Morgunblaðið - 18.02.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 18.02.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 ✝ Halldór Guð-jón Björnsson fæddist á Stokks- eyri 16.8. 1928. Hann lést 8. febr- úar 2019. Foreldrar Hall- dórs Guðjóns voru Björn Ketilsson, f. 24.8. 1896, d. 24.4. 1982, smiður á Stokkseyri og síð- ar í Reykjavík, og k.h., Ólöf Guðríður Árnadóttir, f. 23.2. 1884, d. 17.3. 1972, hús- freyja. Systkini Halldórs eru Stella Guðmundsdóttir, fóstur- systir, f. 19. desember 1922, Ragna Klara Björnsdóttir, f. 31.5. 1924, d. 19.6. 2009, hús- freyja í Kópavogi; Árni Björns- son, f. 24.10. 1925, d. 17.2. 2007, vélstjóri í Reykjavík. Eiginkona Halldórs var Kristín Grímsdóttir, f. 13.12. 1931, d. 3.5. 2015, læknaritari og skrifstofumaður hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þau slitu samvistum. Foreldrar Kristínar voru Grímur Grímsson sem kenndur var við Nordalsíshús, f. 27.3. 1893, d. 2.1. 1959, og k.h., Guðrún Guðbjartsdóttir, f. 30.12. 1897, d. 21.12. 1973, hús- freyja. Börn Halldórs og Krist- ínar eru Grímur Halldórsson, f. 1958, var ritari frá 1968, vara- formaður frá 1981-96, formað- ur frá 1996, formaður Dags- brúnar-Framsóknar stéttar- félags frá árslokum 1997 og formaður Eflingar 1998-2000 er hann gaf ekki lengur kost á sér. Halldór varð fyrsti for- maður Starfsgreinasambands- ins árið 2000, var varaforseti ASÍ, átti sæti í stjórn Lífeyris- sjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar frá upphafi og síðan í Framsýn með sameiningu sjóð- anna, sat í stjórn Lífeyrissjóðs- ins Framsýnar frá stofnun, var jafnframt fyrsti formaður sjóðsins, átti sæti í fram- kvæmdastjórn Sambands al- mennra lífeyrissjóða um árabil, sat í stjórn Söfnunarsjóðs líf- eyrisréttinda, átti sæti í mið- stjórn ASÍ í nokkur kjörtímabil og í framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins, var í full- trúaráði Verkalýðsfélaganna í Reykjavík og varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Hann sat í húsnæð- isnefnd Kópavogs, í stjórn Ný- sköpunarsjóðs frá 2001 og í stjórn Samvinnuferða – Land- sýnar um skeið. Halldór var helsti arkitekt- inn aðmiklum breytingum á skipulagi og uppbyggingu verkalýðsfélaganna í Reykjavík í lok síðustu aldar sem leiddi til sameiningar Dagsbrúnar og Framsóknar og síðan stofnunar Eflingar. Halldór verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, 18. febrúar 2019, klukkan 15. 25.8. 1954, raf- virkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Hildi Blu- menstein hár- greiðslumeistara og eru börn þeirra Edda Blumenstein, Kristín María og Dagný sem er lát- in; Guðrún Ellen Halldórsdóttir, f. 26.2. 1957, hjúkr- unarfræðingur í Garðabæ, gift Guðmundi Jóhannessyni, ljós- myndara og eiganda ljós- myndastofunnar Nærmyndar, og eru synir þeirra Halldór og Jóhann; Ketill Arnar Hall- dórsson, f. 2.6. 1961, húsa- smíðameistari í Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Oddsdóttur ferðamálafræðingi og eru dæt- ur þeirra Guðrún Eydís og Svandís María; Hrafnhildur Halldórsdóttir, f. 29.3. 1964, fjölmiðlafræðingur og útvarps- kona hjá RÚV, gift Smára Rík- arðssyni viðskiptafræðingi og eru börn þeirra Selma Sandra og Sindri. Langafabörnin eru tíu talsins. Halldór stundaði verslunar- störf í Reykjavík en hóf síðan störf hjá Olíufélaginu hf. Hall- dór sat í stjórn Dagsbrúnar frá Elsku pabbi, tengdapabbi. Andlát þitt bar brátt að. En þú varst kominn á 91. aldursár vel á þig kominn og naust daganna. Það var mikið áfall þegar þú varðst háður hjólastól. Og fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Ánægð- ur með umhyggjuna sem þér var sýnd og alltaf glaður að fá heim- sóknir frá ættingjunum og vinum. Þú varst stoltur af fjölskyldunni. Fjórum börnum þínum. Ekki minnkaði stoltið þegar barna- börnin komu og fóru að heim- sækja þig sjálf og svo með sín eig- in börn. Afkomendur þínir eru orðnir 24. