Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 17

Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Gaman Eitt af því sem snjórinn færir börnunum er gleðin við að leika sér úti. Þessi naut sín aldeilis vel við að bruna á sleðanum sínum niður brekku. Eggert Stjórn Rannsókna- sjóðs Rannís hefur ný- lega lokið úthlutun sinni til nýrra rann- sóknaverkefna fyrir ár- ið 2019. Alls bárust til sjóðsins 359 umsóknir og hlutu einvörðungu 17% þeirra styrkveit- ingu. Það vekur athygli og verulegar áhyggjur hversu rýr hlutur heil- brigðisvísinda var að þessu sinni. Er það sérstaklega athyglisvert þegar ljóst er að meginþungi vísindagreina sem birtar eru í viðurkenndum er- lendum og innlendum vísinda- tímaritum á rætur sínar að rekja til rannsókna í heilbrigðisvísindum. Niðurstaða úthlutunarinnar fyrir heilbrigðisvísindi var eftirfarandi: Öndvegisstyrkir – ekkert verkefni styrkt (0/3); verkefnastyrkir (6/31); rannsóknastöðustyrkir (1/12); dokt- orsnemastyrkir (4/15). Niðurstaðan var verulegt áfall fyrir fjölmarga um- sækjendur sem ekki hlutu styrki að þessu sinni. Rekstrarstaða margra öflugra rannsóknarhópa er komin að fótum fram og aukin hætta er á því að við missum okkar efnilegasta unga vísindafólk úr landi. Undirritaður, ásamt fjölmörgum öðrum, hefur á undanförnum mánuðum bent á þá al- varlegu stöðu sem vísindastarf Landspít- ala er komið í. Land- spítala er ætlað veiga- mikið hlutverk sem miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigð- isvísindum og starfar í náinni samvinnu við aðrar háskólastofnanir landsins. Ný- afstaðin úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís endurspeglar glögglega þá alvarlegu stöðu sem heilbrigðisvís- indi eru komin í hér á landi. Það er með öllu óásættanlegt að einungis 13 verkefni hafi hlotið styrk úr sjóðnum að þessu sinni, á sama tíma og mála- flokkurinn stendur á brauðfótum vegna aðstöðuleysis og fjárskorts. Það sem veldur hvað mestum áhyggjum er að af þeim fáu verk- efnum sem hlutu styrk má í besta falli rekja fimm til starfsmanna Landspítala og af þeim er einungis einn vísindamaður Landspítala sem hlaut styrk sem aðalumsækjandi. Undirritaður hefur ítrekað bent á að meginforsenda hagsældar sjálf- stæðra þjóða sé öflugt vísinda- og ný- sköpunarstarf. Undir þetta hafa fjöl- margir tekið, m.a. núverandi ráðamenn þjóðarinnar. Nú verður að hrinda af stað stór- átaki til endurreisnar stöðu heil- brigðisvísinda hér á landi. Það er margsannað að lykill að öruggri heil- brigðisþjónustu er styrkar stoðir grunnvísindastarfs. Forstjóra Land- spítalans er ljós þessi mikilvæga staðreynd og hefur undanfarna mán- uði unnið hörðum höndum að því að finna lausnir til úrbóta. Margt hefur þokast í rétta átt en eftir stendur hin grátlega staðreynd að framlög til vís- indarannsókna eru minna en 1% af veltu spítalans, meðan það er a.m.k. 6-8% meðal sambærilegra háskóla- sjúkrahúsa í öðrum ríkjum Norður- landanna. Við höfum áður bent á að árið 2014 var gerð áætlun um 2,8 milljarða aukningu í samkeppnissjóði Rann- sókna- og tækniþróunarsjóðs Rann- ís. Þá námu framlög til þeirra um 2,2 milljörðum. Áætlunin hljóðaði upp á að árið 2016 yrðu heildarframlög komin í 4 milljarða, sem myndi leiða til þess að hægt yrði að fjármagna allt að 200 stöður doktorsnema árið 2016! Var þetta sérstaklega hugsað til að styrkja nýsköpun innan at- vinnulífsins auk þess að efla þróun og rannsóknir á komandi árum. Stór- auka átti fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 myndu þær ná 3,0% af vergri lands- framleiðslu (VLF). Staðreyndin er sú að núna voru einungis 15 nýjar stöð- ur doktorsnema fjármagnaðar af stærsta vísindasjóði landsins! Það er því orðið löngu tímabært að komið verði á fót sjálfstæðum Heil- brigðisvísindasjóði sem tileinkaður verði vísindarannsóknum á heilbrigð- issviði. Jafnframt