Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Frábær ending
Léttvínsglös
úr hertu gleri
Stjórnmálaskýrendur á Spáni telja
að Pedro Sánchez, forsætisráðherra
landsins, boði til þingkosninga eftir
að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar
var fellt á þinginu í Madríd í gær.
Sánchez kvaðst ætla að tilkynna á
morgun, föstudag, hvort kosningum
yrði flýtt.
Forsætisráðherrann er leiðtogi
Sósíalistaflokks Spánar og myndaði
minnihlutastjórn í júní með stuðn-
ingi sautján þingmanna fra Katalón-
íu. Hann þurfti stuðning þeirra í at-
kvæðagreiðslunni um fjárlagafrum-
varpið en þeir ákváðu að styðja ekki
stjórnina til að mótmæla réttar-
höldum yfir leiðtogum aðskilnaðar-
sinna sem reyndu að lýsa yfir sjálf-
stæði Katalóníu í október 2017. Áður
hafði stjórnin hafnað kröfu þing-
mannanna um að hefja viðræður um
sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu-
manna. Fjárlagafrumvarpið var fellt
með 191 atkvæði af 350.
Skoðanakannanir benda til þess
að hægriflokkar komist til valda á
Spáni ef þingkosningum verður flýtt.
Spænskir stjórnmálaskýrendur
spáðu því að forsætisráðherrann
boðaði til kosninga, þótt honum bæri
ekki skylda til þess, eftir ósigurinn á
þinginu.
AFP
Saksókn mótmælt Réttarhöldum í Madríd yfir tólf forystumönnum kata-
lónskra sjálfstæðissinna mótmælt í Barcelonaborg í Katalóníu.
Telja stefna í þing-
kosningar á Spáni
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Kviðdómur í New York hefur fundið
mexíkóska eiturlyfjabaróninn Joa-
quín Guzmán sekan um stórfellt
fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og
búist er við að hann verði dæmdur í
lífstíðarfangelsi í júní. Guzmán
stjórnaði eiturlyfjasmyglhringnum
Sinaloa sem bandarísk yfirvöld
segja að sé sá stærsti í heiminum.
„Sektardómurinn er mikill sigur
fyrir réttarríkið, Mexíkó, Bandarík-
in og önnur lönd sem hafa orðið fyrir
barðinu á Sinaloa-hringnum,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Mike Vigil,
fyrrverandi yfirmanni þeirrar deild-
ar bandarísku fíkniefnalögreglunnar
sem sér um alþjóðlegar aðgerðir
gegn eiturlyfjasmygli. „Guzmán var
mesti eiturlyfjabarón allra tíma,
meiri en glæpaforingjar á borð við
Pablo Escobar.“
Vigil telur þó að fangelsun Guz-
máns hafi lítil áhrif á starfsemi
smyglhringsins. „Sinaloa-hringurinn
heldur áfram að starfa eins og áður
og er eins öflugur og hann var.“
Alræmdur fyrir miskunnarleysi
Guzmán er 61 árs og hefur verið
kallaður „El Chapo“ eða „Sá stutti“,
en hann er 168 cm á hæð. Hann
fæddist í fátækustu sýslu Sinaloa-
fylkis, sem smyglhringurinn er
kenndur við, og nýtur enn mikilla
vinsælda meðal íbúa heimabæjar
síns, Badiraguato. „Fátæktin hefur
aukist hérna frá því að Chapo fór.
Fólk hefur þurft að fara héðan í leit
að atvinnu, vegna þess að ástandið
er mjög slæmt,“ hefur AFP eftir ein-
um íbúanna.
Guzmán stjórnaði eiturlyfja-
smyglhringnum í tæpa tvo áratugi
og var alræmdur fyrir harðýðgi og
miskunnarleysi. Bandarískir sak-
sóknarar segja að hagnaður hans af
fíkniefnasmygli hafi numið að
minnsta kosti 14 milljörðum banda-
ríkjadala, jafnvirði tæpra 1.700
milljarða króna, áður en hann var
handtekinn árið 2016 og seinna
framseldur til Bandaríkjanna.
56 vitni komu fyrir réttinn í New
York og lýstu glæpum Guzmáns sem
er sagður hafa svifist einskis til að
ná sínu fram og vernda hagsmuni
smyglhringsins. Saksóknararnir
segja að Guzmán hafi framið eða
fyrirskipað tugi morða. Hann er
meðal annars sakaður um að hafa
pyntað keppinauta, skotið þá í höf-
uðið og fyrirskipað að þeir yrðu
brenndir.
