Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Page 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 H ermundur Sigmundsson hefur ósvikinn áhuga á því sem hann er að gera. Ekki þarf að sitja með honum í margar mínútur til að sannfærast um það. Hann talar ekki bara með munninum, heldur líka höndunum og á löngum köflum öllum lík- amanum. Þegar mest liggur við fer hann hreinlega á flug. Svífur yfir sviðinu – og hrífur mann með sér. Ég myndi ekki veðja gegn því að gestirnir á kaffihúsinu, sem við sitjum á þetta eftirmiðdegi, hugsi nú öðru fremur um lestur. Og meiri lestur. Hermundur er prófessor í sálfræði við Norska tækni- og vísindaháskólann, NTNU, í Þrándheimi og við Háskólann í Reykjavík. Undanfarin þrjátíu ár hefur hann varið mikl- um tíma í að skoða færniþróun barna. Her- mundur hefur unnið mikið með samband milli heila og atferlis og skoðað börn með hreyfi- þroskavandamál, lesblindu og fleira. Frá aldamótum hefur hann meðal annars verið í samstarfi við tvo af færustu vísindamönnum heims á þessu sviði, John Stein, prófessor við háskólann í Oxford, og Bandaríkjamanninn Joel Talcott. Þeir höfðu meðal annars skoðað hvernig lesblinda tengist sjónskyni og kom- ust að þeirri niðurstöðu að 2-3% fólks eiga í erfiðleikum með sjónskynið. Það getur tengst lesblindu sem stafar af þroskavandamálum. „Við fórum að skoða hvort þetta gæti líka tengst hreyfiþroska og studdumst við próf sem þeir hafa hannað og mælir sjónskyn og segir til um ákveðna taugafrumustarfsemi. Niðurstaðan var sú að krakkar með hreyfi- þroskavandamál væru í meiri erfiðleikum með sjónskynið en krakkar með lesblindu. Þeir komust einnig að því að krakkar með stærðfræðierfiðleika áttu í vanda með sjón- skynið eins og lesblindir. Hvað segir það okk- ur? Jú, námsfærni er öll háð þjálfun. Þeir sem ekki ná almennilegum tökum á þessari færni eiga að öllum líkindum við einhvers konar skynvandamál að stríða,“ segir Her- mundur. Þroskast það sem þjálfað er Þetta þýðir, að hans sögn, að það eru lífeðlis- fræðilegar ástæður fyrir því að ákveðinn hóp- ur, 2-3% barna, fær lesblindu eða glímir við lestrarörðugleika. Í framhaldi af þessu fór Hermundur að velta fyrir sér hvernig börn læra út frá tilgátunni „þroskast það sem þjálfað er“. „Eitt af því sem ég skoðaði er hvernig heilinn þróar færni út frá þjálfun og hvernig heilafrumur styrkjast í verkinu sem þú ert að fást við á hverjum tíma. Í framhaldi af því hef ég svo verið að velta fyr- ir mér hvernig þessi færniþróun tengist tauga- vísindum.“ Hann segir engar vísbendingar um að erfða- fræðin hafi neitt með lestrarhæfni fólks að gera. „Þróun er nám, reynsla, vöxtur og þroski og við höfum notast við virtustu kenninguna á þessu sviði, kenningu Gottliebs um samspil gena, taugakerfis, aðferða og umhverfis. Út frá því tölum við um lestrar- og málþróun en ekki lestrarþroska enda er hann hluti af þró- uninni.“ Í þessu samhengi segir Hermundur hæpið að fullyrða að strákar í yngstu bekkjum grunnskóla eigi minni möguleika á því að þróa lestrarfærni en stelpur; á hinn bóginn megi segja að þeir æfi sig minna og hafi minni áhuga. Þess vegna vegnar þeim ekki eins vel og stelpunum. Hann segir sláandi að munurinn á stelpum og strákum sé sá sami eftir fyrsta bekk í skóla. Báðum kynjum fari fram en bilið sé það sama. „Þegar þau byrja í skólanum kunna 11% krakka að lesa en sjö af hverjum tíu eru stelpur. Eftir fyrsta árið kunna 27% ekki ennþá að lesa og sjö af hverjum tíu eru strákar. Þetta rennir stoðum undir þær kenningar að stelpurnar hafi meiri áhuga og æfi sig þess vegna meira.“ Stúlkur babla meira Margt hefur verið skoðað í þessu sambandi, meðal annars benda rannsóknir til þess að tíu mánaða gamlar stúlkur babli meira en jafn- aldrar þeirra af hinu kyninu. „Það er sennilega genatengt, hugsum við í fyrstu, en þegar við skoðum fleiri rannsóknir kemur í ljós að full- orðnir tala meira við stelpur frá fæðingu en stráka. Þetta getur klárlega haft áhrif. Við segjum eitthvað, barnið bablar til baka og komin eru á samskipti.“ – Er einhver skýring á því að við tölum meira við stelpur en stráka? „Nei. Engin skýring, svo ég þekki.