Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LOFOTEN N°6814 160x200 cm 299.900 kr. Nú 224.900 kr. 180x200 cm 319.900 kr. Nú 239.900 kr. HÖFUÐGAFL N°03 160 cm 59.900 kr. Nú 44.900 kr. 180 cm 69.900 kr. Nú 49.900 kr. LOFOTEN WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS 1 23 4 5 6 7 8 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort Latex - 5 cm 3 Clima Latex bólstrun - 2,5 cm 4 7 svæða pokagormar - 15 cm 5 Stuðningssvampur 6 Stuðnings-pokagormar - 13 cm 7 Pokagormar - 7 cm 8 Mjög sterkur viðarrammi - 12 cm Nýtt 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR Tónlistarmaðurinn Arnljótur Sig- urðsson heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Samkvæmt tilkynningu verður fjölbreytt dagskrá á boð- stólum. Arnljótur hyggst flytja nýja raftónlist, sem að hluta var samin fyrir nýafstaðna tónleika á Safna- nótt í Kópavogskirkju við mynd- bandsverk Hrundar Atladóttur, sem verður sýnt við tónlistarflutning- inn. Þá kemur fram Kraftgalli, enn annað hliðarsjálf Arnljóts, sem ein- blínir á fríkaðar poppsmíðar. Arnljótur í Mengi FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég er afar ánægð með að forráða- menn Aarhus vildu leyfa mér að fara þegar þetta tilboð frá Þýskalandi barst. Árósaliðið er í fjárhagserf- iðleikum og fær pening í skiptum fyrir mig. Þar af leiðandi vinna allir þegar upp er staðið,“ segir hand- knattleikskonan Birna Berg Haralds- dóttir sem gekk í gær til liðs við Neckarsulmer í Þýskalandi. »1 Ánægð með að Aarhus leyfði mér að fara ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hugarflug, árleg ráðstefna Listahá- skóla Íslands, stendur í dag og á morgun. Ráðstefnan er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda rannsóknir á fræða- sviði lista eða tengdra sviða til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín. Ætl- unin er þannig að skapa aðstæður til að nýjar tengingar og samtöl geti átt sér stað, og ný- ir möguleikar til samstarfs á milli ólíkra sviða opnist. Dagskrána má nálgast á vefnum lhi.is/ hugarflug. Hugarflug Listaháskól- ans í dag og á morgun Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafsteinn Björgvinsson hefur unnið við vatnsbólin í Heiðmörk frá 1984 og fylgst vel með dýralífinu á svæðinu síðan. Hann hefur samið skýrsluna „Fuglar og önnur dýr á verndar- svæðum vatnsbóla Reykjavíkur“ á hverju ári frá 1998, þar af tvisvar eitt árið, og nú er 23. útgáfan komin út (www.veitur.is/frett/fuglar-og-onnur- dyr-a-verndarsvaedum-vatnsbola). Í henni eru myndskreyttar upplýs- ingar með gröfum um fugla og spen- dýr á brunnsvæðum Veitna í Heið- mörk og nágrenni. Upphaf skýrslnanna má rekja til þess að óttast var að fuglaflensa væri á leiðinni til landsins undir lok lið- innar aldar. Hafsteinn segir að hann og Loftur Reimar Gissurarson, þá gæðastjóri Vatnsveitu Reykjavíkur, hafi ákveðið að útbúa skrá um dýra- lífið á svæðinu til þess að halda heim- ildum til haga. „Fyrsta skýrslan kom út 1998 og síðan hefur þetta undið upp á sig,“ segir Hafsteinn, sem er umsjónarmaður Veitna á vatnsvernd- arsvæðum Reykjavíkur. Stöðugt nýjar tegundir Sjá má Hafstein á vatnsverndar- svæðinu hvern virkan dag og einnig stundum um helgar. Hann hefur talið fugla samviskusamlega og fylgst vel með öllum breytingum, sem hann gerir grein fyrir í skýrslunum. Hann segir að stöðugt megi sjá nýjar teg- undir. Glókollur hafi bæst við flóruna síðan hann hafi byrjað að fylgjast með, svartþröstum hafi fjölgað og kríur fært varpsvæði sín. „Hún er hætt að verpa inni á svæðinu og hefur fært sig niður á Helluvatn. Grágæs- um hefur fækkað og þær skiluðu til dæmis engum ungum á nýliðnu ári, sem er mjög óvenjulegt, en ætla má að refurinn eigi þar stóran hlut að máli.“ Hann segir að almennt hafi gæsavarp minnkað og það færst nær mannabyggð eins og víða þar sem refur herji á. Skógurinn virki hvetj- andi á sumar fuglategundir og sem dæmi sé meira um krossnef nú en áð- ur. „Lífið er árstíðabundið og þess má geta að steindepill skilaði sér illa til landsins eitt árið og rjúpnatalningar á svæðinu benda til þess að sveiflur í stofninum virðast ekki hafa mikil áhrif.“ Hafsteinn segir að í raun komi ekk- ert í dýralífinu á óvart. Þannig hafi lúpínan verið að kæfa kríuna og því hafi hún fært sig. Mikið kríuvarp hafi verið í kringum Fjárborg, en þegar byggt hafi verið á svæðinu hafi krían farið annað. „Mér finnst skemmtileg- ast að fylgjast með himbrimanum því hann er svo mikill kóngur á svæðinu.“ Í skýrslunni kemur fram að illa hafi gengið að koma ungum him- brima á legg vegna háspennulína sem liggja yfir Hrauntúnstjörn. „Ung- arnir hafa flogið á línurnar og væng- brotnað eða týnt lífi,“ segir skýrslu- höfundur og ráðleggur orkufyrirtækjum að leggja ekki línur yfir vötn þar sem fuglalíf er mikið. Hafsteinn er einnig meindýraeyðir en segir að hann hafi ætlað sér að verða fuglafræðingur þegar hann var ungur. Hann hafi búið í sveit og alið upp marga fugla. „Svo þróaðist þetta þannig að ég varð fuglahræðufræð- ingur! En fuglar eru engu að síður helsta áhugamálið og það skemmti- legasta við vinnuna er að ég get aldrei gengið að neinu vísu.“ Hafsteinn í konungs- ríki himbrimans Ljósmyndir/Hafsteinn Björgvinsson Keldusvín Fuglinn er hættur að verpa hérlendis en sést af og til.  Skýrsla um fugla og spendýr á verndarsvæðum vatnsbóla Kambönd Flækingsfuglinn sást síðast á tjörnum Heiðmerkur 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.