að tryggja þeim sem stunda heilbrigðisvísindarann- sóknir eðlilega aðstöðu og tíma til að stunda rannsóknir ásamt klínískum störfum. Til þess að þessi markmið náist þurfa verulegar skipulags- breytingar að eiga sér stað innan heilbrigðistofnana sem ætlað er að sinna kennslu- og vísindahlutverki. Því verður að auka það fjármagn sem er sérstaklega ætlað til heilbrigðis- vísindarannsókna, bæði með stofnun Heilbrigðisvísindasjóðs auk þess að hlúa betur að heilbrigðisvísindum innan núverandi sjóðakerfis. Við Íslendingar eigum öflugt og harðsnúið lið vísindafólks sem hefur náð undraverðum árangri við kröpp kjör og aðstæður en nú er botninum náð. Við verðum að snúa þessari óheillaþróun við og koma í veg fyrir fyrirsjáanlegan vitsmunaflótta með ófyrirséðum afleiðingum fyrir ís- lenskt heilbrigðiskerfi. Þróttmikið öflugt vísinda- og rannsóknastarf er ein af lykilforsendum þess að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk, sem ríður á í núverandi mönnunarvanda þessara stofnana. Stofnun sérstaks Heil- brigðisvísindasjóðs er í raun ein af grundvallarforsendum þess að hægt yrði að snúa þessari þróun við og byggt yrði upp öflugt heilbrigðiskerfi hér á landi sem stæðist samanburð við það sem best gerist erlendis. Vonandi ber okkur gæfa til þess að hlúa betur að þeim frjóa jarðvegi sem býr meðal núverandi og verðandi vís- indamanna hér á landi almenningi til heilla. Eftir Björn Rúnar Lúðvíksson » Öflugt vísindastarf er forsenda hag- sældar og öruggrar heil- brigðisþjónustu. Graf- alvarleg núverandi staða kallar á stofnun Heilbrigðisvísindasjóðs. Björn Rúnar Lúðvíksson Höfundur er formaður prófessoraráðs Landspítala. Heilbrigðisvísindi – almenningi til heilla Skýrar vísbendingar eru um skyndilega vakningu meðal skóla- æsku í mörgum Evr- ópulöndum og víðar vegna loftslagsbreyt- inga af mannavöldum sem kemur í hlut þeirra og komandi kynslóða að glíma við. Kveikjan að þessu verður rakin til sænsku stúlkunnar Greta Thunberg, sem var 15 ára þeg- ar hún sl. sumar hóf langa mótmæla- stöðu utan við þinghúsið í Stokkhólmi til að vekja athygli á þessu máli mála, aðgerðaleysi stjórnmálamanna og þögn fjölmiðla um raunverulega stöðu og horfur. Eins og fyrir tilviljun rauf hún þagnarmúrinn og hefur síð- an vakið heimsathygli með ræðu sinni á COP-24 í Katowice 3. desember sl. og aftur í Davos í síðasta mánuði. Framganga hennar hefur nú leitt til alþjóðlegrar hreyfingar meðal ungs fólks sem tekur sér frí frá skólagöngu einn dag í viku hverri til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum og á tengd- um sviðum umhverfismála. Í Þýska- landi náði þessi hreyfing fyrir mánuði til 120 borga og yfir 30 þúsund ung- menni höfðu þá tekið þátt í kröfu- göngum, sem efnt er til á föstudög- um. Síðan hefur boðskapurinn breiðst út til Bretlands þar sem þúsundir námsmanna hafa þyrpst út á götur og krafist aðgerða strax. Nú hefur föstu- dagurinn 15. mars nk. verið valinn fyrir sameinandi átak og til að vekja athygli á kröfunni um að hefjast verði handa strax fyrir alvöru gegn losun gróðurhúslofts og afleiddum breyt- ingum á umhverfi okkar. Þessi tíma- bæra krafa og öflugur stuðningur æskufólks við hana er ávöxtur net- samskipta sem ungt fólk tekur öðrum fremur þátt í. Aðeins áratugur enn til stefnu Samkvæmt Parísarsamkomulag- inu á árið 2030 að vera viðmiðun fyrir þjóðir heims sem þá eiga að hafa náð tökum á aukningu í losun þannig að meðalhiti á jörðinni fari ekki yfir 1,5°C fyrir miðja öldina og framvegis. Aðeins áratugur er þannig til stefnu og hann verður að nota til markvissra ákvarðana eigi ekki allt að fara á versta veg. Enn er allt í óvissu um hversu til tekst, og á síðasta ári mældist meðalhiti hærri en nokkru sinni fyrr. Nýlegir útreikn- ingar bresku veðurstof- unnar (MetOffice) benda til að á næstu 5 árum kunni