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur. Þau voru ófá skiptin sem við dvöldum öll með þér í orlofsbú- stöðum um landið. Alltaf var gam- an. Þó standa sennilega upp úr ferðirnar í Hvamm í Skorradal sem voru margar. Þar var unaðs- legt að lifa og leika. Stórkostleg var ferð okkar Jóhönnu með þér til Kúbu. Öll upplifun í þeirri ferð var einstök. Aleftirminnilegust er þó ferðin sem farin var á áttræð- isafmælinu þínu til Ítalíu. Nánast öll stórfjölskyldan saman. Þú leigðir stórt íbúðarhús í Toskana-héraðinu. Þar var dásamlegt að dvelja og líka að ferðast út frá staðnum. Við fórum í nokkrar ferðir, fórum í bátsferð til Cingua Terre, skoðuðum Skakka turninn í Pisa, skruppum til Flórens og þannig mætti lengi telja. Í allar ferðir bauðstu móður okkar, Kristínu Maríu Grímsdótt- ur, með þó svo að þið væruð löngu skilin. „Ég hefði nú ekki eignast þessi börn án þín, Kristín mín,“ sagðir þú og brostir. Þú varst al- gjör höfðingi og naust þess að veita vel af öllum mætti. Við erum öll stolt af þér. Þú gerðir baráttuna fyrir þá sem minnst máttu sín að aðalstarfi þínu. Þeir sem lesa endurminn- ingar þínar, Fram í sviðsljósið, munu skilja þig betur eftir lestur bókarinnar. Ævi þín var ekki alltaf auðveld. Þú minntist oft foreldra þinna og sérstaklega móður þinnar, þú saknaðir hennar. Þú varst yngst- ur fjögurra systkina en varst þeim samt eins og stóri bróðir. Samband þitt við Rögnu Klöru systur þína var svo gott og mikill var systkinakærleikurinn að nefna verður. Já, saga þín og end- urminningar urðu efniviður í heila bók. Við ætlum ekki að tíunda sögu þína hér eða telja upp störfin sem þú vannst og fékkst meðal annars Fálkaorðuna fyrir. Það verða nógir til þess. Við kveðjum þig og þökkum þér með þessu litla ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Minningin um góðan föður og mætan mann lifir. Ketill, Jóhanna, Guðrún Eydís, Svandís María, Arnar Máni og fjölskyldur. Hvar á að byrja þegar maður skrifar minningargrein um pabba sinn? Allt lífið er undir. Og líf mitt og okkar systkina var svo sann- arlega samofið lífi pabba. Það er svo sem ekki hægt að rifja upp margar samverustundir tengdar skóla og frístundum en þannig var það bara í þá daga og foreldr- ar almennt ekki eins miklir þátt- takendur í skóla- og frístundalífi barna sinna eins og nú tíðkast. En það átti eftir að breytast. Þegar ég var að byrja að vinna sumar- störf bæði í sorphirðu, sem mein- dýraeyðir, í Gufunesi á sorphaug- um Reykvíkinga eða á skrifstofu Dagsbrúnar var ég í miklum sam- skiptum við hann. Seinna fékk ég tækifæri að starfa á þingum Starfsgreinasambandsins ásamt því að starfa seinna sem blaða- maður við tímarit Eflingar. Sagt er að erfiðleikar móti fólk og þannig var það líka í lífi okkar fjöl- skyldu. Erfiðleikar í einkalífi sem leiddu til þess að mamma og pabbi skildu höfðu áhrif á okkur öll. En með tímanum gátum við fyrirgefið og mamma og pabbi náðu, þrátt fyrir þessa miklu erf- iðleika, að vera vinir áfram. Fyrir það er ég þakklát og við öll. Þegar ég flutti til Austurríkis í nám haustið 1986 varð pabbi minn helsti bakhjarl í málefnum LÍN. Oft þurfti hann að stússast fyrir mig í ýmsu tengdu fjármálum og þau eru mörg bréfin sem þá flugu á milli, Redda hinu og redda þessu. Pabbi heimsótti mig nokkrum sinnum til Austurríkis og einu sinni leigðum við bíl og keyrðum til Vínarborgar að heimsækja vini, þaðan fórum við til Búdapest í Ungverjalandi og dvöldum þar nokkra daga og skoðuðum okkur um. Þarna sýndi sig svo vel hversu auðvelt pabbi átti með að setja sig niður á plan ungs fólks og ég fann ekkert fyrir því að vera á ferðalagi með manni sem var af annarri kynslóð. Seinna fórum við í ferðalög til Írlands, til Berlínar, í afmælisferð hans til Toscana á Ítalíu þegar hann varð áttræður og síðasta ferðin okkar saman var til Kaup- mannahafnar að heimsækja dótt- urson hans. Við systur fórum í þessa ferð með honum og móður okkar og þessi ferð var algjörlega ógleymanleg eins og allar þessar ferðir. Öll höfum við sömu sögu að segja, þægilegur ferðafélagi og al- gjör jafningi hvert sem komið var. Vinir mínir og vinir systkina minna voru vinir pabba. Heimilið okkar stóð alltaf opið og var oft á tíðum eins og félagsheimili. Þótt pabbi gæti stundum verið hvass var hann alþýðlegur og notalegur. Hann var einstaklega rausnarleg- ur og gjafmildur, hann vildi hafa snyrtilegt í kringum sig og átti fallega hluti. Síðustu árin var hann stundum ósáttur við sitt hlutskipti, en hann gerði það besta sem hann gat í stöðunni. Á Hrafnistu eignaðist hann góða vini, hann þekkti líka marga sem þar dvöldu en hann talaði oft um það að þetta færi nú bara að verða gott. Síðasti spöl- urinn hjá honum varð snarpur. Hann ákvað að hafa þetta ekki langt og erfitt svona í blálokin. Hann kvaddi okkur með friðsæl- um hætti eins og hans var von og vísa. Pabbi var sannur og góður karl. Fyrir það ber að þakka. Hrafnhildur Halldórsdóttir. Elsku besti afi, það er sárt að þurfa að kveðja þig eftir allan þann tíma sem við áttum saman. Þú varst frábær fyrirmynd okkar bræðranna, sem ávallt gátum litið upp til þín. Það má með réttu segja að það var sannarlega al- vöru klassi yfir þér, með silf- urgráa hárið, ávallt vel til fara og með öll smáatriði á hreinu. Jó- hann hélt alltaf að þú hefðir aldrei orðið gráhærður, bara ennþá svona ljóshærður og flottur. Ein- staklega gaman þótti okkur að gefa þér fínan fatnað, alveg fram á síðustu jól. Í barnæsku var mikil tilhlökk- un að koma í Furugrundina og gista hjá þér. Það var mikið sport að fá að fara á vídeóleiguna með þér og við vorum allra sáttastir með hve lítið þú stressaðir þig á því hvort myndin var bönnuð inn- an 16 ára eða hve mikið bland í poka við settum í grænu pokana. Á síðari tímum var ánægjulegt að ræða við þig um málefni líðandi stunda og ansi oft höfum við rætt kröfur verkalýðsfélaga á síðustu misserum, báðir að leita vinnu- tengdra upplýsinga. Reynsla þín í þeim málum leyndist engum og þú hefur frætt okkur um heil- margt í þeim efnum. Allra síðustu ár hefur þú reyndar ekki þurft að hafa áhyggjur af stöðu mála og við áttum eftirminnilega ferð á Hobbit 3D í miðjum kjaraviðræð- um 2015, þú þá 87 ára, með þrí- víddargleraugu, takið eftir. Eitt er samt víst að ekki bara starfs- fólkið á skrifstofu ASÍ mun sakna þess að fá þig í heimsókn og láta menn heyra það. Það var gaman að fylgjast með þér eftir að þú hættir að vinna 2004, þá 76 ára. Þú ferðaðist víða og varst svo kraftmikill og flottur. Mættir reglulega í sundlaugina og þá aðallega til að fara í pottinn að spjalla, enda er það skemmti- legast. Við sögðum oft að við vild- um vera eins og afi þegar við yrð- um gamlir. Klassinn þinn endurspeglast vel í áttræðisafmæli þínu 2008 þegar þú leigðir stórt hús fyrir alla fjölskylduna í Toscana á Ítal- íu. Við eigum einstaklega góðar minningar frá þeirri ferð, sérstak- lega að hafa verið með ykkur ömmu þann dýrmæta tíma, sem nú lifir einungis sem ljúfar minn- ingar. Það má með sanni segja að þú hafir lifað góðri ævi og mestallan tíman verið heilsuhraustur og getur kvatt þennan heim sáttur og í friði. Nú ert þú komin aftur til ömmu Kiddý og við erum vissir um að þú sért í góðu yfirlæti hjá henni, mjög líklega í kjöt í karrý. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, við munum sakna þín. Ást á þig. Halldór og Jóhann Guðmundssynir. Elsku tengdapabbi. Þú varst í alla staði yndislegur maður, og ég man vel þegar ég kom inn í líf þitt í fyrsta sinn, er ég kynntist syni þínum. Þá var oft mikið líf og fjör í kringum þig, mikið um veislur heima hjá ykkur í Birkigrundinni, þar sem okkur var stundum boðið að vera með, og við skemmtum okkur konung- lega. Margar voru ferðirnar í or- lofshús vítt og breitt um landið, sérstaklega eru minnisstæðar ferðirnar okkar í Hvamm í Skorradal, þar sem við vorum saman öll fjölskyldan og áttum þar yndislegan tíma. Fórum í gönguferðir, veiddum í vatninu, borðuðum góðan mat og höfðum gaman. Þar hélst þú líka upp á 60 ára afmælið þitt og komu gestirn- ir í rútu á staðinn, í yndislegu veðri og nutu samvista við þig. Þú komst líka oft með okkur vestur í Djúp á sumrin, þar sem þú naust þín með okkur öllum í fjölskyld- unni. Þú varst mjög örlátur maður, og þegar t.d. þú fórst utan þá keyptir þú alltaf einhvað fallegt handa barnabörnunum, sem biðu spennt eftir þér. Ég man einnig þegar ég og vinkona mín fórum eitt sinn með þér til Dublin að kaupa jólagjafir. Þú varst ekki lengi að finna gjafir handa öllum í fjölskyldunni og síðan jakkaföt og frakka fyrir sjálfan þig. Þú varst alltaf flottur til fara og lagðir mik- inn metnað í það. Við vinkonurnar gleymum ekki þessari ferð sem var frábær í alla staði. Einnig fórst þú með okkur hjónum til Kenía, þar sem sofið var í tjöldum í þjóðgarðinum og dýralífið skoðað allt í kring. Á átt- ræðisafmæli þínu fór öll fjölskyld- an saman til Toscana á Ítalíu og í framhaldi fórst þú með okkur Grími til Tælands. Voru þessar ferðir þér og okkur ógleymanleg- ar. Þú varst svo lánsamur að ná háum aldri, með góða heilsu og fylgdist með öllu sem var að ger- ast í kringum þig og í þjóðfélag- inu. Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt, Herra, sál mín þráir ríkið þitt. Í arma þína andinn glaður flýr, um eilífð sæll í návist þinni býr. (G.J.) Ég kveð þig með söknuði, elsku tengdapabbi, Hildur Blumenstein. Halldór Guðjón Björnsson tengdafaðir minn er látinn, 90 ára öðlingur, saddur lífdaga. Hann lést á afmælisdaginn minn 8. febr- úar, daginn sem ég varð 65 ára. Ég kynntist Halldóri þegar ég kom í fjölskylduna fyrir hartnær 40 árum. Við höfðum ólíkar stjórnmálaskoðanir og hann kall- aði okkur tengdasynina „blá- stakka“ en þegar á allt er litið voru skoðanir okkar ekki svo ólík- ar, báðir „jafnaðarmenn“. Þegar ég heimsótti hann á Hrafnistu tókum við oft tal um það sem var efst á baugi þann daginn og hafði hann iðulega hressilegar skoðanir og gaf engan afslátt. Ég gat þá merkt að það var ekkert að hon- um nema elli kelling, nánast fram á síðasta dag. Í vinnu sinni leitaði Halldór eft- ir skoðunum sem flestra, tók mark á þeim og framkvæmdi. Það skiptir miklu máli að taka ákvarð- anir, hvort sem þær eru réttar eða rangar. Það má oftast laga það til síðar. Halldór Björnsson var senni- lega merkilegri verkalýðsforingi en flestir gera sér grein fyrir. Eft- ir einhverja samninga spurði ég hann af hverju þessi krónutala sem samin var um hefði ekki gengið upp allan stigann. „Það mun enginn sætta sig við það ef einhver nálgast hann í launum,“ sagði Halldór. Það hefur líklega ekkert breyst. Eitt sinn þegar hann var að semja við Davíð datt út úr honum við matarborðið heima: „Það er verst við hann (hlýtur að hafa sagt „helvítið hann Davíð“, þetta var jú einkasamtal), að hann stendur alltaf við það sem hann segir.