Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 38

Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þrjátíu ár eru í dag liðin síðan Khomeini, leið- togi klerkastjórnarinnar í Íran, gaf út fatwa, trúarlega yfirlýsingu um að rithöfundurinn Salman Rushdie væri réttdræpur vegna þess að skáldsagan Söngvar Satans, sem kom fyrst út undir lok ársins 1988, hefði verið skrifuð, prentuð og gefin út í óþökk við íslam, spá- manninn, og Kóraninn. Rushdie, sem í kjölfarið fór lengi vel huldu höfði, segist nú lifa eðlilegu lífi í New York þar sem hann hefur búið síðustu tvo áratugi. „Ég vil ekki lifa í felum,“ sagði hann við AFP-fréttastofuna í heimsókn til Parísar ný- lega. „Ég nota neðanjarðarlestina.“ Khomeini erkiklerkur las líflátsdóminn í út- varpið í Teheran 14. febrúar 1989 og næstu þrettán ár naut Rushdie stöðugrar lögreglu- verndar og faldi sig undir fölsku nafni. En árið 1998 lýsti þáverandi forseti Írans, Mohammad Khatami, því yfir að írönsk stjórnvöld myndu hvorki letja né hvetja menn til að ráða Rushdie af dögum. Strangtrúaðir í landinu telja hins vegar að dauðadómurinn sé í fullu gildi enda sé enginn þess umkominn að afturkalla hann nema sá sem kvað upp dóminn í upphafi, Kho- meini, en hann lést árið 1989. Nú er margt annað að óttast Í kjölfar hryðjuverkaárásanna á New York og Washington 11. september 2001 hætti Rus- hdie að nota dulnefni og kom úr felum. „Ég var 41 árs þegar þetta gerðist en nú er ég 71 árs. Allt er í góðu lagi nú,“ sagði Rushdie í september sl. „Við búum í heimi sem breytist hratt. Og þetta er orðið gamalt mál. Nú er margt annað að óttast – og aðrir sem þarf að drepa,“ bætti hann við. Vopnaðir óeinkennisklæddir lögreglumenn gættu þó Rushdie þegar hann veitti AFP við- tal á skrifstofu útgefanda síns í París. Rushdie fæddist árið 1947 á Indlandi en bjó síðan í Bretlandi og menntaðist þar. Fyrsta bók hans, Grimus, kom út 1975 en frægðarsól hans byrjaði að rísa árið 1981 þegar hann sendi frá sér bókina Miðnæturbörn, sem hlaut Booker-verðlaunin það ár. Söngvar Satans var fimmta bók Rushdie, sem hann segir nú að hafi verið misskilin og í raun fjallað um innflytjendur frá Suður-Asíu í Lundúnum. Hanif Kureishi, rithöfundur og vinur Rushdies, segist hins vegar efast um að nokkur myndi þora nú að skrifa Söngva Sat- ans, hvað þá gefa bókina út. En Kureishi við- urkennir að hann hafi ekki séð fyrir uppnámið sem bókin átti eftir að valda þegar hann las próförk að Söngvum Satans. „Ég tók ekki eftir neinu sem gæti hreyft við bókstafstrúar- mönnum. Í mínum huga var þetta bók um geð- rof, um breytingar og nýja hluti.“ Vendipunktur Því hefur verið haldið fram að dauðadóm- urinn yfir Rushdie hafi verið vendipunktur í sögu íslamstrúar enda hafi það verið í fyrsta sinn sem heittrúarhópar hafi beitt sér svo op- inskátt gagnvart prent- og persónufrelsi á Vesturlöndum. Salil Tripathi, indverskur höfundur og blaðamaður sem berst fyrir réttindum rithöf- unda, segir að mál Rushdie hafi búið til hug- ræna tálma og mörg viðfangsefni séu nú for- boðin. Hættan á múgæsingu hafi aukist mikið. „Þetta er ógnvænleg staða fyrir rithöfunda. Það ríkir samkeppnisumburðarleysi – fyrst múslimar geta látið banna teikningar í Dan- mörku, hvers vegna getum við í Pakistan og Indlandi ekki bannað þessum kristna manni eða hindúa að segja þetta eða hitt?“ Sean Gallagher, starfsmaður stofnunar- innar Ritskoðunarvaktarinnar, segir að heim- urinn hafi ekki þróast mikið síðan mál Rushdie hófst. „Við erum enn að fást við það sama. Um- ræðan um guðlast og lög er hluti af hringrás- arumræðu sem er mjög nauðsynleg. Það er mikilvægt að standa áfram vörð um málfrelsið og skiptast á skoðunum um menningu.“ Þegar Rushdie sjálfur er spurður hvort hann hefði betur látið það eiga sig að skrifa Söngva Satans svarar hann: „Ég segi eins og Edit Piaf: Je ne regrette rien (Ég sé ekki eftir neinu).“ Þrjátíu ár í skugga dauðadóms  Rithöfundurinn Salman Rushdie fór huldu höfði í þrettán ár eftir að íranska klerkastjórnin lýsti hann réttdræpan vegna skáldsögunnar Söngva Satans  Rushdie segist nú ekki vilja lifa í felum September 1988 Bókin Söngvar Satans gefin út í Lundúnum Október 1988 Bókin bönnuð í Indlandi Janúar 1989 Eintök brennd í Bradford á Englandi 1991 Japanskur þýðandi Rushdie myrtur, ítalskur þýðandi stunginn 1993 Skotið á norskan útgefanda. 37 létu lífið þegar kveikt var í hóteli sem tyrkneskur til- vonandi þýðandi dvaldi á 1998 Írönsk stjórnvöld segjast ekki ætla að framfylgja dauðadómi 2005 Ali Khamenei, eftirmaður Khomeinis, segir réttlætan- legt samkvæmt Íslam að ráða Rushdie bana 2007 Elísabet Eng- landsdrottning slær Rushdie til riddara 2016 2,8 milljónir dala settar til höfuðs Rushdie 14. febrúar 1989 Khomeini erkiklerkur gefur út fatwa (trúarlega tilskipun) um að Rushdie sé réttdræpur 13. febrúar 1989 5 létu lífið í árás á Bandarísku menn- ingarmiðstöðina í Islamabad eftir að bókin kom út í Bandaríkjunum Salman Rushdie: 30 ár frá dauðadómi Heimild: AFP Photos/Joel Saget N. Schiller/R. Raveendran Teheran 14. febrúar 1989 Nýja Delhi, 11. febrúar 1999 París 10. sept. 2018 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.