Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Qupperneq 15
„Þessi atburðarás hefur verið ótrúleg,“ segir Salvadora Smith,
eiginkona föður Gunnars, Roberts Smith.
„Þegar Hlynur hafði samband við mig og ég sá að hann var
að senda mér skilaboð frá Íslandi, fylltist ég eftirvæntingu.
Hann sendi mér ljósmyndina af Robert á facebook og ég vissi
strax að sonur Roberts var fundinn.“
Þegar Robert og Salvadora kynntust sagði hann henni á
fyrsta stefnumóti þeirra að hann ætti son á Íslandi, hann vissi
ekki nafn hans, en hann átti myndir af honum.
„Mitt viðhorf var að þetta væri partur af lífi Roberts en ég
fann að það kom Gunnari á óvart að ég hafði haldið upp á allar
þær myndir sem Robert átti, af syni sínum og honum og móður
hans.
Ég upplifði ótrúlegan létti, að þarna væri sonur hans kominn
og börnin mín urðu himinlifandi enda hafði alltaf verið talað
um að þau ættu bróður og þau höfðu reynt að hafa uppi á hon-
um.“
Salvadora segist strax hafa vanist því að Robert talaði mikið
um móður Gunnars, Theódóru eða Dóru eins og hann kallaði
hana.
„Það fyndna var að hann fór líka að kalla mig Dora, en ég
heiti Salvadora og Dora var ekki gælunafn sem neinn annar
notaði.“
Börn Salvadoru fóru, þegar þau eltust, að „googla“ og reyna
að finna hvort þau rækjust á vísbendingar um hvar Gunnar
væri að finna.
„Satt best að segja datt engum í hug að Theódóra myndi
nokkurn tíma gefa Gunnari eftirnafnið Smith. Mér líður eins
og hálfgerðum asna eftir á, að hafa ekki einu sinni dottið það í
hug. Líka með smæðina á Íslandi, að það er ekki erfitt að finna
fólk eins og hér í Bretlandi.
Ég þekki ekki ástæður þess gjörla af hverju það slitnaði upp
úr hjá foreldrum Gunnars. Róbert sagði mér að hann hefði vilj-
að fá Dóru til sín með barnið út og ala það upp í Bretlandi.
Honum fannst það stórt skref að kveðja allt sitt umhverfi og
fara til Íslands. Faðir Dóru hefði viljað fá hann til Íslands. Það
varð að minnsta kosti úr að þeirra sambandi og öllum sam-
skiptum lauk.“
Salvadora lýsir eiginmanni sínum sem hjartahreinum og til-
finningaríkum manni en hún telji að hann hafi ekki verið
manneskja til að hafa sig í frammi í leitinni sjálfur.
„Hann lét okkur börnin um þetta grúsk. Hann kunni varla á
gemsa, hvað þá internetið, en ég veit að hann hefði innilega
viljað hitta hann. Stundum ræddum við það, svo ég veit það fyr-
ir víst. Þegar við sóttum Gunnar á flugvöllinn upplifðum við öll
miklar tilfinningar, við gátum ekki hætt að faðma hann. Þetta
er auðvitað stór viðbót við fjölskylduna, og ég er ákaflega
þakklát að hafa eignast öll þessi stjúpbarna- og barna-
barnabörn og það er ótrúlegt að geta verið í sambandi núna
svona oft, á Facebook. Ég vona að Gunnar komi hingað sem
oftast.“
Gátum ekki hætt að faðma hann
Gunnar með Salvadoru Smith, ekkju Roberts Smith.
Gunnar með systkinum sínum ytra í fyrsta sinn. Frá vinstri:
Gunnar, Robert, Denise, Charlotte og Gemma.
Gunnar heimsækir leiði föður síns síðasta sumar.
17.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi
Góð
heyrn
glæðir samskipti
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða,
tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með
takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19