Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
A U G N V Í T A M Í N
Fæst í öllum helstu apótekum
www.provision.is
Viteyes augnvítamínin er nauðsynleg
augum sérstaklega þeim sem glíma
við augnþurrk eða aldursbundina
augnbotnahrörnun.
Nýtt
Nýtt
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Milljarðar tonna leysingavatns
sem streymir úr jöklum og íshell-
um Grænlands og Suðurskauts-
landsins út í heimsins höf gætu
ýtt undir öfgar í veðurfari og
raskað jafnvægi svæðisbundinna
staðviðra á innan við fáum áratug-
um, að sögn vísindamanna.
Þessir bráðnandi risar, einkum
og sér í lagi sá er þekur Græn-
land, virðast þess megnugir að
veikja hafstraumana enn frekar;
strauma sem streyma köldu vatni
suður með botni Atlantshafsins og
knýja í leiðinni hlýrri hitabeltissjó
nær yfirborðinu norður á bóginn,
segja vísindamennirnir í grein í
nýjasta hefti tímaritsins Nature.
Þetta fljótandi færiband er
þekkt sem hitaseltuhringrásin
(AMOC). Gegnir það lykilhlutverki
í veðrakerfum jarðarinnar og
stuðlar að hlutfallslegum hlýindum
á norðurhvelinu.
„Samkvæmt líkönum okkar mun
leysingavatnið raska hafstraum
verulega og breyta hitafari um
heim allan,“ segir aðalhöfundur
greinarinnar, Nicholas Golledge,
aðstoðarprófessor við Suður-
skautsstofnun Viktoríuháskólans í
Wellington á Nýja-Sjálandi.
Bráðnun íshellu norðurskautsins
lokar aftur á móti hlýjan sjó af
undir yfirborðinu. Sverfur hann af
jöklunum að neðan í vítahring
vaxandi bráðnunar sem stuðlar að
hækkun yfirborðs sjávar.
Svalara loft
Flestar rannsóknir á íshellunum
hafa beinst að því hversu hratt
þær kunni að hopa vegna hlýnun-
ar lofthjúpsins og hvað hlýnunin
þarf að vera mikil áður en þær
leysast upp. Hvort þurfi til hundr-
uð ára eða þúsundir áður en
þröskuldinum er náð og allt fellur
um koll.
Mun minni rannsóknir hafa hins
vegar verið gerðar á því hvernig
leysingavatnið gæti raskað sjálfu
veðrakerfinu.
„Hinar víðtæku breytingar sem
koma fram í líkönum okkar stuðla
að enn óreiðukenndara veðurfari,
auknum öfgakenndum veðurfyrir-
bærum, meiri lofthita og tíðari
hitabylgjum,“ segir einn af höf-
undunum, Natalya Gomez, við
AFP-fréttastofuna. Hún sinnir
rannsóknum í jarð- og geimvís-
indadeild McGill-háskólans í Kan-
ada. „Um miðja öldina mun leys-
ingavatn frá Grænlandshellunni
trufla AMOC verulega en það
streymi sýnir nú merki um að
hægja á sér,“ bætir hún við.
„Þetta er miklu styttri tímaskali
en talið var,“ segir Helene Sero-
ussi um þetta. Hún starfar að
rannsóknum í sjávarfalla- og ís-
fræði við svonefnda Jet Propulsion
rannsóknarstofnun í Kaliforníu en
var þó ekki þátttakandi í rann-
sóknunum sem hér er um fjallað.
Niðurstöður þeirra byggðust á
flóknum og nákvæmum hermilí-
könum og gervihnattamælingum á
breytingum á íshellunum frá 2010.
Ein líkleg afleiðing veikingar
hafstrauma í Atlantshafi er að loft
verði hlýrra á norðurskautssvæð-
inu, austanverðu Kanada og Mið-
Ameríku en svalara í Norðvestur-
Evrópu.
Íshellur Suðurskautslandsins og
Grænlands eru allt að þriggja
kílómetra þykkar og í þeim er að
finna meira en tvo þriðju fersk-
vatnsbirgða jarðarinnar, er duga
mundu til að hækka yfirborð
heimshafanna, önnur hellan um 58
metra og hin sjö metra, bráðnuðu
þær alveg báðar. Þau svæði sem
eru hvað berskjölduðust fyrir
bráðnuninni, auk Grænlands, eru
Suðurskautslandið vestanvert og
stórir og stöðugir jöklar á Austur-
Suðurskautslandinu.
Í annarri rannsókn sem birt var
í Nature fyrra miðvikudag spáðu
nokkrir sömu vísindamanna um
hvert framlag Suðurskautslands-
ins væri til hækkunar sjávaryfir-
borðs fram til ársins 2100 . Um
slíkt eru afar skiptar skoðanir.
Ísklettar
Í umdeildum niðurstöðum rann-
sóknar frá árinu 2016 var því
haldið fram að ísklettum álfunnar,
klettabelti sem skaga út úr jökl-
um er standa við sjávarsíðuna,
væri hætt við hruni, sem gæti
haft í för með sér sjávarborðs-
hækkun upp á einn metra fyrir
aldarlok. Það myndi duga til að
knýja allt að 187 milljónir manna
frá heimkynnum sínum um allan
heim, ekki síst á mannmörgum
lágt liggjandi óseyrum í Asíu og
Afríku. Nýju rannsóknirnar draga
þetta í efa.
