Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 16

Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Fjöldinn semkenndur ervið gulu endurskinsvestin heldur áfram að mótmæla á götum Parísar og í öðr- um borgum Frakklands. Yfir- völd taka sífellt fastar á móti og hafa hundruð manna verið handtekin og yfirheyrð. Mótmælendur fordæma forsetann og yfirmenn örygg- ismála fyrir meinta hörku þeirra. Vissulega verður að gefa borgurunum mikið svig- rúm til að andæfa sjónar- miðum yfirvalda og fylgja því fast eftir með sjáanlegum mótmælum. Fyrir slíku er raunar rík hefð í Frakklandi. En hitt er jafnrétt að fari mótmæli út fyrir mörk, sem eru verulega rúm eins og reyndin er í Frakklandi, þá ber yfirvöldum að tryggja al- mennt öryggi, jafnt ein- staklinga sem eigna. Rétturinn til að mótmæla felur ekki í sér rétt til eyði- leggingar á almannaeigum eða eignum borgara. Það má fremur halda því fram að yfirvöld hafi svigrúm, sem jafnist á við óskráðar heimildir, til að horfa í gegn- um fingur sér varðandi opin- berar eignir. En öðru máli gegnir um varnarlausan al- menning og persónulegar eig- ur hans. Mótmælendur sem kveikja í bifreið sem hefur ekkert með forsendur mótmælanna að gera valda óþekktum borg- urum tilfinnanlegu tjóni. En alþekkt er að hvar sem mót- mælendur láta til sín taka segjast þeir vera í baráttu „fyrir fólkið“, „hina bláskín- andi fátæku alþýðu“ eins og það var orðað á fyrri tíð. Hag- ur fólks hefur víðast batnað stórlega á síðustu áratugum. En fæstir hafa þó efni á að taka því af skilningi sé heim- ilisbíllinn eyðilagður eða verslanir og kaffihús lögð í rúst. Í fréttum gærdagsins var því slegið upp að þekktur heimspekingur í Frakklandi, Alain Finkelkraut, sem oft lætur til sín taka í opinberri umræðu, hefði orðið fyrir sví- virðingahrópum frá endur- skinsmönnum. Heimspeking- urinn, sem tekið hafði svari mótmælenda, en síðar einnig gagnrýnt þá, segist hafa ótt- ast um öryggi sitt þar til lög- regla skarst í leikinn. Til þess var tekið að hrópin hefðu m.a. beinst að því að Alain væri gyðingur. Var hrópað að hon- um að þar færi „skítugur gyð- ingur“ sem gerði best í því að „kasta sér í síkið“. Yfirvöld for- dæmdu í kjölfarið „gulvestunga“ og sökuðu um gyð- ingahatur. Sjálf- sagt var langt seilst að dæma öll þúsundin fyrir þetta afmarkaða atvik. Hitt er annað mál og vekur í senn áhyggjur og furðu hversu algengt virðist orðið víða um heim að veist sé að gyðingum með þessum hætti og án nokkurs tilefnis. Margt gefur ótvírætt til kynna að gyðingahatur fari vaxandi á ný, eða þá það að þeir sem haldnir eru slíku hatri telji sér nú orðið óhætt að fá útrás fyrir það. Þetta er mikið alvörumál og áhyggjuefni og erfitt að skilja þessa hættulegu þróun. Í áratugi eftir heimsstyrj- öldina síðari var lítt rætt um Adolf Hitler og hina illræmdu hreyfingu hans. Sjálfsagt mátti búast við því að eftir því sem tíminn liði myndi bann- helgi á umræðuna minnka. En flestir hafa vísast búist við því að sú umræða myndi jafn- an tengjast þeim óhugnaði sem var samofinn nasism- anum. Jafnvel í þáttum sem kynntir eru undir yfirskrift um að þar fari sagnfræðilegt efni er hrein dellugerð á ferð og minnir mest á þekkta um- ræðu um fljúgandi furðuhluti og geimverur. Þannig eru kynntir til sögunnar fjöl- margir „vísindamenn“ sem rekja flótta Hitlers með kaf- bátum til Argentínu eða ann- arra landa Suður-Ameríku og stundum mætti ætla að karl- ómyndin væri enn lifandi þar! Væntanlega er óhætt að ætla að slíkt efni sé handan við það að geta gert skaða. En einnig eru margendursýndar mynd- ir eins og af Evu Braun og Hitler með „vina- og fjöl- skylduboð“ í fjallasetrum for- ingjans og þar dregnar upp heimilislegar myndir af fólki að njóta lífsins af hógværð í undrafögru fjalllendinu. Eins og fyrr sagði mátti gera ráð fyrir því að fyrr eða síðar myndi losna um umræðu sem var í raun bönnuð svo lengi. En varla gat nokkurn órað fyrir að margir myndu jafnhratt hætta að hafa þann viðbjóð sem var afleiðing af hugmyndafræði og valdatöku nasista svo fjarri þeirri um- ræðu. Það hlýtur að vera rannsóknarefni hvers vegna sífellt ber meira og svo víða á gyðingahatri eða á sprotum slíks haturs sem vitað er til hvers mun leiða fyrr en síðar. Gyðingahatur virðist krauma víðar undir en ætla mætti. Það hlýtur að vekja óhug} Geigvænleg gleymska SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is 5G tæknin mun marka stórtskref fram á við í þróun áfjarskiptamarkaði. Innreið5G neta mun hefjast á fullu á næsta ári og mun formleg uppbygg- ing hefjast hér í kjölfarið, þó ein- staka áfangar séu þegar komnir í loftið. Þessi uppbygging mun þýða margföldum á stærð tíðnisviðs sem þekkist í dag. Innleiðing 5G mun kalla á að ýmsar þær þjónustur sem eru í boði í dag þurfa að víkja. Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að því að móta stefnu fyr- ir ákveðin tíðnisvið 2019-2025 og hefur af þeim sökum birt umræðu- skjal á vef sínum. Með því er ætlun- in að fá umsögn og/eða svör við þeim spurningum sem þarf að svara áður en nýr veruleiki í fjarskiptum tekur við. Þörf á þéttu neti senda Í umfjöllun á vef stofnunar- innar kemur fram að fjarskipti í dag séu að taka miklum stakkaskiptum. Fram til þessa hafi fjarskiptaþjón- usta falist í annars vegar talsíma- þjónustu og internetsambandi fyrir notendur og hins vegar í alls kyns þjónustu á fastaneti til að tengja saman tölvur og tölvunet. „Nú siglum við hins vegar hraðbyri inn í tímabil internet- tengdra tækja (e. Internet of Things; IoT) eða það sem margir kalla fjórðu iðnbyltinguna. Gera má ráð fyrir gríðarlegri fjölgun slíkra tækja á næstu árum og áratugum. Sumir þessara hluta munu búa yfir mikilli getu og jafnvel gervigreind, t.d. er sennilegt er að sjálfkeyrandi bílar muni ryðja sér til rúms á næstu árum eða áratugum. Fjar- skiptanetin munu tengja þessi tæki saman og án öflugra fjarskiptaneta og -þjónustu er hætt við að innleið- ing nýrrar þjónustu muni dragast eða verða með takmörkuðum hætti. Internettengdir hlutir munu áfram aðallega verða tengdir við farnet, í dag eru það 3G og 4G net, en kring- um árið 2020 munu 5G netin hefja innreið sína, hugsanlega fyrr,“ segir á vef PFS. Í áðurnefndu umræðuskjali kemur fram að 5G muni í byrjun nýta tíðnisvið sem þegar hafi verið úthlutað og ný tíðnisvið undir 6 gígariðum. Til lengri tíma litið verði síðan ráðstafað tíðnum á mun hærri tíðnisviðum, t.d. á 26 gígarið og enn ofar. Þetta er grundvallarbreyting í tíðninotkun sem hefur í för með sér að endurhugsa þarf nálgun á tíðni- úthlutanir, tíðnieftirlit, uppbygg- ingu farneta og skilgreiningu mark- aðsbrests, segir í umræðuskjalinu. „Ástæða þessa er sú að eigin- leikar senda á háum tíðnisviðum eru með þeim hætti að afköstin eru mjög mikil (vegna meiri band- breiddar) en drægnin afar takmörk- uð; tugir eða nokkur hundruð metr- ar. Farnetskerfi á háum tíðnisviðum eru því aðallega ætluð í byggð og þar sem búast má við atvinnu- starfsemi eða mannaferðum í ein- hverjum mæli, t.d. á þjóðvegakerf- inu (þar sem internettengd tæki eru til staðar og ná þarf verulegum af- köstum í kerfunum). Til að ná út- breiðslu með hárri tíðni þarf mjög þétt sendanet tiltölulega lítilla senda. Þetta er grundvallarbreyting frá því sem nú er. Þessa senda má víða staðsetja og þurfa þeir ekki nauðsynlega sérhæfða sendastaði. Víða hefur verið bent á að heppilegt getur verið að staðsetja þessa far- netssenda á ljósastaurum í þétt- býli,“ segir ennfremur og bent er á að þar sem endurnýja þurfi ljósa- stæði í ljósastaurum um allt land sé ráð að hafa þetta í huga við það til- efni. Á fréttaefni að njóta forgangs? Athygli vekur að í umfjöllun um skipan tíðnimála og staðsetningu sendastaða fyrir FM útvarp kemur fram að nokkur eftirspurn er um- fram framboð á tíðnum. „Hluti af vandamálinu er skortur á ákjósanlegum sendastöðum á höf- uðborgarsvæðinu, en það kann að ágerast á næstu árum ef senda- staðurinn á Vatnsenda verður lagð- ur undir íbúðabyggð. Komi til þess að takmarka þurfi tíðniúthlutanir á FM tíðnisviðinu, meira frá því sem nú er, hefur PFS heimild til að setja skilyrði fyrir úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp og sjónvarp, sem byggjast á menningarlegum sjónarmiðum s.s. til