Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 14
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í öllum rekstri verða til gögn sem hægt er að nýta til hagræðingar og nýsköpunar. Með hverju árinu verður ódýrara og einfaldara að vinna úr þessum gögnum og þannig snjall- væða reksturinn. Þetta segir Sigur- gísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa. Hann segir hægt að finna fjölda- mörg dæmi þar sem tekist hefur að leysa krafta gagnanna úr læðingi. „Í spænska heilbrigðiskerfinu er t.d. búið að þróa kerfi þar sem gervi- greind leitar upplýsinga úr öllum læknaritum og skýrslum sem hægt er að finna – miklu meira efni en venju- legur læknir gæti nokkurn tíma lesið – og nota til að hjálpa til við sjúk- dómsgreiningu. Við komu eru ein- kenni sjúklinga skráð inn í kerfið sem síðan gerir tillögur að sjúkdómsgrein- ingu og léttir þannig vinnu læknanna.“ Sigurgísli nefnir annað dæmi úr ís- lensku viðskiptalífi: „Fyrirtæki á borð við Heimkaup, sem bjóða heimsend- ingu á matvöru, eru að gera áhuga- verðar tilraunir með þau gögn sem verða til við hverja sölu. Má t.d. greina innkaupahegðun fólks og nota til að beina til þeirra tillögum að vörum sem þeim gæti hugnast, eða auka þjónustuna með því að kynna þeim uppskriftir sem elda má með því hráefni sem er í innkaupakörfunni.“ Tæknin getur meira að segja nýst til að hafa betri yfirsýn yfir vinnustað- inn í rauntíma. Sem dæmi þar um nefnir Sigurgísli hvernig sumir spít- alar láta starfsfólk bera á sér n.k. ör- merki sem gera mögulegt að vakta staðsetningu lækna og hjúkrunar- fólks. „Spítalar eru stórir og flóknir vinnustaðir og getur aukið skilvirkni að vita t.d. hvar næsta sérfræðing er að finna ef sjúklingur með tiltekin ein- kenni kemur inn á bráðadeild.“ Fari varlega með öflugt tæki Tæknin að baki gagnavinnslunni verður sífellt ódýrari og segir Sigur- gísli að byggja megi á reynslu og starfi þeirra sem ruddu brautina. „Það er ekkert sem segir að megi t.d. ekki innleiða hér á landi sjúkdóms- greiningakerfið sem þróað var á Spáni, eða nýta ýmsa búta úr alls kyns kerfum til að finna verðmætar upplýsingar í gagnasöfnum íslenskra fyrirtækja, stytta ferla og auka þjón- ustu við viðskiptavini.“ Sigurgísli varar samt við að bæði fyrirtæki og stofnanir þurfa að reka gagnsöfn sín af fagmennsku og var- kárni. „Við snjallvæðingu vinnustaða skiptir öryggið höfuðmáli enda iðu- lega verið að vinna með viðkvæm gögn sem ýmist hafa að geyma per- sónulegar upplýsingar eða viðskipta- leyndarmál. Er skemmst að minnast frétta af íslensku bæjarfélagi sem vann mjög gagnlega greiningu á gögnum úr starfsemi bæjarfélagsins en fór ekki nógu gætilega svo að per- sónuupplýsingar lágu á glámbekk,“ segir hann. „Snjallvæðingin skapar mörg tækifæri í nýsköpun fyrirtækja og stofnana en það skiptir höfuðmáli að innleiðingin sé markviss og gerð með þarfir neytenda að leiðarljósi. Samhliða þarf að innleiða nauðsyn- lega ferla til að tryggja áhættustýr- ingu gagna og öryggismála almennt.“ Tímabært að virkja gögnin Framfarir Sigurgísli segir tækifærin leynast víða og notkun gervigreindar í spænska heilbrigðiskerfinu sé gott dæmi um það sem koma skal.  Finna má verðmæti í gagnasöfnum fyrirtækja en gæta þarf að örygginu 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 GLÆNÝ LÚÐUFLÖK 1990 KR/KG Stjórnvöld á Spáni og Marokkó und- irbúa að leggja lestarteina undir eða yfir Gíbraltarsund og þannig tengja saman Evrópu og Norður-Afríku. Fréttavefurinn Middle East Montior greinir frá þessu og hefur eftir tyrknesku fréttaveitunni Ana- dolu. Mohamed Najib Boulif, sam- gönguráðherra Marokkó, segir stefnt að því að lestarsamgöngur milli landanna geti hafist bráðlega og að hugmyndin hafi verið lengi til skoðunar. Framfarir í brúar- og gangagerð hafi gert það að verkum að nú er orðið tæknilega mögulegt að ráðast í framkvæmdina. Næstu eitt eða tvö árin á að rann- saka hvar best væri að láta brú eða göng liggja á milli landanna og í framhaldinu yrði hafist handa við að fjármagna verkefnið og ráðist í framkvæmdir. Verði lestartengingin að veru- leika gæti það orðið mikil lyftistöng í viðskiptum á milli álfanna. ai@mbl.is Vilja tengja Spán og Mar- okkó með lest AFP Keikir Konungarnir Filippus og Múhameð undirrituðu samninga um samstarf þjóðanna í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.