„Haldið var fram, að óstöðugir
ísklettar væru orsök óstöðvanlegs
hruns stórra hluta íshellunnar. Við
höfum skoðað þau gögn og endur-
metið og komist að því að svo var
ekki,“ sagði Tamsin Edwards,
landafræðilektor við King’s Col-
lege í London, og einn úr fyrr-
nefndum vísindamannahópi. „Báð-
ar þessar nýju rannsóknir spá um
15 sentímetra hækkun sjávarborðs
vegna bráðnunar á suðurskaut-
inu,“ bætti hann við.
Í sérstakri skýrslu nefndar
Sameinuðu þjóðanna er fjallar um
loftslagsmál (IPCC) og kemur út í
september í haust verður reynt að
segja fyrir um hækkun sjávar-
borðs. Í síðasta mati IPCC á því,
frá 2013, var jökulbráðnun ekki
með í myndinni vegna skorts á
mæligögnum. Nú eru íshellurnar
hins vegar taldar áhrifavaldar,
næst á undan hitnandi lofthjúp og
bráðnandi jöklum.
Beaufortstraumur
ógnvekjandi
En það er víðar sem breytingar
í umhverfinu vekja ógn. Þar á
meðal er Beaufort-straumurinn
norður af Kanada, sem í samspili
við aðrar breytingar gæti haft
áhrif hér á landi og hafinu í
kring.
Við blasir að iðustraumur í haf-
inu sendi milljarða rúmmetra
ferskvatns út á Atlantshafið. Er
það eitt af mörgum táknum þess að
loftslagsbreytingar munu segja til
sín í höfunum sem haft getur gríð-
arleg áhrif í yfirborðsvatninu. Allt
hið náttúrulega kerfi virðist vera
að brotna saman. Golfstraumurinn
er að hægja ferð sína og stórt haf-
svæði suðvestur af Íslandi er orðið
miklu kaldara en menn hafa átt að
venjast. Og svo er það Beaufort-
hvirfillinn. Í þúsundir ára hefur
hann haldið sínum sjálfstæða takti.
Vindar hafa hrundið vatni úr fersk-
vatnsám heimskautahéraðanna og
bráðnandi hafís út í nokkurs konar
ósýnilegt baðkar. Með árunum hef-
ur iðustraumurinn í því stækkað,
allt þar til hann náði nokkur
hundruð kílómetra breidd. En þá
hrundi hann og ruddi ferskvatninu
frá sér svo það blandaðist söltum
sjónum í kring.
Tifandi tímasprengja
„Hefði allt verið eins og ætti að
vera hefði þetta átt að gerast fyrir
áratug að minnsta kosti,“ segir
Mary-Louise Timmermans, pró-
fessor í haffræði við Yale-
háskólann í Bandaríkjunum. Í stað-
inn hefur straumiðan haldið áfram
að stækka, bæði niður í djúpið og á
breiddina, og hert á sér. Með þeim
afleiðingum að hann er núna rúm-
lega 1.000 kílómetra breiður.
„Hið náttúrulega kerfi virðist
hafa hrunið, í heild sinni,“ segir
prófessorinn sem rannsakað hefur
Beaufort-iðustrauminn árum sam-
an. Var hún einn höfunda greinar
um rannsóknirnar í jarðvísinda-
tímaritinu Geophysical Research
Letters í október sl. Í niðurlagi
hennar er það niðurstaða höf-
unda, að hlýnun lofthjúpsins og
skortur á hafís valdi þessum
breytingum.
Norðurskautssvæðið er sá
blettur á jarðarkringlunni sem
hlýnar hraðast. Síðustu 40 árin
hefur stærð hellunnar að sumri
til, þegar hún er minnst, minnkað
um 40%. Án þungs íshlemms
eykst hraði, kraftur og útbreiðsla
iðunnar. Allt þar til hún dag
nokkurn þolir ekki meir og brotn-
ar saman.
Kalt á Íslandi
„Gerist það, eins og von er á til-
tölulega fljótt, mun kalda fersk-
vatnið skolast út með hafís, eins
og straumur meðfram austur-
strönd Grænlands. Því næst mun
hann leggja sig sem kaldur yfir-
borðssjór í Norður-Atlantshafi og
þar getur hann ruglað jafnvægi í
hringrás hafsins,“ segir Mary-
Louise Timmermans. Eins og
margir aðrir vísindamenn fer hún
varlega í að vekja upp dómsdags-
spár. En menn hafa áhyggjur af
því að breytingarnar geti þýtt
kaldara loftslag á Íslandi og í
Norður-Evrópu og að það bitni
hart á fiskveiðum.
Fyrir fimm árum var Timmer-
mans í hópi haffræðinga sem vör-
uðu við því að Beaufort-straumur-
inn væri tifandi tímasprengja fyrir
loftslag jarðarinnar. Í millitíðinni
hefur hann bara stækkað og
stækkað og færst í aukana. Er
það ekki ótrúlegt að mitt í allri
hlýnun lofthjúpsins skuli menn allt
í einu eiga á hættu að það verði ís-
kalt. Breytingar í lofthjúpnum
koma ekki jafnt niður. Svæðis-
bundinn munur getur orðið mjög
misjafn og skammtíma öfgar í
loftslagi miklar þegar hin við-
kvæma framrás náttúrunnar er
skekkt.
Eitthvað er að í hafinu
Bráðnandi jöklar veikja hafstraumana Áhyggjur eru uppi um að breytingarnar vegna Beaufort-
straumsins geti þýtt kaldara loftslag á Íslandi og í Norður-Evrópu Gæti bitnað hart á fiskveiðum
Færiband úthafanna
Hiti losnar út í
andrúmsloftið
Hiti losnar út í
andrúmsloftið
Heitur
yfirborðs-
straumur
Kaldur saltur
djúpsjávar-
straumur
KYRRAHAF
INDLANDSHAF
ATLANTSHAF