Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Í YFIRRÉTTI ( E. HIGH COURT OF JUSTICE) Nr. CR-2018-009151
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES
GJALDÞROTA- OG FYRIRTÆKJADÓMSTÓLLINN (E. INSOLVENCY AND COMPANIES LIST) (ChD)
VARÐANDI
ROYAL & SUN ALLIANCE INSURANCE PLC
- og -
VARÐANDI
THE MARINE INSURANCE COMPANY LIMITED
- og -
VARÐANDI
MERCANTILE INDEMNITY COMPANY LIMITED
- og -
VARÐANDI
LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000
(E. THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000)
Hér með tilkynnist að hinn 17. desember 2019 lögðu ofangreind fyrirtæki, Royal & Sun Alliance Insurance plc („RSAI“) og The
Marine Insurance Company Limited („MIC”) (saman nefnd „framseljendur“) og Mercantile Indemnity Company Limited
(„framsalshafi“), fram beiðni skv. 107 gr. breskra laga um fjármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services and
Markets Act 2000) („lögin“) hjá yfirréttinum High Court of Justice of England and Wales, um úrskurði:
(1) samkvæmt 111. gr. laganna, sem heimilar áætlun („áætlunin“) um:
(a) framsal til framsalshafa á tilteknum frumtryggingum og endurtryggingum sem framseljendurnir hafa veitt, nánar tiltekið
ákveðnum almennum fyrirtækjatryggingum í Bretlandi; og
(b) setningu viðbótarákvæða um framkvæmd áætlunarinnar skv. 112. gr. laganna.
Eftirfarandi skjöl eru fáanleg og getur hver sem er náð í þau endurgjaldslaust með því að hlaða þeim niður af vefsíðunni
(www.rsagroup.com/RSATransfers) eða með því að senda beiðni með tölvupósti á RSATransfers@equiniti.com, eða með skriflegri
beiðni til RSA Insurance Group, 20 Fenchurch Street, London EC3M 3AU, United Kingdom (Attention: Jonathan Colson), eða
með því að hringja í þjónustusíma áætlunarinnar í númerinu +44 121 415 0966 hvenær sem er þar til úrskurður fellur um að
heimila áætlunina:
– eintak af áætlunarskjalinu;
– eintak af skýrslu um skilmála áætlunarinnar, sem er samin af óháðum sérfræðingi í samræmi við 109. gr. laganna;
– samskiptapakki, sem hefur að geyma yfirlit um skilmála áætlunarinnar og samantekt á skýrslu óháða sérfræðingsins.
Vakni spurningar um áætlunina eða vanti nánari upplýsingar má hafa samband við okkur með ofangreindum samskiptaleiðum.
Eðli hinnar framseldu starfsemi er mismunandi milli RSAI og MIC, en í báðum tilfellum er um að ræða hluta af starfsemi þeirra á
sviði almennra fyrirtækjatrygginga.
Ætlunin með áætluninni er að framselja frá RSAI til framsalshafans tilteknar almennar fyrirtækjatryggingar, þ. á m.
ábyrgðartryggingar, sem voru annað hvort: (i) veittar af eða fyrir hönd RSAI fyrir árið 2006 eða (ii) veittar af eða fyrir hönd einhvers
annars vátryggjanda fyrir árið 2006 og framseldar til RSAI fyrir 7. febrúar 2017. Vátryggingar sem varða eingöngu
ábyrgðartryggingar ökutækja og skipa/báta, eða sem voru veittar af útibúi eða umboðsaðila sem er skráður eða með lögheimili
utan Bretlands, eru undanskildar áætluninni, og sama gildir um tilteknar aðrar vátryggingar sem eru sérstaklega undanskildar.
Ætlunin með áætluninni er að framselja frá MIC til framsalshafans eftirfarandi flokka almennra fyrirtækjatrygginga sem voru
veittar annað hvort: (i) af eða fyrir hönd MIC eða (ii) af eða fyrir hönd einhvers annars vátryggjanda og framseldar til MIC fyrir
7. febrúar 2017:
(A) allar vátryggingar fyrir sjávarorkuiðnað sem veittar voru fyrir árið 2004;
(B) allar aðrar sjótryggingar sem veittar voru fyrir árið 1997; og
(C) allar flugtryggingar sem veittar voru fyrir árið 2009.
Með áætluninni verða ýmsir viðskiptasamningar einnig framseldir frá RSAI og MIC til framsalshafans, þ.m.t. tilteknir samningar um
keyptar endurtryggingar að hluta eða í heild. Starfsemi framseljendanna, sem felur í sér vátryggingar og viðskiptasamninga auk
tengdra eigna og skulda, sem til stendur að framselja til framsalshafans samkvæmt áætluninni myndar „hina framseldu starfsemi“.
Með áætluninni framseljast réttindi og skyldur framseljendanna samkvæmt almennu fyrirtækjatryggingunum sem eru hluti hinnar
framseldu starfsemi (sem nefnast „framseldir vátryggingarsamningar“) án breytinga til Mercantile. Vátryggingartakar samkvæmt
framseldum vátryggingarsamningum (og endanlegir rétthafar samkvæmt slíkum samningum) munu frá og með kl. 00.01 BST (að
breskum sumartíma) hinn 1. júlí 2019 (eða á þeim síðari tíma og/eða síðari degi sem framseljendurnir og framsalshafinn kunna
að koma sér saman um) („gildistökudagur“) öðlast sömu réttindi gagnvart framsalshafanum og þeir áttu gagnvart framsalshöfunum
samkvæmt framseldum vátryggingarsamningum og falla þá niður öll slík réttindi þeirra gagnvart framsalshöfunum.
Vátryggingartökum samkvæmt framseldum vátryggingarsamningum verður með svipuðum hætti skylt að standa skil gagnvart
framsalshafanum á hvers kyns frekari eða viðbættum iðgjöldum eða öðrum fjárhæðum sem af samningunum leiða ef og þegar
þau koma til greiðslu. Ábyrgð á afgreiðslu krafna samkvæmt framseldum vátryggingarsamningum, sem eru sem stendur afgreiddar
af eða fyrir hönd framseljendanna, yfirfærist til framsalshafans. Framsalshafinn mun eiga rétt á öllum vörnum, kröfum, gagnkröfum
og rétti til skuldajöfnunar samkvæmt framseldum vátryggingarsamningum og framseljendurnir hefðu átt rétt á fyrir gildistökudaginn.
Með fyrirvara um vissar undantekningar munu allar eignir og skuldir sem felast í, hljótast af eða tengjast hinni framseldu starfsemi
yfirfærast til framsalshafans frá og með gildistökudeginum. Einnig framseljast ýmsir viðskiptasamningar, sem verða þannig
samningar milli framsalshafans og viðkomandi þriðja aðila. Áætlunin verður gild og bindandi fyrir gagnaðila slíkra samninga
jafnvel þótt sömu samningar kveði á um takmarkanir á framsali.
Beiðnin verður tekin fyrir í High Court of Justice of England andWales, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London, EC4A 1NL, Bretlandi,
hinn 13. júní 2019. Telji einhver að áætlunin geti haft neikvæð áhrif á sig hefur sá hinn sami rétt til að koma sjónarmiðum sínum
á framfæri og/eða mæta á dómþingið. Þess er vinsamlegast farið á leit að hver sá sem hyggst koma sjónarmiðum sínum á framfæri
(hvort sem er skriflega eða símleiðis) og/eða mæta á dómþingið (hvort sem er í eigin persónu eða gegnum lagalegt fyrirsvar) hafi
samband við RSA í síma +44 121 415 0966 eða skriflega með því að senda tölvupóst á neðangreint netfang eins fljótt og auðið
er, og fyrir 13. júní 2019, til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Þetta mun gera framseljendunum og framsalshafanum kleift
að tilkynna hvers kyns breytingar í tengslum við dómþingið og, þegar unnt er, ráða bót á vandamálum sem tilkynnt er um áður
en dómþing er haldið. Berist umbeðin tilkynning ekki verður samt sem áður heimilt að mæta á dómþingið, hvort sem er í eigin
persónu eða gegnum lagalegt fyrirsvar.
Jonathan Colson
RSA Insurance Group
20 Fenchurch Street, London EC3M 3AU, Bretlandi
RSATransfers@equiniti.com
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þegar eitt af skilningarvitunum
vantar er stundum eins og önnur
eflist. Eitt af því sem heyrnarlaust
fólk hefur sterkara fram yfir aðra
er umhverfislæsi og að leggja
saman tvo og tvo af því sem fyrir
augu ber. Það er nefnilega ekki
allt sem sýnist í henni veröld,“ seg-
ir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir for-
maður Félags heyrnarlausra.
Þann 11. febrúar sl. var Dag-
ur íslenska táknmálsins. Af því til-
efni efnt til ýmissa viðburða þar
sem vakin var athygli á stöðu
málsins en á Íslandi eru í dag um
200 manns sem reiða sig á táknmál
til tjáningar og samskipta. Á bak
við þá tölu eru svo fjölskyldur við-
komandi, svo daglegir notendur
táknmálsins eru mun fleiri í reynd.
Grunnskóli án aðgreiningar
gengur ekki upp
„Í skólum landsins þarf að
gera miklu betur í þjónustu við
heyrnarlausra svo þeir geti til
jafns við aðra verið fullgildir þátt-
takendur í samfélaginu. Hér í
Reykjavík er sérstakt táknmáls-
svið við Hlíðaskóla en annars fara
nemendur sem eru heyrnarlausir,
eða döff eins og við köllum okkur
stundum, í almennar bekkjaeildir.
Mín skoðun er annars sú að grunn-
skóli án aðgreiningar gangi ekki
upp þegar í hlut eiga börn sem
nota íslenska táknmálið,“ segir
Heiðdís og heldur áfram.
„Að vera í umhverfi þar sem
allir tala táknmál gefur umhverf-
inu ríkulegt málumhverfi – og höf-
um líka í huga að táknmáli er
viðurkennd tunga og móðurmál
okkar sem ekki heyrum. Heyrnar-
laus börn þurfa sömuleiðis að hafa
kennara sem er í sömu stöðu og
þau. Slíkt myndi veita þeim félags-
legan styrk, sem er mikilvægt því
heyrnarlausir eru klárlega í meiri
hættu en aðrir að þróa með sér
brotna sjálfsmynd og oft er náms-
árangurinn ekki sem skyldi. For-
eldrar hafa oftsinnis leitað til okk-
ar og vakið athygli á að ekki sé á
íslenska táknmálinu tiltækt náms-
efni sem þarf. Úr því verður að
bæta.“
Túlkun byggir brú
Á bak við íslenska tákmálið
eru list og margir lyklar. Þetta er
fullgilt tungumál sem hefur sína
eign málfræði, málýskur, ýmsar
formgerðir tjáningar og svo mætti
áfram telja. „Tjáningin fer fram
með höndum, líkama, andliti og
milljón svipbrigðum,“ segir Heið-
dís Dögg sem víkur að túlkaþjón-
ustu sem skiptir heyrnarlausa
miklu máli. Þar snýst málið um að
byggja brú milli heyrnarlausra og
þeirra sem ekki kunna íslenska
táknmálið.
Í dag eiga notendur heilbrigð-
isþjónustunnar eiga rétt á túlkun
vegna laga um réttindi sjúklinga.
Nemar eiga sömuleiðis þennan
rétt í krafti grunnskólalaga. Þá er
í menntamálaráðuneytinu til stað-
ar sjóður sem greiðir endurgjalds-
lausa túlkun svo sem í banka-
viðskiptum, samskiptum við lög-
fræðinga, fasteignaviðskipti og
sambærilegt.Meira þarf því til svo
félagsleg einangrun verði ekki
hlutskipti heyrnarlausra.
Á Íslandi er hópur döfffólks
með ágæta menntun sem fær þó
ekki tækifæri á vinnumarkaði þar
sem túlkaþjónusta þar býðst ekki.
Þar verða stjórnvöld að bæta úr,
segir Heiðdís sem leggur áherslu á
að tækni nútímans hafi mjög auð-
veldað líf heyrnarlausra til muna.
Snjallsímar eru þarfaþing og netið
með öllum sínum gagnalindum og
möguleikum á gagnvirkum sam-
skiptum hefur opnað dyr sem áður
voru lokaðar. “
Ljónheppin í lífinu
Hjúkrunarfræðingurinn
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir fékk
sem kornabarn svonefnda CMV-
veiru sem talin er orsök heyrnar-
leysis hennar. „Mér finnst samt
sem áður ég hafa verið ljónheppin
í lífinu og hefði ekki kosið mér
annað hlutskipti. Ég er alin upp af
foreldrum og með fjölskyldu sem
tóku mér eins og ég var. Þau
leyfðu mér að læra á lífið og af
mistökum. Ég kynntist fyrst tákn-
máli þegar ég var ellefu ára og ég
er endalaust þakklát fyrir að hafa
fengið að tilheyra samfélagi döff
og menningu þess. Ef sjálfsmyndin
er í góðu lagi og ungt fólk er sátt
við sjálft sig er ekkert mál að
plumma sig í lífinu þó maður sé
döff. Að verða virkur þjóðfélags-
þegn er samt alltaf auðveldara ef
skilningur og viðhorf samfélags-
ins eru til staðar og góð túlkaþjón-
usta tryggð.“
Túlkaþjónustu á íslenska táknmálinu verði efld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Formaður Heyrnarlaust fólk hefur sterkt umhverfislæsi og leggur saman tvo og tvo, segir Heiðdís Dögg.
Með milljón svipbrigðum
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er
fædd árið 1980. Hún er fyrst
og fremst móðir þriggja frá-
bærra barna, er hjúkr-
unarfræðingur að mennt og
starfar í dag sem formaður Fé-
lags heyrnarlausra.
Í gegnum árin hefur Heiðdís
sinnt ýmsum störfum, m.a. á
barnasviði Landspítala og á
heilsugæslu í Glæsibæ.
Hver er hún?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Biokraft ehf. ber að gera ratsjár-
mælingar við athuganir á farleið-
um fugla um fyrirhugaðan vind-
orkugarð norðan við Þykkvabæ,
Vindaborgir. Skipulagsstofnun
gerði það að skilyrði við afgreiðslu
á matsáætlun fyrir framkvæmdina.
Biokraft telur þessa kröfu óhóflega
og ekki í samræmi við kröfur í ná-
grannalöndunum en úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
staðfesti ákvörðun Skipulagsstofn-
unar.
Biokraft hyggst koma upp vind-
orkugarði við Austurbæjarmýri,
um 2,3 km norðan við Þykkvabæ.
Þar er áætlað að reisa 13 vindmyll-
ur á 92 metra háum möstrum.
Hæsti punktur spaða í efstu stöðu
yrði tæpir 150 metrar.
Mikilvæg farleið fugla
Á þessu svæði er gróskumikið
fuglalíf og telur Náttúrufræði-
stofnun Íslands að það sé í einni af
meginfarleiðum farfugla til og frá
landinu vor og haust og margir
fuglar dvelji á svæðinu á öllum árs-
tímum. Er því talin hætta á að
fuglar fljúgi á vindmyllurnar.
Skipulagsstofnun féllst á fram-
lagða tillögu að matsáætlun í apríl
2017 með nokkrum athugasemd-
um. Ein var sú að leggja þyrfti
mat á áhrif vindorkuversins á fugla
með ratsjármælingum og öðrum
aðferðum, eins og gert er í Skot-
landi. Er miðað við að slíkar at-
huganir fari fram í tvö ár. Var það
gert að tillögu Náttúrufræðistofn-
unar.
Gæti kostað 100 milljónir
Biokraft mótmælti þessu meðal
annars með þeim rökum að rat-
sjármælingar hefðu ekki verið
framkvæmdar við undirbúning
tuga nýlegra vindorkuverkefna í
Evrópu. Í kæru til úrskurðar-
nefndar kom fram að Biokraft teldi
þessar kröfur úr hófi fram og ekki
í samræmi við aðferðir sem not-
aðar eru í nágrannalöndunum.
Ekkert liggi fyrir um að skoska að-
ferðin skili nákvæmari niðurstöð-
um. Geti kostnaður við rannsóknir
sem Náttúrufræðistofnun leggur
til numið allt að 100 milljónum kr.
Úrskurðarnefndin féllst á rök
Skipulagsstofnunar og stendur
ákvörðun hennar óröskuð.
Geri ratsjármælingar á farleiðum fugla
Skipulagsstofnun krefst nýrra aðferða við rannsóknir vegna mats á umhverfisáhrifum vindorkuvers
Morgunblaðið/RAX
Vindrafstöð Biokraft rekur nú þeg-
ar eina vindrafstöð í Þykkvabæ.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Félagssamtökin Verndum Víkurgarð,
sem berjast fyrir friðlýsingu Víkur-
kirkjugarðsins í miðbæ Reykjavíkur,
komu saman í Iðnó á laugardaginn og
hvöttu Lilju Alfreðsdóttur, mennta-
og menningarmálaráðherra, til þess
að ljúka friðlýsingu garðsins að aust-
ustu mörkum hans eins og þau voru
skilgreind árið 1838.
Í viðtali í Silfrinu í gær lýsti Lilja
því yfir að hún myndi kynna ákvörðun
sína um friðlýsingu Víkurgarðsins
síðdegis í dag og myndi fara eftir lög-
um um minjavernd. Harðvítugar deil-
ur eru um framtíð svæðisins vegna
byggingar hótels við hliðina á Fógeta-
garðinum þar sem Landsímahúsið
stóð áður.
„Þetta er einn helgasti staður
landsins, það er enginn vafi í mínum
huga,“ sagði Lilja í viðtalinu. „En við
erum auðvitað að fara yfir sjónarmið í
þessu máli.“
Ákvörðun um friðun
Víkurgarðs kynnt í dag
Framtíð „helgireits“ ráðin síðdegis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vernd Fógetagarðurinn, hluti af
Víkurgarðinum í miðbænum.