Fram komu mjög ýtarlegar upp-
lýsingar um starfsemi og umsvif
glæpaveldisins sem Guzmán byggði
upp, að sögn The Wall Street Journ-
al. Til að mynda kom fram að smygl-
hringurinn greiddi lögreglumönn-
um, lögregluforingjum og
embættismönnum á öllum stigum
dómskerfisins mútur reglulega til að
geta haldið starfseminni áfram án
afskipta yfirvalda. Eitt vitnanna
sagði að sumir embættismannanna
hefðu fengið meira en jafnvirði 120
milljóna króna á mánuði í mútur.
Guzmán er meðal annars sakaður
um að hafa greitt Enrique Peña
Nieto, þáverandi forseta Mexíkó,
jafnvirði 12 milljarða króna árið
2012, en Peña Nieto hefur neitað því.
Vitni lýstu því einnig hvernig
eiturlyfjum var smyglað til Banda-
ríkjanna, m.a. um löng göng sem
voru grafin undir landamærin.
Smyglararnir földu einnig fíkniefna-
poka inni í veggjum járnbrautar-
lesta eftir að hafa borið á þá feiti til
að koma í veg fyrir að hundar fyndu
lykt af efnunum.
Strauk tvisvar úr fangelsi
Guzmán var fyrst handtekinn árið
1993 en slapp úr öryggisfangelsi í
vestanverðu Mexíkó átta árum síðar
með því fela sig í þvottakörfu eftir að
hafa greitt fangavörðum fyrir að að-
stoða við flóttann. Hann var hand-
tekinn að nýju í febrúar 2014 en
strauk aftur ári síðar með því að
nota 1,5 kílómetra löng göng sem
samverkamönnum hans tókst að
grafa þrátt fyrir mikinn öryggis-
viðbúnað í fangelsinu. Hermt er að
þeir hafi brotið sér leið upp um
sturtubotn í klefa hans til að frelsa
foringja sinn.
Þegar veldi Guzmáns var mest var
hann álitinn einn af auðugustu
mönnum heimsins. Hann var í 41.
sæti á lista tímaritsins Forbes yfir
áhrifamestu menn heimsins árið
2009, ofar en þjóðarleiðtogar á borð
við þáverandi forseta Frakklands og
Rússlands.
Hermosillo
Ciudad
Obregon
Torreon
1993
Handtekinn á landamærunum að
Gvatemala og dæmdur í fangelsi
Forsprakki eiturlyfjasmyglhringsins Sinaloa í Mexíkó
2001
Slapp úr fangelsi með því að
fela sig í þvottakörfu
2014
Handtekinn aftur eftir
þrettán ára flótta
2015
Slapp úr öryggisfangelsi um göng
sem grafin voru frá klefa hans
2016
Handtekinn og færður í fangelsi
2017
Framseldur til Bandaríkjanna
Heimild: Stratfor
Joaquín „El Chapo“ Guzmán
Tijuana
Nogales Ciudad Juarez
Nuevo
Laredo
Tampico
GVATEMALA
Frá
Asíu
Frá Kólumbíu
Frá Kólumbíu,
Venesúela og Brasilíu
Manzanillo
Reynosa
Karíbahaf
Veracruz
Acapulco
MEXÍKÓ-
BORG
Culiacan
Merida Cancun
Norðvestur
Helstu
smyglleiðir
200 km
BANDARÍKIN
KYRRA-
HAF
Sinaloa
og það sem
eftir er af
Beltran Leyva
Suðaustur
Jalisco Nueva Generacion,
Guerreros Unidos, Los Rojos,
Knights Templar, Los Viagras
Norðaustur
Los Zetas,
Cartel del Golfo
Altiplano
Mazatlan
2019
12. febrúar: Kviðdómur fann
hann sekan um fíkniefnasmygl
til Bandaríkjanna
Helstu glæpahópar
Nóv.: Réttarhöld í máli hans
hófust í New York
2018
Sagður mesti eitur-
lyfjabarón allra tíma
Joaquín Guzmán sakfelldur fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl
AFP
Sá stutti Fíkniefnabaróninn Joaquín Guzmán í fylgd hermanna í Mexíkó-
borg eftir að hann var handtekinn árið 2014 eftir þrettán ára flótta.
Talið hafa lítil áhrif
á eiturlyfjasmyglið
» Talið er að handtaka og
fangelsun glæpaforingjans
Joaquíns Guzmáns hafi lítil
áhrif á starfsemi eiturlyfja-
smyglhrings hans, Sinaloa,
sem bandarísk yfirvöld telja
þann stærsta í heiminum.
» Smyglhringurinn er kenndur
við Sinaloa-fylki í Mexíkó og
hefur meðal annars verið mjög
umsvifamikill í smygli á kókaíni
og maríjúana til Bandaríkj-
anna.