Morgunblaðið - 18.02.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.02.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 ✝ Guðrún Egils-dóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1928. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 5. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Eiríksdóttir, f. 22. ágúst 1900 á Eyrarbakka, d. 21. maí 1990, og Egill Daníelsson, f. 30. maí 1902 í Reykjavík, d. 2. mars 1973. Hinn 22. nóvember 1952 gift- ist Guðrún Birni Björnssyni vél- stjóra, f. 27. nóv- ember 1924, d. 22. júní 1991. Dætur þeirra eru: 1) Kristín Ágústa, f. 1954, gift Viðari F. Welding, f. 1951, börn þeirra eru Björk, Björn og Egill, barnabörn eru sex. 2) Estíva Birna, f. 1957, gift Baldri Þ. Harðar- syni, börn þeirra eru Eiríkur Þórir, Guðrún Jóna og Daníel Björn, fyrir á Estíva Birna dótt- urina Sigríði Sophusdóttur, Baldur á fyrir dótturina Brynju Björk. Barnabörnin eru fjögur. Guðrún ólst upp í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Veturinn 1948-1949 gekk hún í húsmæðraskólann Haraldsborg í Roskilde í Danmörku. Um tíma starfaði hún hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands en lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir. Guðrún gekk til liðs við Odd- fellowregluna á Íslandi I.O.O.F. hinn 11. apríl 1967, er hún vígð- ist inn í Rebekkustúkuna nr. 1, Bergþóru. Hún var þar alla tíð síðan virkur félagi. Útför Guðrúnar Egilsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 18. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma Ninna hefur nú fengið hvíldina. Áfram lifa ótrú- lega ljúfar og góðar minningar eins og litlar gersemar allt í kringum mann. Það eru mikil for- réttindi að hafa fengið að hafa ömmu hjá sér öll bernskuárin og stóran hluta af fullorðinsaldrin- um. Ég á eftir að sakna hennar ósköp mikið. Við amma áttum alla tíð afar kært samband. Mér fannst hún alltaf svo nálægt mér, líka þegar við bjuggum langt hvor frá ann- arri. En þegar ég var að alast upp í vesturbænum voru amma Ninna og afi Björn alltaf í næsta ná- grenni. Eftir að afi féll frá flutti amma á grenimelinn og bjó þar þangað til hún flutti á Grund. Það var svo einstaklega notalegt að koma til hennar í hádegishléi í skólanum, fá besta hakk og spag- hettí sem hægt er að hugsa sér, taka nokkur spil þar sem hún vann mig líklega oftast og svo leggjast í sófann með bláa ullar- teppið. Teppi sem við öll barna- börnin hennar höfum breitt yfir okkur í um 40 ár og samt sér ekki á því. Fjölmargir staðir í vestur- bænum geyma fallegar minningar um ömmu og það er notaleg til- hugsun. Heimilið hennar var alltaf svo fallegt og snyrtilegt, hver hlutur átti sinn stað og hún fór ótrúlega vel með það sem hún átti. Hún gerði marga hluti betur en nokkur annar. Enginn gerir kartöflumús eins og hún gerði hana og ýmis- legt í hennar eldamennsku var sveipað einhverjum töfrum fyrir lítil ömmubörn. Sem breyttist ekkert þó börnin yrðu síðan full- orðið fólk. Svo hafði líka allt að segja hversu innilega velkomin við vorum í heimsókn og höfum alla tíð verið. Fyrst öll hrúgan af barnabörnunum. Því fleiri því betra. Svo bættust langömmu- börnin í hópinn. Amma var ein af þeim sem þurfti aldrei neitt að hvíla sig fannst manni og ég sá hana hreinlega aldrei leggja sig. Ekki nema alveg undir það síðasta og þá vissi maður að hún hlyti að vera orðin þreytt. En amma gat líka verið þrjósk. Það hjálpaði henni örugglega oft á tíðum, því hún var þrautseig. Und- anfarin ár hefur oft verið magnað að fylgjast með henni ná sér aftur og aftur á strik þrátt fyrir að lík- amleg heilsa