Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 45
miðlum að slökkvilið þurfi einnig aðkomubraut um Fógetagarðinn fyr- ir slökkvitæki. Tilkynnt var 8. janúar 2019 að menntamálaráðherra hefði fallist á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs. Gerir það örðugt um vik að finna lausnir á inn- gangsvandanum og braut fyrir slökkviliðið. Sést glöggt að hótelið er of stórt og á of viðkvæmum stað þótt ekki væri einnig kirkjugarði til að dreifa. Athuga ber að Fógetagarðurinn er aðeins vesturhluti gamla kirkju- garðsins en verndunarmenn tala um allan Víkurkirkjugarð, líka austur- hlutann þar sem hótelið skal byggt. Allur austurhlutinn að Thorvaldsens- stræti nefnist Landsímareitur. Helm- ingur þessa reits, vesturhelmingur- inn, heyrði til Víkurkirkjugarði. Þar voru grafnar upp 32 grafir árið 2016, þar af 22 heillegar beinagrindur í heillegum kistum, og var flutt á Þjóð- minjasafnið til að rýma fyrir hótelinu. Þarna nærri komu upp bein árið 1915 og aftur í austurhlutanum 1967 þegar leyft var að grafa skurð fyrir undir- stöðu viðbyggingarinnar sem var brotin niður sumarið 2018. Við skurð- gröftinn þetta ár komu upp fimm kistur með beinum einstaklinga og líka bein sjötta einstaklings, án kistu- leifa, og var allt flutt á Þjóðminja- safnið. Loks sást þarna í austurhlut- anum enn árið 1966 leiði mæðgna sem voru jarðsettar 1882 og 1883, og var legsteinn á leiðinu og girðing um- hverfis. Á dögunum fundust svo kistuleifar þarna í austurhlutanum. Hinn 8. janúar 2019 birti Minja- stofnun tilkynningu um skyndifriðun austurhluta garðsins. Enga ferðamannamiðstöð yfir grafreiti Reykvíkinga Virðingu við 1000 ára grafreit Reykvíkinga og virðingu við friðhelgi Alþingis verður að sýna með öðrum hætti en að breyta reitnum í ferða- mannamiðstöð. Fyrirhuguðu hóteli er ofaukið í hjarta höfuðborgarinnar. Auk grófra helgispjalla er mikilvægu og sögufrægu svæði fórnað fyrir einkahagsmuni. Í kirkjugarðalögum segir að niðurlagðan kirkjugarð megi ekki nota til neins þess sem óviðeig- andi er að dómi prófasts. Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mann- virki nema ráðherra veiti undanþágu að fengnu samþykki kirkjugarðaráðs. Slík undanþága hefur ekki verið veitt. Vel fer á að þessi forni og söguhelgi kirkjugarður verði í heild sinni skrúð- garður fyrir almenning. Telja flutn- ingsmenn tillögunnar að úr því sem komið er verði framtíð reitsins best borgið þannig að ríkið verði eigandi Landssímahússins sem gæti sem best nýst í þágu Alþingis eða að ríkið eftir atvikum eignist þann hluta byggingarlóðar sem tilheyrir Víkur- kirkjugarði. Áskorun heiðursborgara Reykja- víkur fylgir tillögunni sem aðgengileg er á vef Alþingis og einnig nýr upp- dráttur Hjörleifs Stefánssonar arki- tekts þar sem leitast er við að af- marka austurmörk Víkurgarðs eftir því sem heimildir framast leyfa. » Virðingu við 1000 ára grafreit Reykvík- inga og virðingu við frið- helgi Alþingis verður að sýna með öðrum hætti en að breyta reitnum í ferðamannamiðstöð. Höfundur er alþingismaður utan flokka. olafurisl@althingi.is UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Margt fólk sem komið er á efri ár býr í skuldlausu húsnæði, sem er orðið óþarflega stórt og jafnvel óhent- ugt ef litið er til lífs- gæða og tilvistar. Óhagræðið getur falist í aðgengi eða umönn- un eignarinnar og er þá átt við daglega umönnun á borð við þrif, en líka viðhald og endurbætur. Eignir sem ekki fá nauðsynlega umönnun hrörna og geta fallið í verði. Á sama tíma býr margt yngra fólk, gjarnan á því lífsskeiði að fjöl- skyldan