Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 34

Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 34
Á VETTVANGI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Vinnum LA!“ voru hvatningarorðin á spjöldum sem veifað var og sungin voru á áhorfendapöllunum á leik gömlu erkifjendanna, Boston Celtics og Los Angeles Lakers í NBA- körfuboltadeildinni í TD Garden í Boston. Þetta eru slagorðin sem not- uð hafa verið í áratugi þegar íþrótta- liðin í Boston hafa tekið á móti liðum frá borg englanna. Að þessu sinni var endurbætt útgáfa af slagorðinu notuð, „Vinnum LA – aftur“ og var með því væntanlega verið að vísa til sigurs New England Patriots á Los Angeles Rams í leiknum um Of- urskálina í NFL-deild ameríska fót- boltans nokkrum dögum fyrr. Svo vildi til að lið frá þessum tveimur borgum á austur- og vestur- strönd Bandaríkjanna mættust strax í kjölfar Ofurskálarinnar. Boston- búar riðu ekki feitum hesti frá þeim viðureignum. Celtics tapaði báðum sínum leikjum, gegn Lakers og Los Angeles Clippers, þótt liðið hafi verið mun sterkara en vestanliðin í vetur, en Boston Bruins bjargaði helginni með því að sigra Los Angeles Kings í NHL-íshokkídeildinni. Allir leikirnir voru skemmtilegir og tveir þeirra enduðu á hádrama- tískan hátt. Lakers vann með flautu- körfu og Bruins með gullmarki í framlengingu. „Garðurinn“ þétt setinn Viðureignir gömlu erkifjendanna, Celtics og Lakers, eru oftar en ekki sögulegar. „Garðurinn“ var fullur, með hátt í 20 þúsund gesti í sætum, og mikil stemning. Þótt grænu Bost- on-treyjurnar og -húfurnar væru mest áberandi voru einnig margir áhorfendur í gulum eða fjólubláum treyjum Hollývúdd-liðsins enda eru vinsældir þessa gamla stórveldis ekki bundnar við Los Angeles. Margir mættu meira en klukku- tíma fyrir leik til að fylgjast með upphitun og jafnvel ná sér í stöðu við göngin inn á leikvanginn til að reyna að fá að heilsa stjörnunum eða fá áritun á treyju. Margt var gert til að hita áhorf- endur upp. Sýndar voru nærmyndir af grænklæddum áhorfendum í ýms- um stellingum og hvatningar- myndbönd frá gömlum hetjum og þekktum einstaklingum. Svo var stöðugur straumur á veitingastaðina. Enginn var maður með mönnum nema fara að minnsta kosti eina ferð til að sækja fullan bakka af djúp- steiktum kjúklingi og frönskum eða pylsu og diet kók eða bjór. Sigursælustu liðin Boston Celtics og Los Angeles La- kers eru sigursælustu lið amerísku körfuboltadeildarinnar, NBA. Celt- ics hefur unnið 17 sinnum og Lakers 16 sinnum og hafa bæði tæplega 60% vinningshlutfall frá upphafi. Celtics hefur ekki aðeins vinninginn í fjölda meistaratitla heldur einnig betra sig- urhlutfall í innbyrðis viðureignum. Liðin voru með mikla yfirburði í NBA-deildinni á sjöunda og níunda áratug síðustu aldar. Margir af þekktustu körfuknattleiksmönnum heims léku með þeim á þessum ár- um. Nægir að nefna Larry Bird hjá Boston og Magic Johnson hjá Lak- ers. Nokkuð er umliðið frá því þessi sögufrægu lið urðu „heimsmeistar- ar“, eins og Kaninn segir. Boston sigraði síðast árið 2008 og Lakers 2010. Bæði liðin eru í uppbyggingar- ferli eftir mörg mögur ár. Lakers virtist ná sér í góða stöðu með því að kaupa besta körfuknattleiksmann heims um þessar mundir, LeBron James, fyrir þetta tímabil. Flestir