Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 VETTVANGUR Þess eru ófá dæmi frá liðinnitíð að listamenn sem öðlasthafa viðurkenningu hafi ekki verið metnir að verðleikum af samtíð sinni. Þetta þekkjum við úr okkar sögu og erlendis geymir menningarsagan mörg slík dæmi. Þetta gerir það að verkum að við förum varlega í að gagnrýna list- sköpun sem er okkur framandi. Hver vill verða til þess að hafa for- dæmt eða fúlsað við nýjum Picasso eða Laxness framtíðarinnar? Þýðir þetta þá að varasamt sé að gagnrýna nútímalist, hafi menn ekki stimpil upp á að mega gera slíkt? Með þessu orðalagi er ég ekki að hnjóða í listfræðina, alls ekki, enda ber ég virðingu fyrir henni. En ég vil heldur ekki láta tala okkur niður sem erum meira fákunnandi um vegi listarinnar en þau sem innvígð eru í hennar heim. Þegar allt kemur til alls þá er ekkert að því að hafa sterkar skoð- anir á pálmatrjám í Vogunum, og það því heldur að það eru okkar fjármunir sem yrðu notaðir til að smíða utan um hin suðrænu tré sem þýskur verðlaunahafi Reykja- víkurborgar gerir tillögu um að hingað verði flutt. Hugmyndin er okkur sögð vera sú, að þar sem pálmatré eru suð- ræn þá komi þau til með að hlýja okkur á sálinni í nepjunni sem er nánast viðvarandi við sundin blá. Við gætum með öðrum orðum látið okkur dreyma um sólríkar slóðir, enda bjóði veruleiki okkar ekki upp á annað en drauma. Það er kannski ljótt að segja það en mér finnst ekki laust við að í leiðinni sé verið sé að klappa okkur ögn á kollinn í meintu fá- sinninu hér norður á nára. Lista- konan segir það berum orðum að hugmynd sín hafi kviknað vegna þess að Íslendingar „þrái suð- rænni andblæ“ í hversdagslífið. Annars hefur verðlaunaveitingin kynt undir frjórri, hugmyndaríkri umræðu. Umhugsunarverð er alla- vega tillagan um að nota millj- ónirnar hundrað og fjörutíu til að senda íbúa í Vogunum í sólar- landaferðir og ná sér þannig milli- liðalaust í suðræna sól. Ef til vill eiga pálmatrén í Vog- unum eftir að breyta fleiru en dag- draumum okkar. Kannski verður til ný hugtakanotkun í íslensku. Nú er gjarnan talað um vin í eyði- mörkinni þegar gróðurríkan blett er að finna í lífvana sandauðn og er þetta þá notað sem myndlíking vilji menn máta það sem þeir sjá afbragðsgott við það sem hraklegt er. Hver veit nema næsta kynslóð tali um að eitthvað sé eins og pálmatré í Vogunum þegar slá á einhverju verki sérstaka gull- hamra, að með því séu okkur færð- ar umbætur sem um munar. En svo má vel vera að pálamt- rén verði aldrei meira en hugmynd og að við sitjum uppi í nepjunni, án þess að geta yljað okkur við til- hugsun um sólríkan heim undir pálmatrjám í Vogunum. Eins og pálmatré í Vogunum ’Ef til vill eiga pálma-trén í Vogunum eftirað breyta fleiru en dag-draumum okkar. Kannski verður til ný hugtaka- notkun í íslensku. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Eydís Blöndal, varaþingkona og ljóðskáld, tísti: „Mér finnst við, sem tegund, þurfa að borða of oft. Ég hef bókstaflega ekki andlega getu eða hugmyndaflug til að borða þrjár (helst ólíkar) máltíðir á dag. Ein stór máltíð í viku væri hentugra fyrirkomulag fyrir mig.“ Umfangsmikið svindl sem bíla- leigan ProCar varð uppvís að í vik- unni, þar sem tugþúsundir kíló- metra voru teknir af aksturs- mælum bifreiða varð uppspretta að mörgum tístum í vikunni. Yrsa Sigurð- ardóttir rithöf- undur tísti: „Næst þegar ég er spurð um aldur mun ég segjast vera 36 í Procar-árum.“ Sævar Helgi Bragason, rit- stjóri Stjörnufræðivefsins og dag- skrárgerðarmaður með meiru tísti: „Í mig hringdi sextugur maður sannfærður um a) veikingu segulsviðsins, yfirvofandi pólskipti og jörðin muni snúast við í heild. b) að CO2 væri ekki gróður- húsagas og þ.a.l. væri jörðin ekki að hlýna. c) að hlýnun jarðar væri samt vegna pólskipta. Fæ aldrei þessar 40 mín aftur.“ Og Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínisti og verkefnastjóri með meiru tísti í tilefni Valentínus- ardags: „Byrjaði daginn á því að þrífa hundaskít, skafa af bílnum, gefa honum start, fara með hann í viðgerð upp í Grafarvog, þrífa kaffi- vélina og fá í bakið. Kallið mig herra Valentínus.“ AF NETINU Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Nýja sólarvörnin frá Meraki verndar viðkvæma húð fyrir sólinni. Hentar börnum og fullorðnum. UVA/UVB. Astma- og ofnæmisprófað. SÓL EÐA SKÍÐI? SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.