Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fundað um aðkomu stjórnvalda
Verkalýðsfélögin, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hittast í vikunni Skattabreytingar á döfinni
Samtal verkalýðsfélaganna og Sam-
taka atvinnulífsins við stjórnvöld
mun halda áfram í vikunni. Drífa
Snædal, forseti Alþýðusambands Ís-
lands, staðfestir við Morgunblaðið að
sex manna vinnuhópur stjórnvalda
og aðila vinnumarkaðarins muni hitt-
ast aftur í vikunni.
Auk Drífu sitja í hópnum Sonja Ýr
Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, sem fulltrúar vinnumarkaðar-
ins. Þrír ráðuneytisstjórar eru
fulltrúar stjórnvalda í hópnum. Hóp-
urinn fundaði í síðustu viku og mun
hittast aftur í þessari.
„Maður vonast eftir því að fara að
sjá eitthvað. Við
erum búin að sjá
eitthvað tengt
húsnæðismálum
og félagslegum
undirboðum. Það
sem stendur út af
eru skattamálin.
Við vonumst til að
sjá eitthvað um
þau í þessari
viku,“ segir Drífa. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins mun fjármála-
ráðuneytið tilkynna mögulegar
skattabreytingar á næstu sólarhring-
um. Slík tilkynning er þó háð stöðu
viðræðna milli aðila vinnumarkaðar-
ins og verkalýðsfélaganna. Skatta-
breytingarnar eru hluti af stærri
pakka sem stjórnvöld ætla að leggja
til í kjaradeilunni en þær eru núna til
pólitískrar umfjöllunar í ráðuneyt-
inu.
Þingmenn stýra landinu
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðu-
þættinum Þingvellir á K100 í gær að
forysta verkalýðsfélaganna væri ekki
kjörin til að fara með stjórn lands-
mála heldur fyrst og fremst til þess
að semja um kjör á markaði við sína
viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru
Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið.
„Það er eitt hvernig verkalýðsforyst-
an segist vilja sjá samfélagið, en það
er annað þegar maður heyrir hótanir
komnar fram. Það erum við þing-
mennirnir sem erum kjörnir af þjóð-
inni til að mynda svona stefnu en
verkalýðsforystan er kosin af litlum
hluta félagsmanna,“ sagði Bryndís.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, sakaði í kjölfarið Bryndísi um
hroka á vefsíðu sambandsins. Hann
segir það meginhlutverk verkalýðs-
félaga að semja um kaup og kjör
sinna félagsmanna. Hins vegar sé
það hvergi þannig að kjarasamningar
taki ekki mið af stöðu samfélagsins.
Hann bætti við að þó að það væri
mikilvægt að auka kaupmátt launa
væri enn mikilvægara að auka ráð-
stöfunartekjur. Spurður um þessi orð
segir Kristján að hann sé að vísa til
þess að skattgreiðslur séu hluti af
ráðstöfunartekjum.
„Kaupmáttur er hækkun á launa-
vísitölunni umfram verðbólgu. Með
því að auka ráðstöfunartekjur koma
skattgreiðslur t.d. inn í. Það er auð-
vitað það sem við erum að vinna í
gagnvart ríkinu, að reyna að fá breyt-
ingar á tekjuskatti til þess að auka
ráðstöfunartekjur þannig. Aukinn
kaupmáttur eykur ráðstöfunartekjur
yfirleitt. Ef launahækkun er 5% og
verðbólga 3% en skattbyrði yrði auk-
in verulega á sama tíma gæti það skil-
að sér í minni ráðstöfunartekjum.“
mhj@mbl.is
Drífa Snædal
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Enn stendur yfir umfangsmikil
loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla
fyrir norðan er til trafala fyrir fram-
kvæmdina. „Vísindalega lítur þetta
ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarsviðs á Hafrannsókna-
stofnun, segir of snemmt að slá
nokkru föstu en er ekki ýkja bjart-
sýnn á að dragi til tíðinda við leitina.
Fimm skip eru við loðnuleit við
austan- og norðanvert Ísland, í von
um að lágmarksmagn af loðnu
mælist, til þess að gefa megi út upp-
hafskvóta.
„Það eina sem gæti bjargað þessu
væri að það væri einhver loðna fyrir
norðan sem ekki er búið að mæla nú
þegar,“ segir Friðrik í samtali við
Morgunblaðið. „Við vonum öll það
besta,“ segir hann. Hafrannsókna-
stofnun annast leitina en Friðrik,
sem og starfsbræður hans í sjávar-
útvegi, fylgjast grannt með.
Fyrir norðan er ekki unnt að leita
á hafi úti að svo stöddu sökum brælu,
sem ætti þó að ganga yfir í dag eða á
morgun. Þar til þá verður ekki mikið
aðhafst, segir Þorsteinn. Rann-
sóknaskipið Bjarni Sæmundsson var
sent til Akureyrar og bíður þar færis
um sinn. Hin fimm eru að leita fyrir
austan.
Mið þessi, sem nú eru þrædd í leit
að loðnu, hafa nokkrum sinnum verið
þrædd í vetur í þessu sama skyni.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu á
laugardaginn að sex skip stæðu í
ströngu við leit austan við landið og
að annar eins fjöldi skipa við þessa
iðju væri fáheyrður.
„Það munar virkilega um það fyrir
þjóðfélagið að það verði loðna,“ segir
Friðrik. „Þetta eru verulegir fjár-
munir.“
Um sinn verða norsku skipin tvö
hinum íslensku til halds og trausts
en hvort svo verði mikið lengur er
óljóst, að sögn Þorsteins.
Lítil bjartsýni við loðnuleit
og bræla tefur fyrir norðan
Fimm skip í loðnuleit Vona að fiskur finnist fyrir norðan
Morgunblaðið/Golli
Loðna Lætur síður á sér kræla við
sunnanvert landið en norðanvert.
Þrír liggja alvar-
lega slasaðir á
Landspítalanum
eftir árekstur
tveggja bíla á
Suðurlandsvegi
austan við Hjör-
leifshöfða á
fimmtudags-
kvöld, breskt par
og einstaklingur frá Taívan.
Oddur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn á Suðurlandi, staðfestir þetta í
samtali við RÚV. Ekki voru veittar
frekari upplýsingar um líðan fólks-
ins en málið er til rannsóknar.
Tveir bílar sem voru að mætast
rákust saman og sá þriðji keyrði út
af til að koma í veg fyrir að lenda aft-
an á öðrum bílnum. Hinir slösuðu
voru í bílunum sem rákust saman.
Mikill viðbúnaður var á slysstað
þegar slysið varð. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var kölluð til og þá var
vegurinn milli Mýrdalssands við Vík
og Eldhrauns við Kirkjubæjar-
klaustur lokaður í um þrjár klukku-
stundir.
Þrennt
alvarlega
slasað
Enn á spítala eftir
árekstur tveggja bíla
Hluti af íslensku þáttaröðinni Valhallarmorðin,
sem efnisveitan Netflix hefur tryggt sér alheims-
sýningarréttinn á, var kvikmyndaður í Hádegis-
móum í gær. Á myndinni sést leikkonan Nína
Dögg Filippusdóttir í hlutverki sínu í þáttunum
sem framleiddir eru af Truenorth og Mystery í
samstarfi við RÚV. Heildarkostnaður við gerð
þáttaraðarinnar verður um 700 milljónir kr.
Þættirnir eru væntanlegir á Netflix árið 2020.
Tökur standa yfir á Valhallarmorðunum
Morgunblaðið/Eggert