“ Æfingin skapar meistarann. Það á við um lestur eins og annað í þessu lífi. „Þess vegna þarf að auka áhugann, með öllum tiltækum ráðum. Til að verða eins góðir og Ólafur Stef- ánsson í handbolta eða Gylfi Þór Sigurðsson í fótbolta þurfa krakkar að æfa sig. Sama máli gegnir um lesturinn.“ Hann segir verkefnið margslungið enda hafi ýmsir þættir áhrif; rannsóknir bendi til dæmis til þess að strákar séu viðkvæmari fyrir erfið- leikum í nærumhverfinu en stelpur sem geti haft áhrif á námsgetuna. Hermundur fékk mikinn áhuga á þessu fyrir um fimmtán árum og hefur síðan verið að skoða hvað veldur þessum mun á lestraráhuga stráka og stelpna, meðal annars í samstarfi við John Stein, Joel Talcott og Norðmanninn Finn-Egil Tønnesen. „Við höfum farið í marga skóla og talað við fjölmarga kennara sem hafa náð frábærum árangri í sínu starfi. Má þar nefna Herdísi Egilsdóttur hér heima og Sissel Skolvik í Noregi sem náð hafa framúrskarandi árangri.“ Bækur við hæfi Hermundur segir málið hverfast um aðferða- fræði og að börnin fái bækur við sitt hæfi. „Langt er síðan Norðmenn og Svíar áttuðu sig á þessu og fyrir vikið er gríðarlega mikið til af bókum fyrir yngstu hópana og allir eiga að geta fundið efni við sitt hæfi. Það er algjört lykil- atriði. Við erum að tala um ellefu lestrarstig og tuttugu bækur á hverju stigi, bæði fyrir stelpur og stráka. Það er svo hlutverk kennarans að finna út úr því hvaða bók hver nemandi á að lesa. Og ekki er nóg að nemandinn lesi bókina einu sinni; hann þarf að lesa hana þrisvar til fjórum sinnum og fær ekki nýja bók fyrr en kennarinn er búinn að prófa hann og ganga úr skugga um að hann kunni skil á efninu. Þá fær- ist nemandinn yfir á næsta stig.“ Illu heilli segir Hermundur bækur af þessu tagi vanta á Íslandi. Úrvalið sé mun minna og það komi eðli málsins samkvæmt niður á kennslunni og árangrinum. „Ég átta mig ekki á ástæðunni enda eru hæg heimatökin að þýða efnið úr sænsku eða norsku. En af einhverjum ástæðum hefur það ekki verið gert.“ Hermundur segir mikilvægt að nota bók- stafa- og hljóðakennslu fyrir byrjendur, þang- að til lestrarkóðinn hefur verið leystur, ef svo má segja. „Breaking the reading code,“ heitir það á ensku. „Fyrir nokkrum árum kynntist ég norskri konu, Grete Oftedal, sem hefur unnið við kennslu í 45 ár, og hún fullyrti við mig að börn þyrftu að kunna sautján til nítján bókstafi af 28 til að leysa lestrarkóðann. Eftir að þeir ná þeim áfanga situr þekkingin eftir. Upp frá því búa börn að færni til að tengja stafina saman og vinna úr þeim. Verða læs. Fræðimönnum og kennurum ber saman um þetta; ekki er hægt að hoppa yfir þetta stig. Þess vegna verð ég svolítið svekktur þegar ég sé að íslensku skólarnir séu ekki allir að nota hljóðaðferð í kennslu byrjenda.“ Hvar eru fræðimennirnir? Hann kveðst hafa bent á þetta fyrir rúmum áratug; að ekki væru allir íslenskir skólar að nota alþjóðlega viðurkenndar aðferðir. „Um leið og barn lærir stafina og brýtur lestrarkóð- ann kemur áhuginn. Þessu hef ég barist fyrir.“ – Af hverju hlusta menn ekki á þetta? „Ég átta mig ekki á því. Það er eins og það sé ákveðin þöggun í gangi í þjóðfélaginu. Og hvar eru umræður fræðimanna á sviði mennta- vísinda? Ég sakna fræðilegrar umræðu um þessi mál. Hvers vegna veltum við ekki öllu upp á borðið og skoðum af yfirvegun hvað við erum að gera og hvers vegna. Af hverju fylgj- um við ekki því sem fremstu fræðimenn á al- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kveikjum neistann! Dr. Hermundur Sigmundsson prófessor hvetur til samstillts átaks á sviði lestrar í íslenska skólakerfinu, þar sem áhersla sé á færni og skilning en ekki hraða. Hraði eigi heima í frjálsum íþróttum en ekki lestri. Þá sé brýnt að kveikja neistann hjá börnunum með lesefni við þeirra hæfi, ekki síst strákunum þar sem áhuginn mælist minni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Til að verða eins góðir og Ólafur Stefánsson í handbolta eða Gylfi Þór Sigurðsson í fótbolta þurfa krakkar að æfa sig. Sama máli gegnir um lesturinn,“ segir Hermundur Sigmundsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.