þess að stuðla að almennri menn- ingarþróun og efla íslenska tungu,“ segir í umræðuskjali PFS. Eru hagsmunaðilar beðnir um að lýsa skoðun sinni á því hvort íslenskt og menningartengt efni, til dæmis fréttir og þjóðmálaumræða, eigi að njóta forgangs við úthlutun útvarps- tíðna ef velja þarf milli umsækj- enda. Búa sig undir nýjan veruleika í fjarskiptum 1G 2G 3G 4G 5G 1990 2000 2010 2020 20301980 234568 1. kynslóð Ekki stafræn tækni, gagna- flutningur allt að 2,4 kbps Motorola DynaTac vóg 790 g, rafhlað- an dugði í 30 mín. notkun en tók 10 klst. að hlaða aftur 2. kynslóð GSM tækni, stafrænn gagnaflutning- ur allt að 64 kbps Nokia 3310 seldist í 126 milljón eintök- um, gat sent SMS og hlaðið niður 7 auka hringitónum 3. kynslóð Snjallsímar, breiðband með flutningsgetu allt að 2.000 kbps Fyrsti 3G sím- inn var sýndur í Japan árið 2001 og fyrsti iPhone-síminn með 3G kom árið 2008 4. kynslóð Snjallsímar, IP-breiðband með flutnings- getu allt að 100.000 kbps 4G byggist á sömu tækni og þráðlaus net (WiFi) og er fyrst og fremst hraðvirkara en 3G net 5. kynslóð Fjölbreyttari notkun, sparar orku, flutnings- geta um 1-20 Gbps Með 5G fæst betri rafhlöðu- ending, lægri kostnaður, fleiri notkunar- möguleikar og aukinn hraði Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ B ikarúrslitaleikir karla og kvenna í körfubolta áttu sér stað um helgina í Laugardalshöll, þar sem Valskonur urðu bikar- meistarar í fyrsta sinn og Stjarnan í karlaflokki í fjórða sinn á ellefu árum. Leikirnir varpa ljósi á það besta í íþróttalífi þjóðarinnar, þ.e. þrautseigju og baráttu leikmannanna, ásamt því að draga fram samkennd og stemningu sem ríkir milli liðanna og stuðningsmanna þeirra. Íþróttir hafa fylgt þjóðinni allt frá land- námi en glíma, hlaup og aflraunir voru með- al þeirra íþrótta sem getið er um í Íslend- ingasögunum. Árið 1828 komu tillögur fram um kennslu í leikfimi og hófst leikfimi- kennsla í Lærða skólanum árið 1857. Þegar nær dró aldamótunum 1900 fór íþrótta- félögum að fjölga en elsta starfandi íþróttafélagið í dag, Glímufélagið Ármann, var stofnað árið 1888. Segja má að ákveðin vatnaskil hafi orðið í íþróttalífi þjóðarinnar árið 1906 þegar fyrsta ungmennafélagið var formlega stofnað á Akureyri en ungmennafélögin beittu sér meðal annars fyrir líkamsrækt og framþró- un íþrótta sem og ræktun mannsandans. Fyrsta al- menna íþróttamót í Reykjavík var haldið að frumkvæði Ungmennafélags Íslands (1907) árið 1911. Annað mikilvægt skref fyrir umgjörð og starfsemi íþrótta var stigið árið 1912 þegar skipulagt samstarf íþróttafélaga í landinu hófst með stofnun Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Gaf sambandið meðal annars út íþróttareglur, skipulagsskrá um íþróttamót, heilsufræði fyrir íþróttamenn og fleira. Barðist ÍSÍ til að mynda fyrir sundskyldu í skólum sem Alþingi veitti heimild til árið 1925 en leikfimi varð einnig skylda í héraðs- og gagnfræðaskólum. Menntun íþrótta- kennara formgerðist enn frekar árið 1942 þegar Íþróttakennaraskóli ríkisins var formlega stofnaður á Laugarvatni upp úr einkaskóla sem sinnt hafði slíkri menntun frá árinu 1932. Alþingi hafði stuttu áður, ár- ið 1940, sett íþróttalög og komið á fót emb- ætti íþróttafulltrúa ríkisins. Það er fróðlegt að staldra við og horfa til sögunnar. Það er engin tilviljun að við Ís- lendingar náum langt í hinum ýmsu grein- um íþróttanna. Framsýni fólks hér á öldum áður á stóran þátt í því hvernig okkur hefur tekist til æ síðan og ljóst er að grunnur íþróttastarfs í landinu er traustur, aðstaða til íþróttaiðkunar góð og fagleg nálgun í þjálfun til fyrirmyndar. Það er kappsmál okk- ar allra að halda áfram á þeirri braut en á komandi vikum verður ný íþróttastefna til ársins 2030 kynnt. Hún byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf utan skólastofnana skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum eins og ÍSÍ, UMFÍ og fleir- um og að allir hafi jöfn tækifæri til að taka þátt. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Ný íþróttastefna í farvatninu Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.