Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 32
Jón Svavar Jósefsson bassbartítón
og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
píanóleikari koma fram á Tíbrár-
tónleikum í Salnum annað kvöld,
þriðjudag, undir yfirskriftinni
Vetrarkyrrð. Á efnisskránni eru ljóð
og lög um veturinn. Samspil þeirra
Guðrúnar og Jóns spannar nú rúm-
an áratug þótt ung séu að aldri og
hafa þau komið fram víða.
Vetrarkyrrð Jóns Svav-
ars og Guðrúnar Dalíu
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 49. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Bandaríkjakonan Mikaela Shiffrin
varð um helgina heimsmeistari í
svigi kvenna á HM í alpagreinum í
Åre í Svíþjóð. Hún hefur nú unnið
gullverðlaun í svigi á fjórum heims-
meistaramótum í röð en hún verður
24 ára gömul í mars. Hún var aðeins
18 ára gömul þegar hún vann fyrst
gullverðlaun á HM í svigi í Schlad-
ming í Austurríki árið 2013. »2
Schiffrin fjórfaldur
heimsmeistari í svigi
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Valur varð bikarmeistari kvenna í
körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu
félagsins á laugardaginn þegar liðið
lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik
í Laugardalshöllinni. Stuðn-
ingsmenn Stjörnunnar
tóku hins vegar gleði
sína á ný nokkrum
klukkutímum síðar
þegar Stjarnan
sigraði Njarðvík í
úrslitaleiknum í
karlaflokki. Var
það fjórði bikar-
meistaratitill
Stjörnunnar í
körfuboltanum
en sá fyrsti
kom ekki fyrr
en árið 2009.
»4-5
Nýr kafli skrifaður
í langri sögu Vals
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Frumsýningin gekk eins og í sögu
og það voru allir í sæluvímu eftir
hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason,
annar aðalleikarinn í söngleiknum
Xanadú sem nemendur Verslunar-
skóla Íslands frumsýndu á dögunum.
Hefð er fyrir því að settir séu upp
söngleikir eða sýningar í skólanum í
tengslum við árlegt nemendamót og
jafnan mjög vandað til verka. Engin
undantekning er á því í ár og söng-
leikurinn hefur mælst vel fyrir, bæði
á frumsýningu og á nemendamótinu
sjálfu. Fimm almennar sýningar eru
fyrirhugaðar í Háskólabíói á næst-
unni. Sú næsta er á miðvikudag
klukkan 20 og fer miðasala fram á
Miði.is.
„Við vissum ekki hvernig fólk
myndi taka sýningunni, enda þekkja
krakkar á mínum aldri ekki þessi lög.
Ég hef hins vegar tekið eftir því að
fólk milli fertugs og fimmtugs kann-
ast við þetta,“ segir Mímir.
Hafði aldrei áður sungið
Söngleikurinn Xanadú var settur
upp á Broadway árið 2007 og fékk
góðar viðtökur. Hann byggist sem
kunnugt er á lögum hinnar goðsagna-
kenndu hljómsveitar ELO, eða Elect-
ric Light Orchestra. Á móti Mími
leikur Kolbrún María Másdóttir aðal-
hlutverk en alls leika hátt í fjörutíu
manns í sýningunni og um hundrað
nemendur koma að henni með einum
eða öðrum hætti. Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir er leikstjóri og dans-
höfundur en Margrét Eir Hjartar-
dóttir er tónlistar- og söngstjóri.
„Ég vissi nú ekki sjálfur að ég gæti
eitthvað sungið, það kom mér
skemmtilega á óvart. Ég fór bara í
prufu að gamni og svo hefur Margrét
Eir hjálpað mér mikið. Hún á kannski
svona 50% í röddinni minni,“ segir
Mímir. Fram að þessu hlutverki hafði
hann aldrei sungið en í fyrra lék hann
í leikriti í skólanum. Þá hafði hann
leikið í stuttmynd í Kvikmyndaskól-
anum og í einni erlendri kvikmynd.
Námið hefur setið á hakanum
Mímir er á lokaönn sinni í Versló
og viðurkennir að undirbúningur
Xanadú hafi komið niður á náminu
síðasta mánuðinn. „Já, maður hefur
eitthvað þurft að takmarka lærdóm-
inn. Maður hefur víst ekki allan tíma í
heiminum en þetta reddast samt
langoftast. Nú er ég að vinna að því
að ná upp því sem ég hef misst af
seinasta mánuð.“
Hann kveðst ekki vita hvað taki við
að útskrift lokinni. „Það er ekkert
planað. Ætli ég sé ekki bara í hefð-
bundinni námsmannakrísu eins og
margir aðrir. Ég ætla bara að ein-
beita mér að lokaprófunum og svo
kemur þetta í ljós. Kannski fer ég út í
einhverja reisu, kannski finn ég mér
eitthvað skemmtilegt í háskólanum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Söngleikjastjörnur Mímir Bjarki Pálmason og Kolbrún María Másdóttir leika aðalhlutverkin í Xanadú.
Kom sjálfum sér á
óvart með söngnum
Mímir og Kolbrún leika aðalhlutverkin í Xanadú í Versló