Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þess varminnst ámánudag, að
fjörutíu ár voru þá
liðin frá því að
Khomeini æðstiklerkur og
bandamenn hans rændu völdum
í Íran og settu íslamska lýðveld-
ið svonefnda á fót. Kom mikill
mannfjöldi saman af því tilefni
og fagnaði með ýmsum hætti,
meðal annars með slagorðum
gegn Bandaríkjunum og með því
að kveikja í þjóðfánum þeirra
ríkja sem leiðtogar Írans hafa
skilgreint sem óvininn.
En hvernig hefur Íran reitt af
á þessum fjörutíu árum? Þó að
tæknilega séð sé Íran lýðveldi,
er ljóst að bæði þjóðkjörinn for-
seti landsins og þjóðkjörið þing
þess mega sín lítils gegn yfir-
ráðum fámennrar klíku íhalds-
samra klerka, sem halda landinu
í heljargreipum. Afrakstur þess
sést einkum í efnahag landsins,
þar sem auðlindum Írans hefur
verið sóað og lífskjör almenn-
ings eru mun lakari en búast
mætti við.
Þá hefur klerkastjórnin
markað harða stefnu í utanríkis-
málum, sem hefur tryggt henni
viss ítök í öðrum löndum Mið-
Austurlanda líkt og í Sýrlandi,
Írak og Jemen. Þessi íhlutunar-
stefna hefur hins vegar einnig
sogað til sín það fjármagn, sem
kjarnorkusamkomulagið frá
2015 opnaði á fyrir Íran, og vald-
ið því að önnur ríki í heimshlut-
anum líta á stjórnvöld í Íran sem
einhverja helstu ógnina við ör-
yggi sitt. Tilraunir Írana til þess
að fara fram hjá kjarnorku-
samkomulaginu hafa heldur
ekki orðið til að
auka traust á
valdhöfum í Teher-
an.
Þessi staða Írana
sem útlagaríkis er eflaust að
einhverju leyti afleiðing þess
vantrausts sem ríkti á milli
þeirra sem hrundu byltingunni
af stað og vesturveldanna, sem
stutt höfðu rækilega við bakið á
Íranskeisara á árunum fyrir
byltingu. Sú styggð hefur hins
vegar nær eingöngu komið niður
á írönsku þjóðinni til lengri tíma
litið og það er ekkert sem krefst
þess, annað en hugmyndafræði-
leg þörf klerkanna fyrir sameig-
inlegan óvin, að sú staða haldi
áfram.
Stöðnunin sem fylgt hefur í
kjölfarið hefur lagst þungt á
marga í Íran, og vissulega hafa
komið fram reglulegar tilraunir
til þess að gera „umbætur“ á
kerfinu innan frá. Núverandi
forseti, Hassan Rouhani, var til
að mynda kjörinn í þeirri von að
hann gæti létt á ímynd landsins
út á við og hrist upp í kerfinu inn
á við. Valdmörk forsetans gagn-
vart æðstaklerknum hafa hins
vegar komið berlega í ljós á síð-
ustu árum.
Íranska byltingin hefur því
uppskorið lítið annað en efna-
hagslega áþján og pólitíska
kúgun fyrir íranskan almenning.
Hegðun ríkisins á alþjóðavett-
vangi hefur að sama skapi sett
það í þrönga stöðu, sem gerir
enn erfiðara fyrir stjórnvöld að
reyna að bæta hag þegna sinna.
Því miður bendir flest til þess að
Íran muni halda áfram á sinni
ósjálfbæru braut niður á við.
Íranska byltingin
bjó til útlagaríki}40 ára einsemd
Frumvarp tillaga um þung-
unarrof, sem svo er
kallað, hefur orðið
mörgum tilefni til
að senda inn um-
sögn, sem von er. Frumvarpið
er afar róttækt og gengur væg-
ast sagt fram af mörgum með
opinni heimild til fóstureyð-
ingar fram að 22. viku með-
göngu.
Biskup Íslands er á meðal
þeirra sem sent hafa inn um-
sögn um frumvarpið og segist
styðja þann hluta frumvarpsins
sem snýr að því að konur taki þá
erfiðu ákvörðun sem það fjallar
um, en gerir athugasemdir við
tvennt í frumvarpinu.
Annað er breytt hugtaka-
notkun, þar sem hugtakið þung-
unarrof er notað í stað fóstur-
eyðingar. Um það segir biskup
að hið nýja hugtak vísi „á engan
hátt til þess lífs sem sannarlega
bærist undir belti og er vísir að
nýrri mannveru. Samkvæmt
kristinni trú okkar er lífið heil-
agt, náðargjöf sem Guð gefur og
Guð tekur. Það er hlutverk
mannsins að varð-
veita það og vernda
eftir fremsta megni
og bera virðingu
fyrir mannhelginni,
sköpuninni og skap-
aranum,“ og bætir við að nýja
hugtakið sé misvísandi þar sem
það vísi ekki til hins vaxandi
nýja lífs.
