Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 21

Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 21 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Gönguferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun, með leið- beinanda, kl. 13. ATH! NÝTT, vatnslitun með leiðbeinanda kl. 13. Bíó í miðrými kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handa- vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatns- leikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15. Dalbraut 18-20 Brids kl. 14. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, blöðin liggja frammi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12. Byrjendanámskeið í línudansi kl. 10. Ganga kl. 10.15. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistar- námskeið hjá Margréti Zóphaníasd. kl. 12.30-15.30. Handavinnuhorn- ið kl. 13-15. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing um kvöldið. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverk- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben. kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30 kóræfing Söngvina. Gullsmári Postulíns hópur kl. 9. Handavinna kl. 13. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunsel Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga í Borgum kl. 9, ganga frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll kl. 10. Skartgripagerð í Borgum kl. 13 og félagsvist í Borgum kl. 13, tréutskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13, Gylfi leiðbeinir. Kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. nk. fimmtudag 21. febrúar verður félagsvist í salnum kl. 13.30. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.30, ZUMBA Gold fram- hald kl. 10.20. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. Tölvunámskeið kl. 13.30, leiðbeinandi Þórunn Óskarsdóttir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Finnur Berg-sveinsson fæddist 28. maí 1920 á Skálanesi í Gufudalssveit í Austur-Barða- strandarsýslu. Hann lést 11. febr- úar 2019 á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Bergsveinn Elidon Finnsson, f. í Hergilsey 1894, d. 1952, bóndi í Gufudal í Gufudalssveit, og kona hans Kristín Petrea Sveinsdóttir, f. í Hvallátrum 1894, d. 2000. Finnur var elstur af níu systkinum. Sammæðra var Ebba Aðalheiður Eyjólfsdóttir f. 1917, d. 1921. Alsystkini Finns eru: Ebba Aðalheiður, f. 1921, d. 2006, Guðmunda Elín, f. 1923, Sveinsína Pálína, f. 1925, d. 1977, Kristinn, f. 1927, Ólafur, f. 1929, Rebekka, f. 1934, og Reynir, f. 1938, d. 2018. Árið 1952 kvæntist hann Önnu Maríu Waltraut Lobers, f. Tengli hf. Vann hann víða um land, t.d. Þykkvabæ, Vopna- firði, Þórshöfn, Ólafsvík, Tálknafirði og Dalvík. Árin 1953-1959 vann hann hjá Raf- magnsfyrirtækinu Amper hf. Meistarabréf í rafvirkjun fékk hann í júní 1955. 1960-1984 var hann með sjálfstæðan atvinnu- rekstur á sviði raflagna og vann á ýmsum stöðum en mest fyrir Olíufélagið Esso og Bygg- ingarsamvinnufélagið Framtak. Þegar rafmagn var lagt í Gufu- dalssveitina lagði hann raf- magn í allflesta bæi í sveitinni. Hluta úr árunum 1960 og 1963 vann hann við raflagnir í Er- langen í Þýskalandi og dvaldi þá hjá tengdaforeldrum sínum sem bjuggu þar. Árin 1985- 1996 vann hann hjá Olíufélag- inu Esso. Þar lauk hann starfs- ævinni 76 ára. Varð útskurður í tré vetrarstarf hans næstu 14 veturna. Árið 1956 hófu 12 félagar, allt iðnaðarmenn, byggingu 12 íbúða fjölbýlishúss á Laugar- nesvegi 88-90. Vinnan við húsið var öll unnin eftir að vinnutíma lauk, því allir voru í fastri vinnu. Finnur flutti þar inn 1957 og bjó þar til 10 dögum fyrir andlátið. Útför Finns fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 18. febrúar 2019, klukkan 11. 