væri stundum að gera henni erfitt fyrir. Skítt veri með það sagði hún stundum og gaf þannig skýrt til kynna að þessir heilsubrestir væru henni ekki að skapi, en hún ætlaði ekki að velta sér frekar upp úr því. Hún var allt til enda algjörlega með á nótunum hvað allir í fjöl- skyldunni væru að fást við. Sem var stundum ekkert lítið. Hún hafði sannarlega sína skoðun á öllu saman. Fannst sumt sportið sem langömmubörnin voru að stunda heldur mikið brjálæði, en á sama tíma hafði hún samt svo ein- lægan áhuga á að fylgjast með öllu fólkinu sínu sem hún var svo stolt af. Það er ómetanlegt fyrir börnin mín og öll langömmubörnin í fjöl- skyldunni að hafa fengið að alast upp í kringum langömmu sína. Að þau muni eiga minningar um hana er dýrmætt veganesti áfram inn í lífið. Elsku amma mín, mikið eigum við öll eftir að sakna þín. Nú má kannski segja að þú sért farin að leggja þig. Sofðu rótt. Takk fyrir alla hlýjuna og gleðina. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Takk fyrir allt. Þín Björk. Björk Viðarsdóttir Elsku amma mín. Það er svo skrýtið að þú sért farin frá okkur, þú sem hefur alla tíð verið svo stór partur af lífi mínu og barnanna minna. Þú og afi áttuð mjög stóran þátt í mínu lífi sem barn og var ég mikið hjá ykkur og á ykkur margt að þakka. Við bjuggum alltaf nálægt hvor annarri og lengi vel í sama húsi á Kvisthaganum og fyrstu árin mín bjó ég hjá ykkur afa ásamt mömmu. Það er ótrúlegt að hugsa um að nú eru tæplega 30 ár síðan afi féll frá og veit ég að hann hefur tekið vel á móti þér. Það er mikill söknuður í hjarta mínu eftir að þú fórst og minning- arnar rifjast upp. Það breyttist margt þegar þú fluttir á Grund fyrir tveimur árum síðan og sakn- aði ég þess að geta ekki heimsótt þig eins og við gerðum oft á Grenimel, farið með þig í bíltúr eða að heyra í þér í síma. Þegar Bjössi minn var yngri og við bara tvö þá komum við oft til þín um helgar og fórum við í góða bíltúra sem iðulega enduðu í kjúk- lingasalatinu góða á American Style, ísbúðinni og rúnt um höfn- ina þar sem það vakti alltaf minn- ingar um afa að skoða skipin og að sjálfsögðu einn Laugaveg. Þú varst svo ánægð með að Bjössi var skírður í höfuðið á afa og er til svo yndisleg mynd af ykkur á skírnardeginum hans sem ég veit að þú manst vel eftir. 12 og 14 árum síðar bættust Emilía Björk og Birna Björk í hópinn og það sem þér þótti gam- an að fá þær í heimsókn til þín eins og öll langömmubörnin þín. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst ánægð með okkur öll. Það voru alltaf allir velkomnir til þín hvenær sem var og við komum flest ef ekki öll barnabörnin til þín og lærðum hjá þér í gegnum alla okkar skólagöngu. Tvö elstu langömmubörnin þín, Bjössi minn og Arnar Freyr, voru meira að segja svo heppnir að þú passaðir þá stundum og þeir komu til þín í heimsókn, í dekur til langömmu. Þú eldaðir fyrir þá og þið fóruð saman í Melabúðina og áttuð góðar stundir saman. Það var einnig mikið spilað og þú hefur spilað kasínu, ólsen ólsen og veiðimann við okkur öll. Og fátt notalegra en að sitja inni í eld- húsi með þér og taka upp spil. Þú kallaðir mig svo stundum hjarta- drottninguna þína og hafðir orð á því að þú ættir nú svolítið mikið í mér. Það þótti mér ávallt mjög vænt um að heyra. Takk fyrir allt, elsku amma mín, og við eigum eftir að sakna þín mikið. Veit að þú varst sátt og tilbúin og það er það sem skiptir mestu máli og yljar okkur í fram- tíðinni. Þín Sísí. Sigríður Sophusdóttir. Guðrún Egilsdóttir ✝ Þuríður Þor-steinsdóttir (Lúlú) fæddist á Hólmavík 22. júní 1925. Hún lést á Landspítala Há- skólasjúkrahúsi 10. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Laufey Tryggvadóttir hús- freyja í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp og síðar í Reykjavík, f. 16. des- ember 1900 á Seyðisfirði, d. 30. desember 1990, og Þorsteinn Jó- hannesson, prófastur í Vatns- firði og síðar fulltrúi í Reykjavík, f. 24. mars 1898 í Ytri-Tungu á Tjörnesi, d. 17. apríl 2001. Systkini Þuríðar: Tryggvi læknir í Reykjavík, f. 30. desem- ber 1923, d. 23. nóvember 2015, Jóhannes vélstjóri á Ísafirði, f. 25. september 1926, d. 7. nóv- ember 2013, Jónína Þórdís, f. 5. september 1930, d. 10. ágúst 1998, og Haukur tannlæknir í Reykjavík, f. 26. febrúar 1938. Fóstursystur: Elín Jónsdóttir, f. 26. október 1922, d. 28. sept- ember 2011; Sigurlína Helga- dóttir, f. 4. desember 1932. Þuríður ólst upp fyrst á Stað í Steingrímsfirði, en síðan flutti þeirra er Eiríkur, f. 1996. Ragn- heiður Margrét, f. 1967. Eigin- maður hennar er Gísli Baldvins- son. Börn þeirra eru Birta María, f. 1993, og Laufey Hel- ena, f. 1996. Þórdís Lilja, f. 1974, gift Bjarka Stefánssyni. Synir þeirra eru Snorri, f. 2003 og tví- burarnir Dagur og Óðinn, f. 2006. Ævar Gunnar, f. 1985. Sambýliskona hans er Helga Guðrún Óskarsdóttir. Dóttir þeirra er Laufey Ósk f.2015. 2) Margrét, f. 9.5. 1952, sérkennari. Eiginmaður hennar var Jóhann Þorvaldsson. Þau skildu. Sonur þeirra er Barði, f. 1975. Dóttir hans er Ísold, f. 2009. 3) Þor- steinn, f. 11.11. 1953, jarðfræð- ingur og framhaldsskólakenn- ari. Hann kvæntist Jóhönnu Lovísu Viggósdóttur, f. 22.10. 1954, d. 15.4. 2010. Börn þeirra eru: Þuríður, f. 1982, sambýlis- maður hennar er Anders Tærud. Barn þeirra er Hannalísa Tæ- rud, fædd 2015, Kolbrún, f. 1984. Eiginmaður hennar er Eyþór Bjarni Sigurðsson. Börn hennar eru Emelía Dís Torfadóttir, f. 2007, Þorsteinn Úlfur Arnars- son, f. 2010, og Ára Lovísa Ey- þórsdóttir f. 2016. Dóttir Eyþórs er Myrra Eyþórsdóttir, f. 2013. Barði Freyr, f. 1990. Sambýlis- kona hans er Hrefna Björk Jóns- dóttir. Sambýliskona Þorsteins er Guðrún Þ. Björnsdóttir náms- ráðgjafi. Útför Þuríðar verður frá Há- teigskirkju í dag, 18. febrúar 2019, klukkan 13. fjölskyldan í Vatns- fjörð við Ísafjarðar- djúp. Hún gekk í Héraðsskólann í Reykjanesi en fór síðan í Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Lúlú giftist 15. júní 1946 Barða Friðrikssyni hæstaréttar- lögmanni, f. 22. mars 1922, d. 22. apríl 2014. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Halldórsdóttur ljósmóður frá Syðri-Brekkum á Langanesi og Friðriks Sæmundssonar bónda á Efri-Hólum í Núpasveit. Barði og Lúlú hófu búskap á Mánagötu 22 í Reykjavík. Lúlú starfaði lengst af sem húsfreyja og sá um uppeldi barnanna en vann ýmis störf um ævina, lengst af sem safnvörður á Kjarvals- stöðum. Lúlú bjó að Úthlíð 12 síðastliðin 43 ár. Lúlú og Barði eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Laufey, f. 2.10. 1946, húsfreyja, gift Ævari Guð- mundssyni stórkaupmanni, for- stjóra Seifs hf. Börn þeirra er eru: Þuríður, f. 1965. Eigin- maður hennar var Eiríkur Ei- ríksson. Þau skildu. Sonur Í dag kveð ég yndislega ömmu, Þuríði Þorsteinsdóttur, eða Lúlú eins og hún var alltaf kölluð. Amma var allt í senn falleg, góð- hjörtuð og skemmtileg. Amma gerði allt fyrir afkomendur sína, sem henni fannst afar vænt um. Oft sagði hún mér hvað hún væri stolt af afkomendum sínum sem henni fannst svo góðar manneskj- ur. Amma og afi voru dugleg að koma og heimsækja afkomend- urna og var alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Einnig voru þau alltaf tilbúin að passa barnabörnin þeg- ar á þurfti