Morgunblaðið - 18.02.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Talið er að 1-5% íslenskra barna þjá-
ist af kæfisvefni og enn fleiri af mikl-
um hrotum sem þarf að athuga með
tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Ný
rannsókn er að hefjast hér á landi á
kæfisvefni barna en hann er á meðal
viðfangsefna nýrrar samnorrænnar
rannsóknar sem heitir NordSleep.
Rannsóknarverkefnið er til fjögurra
ára og er eitt sjö rannsóknarverk-
efna sem fjármögnuð eru með nor-
rænu rannsóknar- og nýsköpunarfé.
Íslendingar taka þátt í NordSleep
ásamt Finnum og Norðmönnum.
„Við höfum unnið í aðferðum til að
skilgreina betur hvenær kæfisvefn
og hrotur eru sjúkdómsástand og
hvenær er ekki þörf á meðhöndlun,“
sagði dr. Erna Sif Arnardóttir, sem
stýrir verkefninu af Íslands hálfu.
Hún segir að þetta megi gera með
því að lesa betur úr gögnum í gagna-
bönkum og með því að leita nýrra
leiða til að skoða alvarleika kæfi-
svefns, einkenni og sjúkdóma sem
honum tengjast.
Hliðstæðar mælingar hafa verið
gerðar í öllum samstarfslöndum
NordSleep-rannsóknarinnar og
verður byggt upp stórt gagnasafn.
Einnig eiga þátttökulöndin öll góð
heilbrigðiskerfi með rafrænum
sjúkraskrám. Þar má fá miklar upp-
lýsingar.
Vilja nýta nútímatækni
„Gamla hefðbundna aðferðin við
að mæla kæfisvefn er einföld. Menn
töldu bara fjölda öndunarstoppa og
tímabil grynnkaðrar öndunar. Það
skiptir þá ekki máli hve langt önd-
unarhléið er eða hvort súrefnismagn
í blóði fer niður um 4% eða 30%. Öll
hlé eru metin jafn slæm. Það segir
sig sjálft að þetta getur ekki haft
sömu áhrif á líkamann. Við viljum
skilja þetta betur með því að nota nú-
tímatækni. Við notum nýjar aðferðir,
gervigreind og vinnum með Vitvéla-
stofnun og hliðstæðri stofnun í Finn-
landi þar sem er þekking á gervi-
greind.
Þannig ætlum við að finna nýjar
leiðir til að greina alvarleika sjúk-
dómsins, mæla öndunarstoppin og
líka þann tíma sem fólk erfiðar við að
anda. Börnin hætta sjaldnast að anda
lengi en þau erfiða við að anda. Við
viljum líka skilja það og hvenær
þetta verður hættulegt og þarf að
grípa inn í,“ sagði Erna.
Fylgst með hópi barna
„Við erum með aðgang að þýði af
börnum úr fæðuofnæmisrannsókn
þar sem barnalæknarnir Sigurveig
Sigurðardóttir Þ. og Michael V.
Clausen hafa fylgt þeim eftir frá fæð-
ingu. Börnin fæddust á árunum 2005-
2010 og eru því 9-14 ára í dag,“ sagði
Erna. „Síðast þegar börnin voru köll-
uð í rannsókn var spurt hvort þau
hrytu og ef þau hrytu þá hve oft. Það
voru yfir 100 börn sem hrutu reglu-
lega eða hættu að anda tímabundið í
svefni. Við ætlum að bjóða þessum
börnum að koma í svefnrannsókn og
einnig jafn mörgum börnum á sama
aldri, í sömu kynjahlutföllum og af
svipaðri líkamsþyngd. Rannsaka á
hvaða mælikvarðar tengjast einhvers
konar sjúkdómsástandi vegna kæfi-
svefns. Aðalmarkmið rannsóknar-
innar er að skilja hvaða börn eru veik
og þarf að meðhöndla.“
Erna segir vitað að börn sem eru
með kæfisvefn eða miklar hrotur geti
sýnt einkenni athyglisbrests og of-
virkni. Þau fái jafnvel greiningu í þá
veru. Þessi börn hrjóta mikið, reigja
upp hálsinn í svefni, svitna mikið,
sofa með munninn opinn og berjast
við að anda alla nóttina. Þau sem eru
verst sett fylgja jafnvel ekki eðlilegri
vaxtarkúrfu og eru lítil og grönn eftir
aldri. Fái þau rétta meðhöndlun við
kæfisvefni taka þau oft vaxtarkipp.
Þessi börn eru líka oft með stóra
hálskirtla og lokað nef eða þröngan
öndunarveg af öðrum ástæðum.
„Eitt af því sem gerist og er mjög
alvarlegt er að þessi börn hætta að
anda í gegnum nefið og fara að anda
mikið í gegnum munninn. Þau þróa
með sér andlitsfall sem verður langt
og mjótt. Kjálkavöðvarnir verða
slappir og geta þau jafnvel ekki lokað
munninum á daginn. Tungan þrýstir
ekki eðlilega á kok og tennur þannig
að munnholið verður þrengra en það
ætti að vera. Þessi börn eru líklegri
en önnur til að vera með kæfisvefn
þegar þau verða fullorðin vegna þess
hvað þau hafa þröngan og lítinn góm
og tungan kemst ekki almennilega
fyrir. Tennurnar geta líka orðið
skakkar því þær komast ekki fyrir í
gómnum sem vex ekki eðlilega. Þess
vegna þurfa þau oft miklar tannrétt-
ingar.“
Svefn er eitt af undirstöðuatriðum
góðrar heilsu ásamt hreyfingu, nær-
ingu og andlegri heilsu. Erna segir
að séu börn svefnvana og þreytt þá
sofni þau ekki fram á borðið eins og
fullorðnir gera. Þau eru hins vegar sí-
fellt á iði og órólegri en eðlilegt gæti
talist. Þessi börn eiga líka erfiðara
með að stjórna tilfinningum sínum,
verða oftar reið og sýna oftar ofbeld-
ishegðun en önnur börn. Þau eiga al-
mennt erfitt með að hafa stjórn á sér
vegna þess að þeim líður ekki vel.