“ Ég hef sennilega glott út í annað, en sagði ekkert. Seinna spurði ég hann um Þjóðarsáttarsamn- ingana og hvernig stóð á að svo farsælir samningar náðust. Hann sagði að okkar hagfræðingar og hagfræðingar Vinnuveitendasam- bandsins væru úr sama skóla og reiknuðu út frá sömu forsendum og fengu því svipaða niðurstöðu, sem var síðan grunnurinn að því samkomulagi sem gert var. Þrátt fyrir ólíkar stjórnmála- skoðanir fundum við jafnaðar- mennirnir oftast leiðina heim, þegar við gengum út frá sömu for- sendum. Fyrir fólkið í landinu. Halldór var toppmaður, Alltaf óaðfinnanlega til fara, glæsilegur með gráa hárið sitt, þægilegur í umgengni, sanngjarn, bóngóður og örlátur . Og að hafa átt svona góða dóttur, hana Guðrúnu Ellen mína, sem hefur greinilega erft það besta frá báðum foreldrum sínum. Ég er þakklátur að hafa fengið að vera samferða honum. Út frá sömu forsendum. Fyrir fólkið í landinu. Blessuð sé minn- ing þín, Halldór Björnsson. Guðmundur Kr. Jóhannesson. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ókunnur) Þetta ljóð er mér efst í huga þegar ég hugsa um Halldór. Hjartahlýja, gestrisni, göfuglyndi og sterk réttlætiskennd voru að- alsmerki hans. Halldór og Kristín hans ynd- islega kona opnuðu heimili sitt fyrir vinum barna sinna og sann- arlega nutum við þess að eiga þar athvarf. Mörg voru símtölin í Birki- grundina þar sem ætlunin var að tala við Guðrúnu Ellen eða Grím en annað foreldranna svaraði. Skipti það engu máli og upphófst ævinlega skemmtilegt samtal og oftar en ekki lauk þeim án þess að talað væri við þann sem upphaf- lega stóð til. Einlægur var áhugi Halldórs á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og hvatningarorðin skorti ekki. Halldór hafði yndislega nær- veru og það var alltaf einhvern veginn bjart í kringum hann. Væri manni einhver vandi á hönd- um hafði hann ævinlega farsæla lausn. 45 ár eru nú liðin frá því að Guðrún Ellen kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Mér fannst eins og ég hefði alltaf þekkt þau. Elskusemin og umhyggjan sem þau sýndu var einstök. Minningin um sannan öðling- smann lifir. Takk fyrir allt og allt, elsku Halldór minn. Þín . Auður. Elsku afi okkar er nú fallinn frá. Afi Halldór var góður maður, og við elskuðum hann. Það góða við afa var að hann var alltaf til staðar, hvort sem það var til að skutla okkur eða taka á móti okkur í snúð og spjall. Hann hlustaði á okkur, talaði við okkur eins og jafningja, og tók mark á því sem við höfðum að segja. Í seinni tíð var indælt að heim- sækja hann og ræða um pólitík og ástandið í landinu. Við upplifðum mikið með afa og eigum ekkert nema góðar minn- ingar um hann, fyndnar og skemmtilegar. Hann var duglegur að spyrja um fólkið sitt, mundi eftir öllum og var stoltur af afrekum afkom- enda sinna. Hann talaði fallega um alla í lífi sínu og ekki var á honum að heyra að hann ætti einn einasta óvin. Afi var maðurinn sem við litum upp til, og við vonum að við náum að vera eins góð og hann var. Hvíl í friði Selma, Sandra og Sindri. Elsku afi minn. Takk fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem ég hef fengið með þér í gegnum árin, í Skorra- dal, Ármúla, Sólbakka, Ítalíu og tala nú ekki um allar bíóferðirnar okkar góðu og matarboðin svo eitthvað sé nefnt. Eftir sitja Halldór Guðjón Björnsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG Þ. ARADÓTTIR sjúkraliði, Meðalholti 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 15. Tinna Rós Gunnarsdóttir Ævar Jarl Rafnsson Diljá og Þorleifur Ari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.