meðspilarar hans eru hins vegar ungir að árum, vissulega efnilegir eða jafnvel góðir. Það hafði mikil áhrif á leik ungu mannanna þegar sögusagnir birtust um að Lakers væri tilbúið að láta stóran hluta liðs- ins fara til annars liðs í skiptum fyrir stórstjörnuna Anthony Davis. Ljóst varð klukkan þrjú á leikdegi viður- eignar Celtics og Lakers að ekkert yrði úr þessum viðskiptum. Óvíst var hvaða áhrif þetta hefði á mannskap- inn í leiknum en talið var að það hefði átt þátt í stórtapi Lakers nokkrum dögum fyrr. En kóngurinn LeBron James var kominn aftur til leiks eftir meiðsli. Það skipti máli. Margir voru komnir til að sjá hann leika. Boston Celtics hefur á að skipa mörgum góðum leikmönnum og er mun heildsteyptara lið en Lakers. Þar fer gamall félagi LeBron úr meistaraliði Cleveland Cavaliers, Kyrie Irving, fremstur í flokki. Liðið hefur leikið ágætlega í vetur og er öruggt inn í úrslitakeppni austur- deildarinnar á meðan Clippers og Lakers þurfa að taka sig verulega á til að þau fari ekki í frí þegar úr- slitakeppnin hefst. Líkurnar voru því með Celtics á heimavelli, áður en leikurinn hófst. Flautukarfa réði úrslitum Celtics var við stjórnvölinn í fyrri hálfleik og virtist þetta ætla að verða auðveldur sigur fyrir þá en Lakes náði að draga úr skaðanum fyrir leikhlé. Lakers sýndi sínar bestu hliðar í seinni hálfleik undir forystu LeBron og í lokin skiptust liðin á um að hafa forystuna þótt Celtics væri alltaf líklegra og stuðningsmenn þeirra hefðu nokkrum sinnum fagn- að sigri. Þegar leiktíminn var að renna út eftir 48 mínútna leik var Celtics einu stigi yfir. Lakers-menn komu bolt- anum ekki á sína ofurstjörnu og maðurinn sem sat uppi með ábyrgð- ina renndi sér undir körfuna en snið- skot sem hann tók aftur fyrir sig var varið. Boltinn hrökk í hendur Rajon Rondo sem náði skoti áður en flautan gall og Lakers-menn fögnuðu vel. Svo vill til að Rondo hóf atvinnu- mannaferil sinn með Boston Celtics og var þar í stóru hlutverki í 8 og hálft ár. Eftir flakk á milli félaga er hann nú kominn til Lakers. Það var púað á hann þegar leikmenn voru kynntir fyrir leik en hann þaggaði svo sannarlega niður í sínum gömlu stuðningsmönnum með sigurkörf- unni. Tveir dyggir stuðningsmenn Bost- on voru ánægðir með ýmislegt í leiknum, annað en úrslitin. Það var öðrum þeirra huggun harmi gegn að það var þó ekki LeBron sem skoraði sigurkörfuna! AFP Sigur Lakers-menn fagna Rajon Rondo ákaflega eftir að hann tryggði sigur síns nýja félags, LA Lakers, gegn sínu gamla, Boston Celtics. Mikil stemning er ávallt á leikjum erkifjendanna. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Samlyndi Stuðningsmenn Lakers og Celtics sátu eða stóðu í sátt og samlyndi á bekkjunum. Ekki bar á ágreiningi þótt vitaskuld hefðu menn stundum sleppt tilfinningunum lausum. Vinnum LA aftur – eða alls ekki  Þrjú lið frá Los Angeles léku við heimaliðin í Boston í kjölfar Ofurskálarinnar  Gamla slagorðið „Vinnum LA!“ virkaði illa að þessu sinni  Dramatík í leik erkifjendanna Lakers og Celtics Ljósmynd/Hjálmar Örn Hannesson Í leikhléi Höfundur stendur á milli Hannesar Birgis Hjálmarssonar og Sig- urðar Ingimundarsonar. Sigurður heiðrar Larry Bird, gamla stjörnu Celtics. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.