Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 48

Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Saltkaramellukaka með rjóma- ostakremi 220 g ósaltað smjör við stofuhita 400 g sykur 300 g púðursykur 6 egg 1 tsk. vanilludropar 480 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 340 ml mjólk Aðferð: Stillið ofninn á 180°C, undir- og yfirhita. Þeytið smjörið og sykurinn þar til blandan verður létt og loft- mikil. Bætið eggjunum út í, einu í einu. Bætið vanilludropunum saman við. Blandið saman hveiti og lyfti- dufti. Bætið hveitinu út í blönduna ásamt mjólkinni í nokkrum skref- um, hrærið á milli en eins lítið og hægt er. Skiptið deiginu í þrjú. 20 cm smelluform sem hafa verið smurð vel. Bakið í u.þ.b. 30-40 mín. eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á. Saltkaramella 200 g sykur 100 g smjör 1 dl rjómi 1 tsk. salt Aðferð: Sykurinn er bræddur í stórum potti við lágan hita. Smjörið er skorið í 6 bita og einn biti settur út í sykurinn í einu og hrært vel á milli, lækkið hitann. Rjómanum er hellt út á sykur- blönduna í litlum skömmtum og hrært vel á milli. Setjið saltið út í karamelluna og hrærið vel. Hellið karamellunni í eldfast mót á hitaplatta. Alls ekki smakka karamelluna fyrr en hún hefur kólnað vel. Rjómaostakrem 500 g smjör við stofuhita 500 g rjómaostur við stofuhita 1.000 g flórsykur 2-3 msk. salt karamella (við stofu- hita), fer eftir smekk 200 g hvítt súkkulaði Súkkulaðikúlur til að skreyta með Aðferð: Þeytið smjörið vel þar til það verður létt og loftmikið, bætið rjómaostinum út í og þeytið vel. Bætið flórsykrinum út í rólega og þeytið vel saman við þar til kremið verður loftmikið. Bætið því næst saltkaramellunni út í og þeytið hana vel saman við. Skerið harða toppinn af hverj- um kökubotni svo botnarnir séu alveg sléttir. Setjið fyrsta botninn á kökudisk. Skiptið kreminu í 4 hluta. Setjið 1 hluta á fyrsta kökubotninn, sléttið úr kreminu. Setjið næsta kökubotn og annan hluta af krem- inu, sléttið. Setjið þriðja köku- botninn á og hyljið kökuna með restinni af kreminu, sléttið vel úr kreminu. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði, sléttið úr smjörpappír á borð, setjið 1 msk. af hvítu súkku- laði á smjörpappírinn og dragið hvíta súkkulaðið út með skeiðinni, endurtakið 20 sinnum. Leyfið súkkulaðinu að storkna vel. Fjar- lægið súkkulaðið varlega af smjör- pappírnum þegar það hefur storknað. Raðið því á kökuna fremst 9 stk. saman og svo 3 stk. saman á þremur stöðum á kök- unni. Raðið súkkulaðikúlum efst á kökuna og með fram kökudisk- inum. Skreytið kökuna með fersku brúðarslöri (má sleppa) Ljósmynd/Linda Ben Saltkaramellukaka með rjómaostakremi Fallegar kökur standa ávallt fyrir sínu og prýða hvaða veisluborð sem er. Hér erum við með meist- arastykki úr smiðju Lindu Ben en hér leikur hún sér með saltkarmellubragðið sem kemur ótrúlega vel út. Krem sem innihalda rjómaost eru ekki jafn sæt og gera kökuna ennþá betri en hefðbundin sykur- krem myndu gera. Að auki er kakan sérlega falleg en til að gera svona súkkulaðiskreytingar eins og Linda hefur gert þarf að hita upp hjúpsúkkulaði og dreifa því á smjörpappír og kæla svo. Einfalt en gerir kökuna nánast konunglega í útliti. Konungleg kaka Þótt ótrúlegt megi virðast er kaka sem þessi fremur einföld í grunninn. Það sem gerir hana síðan stórkostlega er bæði hæðin og svo auðvitað gæðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.