Morgunblaðið - 18.02.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi
Spánarheimilis ásamt viðtölum við forsvarsmenn
og fagfólk á Torrevieja svæðinu.
Þátturinn verður
endursýndur um helgina.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.30
• Æ fleiri fjárfesta í íbúðar-
húsnæði á Spáni
• Góðir lánamöguleikar
og hagstæð kjör
• Fjölbreyttar tegundir fasteigna
• Gott veður, golf og afþreying
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá
Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld
Spánn – þitt annað heimili? Fyrri hluti
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Daginn er farið vel að lengja,snjór er yfir öllu bæði íbyggð og uppi á hálendinuog því er kominn fiðringur
í fjallamenn. Til þess að koma sér í
gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjun-
um mættu margir á hina árlegu
jeppasýningu Toyota sem haldin var í
Garðabæ á laugardag. Þar gaf að líta
margar gerðir jeppa frá framleiðand-
anum, en einnig ýmis torfærutæki
auk þess sem valkostir í fjallaferðum
voru kynntir.
Eitt af því sem mikla athygli
vakti á sýningu Toyota var nýr Land
Cruiser 150 GX í eigu Hjálparsveitar
skáta í Hveragerði. Sannarlega eru
margar björgunarsveitir á landinu
með bíla þeirrar gerðar í sínum flota,
en nýmælið er að Hveragerðisjepp-
inn er appelsínugulur. Til þessa hafa
bílar björgunarsveitanna yfirleitt
verið hvítir, en á næstunni koma á
götuna bílar í þessum skæra lit sem
tilheyra sveitunum á Selfossi og
Flúðum. Er þá filma lögð yfir og bíl-
arnir þannig færðir í réttan búning.
Verða sýnilegri
„Að björgunarsveitarbílar séu í
þessum skæra lit gerir þá sýnilegri til
dæmis í snjó og ófærð. Einnig held ég
að nú verði auðveldara að sjá út úr
bílnum og fram yfir skærlitað húddið
þegar framundan er iðandi stórhríð,“
segir Bragi Jónsson varaformaður
sveitarinnar í Hveragerði.
„Við Hvergerðingar þurfum oft
á Hellisheiði á vetrum til að sinna þar
aðstoð við ökumenn sem þar hafa fest
sig. Ég hef tröllatrú á bílnum í slík
dæmi. Mér finnst líka sennilegt að
bílar björgunarsveitanna í landinu
verði fleiri settir í appelsínugulan lit á
næstu árum,“ segir Bragi Jónsson,
varaformaður sveitarinnar.
Tekinn til kostanna
Hinn nýi Land Cruiser 150GX er
árgerð 2018; og hefur kallmerkið Vík-
ingur 3. Bíllinn var tekinn til kost-
anna hjá jeppaþjónustunni Breyti svo
undir hann mætti setja 42 tomma
dekk sem eru sérskorin og henta því
við erfiðar aðstæður. Bíllinn er með
auka-bensíntanki, driflæsingar að
framan og aftan, sex vinnuljósum á
toppgrind, spilbúnaði og VHF og
Tetra-talstöðvum. Þá er bíllinn með
tengibúnaði inn á netið, en stafræn
samskipti skipta í dag afar miklu máli
við björgunaraðgerðir. Á næstu dög-
um verður sett upphækkað gólf í aft-
urenda jeppans og undir því verða
skúffur þar sem koma má fyrir ýms-
um búnaði. Á gólfið verður svo hægt
að setja sjúkrabörur sem liggja bein-
ar þegar sæti hafa verið felld niður.
Kominn á götuna kostar jeppinn
um 22 milljónir króna – og ber þá að
tiltaka að á móti kemur lækkun á
ýmsum opinberum gjöldum sem
björgunarsveitirnar njóta við bíla-
kaup.
Jón Svanberg Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, segir ákvörðun hafa
verið tekna um að bílar björgunar-
sveitanna verði appelsínugulir í fram-
tíðinni. Ákvörðun um slíkt sé hjá
hverri sveit og forystunni þar. Þó hafi
sú lína verið lögð að endurskin og
merki félagsins á bílunum séu í sam-
ræmdum stíl sem hafi haldist.
Appelsína úr
Hveragerði
Jeppi á fjalli! Farartæki í fjallaferðir á sýningu.
Ný lína björgunarsveitabíla vakti eftirtekt þar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tröll Hinn skærliti bíll Hjálparsveitar skáta í Hveragerði hefur þegar verið notaður í útkall og brást ekki vonum.
Öryggi Bragi Jónsson hugar að tölvu björgunarsveitarbílsins.
Morgunblaðið/Eggert
Sport Þessir vilja fara í vélsleðaferð á næstunni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi