Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á annan endavegg hins langa salar Listasafns Reykjanesbæjar hefur myndlistarmaðurinn Guðjón Ketils- son dregið upp sköpunarsögu Gamla testamentisins. Það tók hann marga daga að skapa þetta stóra veggverk sem hefst með „Í upphafi var orð- ið…“ og hann hefur gert það að sínu persónulega myndverki með græn- leitum lit; orð og stafir breytast í tákn og renna saman í heillandi vef lína og forma þess frábærlega slynga handverksmanns sem Guðjón er. Á andstæðum vegg eru fimmtíu rammar með þéttum vef stafa í teikningum, þar hefur Guðjón skrif- að upp eða teiknað með sínum hætti alla Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar. Á lengsta veggnum eru tíu ljóð, mótuð úr blámáluðum trjá- greinum, og annað stórt veggverk er úr sama efniviði – og þá eru ónefndir skúlptúrar listamannsins úr bókum og húsgögnum. Sýning Guðjóns verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar klukkan 18 á morgun, föstudag og hann kall- ar hana Teikn. Öll verkin fjalla á ein- hvern hátt um tungumálið, tákn- merkingu og „lestur“ í víðum skilningi. Guðjón er einn markverðasti myndlistarmaður þjóðarinnar. Hann hefur haldið yfir þrjátíu einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum víða um lönd. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og skapað verk sem sjá má í opinberu rými hér á landi og erlendis. Í raun þrælkompónerað Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson, listfræðingur, en auk hans ritar skáldið Sjón hugleiðingu í sýn- ingarskrá um „fundið myndletur“ Guðjóns, þar sem hann grennslast fyrir um hugsanlegan boðskap þess. Þá eru birt ljóð sem Sjón orti við fimm ljóðanna sem Guðjón skapaði úr greinum tjáa og sýnir. Þegar við Guðjón göngum saman um salinn milli verkanna segir hann að með vali á heiti sýningarinnar Teikn, sé vísað til teikningarinnar sem verkin eigi sameiginlega og svo felst í orðinu ákveðin opinberun. Undanfarna áratugi hefur Guðjón unnið með hina ýmsu miðla mynd- listarinnar, jöfnum höndum þrívídd- arverk og teikningar, og eru þau hvorttveggja í senn völundarsmíði og hugleiðingar um tilvist manns – jafnt þau spor sem hann markar með gjörðum sínum og þær aðferðir sem hann notar til að gera sig skilj- anlegan í menningarlegu nær- umhverfi sínu. Tíu ljóð Guðjóns eru afar falleg, virðast fljótt á litið skrifuð með fín- legri, flúraðri rithönd en eru í raun mótuð úr blámáluðum trjágreinum sem standa út frá veggnum. „Þessar greinar urðu efniviður fyrir hálfgerða tilviljun,“ útskýrir Guðjón brosandi. „Heim til mín barst harðort bréf frá borginni um að í garðinum hjá okkur væri tré sem slútti yfir gangstéttina og það þyrfti að fjarlægja af því greinarnar. Ef ég gerði það ekki innan nokkurra daga þá yrði það gert á minn kostn- að. Ég var hálf fúll yfir þessu en fékk mér stiga, fór upp í hann og byrjaði að klippa greinarnar af. En þegar ég leit niður á jörðina á vax- andi greinahauginn þá fannst mér ég sjá þar tengingu við verkin sem ég var þá líka að vinna að úr texta á vinnustofunni. Ég hugsaði með mér að það væri verið að segja mér eitt- hvað – þetta voru teikn!