Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að íhuga vandlega með hvaða hætti þú ætlar að ná takmarki þínu. Vertu umfram allt varkár en ekki öfgafull/ ur. 20. apríl - 20. maí  Naut Maki þinn vill gera eitthvað á heim- ilinu sem ekki er samstaða um. Málamiðl- ana er þörf. Gættu þess að falla ekki fyrir freistingum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Peningar munu flæða til þín á næstu mánuðum. Dugnaður þinn skilar þér vel áfram og það er þægileg tilfinning sem þú skalt njóta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er í góðu lagi að gera sér glaðan dag ef þú gætir þess bara að það bitni hvorki á vinum þínum eða vinnu. Ef þú segir frá leyndarmáli sem þú varst beð- in/n fyrir ertu í slæmum málum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir og margir reyna að ota sínu fram. Þér verður falið stórt verk- efni næstu mánuði. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú tekur skuldbindingar þínar varð- andi börn alvarlega. Ekki eru allir sáttir með skoðanir þínar á viðkvæmu máli en þú nærð að sannfæra viðkomandi að lok- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú hafir margt á þinni könnu máttu ekki hunsa vin sem væntir þess að heyra frá þér. Það að gera góðverk hressir sálina, prófaðu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað vex þér í augum svo mikið að þú ættir að leita hjálpar. Þú verð- ur sterkari á eftir. Það fjölgar í fjölskyld- unni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eitthvað sem þú hélt að þú skildir virðist flóknara en þú hélt. Ein- hverjar nágrannaerjur eru í uppsiglingu en þær verða ekki langlífar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft á allri þinni þolinmæði að halda til þess að koma þínum málum í framkvæmd. Sýndu úr hverju þú ert gerð/ ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað sem tengist þínu gæti skyndilega orðið á allra vitorði. Mundu að dramb er falli næst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að það er ákveðið frelsi fólgið í því að sleppa tökunum á öðrum. Þú ert þinnar gæfu smiður. Útsýnispallur á Bolafjalli fyrirvestan, sem Bolvíkingar ætla að setja upp, verður frábær viðbót í ferðaþjónustunni vestra. Af fjallinu sést vítt yfir Ísafjarðardjúpið og norður að Hornströndum. Ef ekki væri halli jarðar myndi meira að segja djarfa fyrir hæstu tindum á austurströnd Grænlands, sem er ekki í nema um 300 kílómetra fjar- lægð frá Íslandi. Á ferðalagi vestra fyrir nokkrum árum var Víkverji á Bolafjalli klukkan fjögur á sumar- nóttu og horfði á miðnætursólina dansa á haffletinum. Það var stór- kostleg sýn. En hann hefur líka verið á fjallinu í grárri þoku þar sem skyggnið var varla nema arms- lengdin. Ratsjárstöðin dularfulla var í felum. En í þessu felst nú ævintýrið; landið og náttúran breytist sífellt og skapa þarf góðar aðstæður til þess að fólk megi njóta. Bolafjall með góðri aðstöðu er líklegt til vinsælda. x x x Reyndar þarf ekki alltaf að faralangt, til dæmis út frá höfuð- borgarsvæðinu, til þess að finna mjög áhugaverða staði. Kannski eru allir hættir að fara í sunnudagsbílt- úra sem svo voru kallaðir, en fái sér einhver slíka salíbunu kemur Hval- fjörðurinn sterkur inn. Kjósin er gróin og góð, innarlega í firðinum er náttúruvættið Steðji sem er friðlýst. Margir kalla það raunar Staupa- stein, en kletturinn er líkastur kok- teilglasinu sem 007, James Bond sem var njósnari hennar hátignar, hafði gjarnan í hendi. Fer þó engum sög- um af útkíkki hans í Hvalfirði, jafn- vel þó að spennuþættirnir Ófærð séu teknir upp að stórum hluta á þeim slóðum. x x x Eftir að gjaldheimtu í Hvalfjarðar-göngum var hætt í haust má segja að Akranes hafi færst enn nær höfuðborginni. Það er gaman að skreppa á Skagann; bæjarmyndin er falleg og á þessum gamalgróna út- gerðarstað má sjá öll stílbrigði í húsagerð. Svo er líka fín íþrótta- aðstaða á Akranesi, söfn, kaffihús og fleira. Hætt er þó við að staðurinn missi nokkurn svip þegar gamli sem- entsskorsteinninn verður felldur. vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1.12) KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Á fésbókarsíðu sinni hefurHjálmar Freysteinsson orð á því að það sé gaman að því að búa til löng orð: Ekki minnkar munaðsvörusalan; á markaðnum er fjör. Landsbankastjóralaunavísitalan leiðréttir okkar kjör. Og enn orti hann: Efnahagsmálaástandið ekki var með felldu. Landsbankastjóralaunaskrið var lengra en sumir héldu. Þórður Pálsson svaraði: Lítil vinna launin há læðist að mér grunur. Að það verði áfram já einhver launamunur. Ég hef verið spurður hver sé höf- undur þessarar vísu og hver tildrög hennar. Vænt þætti mér um ef ein- hver lesenda Vísnahorns kynni svarið að hann sendi mér það á net- fang mitt (halldorblondal@sim- net.is): Ef ertu til Drottinn, og eig’ég mér sál og ætlirð’að typt’ana í reiði. Þá sett’ana í frost, í bruneða bál en bara ekki á Þingmannaheiði. Guðmundur Arnfinnsson kallar þessa limru „Harðýðgi“ á Boðnar- miði: Kúgun hann Kormákur bjó við, því konan hans vininum sló við rúmstokkinn og ræfilinn rassskellti síðan og hló við. Gylfi Þorkelsson yrkir: Að ’drepi mann of mikill asinn’ er aðal nútímafrasinn. Til að sporna við því spái ég í að liggja í bælinu, lasinn. Hallmundur Kristinsson segir að þessi vísa sé ekki ný, en hvort hún eigi eftir að verða viðeigandi eitt- hvað á næstunni sé óljóst enn. Verkfallsöldu burt er bægt. Björt er framtíð landans. Þó er eins og þokist hægt þjóðin öll til fjandans. Ingólfur Ómar Ármannsson gáir að vanda að veðri og himin- tunglum: Hátt á skjánum skimað fær skerpir brána óðum. Fullur máni merlar skær á myrkum ránarslóðum. Hér er morgunvers Guðmundar Arnfinnssonar: Frostkaldur febrúardagur, fönn þekur grundir og bala, himinninn heiður og fagur, og hanarnir farnir að gala. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Löng orð og Þingmannaheiði „því miÐUR, ÉG Á EKKI HNETUR. ÉG Á HINS VEGAR GEÐDEYFÐARLYF …” „einhverjar séróskir?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að róa saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ VAR EKKI NÆGUR TÍMI Í DEGINUM TIL ÞESS AÐ KLÁRA ALLT DÆS EN ÉG VAKTI NÁTTÚRULEGA AÐEINS Í 45 MÍNÚTUR HÚN SITUR ALVEG VIÐ HLIÐINA Á ÞÉR! TALAÐU VIÐ HANA! HÚN HEFUR EKKI ÁHUGA Á MÉR! ÉG SÉ ÞAÐ Í AUGUNUM Á HENNI! HÚN ER BÚIN AÐ STARA Á GAURINN BEINT Á MÓTI Í ALLT KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.