Ýmislegt hægt að gera
„Við viljum vita hvaða börn eru
veik og hver ekki. Eins og staðan er
þá höfum við ekki góða greiningar-
aðferð fyrir börn, það er sérstök þörf
fyrir að bæta þar úr. Staðan er betri
hjá fullorðnum þó einnig þurfi að
bæta greiningaraðferðir þar,“ sagði
Erna. Margir fullorðnir sem líða af
kæfisvefni fá svefnöndunartæki og
sofa með grímu sem tryggir loftflæði
og eðlilega öndun í svefni. Erna segir
að það að sofa með öndunargrímu sé
ekki jafn góður kostur fyrir börn og
fullorðna. Notkun öndunarloftsgrímu
getur m.a. valdið breytingum á and-
litsfalli barnsins því hún ýtir á and-
litsbeinin sem eru að þroskast.
Ef hálskirtlar og nefkirtlar barna
eru stórir er hægt að fjarlægja þá.
Séu bólgur í nefi er oft hægt að laga
það með lyfjum. Erna segir að tann-
læknar séu líka að hjálpa börnunum
með því að smíða sérstaka góma og
þjálfa þau í að anda með nefinu. Auk
þess er að koma tækni sem hjálpar
börnunum að þjálfa vöðvana í kring-
um kjálkana og munninn, en á þeim
vill slakna við stöðuga munnöndun.
Ástæða þykir til að skoða málið ef
barn hrýtur hátt a.m.k. þrisvar í viku,
en ekki þó að það hrjóti tilfallandi t.d.
vegna kvefs. Ef aðstandendur grunar
að barn hrjóti óeðlilega mikið eða sé
mögulega með kæfisvefn þá ráð-
leggur Erna þeim að tala við
heimilislækni eða barnalækni og
óska eftir því að barnið fái að fara í
svefnmælingu á Barnaspítala
Hringsins.
Kæfisvefn fullorðinna algengur
Kæfisvefn er algengt vandamál á
Íslandi. Talið er að einn af hverjum
tíu fullorðnum líði af honum í mis-
miklum mæli. Erna segir að meira en
5.000 fullorðnir Íslendingar noti
svefnöndunartæki til að koma í veg
fyrir kæfisvefn þegar þeir sofa. Fyrir
nokkrum árum var gerð rannsókn á
almenningi 40-65 ára á höfuðborgar-
svæðinu. Þá reyndust um 15% þátt-
takenda vera með kæfisvefn á því
stigi að þörf var talin á meðhöndlun.
Enn fleiri voru með kæfisvefn á
vægu stigi eða hrotur sem mögulega
þörfnuðust meðhöndlunar. Hinn
vandinn var sá að einungis hluti
þessa fólks með kæfisvefn á því stigi
sem venjulega þarfnast meðhöndl-
unar sýndi einkenni kæfisvefns eða
var kominn með sjúkdóma sem leiða
af honum. Spurningin er hvernig á að
bregðast við því, að mati Ernu.
Rannsaka börn með kæfisvefn
Kæfisvefn þjáir marga Íslendinga, aðallega fullorðna en einnig börn Getur haft mikil áhrif á
heilsu barna og þroska NordSleep snýst m.a. um að finna nýjar leiðir til að greina kæfisvefn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Svefnrannsókn Dr. Erna Sif Arnardóttir rannsóknasérfræðingur stýrir NordSleep-rannsókninni af Íslands hálfu.
Ljósmynd/Erna Sif Arnardóttir
Tækni Svefnmælibúnaður frá Nox-
Medical er notaður við rannsóknina.
Dr. Erna Sif Arnardóttir, líffræðingur og rannsóknasérfræðingur við Há-
skólann í Reykjavík og Landspítala, stýrir NordSleep-verkefninu af Ís-
lands hálfu. Hún er formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og
vann áður við svefndeild Landspítala, læknadeild Háskóla Íslands og sem
ráðgjafi hjá Nox Medical. Doktorsritgerð hennar fjallaði um „Neikvæðar
afleiðingar kæfisvefns: Breytileg einkenni og lífmerki eftir einstakling-
um“. Hún segir að rannsóknin sé stórt tækifæri fyrir sig.
„Ég er tiltölulega ungur vísindamaður og að stíga mín fyrstu skref eftir
að hafa lokið nýdoktorstímabili. Nú hef ég tækifæri til að ráða starfsfólk
og doktorsnema og er komin með einn starfsmann og einn doktorsnema
nú þegar og þarf að ráða annan doktorsnema. Svo er ég komin með tvo
meistaranema í verkefnið,“ sagði Erna.
Verkefnið er stórt tækifæri
fyrir ungan vísindamann
NORRÆNA NORDSLEEP-SVEFNRANNSÓKNIN
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu