Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 37
eyða peningum en hún keypti sér t.d. sportbíl þrátt fyrir að vera ekki með bílpróf. Hætti á Instagram Það var ekki eintóm gleði hjá Cardi í vikunni eftir þessa sögulegu Grammy-verðlaunahátíð. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að eiga verð- launin ekki skilið. Cardi setti inn myndband á Instagram þar sem hún ver sig og eyddi síðan tímabundið út Instagram-reikningnum sínum. Aðdáendasíða afritaði myndbandið áður en þetta gerðist. Í því rifjar Cardi upp við- brögðin við Grammy- hátíðinni í fyrra þar sem það var gagnrýnt að hún hefði ekki fengið verðlaun fyrir „Bodak Yellow“ og skilur hún því ekki vanda- málið nú. Plata hennar hafi selst í tvöfaldri platínusölu og verið á öll- um topplistum. Innrás í einkalífið Platan heitir eins og áður sagði Invasion of Privacy og er titillinn bein tilvísun í hvernig Cardi leið þeg- ar hún var að taka upp plötuna. „Þessa síðustu mán- uði þegar ég var að taka upp plötuna hef ég orðið fyrir mikilli árás á einkalíf mitt,“ sagði hún í viðtalsþætti á útvarpsstöðinni Sirius XM. „Mér finnst ég hafa gefið fólki mjög mikið og fólk vill samt meira.“ Dóttirin og Offset Hún ítrekar að hún hafi lagt mjög hart að sér við gerð plötunnar og eytt óteljandi stundum í hljóðverinu og hún hafi stundum gist þar dögum saman, þótt hún hafi verið ólétt að dóttur sinni, Kulture Kiari, sem er nú sjö mánaða. Faðirinn er rapp- arinn Offset en þau trúlofuðu sig opinberlega í október 2017. Síðar kom í ljós að þau giftu sig skömmu fyrr á laun í svefnherbergi sínu. Hún til- kynnti í desember sl. að þau væru skilin að skiptum en Offset hafði haldið fram hjá henni. Þau mættu hins vegar saman á Grammy-verð- launahátíðina um síðustu helgi og fór hann með henni á svið þegar hún tók við verðlaununum fyrir bestu rapp- plötuna. Cardi B kom fram á Adult Video News- verðlaunahátíðinni í Las Vegas í janúarlok. AFP 17.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 KVIKMYNDIR Heimildarmynd um tónlistar- manninn Chris Cornell, er í bígerð, samkvæmt frétt Variety. Framleiðendur heimildarmynd- arinnar er Vicky, ekkja Cornell, ásamt fram- leiðslufyrirtæki Brads Pitt og Peters Berg, Film 45. Cornell var söngvari Soundgarden frá stofnun 1984 og þangað til sveitin hætti árið 1997. Hann myndaði síðan sveitina Audioslave ásamt meðlimum úr Rage Against the Mach- ine, þar til meðlimir Soundgarden endurvöktu sveitina 2011. Cornell lést langt fyrir aldur fram, þann 18. maí 2017, eftir tónleika Sound- garden í Detroit. Heimildarmynd um Cornell Chris Cornell á tónleikum í Laugardalshöll árið 2007. Morgunblaðið/Eggert SJÓNVARP CBS Television Studios og Nickelodeon vinna að því að gera nýja Star Trek- þáttaröð fyrir börn. Þættirnir verða teiknaðir en handritshöf- undar verða Kevin og Dan Hag- eman, samkvæmt frétt Variety. Þeir eru þekktir fyrir skrif sín fyrir teiknimyndaþætti á borð við Ninjago: Masters of Spinjitzu og Trollhunters. Þeir unnu líka að handriti myndanna Hótel Tran- sylvanía og The Lego Movie og The Lego Ninjago Movie. Teiknaður Star Trek-heimur „Mér finnst að líf mitt sé ævin- týri og ég sé prinsessan, sem fer úr fátækt í ríkidóm og allir vilji skemma fyrir mér,“ sagði Cardi í nýju viðtali við mars- hefti bandaríska tímaritsins Harper’s Bazaar. Hún kvartar líka yfir því að langa ekki til að vera ævintýraprinsessa lengur heldur vilji hún bara ró og næði. „Áður skipti allt mig svo miklu máli, sambönd, slúður. Núna finnst mér ég ekki hafa tíma til að gera alla glaða. Það skiptir mig ekki margt máli lengur, bara ferill- inn minn og barnið mitt.“ Vill frið Umslag metsöluplötunnar sem Cardi fékk Grammy-verðlaun fyrir. Tónlistin okkar fjallar um þaðsem við upplifum í kringumokkur. Við vorum rosalega reið hljómsveit en höfum í seinni tíð verið að fjalla um þunglyndi, kvíða og að læra að elska sjálfan sig. Við fjöllum líka um alls kyns vandamál sem snúa að því að búa á Íslandi. Við viljum að- skilnað ríkis og kirkju til dæmis og syngjum um það,“ segir Finnbogi Örn Einarsson söngvari hljómsveit- arinnar Great Grief en ásamt honum eru í bandinu Gunnar Ágúst Thor- oddsen, Leifur Örn Kaldal Eiríksson og Fannar Már Oddsson. Strákarnir fjórir eru á aldrinum 23 til 25 ára og eru annað hvort í skóla eða vinnu meðfram tónlistinni. Einnig spila þeir í annarri hljómsveit sem ber nafnið Une Misère. Glíman við þunglyndi Hljómsveitin hóf göngu sína árið 2013 undir nafninu Icarus en nafninu var breytt árið 2015 í Great Grief. Spurður um tónlistarstefnu segir Finnbogi hana vera nokkurs konar harðkjarnatónlist. „Tónlistin er blanda af harðkjarna, rokki og alls kyns jaðarstefnum. Við erum vissulega reiðir ungir menn, að hluta til. Ég var lengi þekktur fyrir það að berja mig í andlitið með míkrófóninum þangað til að blæddi,“ segir hann. Finnbogi segist þjást af þunglyndi sem hafi leitt til sjálfsvígstilraunar. „Þann 29. apríl 2016 reyndi ég að hengja mig. Ég var kominn á síðasta snúning en við höfðum verið að túra mjög mikið árinu á undan. Ég átti mjög erfitt með þá breytingu að koma aftur til Íslands og fara að lifa venjulegu lífi aftur,“ segir hann. „Þannig að nýja platan, Love, Lust and Greed, er mjög mikið um þessi mál,“ segir Finnbogi og er sann- færður um að tónlistin hjálpi sér mikið í glímunni við þunglyndi. „Algjörlega. Meira að segja á þeim tónleikum þar sem ég er alveg brjál- aður er þetta alltaf mjög jákvæð upp- lifun.“ Plötusamningur í höfn Hljómsveitin hefur verið að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum og hafa þeir félagar lagt upp í mörg ferðalög- in með hljóðfærin í farteskinu. „Þetta voru margar styttri ferðir, oftar en ekki. Við fórum í þriggja vikna túra og fórum líka á fullt af há- tíðum, t.d. í Texas fórum við á So What festival og svo fórum við á mjög áhugaverða hátíð í Calgary, Kanada. Þetta fór ekkert hátt á Ís- landi og við gerðum þetta allt sjálfir. Þetta voru svona „do it yourself“ vinnubrögð.“ Var ekkert erfitt að kynna sig í Bandaríkjunum? „Við bara mættum og spiluðum þangað til að fólk kom og hlustaði,“ segir Finnbogi og nefnir að það hafi borið árangur því nú hafa þeir skrif- að undir samning við útgáfufyrir- tækið No Sleep Records í Los Angel- es. „Það var algjör draumur að skrifa undir hjá þeim, okkur hefur langað til að skrifa undir samning frá upp- hafi. Þeir heyrðu í okkur árið 2016 og voru ofsalega hrifnir,“ segir Finn- bogi. Þann 23. febrúar er Great Grief með útgáfutónleika á Húrra en þar mun Elli Grill einnig troða upp ásamt hljómsveitinni Grit Teeth. Einnig mun DJ Dóra Júlía þeyta skífum. „Þetta verður fjölbreytt pró- gramm; við erum ekki bara með reiða tónlist og ekki bara með dans- tónlist. Við viljum bjóða alla vel- komna,“ segir hann. „Svo vorum við að tilkynna það í gær að í apríl erum við að fara að koma fram tvisvar á Roadburn, virtri tónlistarhátíð í Hollandi.“ Hljómsveitina Great Grief skipa þeir Gunnar Ágúst Thoroddsen, Leifur Örn Kaldal Eiríksson, Finnbogi Örn Einarsson og Fannar Már Oddsson. Ljósmynd/Art Bicnick Reiðir ungir menn Harðkjarnahljómsveitin Great Grief gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, Love, Lust and Greed. Þar fjalla þeir um ýmis þjóðfélagsmál, þunglyndi, kvíða og leiðina til betra lífs. Útgáfutónleikar verða 23. febrúar á Húrra. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Við erum vissulegareiðir ungir menn, aðhluta til. Ég var lengiþekktur fyrir það að berja mig í andlitið með míkrófóninum þangað til að blæddi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.