fer stækkandi, við þröngan kost og gæti þegið að vera í stærra húsnæði. Þeir sem yngri eru búa yf- ir nægri orku til að annast um eign- ir, auk þess sem verulegir hags- munir felast í að halda verðgildi eignar við með endurbótum og góðri umhirðu. Hugmynd Væri það ekki kostur ef þeir sem yngri eru gætu keypt húsnæði af þeim eldri? Leið til þess gæti verið að hluti kaupverðs yrði greiddur með veðskuldabréfi, þ.e. að seljandi lánaði kaupanda hluta kaupverðs til einhverra ára. Þetta skuldabréf skapaði seljendum viðbótarlífeyri. Til þess að tryggja þennan lífeyri gengist ríkið í sjálfskuldarábyrgð á þessum skuldabréfum. Kostir  Seljandi væri öruggur um að fá greitt með umsömdum hætti.  Seljandi getur keypt eign sem hentar einstaklingi á viðkomandi æviskeiði, t.d. með tilliti til hreyfi- getu og þjónustu auk annars sem skiptir máli.  Kaupandi fjárfestir í eign sem hentar fjölskyldustærð og á þeim stað sem viðkomandi hentar að búa, m.a. með tillliti til þjónustu, skóla, vinnustaðar og ef til vill fleiri þátta sem kunna að skipta máli.  Ríkið þarf ekki að leggja út neina fjármuni. - Vanskil á húsnæðis- lánum að undan- gengnu greiðslugetu- mati eru í lágmarki. Flestir láta það ganga fyrir öðrum út- gjöldum að tryggja heimilinu öryggi og greiða skilvíslega af lánum. Það eru því litlar líkur á að það reyni á ábyrgð ríkis- ins og jafnvel þótt svo færi yrði um tímabundið ástand að ræða, þar sem eignin færi þá í söluferli og ríkið fengi sitt til baka.  Viðskipti með eignir undir þess- um formerkjum færu fram á al- mennum fasteignamarkaði og myndu því ekki valda skekkju á markaðinum, en pólitískar ákvarð- anir hafa oft valdið tímabundinni röskun á fasteignamarkaði, sem leiðréttist þó ávallt á tiltölulega skömmum tíma vegna þess hve fasteignamarkaður er þungur í vöf- um og lýtur sínum eigin lögmálum til lengri tíma litið. Umræðan um úrræði í húsnæðis- málum hefur farið hátt undanfarið og er tilefni þess að þessari hug- mynd er varpað fram. Auðvitað er engin ein leið til lausnar í húsnæðis- málum, en fjölbreytt flóra úrræða getur bætt ástandið og orðið til að efla almenna hagsæld og velmegun. Þessi hugmynd er ekki ný. Jón Guðmundsson fasteignasali og Leó Löve lögmaður settu fram svipaða hugmynd fyrir um það bil 30 árum, en þá voru aðrir tímar og ástand húsnæðismála með öðrum hætti en nú. Upphaflega hugmyndin þeirra er þó góð og gild enn þann dag í dag og á heima meðal annarra góðra hugmynda um húsnæðis- úrræði sem hafa komið fram. Eftir Magnús Axelsson » Leið til þess gætiverið að hluti kaup- verðs yrði greiddur með veðskuldabréfi, þ.e. að seljandi lánaði kaup- anda hluta kaupverðs til einhverra ára. Magnús Axelsson Höfundur er fasteignasali. fasteignir@maxco.is Annað húsnæðisúrræði sem gæti líka virkað Lestrarfærni grunn- skólabarna hefur áhrif á allt þeirra nám, tæki- færi og lífsgæði til framtíðar. Á undanförnum ára- tugum hafa sterkar vís- bendingar borist um að íslensk börn hafi í lestri staðið jafnöldrum sín- um í mörgum saman- burðarlöndum að baki. Með sameiginlegu átaki helstu áhrifavalda í skólasamfélaginu hefur lestur hins vegar fengið aukna at- hygli. Umræða hefur aukist og metn- aðarfull lestrarverkefni hafa orðið til. Kennarar hafa fengið ný og bætt lestrarmælitæki og nú leggur mikill meirihluti lestrarkennara svokölluð lesfimipróf fyrir sína nemendur til að meta stöðu þeirra. Lesfimiprófin eru afrakstur sam- starfs Menntamálastofnunar og sér- fræðinga í læsi. Þau mæla lestrar- hraða, lestrarnákvæmni og lestrar- lag, sem eru mikilvægir þættir í lestrarfærni