“ Hann ítrekar að teikningin bindi verk sýningarinnar saman en líka tungumálið, texti og umbúnaður texta. „Hvað varðar þessi ljóð hér á veggnum, sem ég hef eytt umtals- verðum tíma í, þá er þetta sjónrænt tungumál sem byggist á sjónrænu spili. Að auki myndast einhverskon- ar merking með ryþmanum milli verkanna og uppsetningunni. Við Sjón ræddum þessi verk fram og til baka og mikið um blæbrigðin sem mætti finna með uppsetningunni. En áður en við Sjón hittumst hafði ég unnið talsvert með greinarnar á vinnustofunni og hafði farið út í að mála þær með þessu bláa bleki – ég reyndi að finna út hvaða blek hefði verið í blekbyttu skólastjórans í barnaskólanum, mig langaði að vísa til þess, og þá mótaðist þessi ímynd- aða handskrift. Ég leitaði eftir því hvað og hvernig mætti tjá sig með þessari hrynjandi einfaldlega með vali á greinum – þetta er í raun þræl- kompónerað. Uppsetningin vísar til ljóðlína og orða í ljóðum; þetta er mitt á milli þess að kompónera í orð- um og skapa afstrakt myndir. Þegar Sjón kom að skoða þetta á vinnustofunni hellti ég yfir hann spurningum. Mig langaði til að vita hvernig ljóðskáld hugsa, um sjón- ræna uppsetningu ljóðanna og hrynjandina í þeim út frá innihald- inu. Sjón skrifaði svo um þetta grein sem er í skránni og hann hafði líka áhuga á að „þýða“ einhver ljóðanna; hann orti ljóð upp úr fimm þeim fyrstu hér á veggnum og þau eru birt í sýningarskránni. Í byrjun braut ég ljóðin bara upp í fjórar línur, gerði ferskeytlur! En eftir samtalið við Sjón fór ég að leika meira með formin. Ég grúskaði mik- ið meðan ég vann að verkunum – og hef aldrei lesið jafn mikið af ljóðum!“ Snúið upp á sköpunina Við ræðum um stóra verkið sem Guðjón hefur skapað á vegginn upp úr Sköpunarsögunni. Hann segist hafa farið í þetta í kjölfar þess að hafa gert Völuspá í röð grafíkverka en hún er sköpunarsagan í norrænni trú. „Mér fannst spennandi að vinna með Fyrstu Mósebók frá upphafi til enda og hef gert nokkrar útfærslur af því. Mig langaði til að geta gengið inn í þann heim – og sú hugsun kall- aði á þetta stóra veggverk hér,“ seg- ir Guðjón. „Að vissu leyti snýst verk- ið um það að snúa upp á sköpunina með því að eyða henni og afbyggja; gera hana í raun ólæsilega.“ Og hann útskýrir verklagið þannig að hann geri teikningu úr hverjum bók- Þarf allan þennan tíma í verkin Á viðamikilli sýningu Guðjóns Ketilssonar í Lista- safni Reyjanesbæjar má sjá Sköpunarsöguna í tímabundnu veggverki, útgáfu listamannsins á öllum Passíusálmunum og ljóð úr trjágreinum. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Guðjón Ketilsson í sal Listasafns Reykjanesbæjar. Til hægri er túlkun hans á Sköpunarsögunni. »Sinfóníuhljómsveit Íslands tók í vikunni á móti um 3.000 nemendum frá 30 grunnskólum á þrennum skólatónleikum í Eldborg Hörpu. Á tón- leikunum lék hljómsveitin verk eftir Grieg, Beethoven, Dvorák og John Williams undir stjórn Tung-Chieh Chuang sem hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko-hljómsveitarstjórakeppni árið 2015. Halldóra Geirharðsdóttir, kynnti tónleikana, fjallaði um verkin og tónskáldin á sinn einstaka og einlæga hátt ásamt því að draga upp myndir af mennsku og tilfinningum í nútíð og þátíð. 3.000 nemum frá 30 skólum boðið á tónleika Troðfullt Grunnskólanemendur fylla Eldborg Hörpu á þrennum tónleikum. Ljósmynd/Kristinn Magnússon TRÉSMÍÐAVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Hefill HMS 850 hefilbreidd 210 mm kr. 64.290 Opið virka daga frá 9 - lau f rá 10 -1 Slípiban BTS 800 kr. 38.49 d 0 Bandsög Basa 1 kr. 54.660 Fræsari HF 50 r. 58.400 Borðsög TS 310 kr. 81.940 18 6 k Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.