Hitt sem biskup gerir athuga-
semd við er tímaramminn, þ.e.
að fóstureyðing verði heimil
fram að 22. viku. Dæmin séu
þekkt um að börn hafi fæðst eft-
ir það skamma meðgöngu,
braggast og lifað. Samfélagið
hafi á undanförnum áratugum
„fundið jafnvægi á milli hinna
ólíku sjónarmiða um rétt hinnar
verðandi móður yfir eigin lík-
ama og rétt fósturs til lífs, þrátt
fyrir þær mótsagnir sem því
fylgir,“ segir biskup og nefnir
12 vikna tímarammann í því
sambandi.
Full ástæða er til fyrir stjórn-
völd að taka tillit til þessara at-
hugasemda og annarra sam-
bærilegra við þetta hættulega
frumvarp.
Frumvarp um fóstur-
eyðingar má ekki
samþykkja óbreytt}
Biskup bregst við frumvarpi
L
andsbankinn hf sem er að rúmlega
98% hluta í eigu þjóðarinnar á sér
aðeins um tíu ára sögu en óhætt
er að segja að hún sé þyrnum
stráð. Á þessu tímabili hefur
bankanum verið stjórnað af hópi fólks sem
virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að það er
með þjóðareign í höndunum en ekki dæmigert
fyrirtæki. Árið 2016 fengu stjórnendur Lands-
bankans harða gagnrýni í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar sem finna má á netinu. Í skýrslunni
er sala bankans á fyrirtækjunum Vestia, Ice-
landic Group, Promens, Borgun og fleiri fyrir-
tækjum harðlega gagnrýnd en geta má þess að
ritari þessa pistils gagnrýndi sölu Borgunar og
hvernig hún fór fram harðlega frá fyrsta degi. Í
kjölfar skýrslunnar sögðu stjórn og bankastjóri
Landsbankans af sér. Árið 2015 viðruðu stjórn-
endur bankans hugmyndir að byggingu nýrra höfuðstöðva
á dýrustu lóð landsins en frestuðu framkvæmdum vegna
harðrar og almennrar andstöðu í þjóðfélaginu. Eftir þessa
atburði tók við ný stjórn og nýr bankastjóri sem voru
furðufljót að tileinka sér sömu siði og hópurinn sem sagt
hafði af sér. Skömmu eftir að ný stjórn og bankastjóri
tóku við var ákvörðun um kjör bankastjórans tekin frá
kjararáði. Stjórn Landsbankans hafði lengi verið undir
þrýstingi að hækka laun bankastjóra bankans til jafns við
bankastjóra einkareknu bankanna. Þegar Íslandsbanki
komst að nýju í eigu ríkisins í kjölfar stöðugleikasamninga
árið 2015 var þess ekki gætt að laun bankastjóra þess
banka lækkuðu til jafns við laun Landsbankastjórans. Í
framhaldinu varð síðan sú þróun sem opinber-
ast hefur nýlega nefnilega að laun Lands-
bankastjórans hafa nær tvöfaldast á undra-
skömmum tíma en hinn ríkisbankastjórinn
hefur lækkað laun sín ögn með sýndargjörð.
Auk þess hafa Landsbankastjórnendur dregið
fram áformin um að byggja nýjar höfuð-
stöðvar sem hýsa eiga m.a. bakvinnslu og hag-
deild bankans á dýrustu lóð landsins. Starf-
semin sem þar er fyrirhuguð gæti sem best
farið fram í landsbyggðunum eða í austur-
hverfum höfuðborgarsvæðisins. Landsbanka-
menn sitja fastir við sinn keip og hlusta ekki á
eigendur bankans, þjóðina, né heldur kjörna
fulltrúa hennar. Eins og það sem hér er að
framan talið sé ekki nóg, þ.e. að tvöfalda laun
bankastjórans og byggja monthús fyrir 9 millj-
arða, stendur Landsbankinn nú í málaferlum
við Lífeyrissjóð bankamanna sem stefnt hefur bankanum
vegna ósanngirni í garð fyrrverandi starfsmanna ríkis-
rekna Landsbankans hins fyrri og ætlað brot á samningi
um lífeyrisréttindi þeirra. Þeir sem Landsbankinn beitir
þar órétti eru flestir starfsmenn sem áður voru andlit
bankans, þjónustufulltrúar, gjaldkerar og aðrir starfs-
menn að miklum meirihluta konur. Stjórnendur Lands-
bankans hafa brugðist trausti og þurfa að axla ábyrgð með
því að láta af störfum nú þegar.
thorsteinns@althingi.is
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Banki allra landsmanna?!
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Læknafélag Íslands gerir at-hugasemdir við tvö ákvæðií frumvarpi til umferðar-laga, 52. og 64. grein frum-
varpsins, en að læknum er vikið í báð-
um þessum greinum. „Ekki er hjá því
komist að gera athugasemdir við bæði
ákvæðin, enda hefur að litlu ef nokkru
leyti verið tekið tillit til fyrri sam-
hljóða athugasemda,“ segir í umsögn,
en Læknafélag Íslands hefur marg-
sinnis gefið umsögn um frumvarp til
nýrra umferðarlaga, síðast árið 2012.
