
að veðurhamurinn og sjólagið yrði
slíkt sem það varð án þess að dúra
svo nokkru næmi í 72 tíma. Það var
10 til 12 stiga frost og vindur upp í 33
metra á sekúndu. Sjórinn var mínus
þrjár gráður og lítið saltmagn í hon-
um vegna Labradorstraumsins sem
kom norðan úr hafi og gerði það að
verkum að ísingin varð meiri, “ segir
Þórður sem áætlar að þegar skipið
var í botni öldudals hafi hæð öldunnar
verið um 20 metra yfir skipinu. Þórð-
ur segir að fjótlega hafi klaki farið að
hlaðast á skipið og hann hafi strax
gert sér grein fyrir því hversu hættu-
legt ástandið var. Einar og Ragnar
höfðu hins vegar ekki miklar áhyggj-
ur og héldu að þetta væri alvanalegt
til sjós. Það rifjast upp fyrir Þórði
hversu hissa hann varð þegar þeir fé-
lagarnir spurðu hann hvort þetta
væri ekki allt saman eðlilegt.
„Veðrið skall skyndilega á og skip-
ið sem var fulllestað fylltist fljótt af
sjó þannig að við áttum engan mögu-
leika að ganga frá trollinu. Sex tíma
vaktir voru gengnar um borð í Þor-
keli mána en þegar leið að miðnætti
voru skipverjar ræstir til þess að
berja klaka af togaranum sem safn-
ast hafði hratt á hann. Þorkell máni
var farinn að hallast á bakborða
(vinstri hlið) og þyngslin vegna ísing-
ar orðin mikil,“ segir Einar sem ekki
varð hræddur þrátt fyrir alvarlegt
ástand á þeim tímapunkti. Hann og
Ragnar segja að forysta skipstjórans
og hugvit og stjórnun Þórðar þegar
davíðurnar voru fjarlægðar hafi orðið
til þess að þeir komust heilir heim.
Hörkumannskapur um borð
Þórður bendir á að um borð hafi
verið hörkumannskapur og duglegir
karlar sem unnu sleitulaust án hvíld-
ar í þrjá sólarhinga. Þrekraunin sem
skipverjar þreyttu hafi verið það sem
skilaði skipi og skipshöfn í heimahöfn.
Allir þrír eru sammála um að það sé
kraftaverk að allir skyldu bjargast og
eru þakklátir fyrir að hafa lifað
hrakningarnar af. Þeir segja að
nokkrir skipverjar hafi fengið kal á
fingur og í andlit og Sigurður Kol-
beinsson, 1. stýrimaður, hafi slasast á
baki þegar brot gekk yfir bátinn.
„Veðrið var svo brjálað að ekkert
var hægt að gera annað en að draga
Sigurð í skjól og við gátum lítið sinnt
honum næstu sólarhringana,“ segir
Einar og Þórður skýtur inn í að hann
muni ekki hvort ópíum hafi verið til
um borð til að lina þjáningar Sig-
Sterkur Togarinn Þorkell máni RE 205 komst í hann krappan á Nýfundalandsmiðum 1959. Öflug díselvél, hugvit og þrekvirki áhafnarinnar komu skipi og áhöfn heilum heim að mati skipverja.
Sjóferðin sem aldrei gleymist
Þrekvirki skipverjanna á Þorkeli mána Kraftaverk og samstaða skiluðu áhöfninni heim
Börðu klaka af skipinu í ofsaveðri í þrjá sólarhringa Brenndu davíðurnar af togaranum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrekvirki 60 árum eftir hrakningarnar í ofsaveðrinu hittust skipverjar af Þorkeli mána, Þórður Guðlaugsson, Einar Jónsson og Ragnar Leví Jónsson.
60 ár frá ofsaveðrinu á Nýfundnalandsmiðum
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar