Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur Elínrós Líndal elinros@mbl.is Árið er búið að byrja vel hjá Rúnu Magnúsdóttur. Í upphafi hvers árs heldur hún vanalega fyrirlestra og vinnustofur sem hún kallar ,,kick offs“ þar sem hún aðstoðar fólk við að stilla hugarfarið rétt inn í árið. „Það er svo gott að skerpa á hlut- unum í upphafi ársins. Ég leiddi fimmtíu manns í gegnum vinnustofu þar sem við fórum yfir markmiðin á nýju ári. Við spyrjum spurninga eins og: Hver ætlarðu að vera á þessu ári? Hvernig þarftu að stilla hugarfarið til að ná slíkum mark- miðum?“ Fólk á misauðvelt með að setja sér markmið Rúna er búin að starfa sem mark- þjálfi á alþjóðamarkaði s.l. 12 ár. Hún segir okkur mannfólkið misjöfn þegar kemur að markmiðasetningu. „Sumir eru einstaklega góðir í því á meðan aðrir þurfa stuðning til að hafa skýrari sýn. Velta fyrir sér þeirri spurning: hver vil ég vera?“ Rúna talar um kven- og karlorku í þessu tilliti. Hún segir að konur fái klapp á bakið fyrir að vera í karlork- unni í vinnunni á meðan karlar þurfa meira að berjast fyrir því að vera í kvenorku sinni. „Ég sjálf þekki það að vera í karl- orkunni í vinnunni og hef þurft að temja mér kvenlega orku. Fyrir karla virðist það vera erfiðara að komast út úr þessu karlaboxi sem samfélagið hefur sett þá í. Þetta box þar sem margir eru að kafna í þar sem þeir hafa ekki svigrúm til að ræða tilfinningar eða að vinna úr málum inn í boxinu.“ Ekki fleiri box „The Change Makers“ er í her- ferð þessa dagana undir myllumerk- inu #NoMoreBoxes. Hópurinn heldur reglulega morgunverðar- fundi þar sem leiðir til að vinna sig út úr boxinu eru ræddar. Rúna gaf einnig nýverið út bók með sam- starfsmanni sínum Nicholas Haines. Bókin ber nafnið: ,,The Story of Boxes, the Good, the Bad and the Ugly / The Secret to Human Libera- tion, Peace and Happiness“. Vildu lifa breytingarnar sjálf Hver er forsaga bókarinnar? „The Change Makers“ var boðið á pallborð Sameinuðu þjóðanna í mars á síðasta ári. Nicholas Haines var boðið að ræða málefni er varða jafn- rétti kynjanna. Þar sem hann benti á grunnþáttinn í því að heimurinn er ekki að ná settum markmiðum sem snúa að jöfnum hlut, eða eigum við kannski frekar að segja, jöfnunum verðmætum kynjanna. Hann benti á afleiðingarnar sem það hefur á fólk þegar við setjum okkur sjálf og aðra inn í ósýnileg box útfrá gömlum hugsunum og ómeðvituðum við- brögðum, sbr. alhæfingur um hvað konur eru og hvað karlar eru. Ég hef verið ötul í að efla hlut kvenna m.a. með þátttöku minni sem vara- formaður FKA, og setið í ótal mörg- um ráðgjafaráðum víða um heim að horfa á leiðir til að jafna verðmæti kynjanna. Þegar ég hlustaði á Nick tala um boxin og hvernig þau geta haldið aftur af fólki má segja að ég hafi upplifað mína „Matrix“ stund. Allt sem ég hef verið að vinna að í gegnum lífið varð skýrara fyrir mér. Við ætluðum að dvelja lengur í New York, en vegna stormviðvörunar og breytingar á flugi þurfum við að hendast út á flugvöll. Þessi leigu- bílaferð sem átti að taka 40 mínútur tók 2,5 klst. Það var í þessari ferð sem við ákváðum að skrifa bókina. Við ákváðum að setja saman alþjóð- lega vitundarvakningu. Við vildum vera breytingin sjálf sem við vildum sjá í heiminum, skrifa bók og út- skýra fyrir fólki þannig að það gæti skoðað undirliggjandi hugmyndir sínar sem héldu aftur að þeim. Sín eigin box sem þau þurftu að brjótast út úr.“ Rúna segir að boxin geti verið ótrúlega ósýnileg. Rúna þekkir það af eigin raun að þurfa að brjótast út úr boxi, jafnvel fleiri en einu. „Ég var fráskilin með tvö börn í rekstri sjálf þegar ég upp- götvaði að ákveðnir hlutir voru ekki að virka í mínu lífi þar sem ég var kona. Ég hafði tileinkað mér að starfa í karlorkunni í vinnunni, sem var mín leið til að lifa af. Sem er magnað, því ef maður skoðar leið- togafræði þá er tilfinningagreind, það sem leiðtogar þurfa að hafa til að ná árangri.“ Borðaði allt nammið út af boxi Rúna náði ákveðnum árangri með þeirri leið að starfa í karlorkunni, en fann fyrir togstreitu innra með sér þegar kom að einkalífinu. „Mér fannst ég aldrei nógu góð kona. Ég fór ung í samband og fann að ég var með allt aðrar þrár og langanir en hann. Þar af leiðandi setti ég mig í stellingar, taldi mér trú um að ég væri ekki nógu mikil kona og hann ekki nógu mikill karlmaður. Hvor- ugt af þessu var rétt. Við vorum bara með mismunandi langanir og þrár. Þetta var box sem ég þurfti að brjótast út úr, og um leið og ég gat brotist út úr mínu boxi, losaði ég hann út úr því boxi sem ég hafði sett hann inn í. Annað box sem ég þurfti að skoða og brjótast út úr tengdist mataræði mínu. Ég á bróður sem er fimm árum eldri en ég. Okkur lenti stundum saman eins og gengur og gerist á milli systkina. Eitt skiptið lendum við í slagsmálum og erum dregin í sundur. Það var rétt eftir að ég hafði bitið bróður minn í handlegginn. Það var pabbi sem kom að okkur og vegna aldursmunarins var bróðir minn settur inn á bað í „time out“ á meðan að ég fékk huggun frá pabba sem fór með mig út í sjoppu þar sem ég fékk kók og kókosbollu. Ég man vel eftir þeirri ákvörðun sem ég tók að geyma nammið þangað til ég kæmi heim. Mig langaði að borða það fyrir framan bróður minn. Sag- an fór ekki alveg eins og ég hefði ætlað mér. Þegar við komum heim, þá hafði mamma séð bitfarið eftir mig á bróður mínum. Það næsta sem ég veit er að ég er sett inn á bað í „time out“ á meðan hann fékk kókosbolluna og kókið. Þetta er upphafið að boxi sem ég var í lengi, sem var að alltaf þegar ég átti nammi, þá þurfti ég að klára það strax. Það tók tíma að vinna sig úr þessum nammi-kassa, því ég var talsvert vel víruð inn á að borða hlutina upp til agna strax eða að ég myndi missa af namminu.“ Ljót samskipti einkenna ljót box Rúna segir að við vinnslu bókar- innar hafi verið áhugavert að kafa ofan í boxin. Að horfa á hvernig menningin, uppeldið og fleira í um- hverfinu hefði áhrif á þau box sem við erum í. Hvernig sum boxin geta verið góð, slæm og sum hreinlega ljót ef vel er að gáð. Hvernig lýsir þú ljótu boxunum? „Þegar við skoðum samskipti sem dæmi, þá geta þau verið í ljótu boxi. Þú ferð í samband yfir þig ástfangin, síðan getur þetta nákvæmlega sama box verið orðið reglulega ljótt. Við förum í þessa vinnu fordómalaus og ákveðum sem dæmi að skoða box sem ekki eru að næra okkur lengur og hamla því að við fáum að vaxa.“ Á morgunverðafundunum er farið ofan í boxin af meiri dýpt með fólki sem hægt er að treysta og er í sömu vinnu. „Sem dæmi er áhugavert að skoða trúarbragðaboxin. Við verðum stöð- ugt að skoða orkuna sem við látum frá okkur. Ef við erum reglulega með staðhæfingar um fólk sem setur okkur mannfólkið í mismunandi box erum við á villigötum. Sem dæmi – staðhæfingin: Múslimar eru hryðju- verkamenn.“ Að brjótast út úr trúar- bragðaboxinu Rúna heldur úti hlaðvarpi, þar sem hún segir sögu allskonar fólks sem hefur brotist út úr boxi. Einn slíkur þáttur fjallar einmitt um konu sem braust út úr strangtrúuðum trúarbrögðum þar sem hún upplifði kúgun og stjórnsemi, yfir í lífið sem hana langaði að lifa. Rúna segir að fjölskyldur séu mikilvægar en þær þurfi einmitt að skoða hvað er í gangi í þeirra box- um. Ljótt ofbeldi eigi sér oft stað innan fjölskyldunnar og stundum þurfi fólk að kveðja slíkt og stofna sínar eigin fjölskyldur þar sem virð- ing og heiðarleiki er ástundaður. „Í einum þátta minna ræði ég við konu sem þurfti að vera með hár- kollu, hún var gift ofbeldismanni og lifði í samfélagi sem skipti sér ekki af ofbeldismálum, það var einkamál fjölskyldunnar sem er alltaf var- hugavert. Ég hitti þessa konu á Mindset Retreat í Atlanta og við komumst báðar að því að hún varð að segja söguna sína um það hvernig hún braust út úr sínu lífi. Svo hún gæti orðið öðru fólki fyrirmynd að þessu leyti.“ Rúna segir að markmið hennar í dag sé að vinna með samfélagssinn- uðum stjórnendum, leiðtogum og áhrifavöldum sem vilja fara dýpra ofaní boxin sem gætu verið að hamla þeim að verða sú breyting sem þeir vilja standa fyrir. Síðan sé hún að leita eftir áhugaverðum stofnunum, félögum og fyrirækjum sem vilji leyfa sínu starfsfólki að koma á morgunverðarfund og prófa verk- færakassann. Áritun Rúna Magnúsdóttir ferðast víðs vegar um heiminn þar sem hún ræðir bókina sína og hugmyndifræð- ina á bak við The Change Makers. Þarftu að brjótast út úr boxinu? Rúna Magnúsdóttir starfar sem stjórnenda-mark- þjálfi og fyrirlesari. Hún veitir forstöðu hópi sem kallast „The Change Makers“, sem er hópur al- þjóðlegra stjórnenda sem vilja efla fólk í að breyta heiminum og gera það með því að verða sjálfir breytingarnar. Hún hefur skrifað bók um leiðir út úr boxinu. Hún er með hlaðvarpsþætti þar sem hún segir sögu fólks sem hefur brotist út úr marg- víslegum boxum. Markþjálfi Rúna Magnúsdóttir vekur athygli á þeim box- um sem við erum í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.