Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 staf sköpuarsögunnar og þær renni saman í eitt. „Um leið og ég eyði þekkjanlegum lestexta skapa ég nýtt úr honum. Við þekkjum þetta í allri sköpun í lífinu þar sem í hring- rásinni takast alltaf á sköpun og eyðilegging, það er andardráttur lífsins.“ Þegar Guðjón er spurður að því hvort honum finnist ekki erfitt að eyða mörgum dögum í að skapa stórt verkið hér til þess eins að eyði- leggja það eftir sýninguna, þá brosir hann og segir að þvert á móti þá finnist sér eitthvað gott við að hafa verkið ekki endanlegt. „Þar kemur annað sjónhorn á hringrásina. Ég teikna á vegginn, svo verður málað yfir teikninguna. En ef ég geri þetta aftur þá verður það allt annað verk.“ Allir sálmarnir á 19 mánuðum En hvað með Passíusálmana í fimmtíu teikningum? „Fyrir tveimur árum hélt ég til vinnustofudvalar í Róm. Ég var þá byrjaður að vinna með þessa skrift og langaði að taka Passíusálmana fyrir, þar er píslarsagan og hún var eitt helsta viðfangsefni allra lista- manna barokksins og endurreisnar- innar sem má sjá út um allt í kirkjum Rómar. Svo var ég líka í Róm í föstumánuðinum og það tengdist Passíusálmunum. Ég stefndi á að skrifa upp alla sálmana fimmtíu og koma þeim á harða disk- inn um leið,“ – Guðjón bankar á höf- uð sér – „ég ætlaði að læra þá alla.“ Tókst það? „Nei, í stuttu máli sagt þá mis- tókst hvort tveggja!“ Hann hlær. „Það tók mig í allt nítján mánuði að skrifa alla sálmana fimmtíu en ég byrjaði í Róm, lagði þar línurnar, en náði ekki að gera helminginn, þetta var mjög mikil vinna.“ Og hann út- skýrir vísindalega niðurröðun orða og lína á myndflötinn þar sem allt þarf að ganga upp í gríðarlegri ná- kvæmnisvinnu; sálmarnir eru grunnurinn en svo tekur form- hugsun mynlistarmannsins efnivið- inn yfir. Þess má geta að á morgun kemur út bók með útgáfu Guðjóns af Passíusálmunum, hönnuð af Ámunda Sigurðssyni, aðeins fimm- tíu árituð og tölusett eintök. Guðjón bendir á að Hallgrímur hafi byrjað á Passíusálmunum árið 1656 en það sama ár hafi spænski meistarinn Velasquez málað Las Meninas, eitt merkasta verk mynd- listarsögunnar. „Ég nálgast þessa texta, Sköp- unarsöguna og Passíusálmana, ekki sem trúarleg fyrirbæri – þótt ekki sé hægt að ganga heldur fram hjá þeirri staðreynd. Fyrst og fremst er þetta mjög sterkur þáttur í menn- ingu okkar Íslendinga og merkur litteratúr,“ segir hann. Alltaf að horfa Þegar horft er á skúlptúrana á gólfinu, bæði nýja og eldri, þá eru bækur efniviður í þeim öllum. Guð- jón bendir á að bækur séu geymsla fyrir tungumálið og að sér þyki spennandi að takast á við það marg- laga form. „Þú sérð að sumar þessar bóka eru auðar, aðrar marglesnar. Mér þótti spennandi að spegla þessa tíu ára gömlu skúlptúra hér í nýju texta- og tungumálaverkunum.“ Eins og á fyrri sýningum Guðjóna er handverkið aðdáunarvert. Hvaða máli skiptir það hann í listinni? „Fyrir mér skiptir tíminn aðallega máli,“ svarar hann. „Stundum fer ég fram úr mér í vinnunni og þarf þá að bakka, vinna hægar, og stundum eru margar u-beygjur í vinnuferlinu. En ferlið er hægt og verður að vera það. Það er ekki eins og ég sé að reyna að vera einhver fullkomnunarsinni hvað handverkið varðar heldur þarf ég bara þennan tíma í verkin.“ Guðjón er fjölhæfur listamaður, hann teiknar, sker út, slípar, málar, skrifar – og allt með sama vandaða verklaginu. Þegar orð er haft á því segir hann að fólk bendi sér stund- um á að það mætti gera verkin með fljótlegri hætti en hann þurfi bara að leggja sinn tíma í þau. „Yfirleitt verða verkin til í hönd- unum og á seinni árum hef ég mikið farið að nota fundið efni. Ég hef til dæmis notað gömul húsgögn og fatnað í skúlptúra, rétt eins og greinarnar sem ég klippti af trján- um. Ég sá bara út úr þeim verk. Kannski hringrásin enn á ný. Ég held það eigi við um mig eins og svo marga aðra myndlistarmenn að ég er alltaf að horfa. Ég er alltaf á höttunum eftir einhverju sem getur nýst mér í myndlistinni og þá er sama hvort maður horfir kringum sig í finni verslun eða niður í götu- ræsi – það er sama drævið. Og svo er hitt, að það er ekki mik- ill munur á því að setja saman verk og að setja saman sýningu eins og þessa. Maður er að kompónera. Á sýningum þurfa að vera andstæður og togstreita, rétt eins og sam- hljómur milli verka; allt eru það sömu þættirnir og maður fæst við alla daga í myndsköpuninni.“ Ljóð Eitt tíu ljóða Guðjóns á sýningunni, öll eru gerð úr bláum greinum. Teikning Einn Passíusálmanna. Stjórnandi Tung-Chieh Chuang stjórnaði hljóm- sveitinni af innlifun. Kynnir Halldóra Geirharðs- dóttir kynnti tónleikana. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Velkomin heim (Kassinn) Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 17/2 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 6.sýn Sun 24/2 kl. 19:30 8.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 14/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30 Sun 24/2 kl. 21:00 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Fös 22/2 kl. 22:00 Fim 28/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/2 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Miðasalan er hafin! Elly (Stóra sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Athugið, takmarkaður sýningafjöldi. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Sun 17/2 kl. 20:00 33. s Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Ég dey (Nýja sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.