1925 í Schlesien í Þýskalandi, d. 1994. Foreldrar hennar voru Mart- in Lobers bygg- ingameistari og kona hans Martha Lobers. Einkadótt- irin er Martha Val- þrúður Lobers, f. 1955. Hennar mað- ur er Sigurður Kristinn Gíslason, f. 1955, frá Seyðisfirði. Sonur þeirra er Finnur Marteinn f. 1993, kærasta hans er Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir, f. 1993. Vinkona Finns síðustu rúm 20 árin er Elínborg Guð- jónsdóttir, f. 1929. Finnur flutti í Gufudal vorið 1920 þegar foreldrar hans hófu þar búskap, þar ólst hann upp. Hann gekk í farskóla í sveitinni og í héraðsskólann í Reykjanesi árið 1938 og 1941. Vorið 1941 lá svo leiðin til Reykjavíkur í atvinnuleit. Vann þar næstu ár- in ýmis störf en lengst á lager hjá breska hernum. Árið 1947 hóf hann nám í rafvirkjun hjá Finnur tengdafaðir minn er látinn á 99. aldursári eftir skamma sjúkdómslegu. Hann hélt reisn sinni allt til loka og keyrði t.a.m. ótrauður á bifreið sinni þar til fyrir fimm mánuð- um. Finnur var einstakt val- menni og hvers manns hugljúfi, í þessu samhengi langar mig að vitna í orð samferðamanns hans og vinar til margra ára, þegar Finnur varð áttræður, sem lýsa honum býsna vel en hann hefur lítið breyst frá áttræðisafmæl- inu: „Nú er Finnur Bergsveins- son kominn á níræðisaldur og er lítil ellimerki á honum að sjá, ég held að ókunnugir myndu telja hann e.t.v á sextugsaldri, svo vel helst honum á allri reisn, fasi, framkomu, hreyfingum og öðr- um tilburðum, að engum dytti Elli kerling í hug. Orðið öldung- ur, sem oftast er notað í merk- ingunni gamall maður, jafnvel gamalmenni, kinoka ég mér við að nota um Finn. En orðið hefur raunar aðra merkingu, höfðingi, garpur, hetja og í þeirri merk- ingu væri réttlætanlegt að nota það um Finn. Ekki tel ég á því minnsta vafa, að það er fyrst og fremst lyndiseinkunn Finns, sem hefur haldið honum svo sí- ungum að menn villast enn á honum og miðaldra manni. Við- mót hans við guð og hvurn mann, hressileiki og hlýleiki í senn, auga og eyra fyrir því spaugilega, kímni hans og glettni, sem jafnan er hófstillt og aldrei særandi, það eru þessir eiginleika, sem hafa aflað honum vinsælda og virðingar allra, sem hafa kynnst honum auk þess að halda honum síungum. Eftir ára löng kynni veit ég að Finnur er góðum gáfum gæddur, vel les- inn, ljóðelskur og hagorður, en þó einkum þeirri tegund gáfna, sem sumir nefna karaktergreind og lætur öllum líða vel í návist hans.“ Finnur ólst upp í Gufudal í Austur-Barðastrandarsýslu við hefðbundin sveitastörf en fór rúmlega tvítugur til starfa suð- ur. Það er athyglisverð lýsing hans þegar hann kemur til starfa síðla árs 1942 til Reykja- víkur, sem sýnir að húsnæðis- vandræði eru ekki ný af nálinni en menn reyndu að bjarga sér með ýmsu móti. Hann vann 1942 í grjótnámi í Eskihlíð, þar sem nú stendur Keiluhöllin, um veturinn eftir áramót og fram á vor. Grjótið var mulið í sérstökum vélum og notað í steypuna, þegar verið var að steypa Reykjavíkurflug- völl. Finnur bjó með Sigurði Péturssyni frá Galtará og Sæ- mundi Óskarssyni frá Eyri í skúr, sem þeir byggðu í Efsta- sundi 52, fyrir áramót. Mjög mikil húsnæðisekla var í Reykja- vík á þessum árum svo þeir brugðu á það ráð að byggja smá skúr, 6-8 fermetra á lóð hjá manni, sem þeir þekktu. Skúrinn var rafmagns-, hita- og vatns- laus. Þetta var því mjög slæm vistarvera og ekki bætti það úr skák að mýs gengu þar út og inn! Kæri tengdapabbi, nú er kom- ið að leiðarlokum en ég mun njóta allra minninganna sem tengjast þér í gegnum árin og tel það mikil forréttindi að hafa kynnst og tengst slíkum heið- ursmanni sem þú varst. Sigurður Gíslason. Það var erfitt að þurfa að kveðja þig, afi. Þú varst ekki bara hluti af fjölskyldunni held- ur tryggur vinur og mín helsta fyrirmynd. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og sýndir öllu einlægan áhuga. Þú tókst mér alltaf opnum örmum og varst alltaf til í spjall. Ekkert málefni var þér óvið- komandi og þú varst einstaklega fróðleiksfús. Þú varst lygilega vel að þér í málefnum líðandi stundar og last hverja einustu blaðaklausu. Það var sama hvar drepið var niður, þú varst alltaf viðræðuhæfur og varst alltaf bú- inn að mynda þér skoðun, jafnt um pólitík og íþróttir, við gátum rætt um allt frá Vaðlaheiðar- göngunum til næsta andstæð- ings Gunnars Nelson. Þessi einskæri áhugi þinn á öllu og öllum smitaði út frá sér og fólk gat ekki annað en leitað í þig og félagsskap þinn. Þú komst fram við alla af virðingu og góðmennsku og því ekki skrítið að þú hafir verið aðal- maðurinn í Kolaportinu og Breiðfirðingabúð. Meira að segja undir það síðasta á líkn- ardeildinni var sjarminn þinn umtalaður og allir fundu fyrir hlýrri nærveru þinni. Þó að það sé erfitt að kveðja er samt ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir tímann sem ég fékk með þér og allar dýr- mætu minningarnar sem munu lifa um ókomin ár. Hvað það var spennandi að fá að sitja fram í í bílnum þínum þegar ég var lítill. Heilu stæðurnar af bláum ópal sem við borðuðum saman og all- ar dósirnar af Ora-fiskibollun- um. Spjallið inni í stofu um allt og ekkert. Vinkið bless úr glugg- anum á 2. hæð á Laugarnesveg- inum í hvert skipti sem við kvöddumst. Þegar þú gafst mér fyrsta gítarinn minn og þegar ég tileinkaði þér síðasta lagið á burtfarartónleikunum mínum. Ég hlakka til að sjá þig síðar, kæri nafni, þú mátt vera stoltur af árunum þínum 98. Finnur Marteinn Sigurðsson. Elsku Finnur minn. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. Eftir situr stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Það er erfitt að hugsa til þess að hitta þig ekki daglega eða tala við þig í símann. Það er erfitt að finna ekki lengur fyrir þeirri einstöku ljúfu nærveru sem þú hafðir ávallt. En minningarnar lifa og hlýja manni. Minningar um mann sem ávallt var tilbúinn að hlusta. Minningar um ljúfan og einstak- lega góðan mann sem hafði áhuga á öllu sem allir tóku sér fyrir hendur. Lífsfélagi sem var alltaf til í að taka sporið eða kaffisopa í Kolaportinu. Ferða- félagi sem var alltaf til í ferðalög hvort sem það var erlendis eða innanlands. Hver dagur var ánægjulegur og allar samræður upplífgandi. Það hefði ekki verið hægt að biðja um betri ferða- félaga í gegnum efri árin en þig. Vinátta okkar sem við áttum síðastliðna tvo áratugi mun lifa sem ljós í mínu lífi fram á síð- asta dag. Hvíldu í friði, kæri vin- ur, og takk fyrir góðu árin. Elínborg Guðjónsdóttir. Finnur fæddist hinn 28. maí árið 1920 á Skálanesi í Gufudals- sveit. Hann lést 11. febrúar síð- astliðinn. Móðir hans var Kristín Petra Sveinsdóttir, dóttir Sveins Péturssonar og Pálínu Tómas- dóttur. Faðir hans var Berg- sveinn Elidon Finnsson bóndi í Gufudal. Hann var sonur Elínar Elidonsdóttur og Finns Gísla- sonar frá Illugastöðum. Finnur ólst upp við almenn sveitastörf, elstur af átta systk- inum. Þau eru: Ebba Aðalheiður, f. 1921, d. 2006, Guðmunda Elín, f. 1923, Sveinsína Pálína, f. 1924, d. 1977, Kristinn, f. 1927, Ólafur, f. 1929, Rebekka, f. 1934, og Reynir, f. 1938, d. 2018. Farkennsla var í sveitinni og dvaldi kennarinn nokkrar vikur á hverjum bæ. Árið 1938 var Finnur í þrjá mánuði í Reykja- nesskólanum, og aftur 1941 í sama tíma. Heima í Gufudal var hann um heyskapartímann mörg fyrstu árin og sótti héraðsmót og aðrar skemmtanir sem voru í sveitun- um. Hann vann lengi hjá „Camp Tower Hill“, sem var lager fyrir breska flugherinn á Reykjavík- urflugvelli. Í ágúst mánuði 1946 eignaðist hann sinn fyrsta bíl, Willys-jeppa B 48. Einn daginn kom Ari Guð- mundsson og bað um aðstoðar- mann sem ekki væri lofthrædd- ur, Finnur bauð sig fram. Starfið fólst í því að sjá um allt rafmagn á vellinum og víðar. Hæstu stað- irnir voru möstrin á Vatnsenda- hæð. Finnur hóf rafvirkjanám hjá Tengli árið 1948. Hann komst á samning og bauðst samningur með verkamannakaupi. Vinnan hjá Tengli jókst í vinnu víða um land, þeir unnu víða fyrir Kaup- félögin og sveitarfélög. Finnur trúlofaðist Waltraut í ágúst 1951. Þau giftu sig svo í Laugarnes- kirkju hjá séra Garðari Svavars- syni. Finnur vann í Ólafsvík, Hellis- sandi og Tálknafirði sumarið ’53. Waltraut dvaldi í Gufudal í um sex vikur á meðan hann vann á Tálknafirði. Í september fluttu þau svo til Dalvíkur, þar sem dvöldu þar til í júlí 1955 og eftir það í Reykjavík. Laugarnesvegur 88-94 var byggður í sjálfboðavinnu og varð fokheldur um áramótin 1956- 1957. Þau fluttu inn í íbúðina ekki fullkláraða í júní eða júlí 1957. Árið 1985 bauðst honum fast starf hjá Olíufélaginu og þáði það enda þaulkunnugur öllu þar sem verktaki í fjölda ára. Þar vann hann í 11 ár, til 76 ára aldurs, þá hættu allir yfir 70 ára. Hann fór á námskeið í útskurði og vann við það í mörg ár, liggja eftir hann margir listilega gerðir gripir. Waltraut átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár ævi sinnar og eftir árs legu á sjúkrahúsi and- aðist hún 1. febrúar 1994. Sjúk- dómurinn var krabbamein í lifur. Finnur var alla tíð ötull stuðn- ingsmaður framfaramála heima- sveitar sinnar. Hann vann við raflagnir á flestum bæjum í sveitinni og fengu bændur að borga efnið, en oftast ekki vinn- una. Gufudalskirkju lagði hann í og gaf vinnuna. Hann hafði mikinn áhuga á framgangi endurbyggingar veg- arins um Gufudalssveit og skrif- aði um það í blöð. Þau komu að Gufudal í mörg ár og dvöldu þá í smátíma að sumarlagi og stund- um komu ættmenni frá Þýska- landi. Það er margs að minnast, hann var drengur góður. Ég votta Mörtu, Sigga, Finni Marteini, kærustu og henni Ellu vinkonu hans innilega samúð. Bestu þakkir fyrir samfylgd- ina um langa ævidaga. Kristinn Bergsveinsson. í dag kveðjum við góðan vin og einstakt ljúfmenni, Finn Berg- sveinsson frá Gufudal. Við hjónin og krakkarnir kynnumst honum fyrir rúmum 20 árum þegar hann og mamma voru að kynnast og verða félagar. Það kom strax í ljós hvaða gæða- mann hann hafði að geyma. Allt- af svo ljúfur og hafði einstaklega góða nærveru. Hann sýndi öllum áhuga og virðingu sem hann ræddi við. Hann gaf sér alltaf góðan tíma til að spjalla hvort sem það var við okkur eða börn- in. Eitt af hans áhugamálum voru byggingaframkvæmdir og vegagerð um allt land en þá helst vegagerð í sinni sveit sem honum þótti einstaklega vænt um. Þegar við fórum í bíltúr voru nýjar framkvæmdir skoðaðar ef færi gafst. Það var einstaklega gaman að fara með honum og mömmu í sveitina hans fyrir vestan og fá að heyra sögurnar þeirra frá fyrri tíð. Elsku Finnur okkar, þín verð- ur sárt saknað en minningin lifir um góðan mann. Þínir vinir Hjördís, Óskar og fjölskylda. Finnur Bergsveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.