meðalhiti eitthvert þessara ára að ná umræddum 1,5- gráðu mörkum og eyk- ur það ekki bjartsýni á framhaldið. Greta Thunberg og baráttu- félagar hennar benda réttilega á að enn sjáist fá ef nokkur merki um þær róttæku ákvarðanir sem taka verður eigi um- rædd markmið að nást. Þeim verði að fylgja gerbreyttur lífsstíll með rót- tækri lækkun á kolefnisspori, fyrst af öllu hjá iðnvæddum ríkjum, samhliða jöfnuði lífskjara á heimsvísu. Þau gagnrýna harðlega vettlingatök stjórnmálamanna og hversu fjöl- miðlar þegja þunnu hljóði um alvöru málsins og veita því lítið rúm. Ferða- iðnaðurinn með ómældri losun gróð- urhúsalofts frá flugvélum og skemmtiferðum og vöruflutningum loftsleiðis heimshorna milli er oft nefndur sem dæmi um sólund sem heyra verði sem fyrst sögunni til, eins og einnig skefjalaus notkun einkabíls- ins. Hergagnaiðnaður og stríðsátök kóróna síðan feigðarflanið. Fyrir norðurslóðir er mikið í húfi Fyrir almenning hér sem annars staðar er erfitt að gera sér grein fyrir þeim flóknu og margþættu afleiðing- um sem hlýnun lofts og sjávar muni hafa á okkar umhverfi og afkomu. Við þekkjum vel til kuldabola af langri sögu og eigin reynslu. Því finnst mörgum jákvætt að hann hefur þegar gefið nokkuð eftir og að frekari hlýn- un sé í vændum. Í Morgunblaðinu hafa ýmsir sérfróðir, konur og karlar, vikið að loftslagsbreytingum í við- tölum og nýlegum blaðagreinum. Af- ar fróðlegt viðtal við Trausta Jónsson veðurfræðing gaf af sér forsíðuupp- slátt (Mbl. 3. febrúar sl), enda mælir hann af víðtækri þekkingu og yfirsýn. Hann bendir réttilega á að margt óvænt geti fylgt hækkuðum meðal- hita á okkar slóðum. Þannig geti slæm kuldaköst komið í mjög hlýju veðurfari, eins og nýleg dæmi eru um frá meginlandi Evrópu. Ábending hans um að mikilvægt sé að trygg- ingasamfélagið sé tilbúið að taka á móti þeim breytingum sem verða í tengslum við hlýnun og bendir sér- staklega á hættuna af gróðureldum í því samhengi. Við það má bæta áhrif- um af hækkun sjávarborðs, einkum á vestanverðu landinu, að ekki sé talað um horfurnar ef Grænlandsjökull lætur undan síga. – Viðtal við Hrönn Egilsdóttur sjávarvistfræðing (Mbl. 8. febrúar sl.) um áhrif hlýnunar á fiskistofna var einnig mjög athyglis- vert um brýnt umhugsunarefni. Þar segir hún m.a.: „Við hreinlega vitum það ekki hvort þorskurinn geti eða geti ekki þraukað ef sjórinn hlýnar og súrnar á sama tíma“. Eina lausnin sé að reyna að stemma stigu við losun koltvísýrings, en súrnun sjávar er einkum rakin til þess að um fjórð- ungur útblásturs frá samgöngum og iðnaði blandist yfirborði sjávar. Hér er því mikið í húfi og rannsóknir í engu samræmi við áhættuna og breyttar aðstæður. Reynir á þolrif íslensks æskufólks á mörgum sviðum Æskufólk hérlendis veitir því ef- laust athygli sem er að gerast handan Atlantsála vegna loftslagsmála, enda síst minna í húfi hér en annars staðar. Þrátt fyrir ríkulegar endurnýjan- legar orkulindir er kolefnisfótspor Ís- lands, ekki síst vegna stóriðju, með því hæsta sem gerist og því mikið verk að vinna. Íslendingar eiga flest- um þjóðum meira undir náttúru- legum auðlindum og því er hófleg nýting þeirra og verndun lykilatriði fyrir framtíðarafkomu. Í því sam- hengi skiptir mestu að Ísland sem fullvalda ríki haldi óskertum yfirráð- um sínum yfir auðlindum lands og hafs innan efnahagslögsögunnar. Annað nærtækt atriði er verndun ís- lenskrar tungu og menningararfs sem henni tengist og einnig það brot- hætta fjöregg er í höndum þeirra sem nú eru ungir að árum. Eftir Hjörleif Guttormsson »Æskufólk víða um heim hefur valið föstudaginn 15. mars fyrir sameinandi átak og kröfu um skjótar aðgerðir gegn loftslagsháskanum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Loftslagsháskinn, uppreisn æskufólks og íslensk viðhorf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.