barna. Þau hafa jafn- framt reynst vera mikil hvatning fyr- ir foreldra og börn til að lesa meira, enda eru prófin endurtekin reglulega og niðurstöðurnar birtar myndrænt svo auðvelt er að sjá þróun frá einu tímabili til annars. Annað veifið skýtur upp kollinum gagnrýni á lesfimiprófin – síðast í grein Hermundar Sigmundssonar í Morgunblaðinu 10. febrúar – þar sem helst er gagnrýnt að áhersla sé lögð á lestrarhraða. Rétt er að ítreka það sem nefnt er að ofan, að fleiri þættir lestrarfærni eru mældir en hraðinn, sem í sjálfu sér er ekki eftirsóknar- verður. Hins vegar er sjálfvirkur og fyrirhafnarlaus lestur sannarlega eft- irsóknarverður og hann næst fyrst og fremst með æfingu og elju. Til að les- ari geti einbeitt sér að innihaldi texta þarf hann að geta breytt bókstöfum í hljóð og orð með sjálfvirkum hætti, án fyrirhafnar og mikils álags á minni, en það leiðir til aukins svigrúms fyrir hugsun um innihald textans eða lesskilning- inn. Lesfimin er því ein forsenda góðs lesskiln- ings. Gott lestrarlag og hrynjandi þykir svo til marks um að nemandinn hafi skilið efni textans í megindráttum. Lesfimiprófin eru byggð á traustum vís- indalegum grunni. Hundruð rannsókna menntavísinda- fólks um allan heim sýna að lestrar- hraði, nákvæmni og gott lestrarlag mynda mikilvægar undirstöður undir læsi barna til framtíðar. Ein og sér gefa lesfimiprófin ekki fullnægjandi mynd af lestrarfærni nemenda og það er brýnt að nota einnig önnur og fjöl- breyttari matstæki. Þetta er mikil- vægt að hafa í huga og þetta skilja kennarar. Lesfimiprófin hafa sannað gildi sitt og nú er svo komið að yfir 90% grunnskólanemenda þreyta þau. Prófin eru orðin sjálfsagður og eðli- legur hluti af skólastarfinu í landinu, þrátt fyrir að kennurum sé ekki skylt að leggja þau fyrir nemendur. Kenn- arar velja sjálfir að gera það, enda sjá þeir afraksturinn, hafa góðan skilning á aðstæðum og vita að mikilvægt er að börn fái endurgjöf með stöðumati í grundvallarnámsgreinum. Matinu er enda ætlað að styðja við nemendur og búa þá betur undir lífið. Lestur, lífsgæði og mat á færni Eftir Arnór Guðmundsson Arnór Guðmundsson » Sjálfvirkur og fyrir- hafnarlaus lestur er eftirsóknarverður. Les- ari sem breytir bók- stöfum sjálfkrafa í orð getur einbeitt sér að innihaldi textans. Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar. arnor.gudmundsson@mms.is Það er látið svo að allt standi og falli með ferðaþjónustunni. Hún sé það hjálpræði sem okkur hafi verið sent af forsjóninni og ef eitthvað dragi úr þá sé voðinni vís. Eins og okkur hafi ekki gengið bærilega, rík þjóð í gjöfulu landi áð- ur en Eyjafjalla- og túristagosið skall á. Auðvitað var ekki alltaf upp- sveifla, það væri á móti allri hag- fræði, en tiltölulega jöfn kjör og miklar framfarir er það sem sett hefur svip á land og þjóð, síðustu tvo mannsaldra. Þeir sem einblínt hafa á ferða- mennskuna hafa ekkert verið að súta fórnarkostnaðinn. Land- skemmdir, yfirfulla vegi sem eyði- leggjast hraðar en hægt er að laga. Slysahættu, týnt fólk í óbyggðum og á jöklum. Aukið álag á yfirfull sjúkrahús. Ónæði í byggð og óbyggð og vaxandi pirring landsmanna gagnvart örtröð . Þjóðin er aldrei nefnd né spurð hvort hún vilji þetta. Nú koma góðu fréttirnar að eitthvað muni draga úr á þessu ári og er það vel. Það eru fleiri bjargræðisvegir í landinu sem reynst hafa afkomudrjúgir. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Bjargræði í ferðaþjónustu Ferðamennska Bæði kostir og gall- ar hafa fylgt fjölgun ferðamanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.