Í 52. grein frumvarps til umferð-
arlaga er fjallað um öndunarpróf,
öndunarsýni, blóðsýni og fleira.
Læknafélagið tekur í umsögn sinni
sérstaklega til umfjöllunar 3. og 4.
málsgrein þessarar greinar og er 3.
málsgrein svohljóðandi:
„Lögregla annast töku öndunar-,
svita- og munnvatnssýnis. Læknir,
hjúkrunarfræðingur eða lífeindafræð-
ingur annast töku blóðsýnis og eftir
atvikum munnvatns-, svita- og þvag-
sýnis. Aðrar rannsóknir og klínískt
mat skal framkvæmt af lækni eða
hjúkrunarfræðingi. Ökumanni er
skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin
er nauðsynleg við rannsókn skv. 2.
mgr. Neiti ökumaður er heimilt að
beita valdi við framkvæmd rann-
sóknar, sbr. þó 4. mgr.“ Í 4. málsgrein
segir svo: „Um þvagrannsókn skv. 2.
mgr. fer samkvæmt lögum um með-
ferð sakamála nema fyrir liggi ótví-
rætt samþykki ökumanns.“
Ekki fram úr sakamálalögum
Í umsögn Læknafélags Íslands
um 3. málslið 3. málsgreinar segir að
félagið telji að klínískt mat á öku-
manni í kringumstæðum sem þessum
séu fyrst og fremst á færi lækna, ekki
annarra heilbrigðisstarfsmanna.
„Aðrar rannsóknir er hugsanlegt að
aðrir heilbrigðisstarfsmenn en
læknar geti gert.“
Leggur félagið þess í stað til að
málsliðurinn hljóði á þann veg að aðr-
ar rannsóknir skulu framkvæmdar af
„þess til bærum heilbrigðisstarfs-
manni“ en klínískt mat skuli hins veg-
ar framkvæmt af lækni.
Þá gerir Læknafélag Íslands
einnig athugasemd við 4. og 5. málslið
4. málsgreinar þar sem kveðið er á
um að ökumanni sé skylt að hlíta
þessari meðferð, þ.e. sýnatöku, og ef
hann neitar sé heimilt að beita hann
valdi án dómsúrskurðar nema varð-
andi þvagsýnatöku.
Læknafélagið „telur mjög vafa-
samt að umferðarlög gangi lengra en
sakamálalög varðandi valdbeitingu til
að taka lífsýni,“ segir í umsögn, en fé-
lagið telur mikilvægt að farið sé að
ákvæðum laga um meðferð sakamála
varðandi tökur allra þeirra lífsýna
sem heimilt er að taka, hátti svo til að
ökumaður samþykki ekki skýrt töku
lífsýnis.
Gengur gegn hornsteini
Í 64. grein frumvarpsins segir
m.a.: „Komi fram upplýsingar við
meðferð sjúklings á sjúkrastofnun
eða hjá lækni um verulega skerta
hæfni viðkomandi til aksturs, m.a.
vegna neyslu ávísaðra lyfja sem
skerða aksturshæfni, skal gera trún-
aðarlækni Samgöngustofu viðvart án
tafar. Stendur þagnarskylda læknis
því ekki í vegi.“
Læknafélagið segir þagnar- og
trúnaðarskyldu lækna vera einn
hornsteina sambands milli lækna og
sjúklings. Félagið „fær ekki séð að
slík hætta stafi af verulega skertri
hæfni einstaklinga til aksturs að það
réttlæti að læknir eigi að tilkynna um
það til trúnaðarlæknis Samgöngu-
stofu,“ segir í umsögn en slík tilkynn-
ing kann að fæla veikt fólk frá því að
sækja sér læknisaðstoð.
Læknar gera athuga-
semdir við frumvarp
Morgunblaðið/Hari
Umferðarþungi Hægt er að nálgast frumvarp til umferðarlaga á heimasíðu
Alþingis, en þar eru einnig að finna fjölmargar umsagnir um frumvarpið.
Markmið með frumvarpi til um-
ferðarlaga er einkum að færa
umferðarlög til nútímalegra
horfs með því að taka mið af
reynslu og þróun í umferðar-
málum undanfarinna ára. Segir
frá þessu í greinargerð með
frumvarpinu.
„Þá er frumvarpinu ætlað að
stuðla að frekari aðlögun um-
ferðarlöggjafar að alþjóðlegum
samningum um umferðarmál,
m.a. með hliðsjón af þeirri þró-
un sem hefur orðið á alþjóða-
vettvangi frá samningu gildandi
laga. Vonir standa til að frum-
varpið leiði til aukins öryggis í
umferðinni með tilheyrandi
ábata fyrir samfélagið allt,“
segir þar einnig.
Með frumvarpinu er jafn-
framt ætlunin að taka mið af
þeirri þróun sem orðið hefur á
umferðarmenningu og sam-
gönguháttum undanfarna ára-
tugi, að því er fram kemur í
greinargerð.
Umferðarlög
nútímavædd
GREINARGERÐ