að halda, hvort sem for- eldrarnir voru í vinnu eða erlend- is. Það var alltaf pláss fyrir alla hjá afa og ömmu. Amma og afi tóku okkur oft með í ferðalög þegar farið var á Steinastaði, Saura, í laxveiði að Borgum og seinna á Kleifárvelli. Amma keyrði alltaf og var ekkert að flýta sér. Oft keyrði hún út í kant til að hleypa bílum sem voru á eftir fram úr, okkur krökkunum fannst þetta oftast frekar vand- ræðalegt. Einnig sá hún um að við stoppuðum á fallegum stöðum og gæddum okkur á nesti sem hún hafði útbúið. Í sveitinni var okkur kennt að renna fyrir lax, við frædd um jurtir og síðan sendi hún okk- ur út að tína jurtir í te til að sjá hvort við hefðum eitthvað lært. En ég man líka að þegar mér fór að leiðast eftir að lax biti á og ég vildi fara að leika mér þá lánaði hún mér pottana sína svo ég gæti farið niður að á að drullumalla. Þegar langömmubörnin komu til sögunnar héldu sumarbústaða- ferðirnar áfram, amma lét smíða krakkahús á Kleifárvöllum fyrir langömmubörnin að leika sér í og svo á kvöldin var spilað eða amma tók upp harmonikkuna eða gítar- inn og spilaði og afi sá um að vera forsöngvari. Amma og afi ræktuðu kartöflur og grænmeti við sumarbústaði sína því amma var hlynnt lífrænni ræktun sem hún sagði mikið holl- ari og bragðbetri en það sem feng- ist í búðum. Amma var langt á undan sinni samtíð þegar kom að hollustu og var eina amman sem ég þekkti sem bakaði alltaf heil- hveitipönnukökur. Lagði hún sig alltaf fram um að halda að okkur hollum mat og fannst henni gam- an að smakka framandi rétti. Amma var góður kokkur og jóla- rjúpurnar eru alltaf eldaðar eftir hennar uppskrift og besta hrós sem ég hef fengið er að rjúpusós- an mín sé næstum eins góð og hjá ömmu. Amma var á sinn hátt frekar nýjungagjörn. Hún var ein af þeim fyrstu sem ég þekki sem eignuðust farsíma og fyrir nokkr- um árum þegar ég eignaðist ryk- suguvélmenni og sýndi henni tæk- ið fannst henni þetta bráðsniðugt tæki svo hún fór og keypti sér eitt. Þegar heilsa afa versnaði sáum við best hvers konar hetja amma var, hún hugsaði mjög vel um afa og var honum svo góð, missir hennar var mikill þegar hann dó. Amma hélt samt áfram að halda utan um hópinn sinn og sinnti öll- um afkomendum einstaklega vel. Það er okkur öllum því mikill missir að hafa hana ekki lengur hér hjá okkur. Komið er að leiðarlokum hjá ömmu og þakka ég henni sam- fylgdina og hversu góð hún var alltaf við mig og mína. Ragnheiður Margrét. Amma hefur verið hornsteinn í mínu lífi frá fæðingu. Hún var mamma númer tvö. Hún var hin manneskjan í lífinu sem var hægt að treysta á. Stóran hluta ævinnar bjó ég á jarðhæðinni í Úthlíðinni þaðan sem var innangengt til ömmu og afa. Barnæska mín er að miklu leyti tengd ömmu og hversu vel hún hugsaði um mig. Ég man eftir að hafa hlaupið heim til ömmu í hádeginu flest grunnskólaárin því hún var búin að hafa til mat fyrir mig. Henni var mikið í mun að matur væri hollur, næringarríkur og af honum væri nóg. Hún bakaði úr heilhveiti, vildi helst hafa allt náttúrulegt og engan sykur. Hún var langt á undan sinni samtíð. Amma vissi betur. Amma var alltaf til í að leyfa mér að skapa eitthvað með til- heyrandi veseni. Hún átti fullt af hljóðfærum enda spilaði hún á pí- anó, harmonikku, gítar og söng. Það mátti alltaf glamra á hljóð- færin og vera með hávaða. Afi og amma leyfðu mér líka að hafa að- stöðu úti í bílskúr til að æfa og halda litla tónleika. Amma var alltaf til í að hjálpa. Mjög mikið af æskuminningunum mínum er með ömmu, hvort sem var í vinnunni á Kjarvalsstöðum að kubba eða leika, kíkja á krossgát- ur, þegar hún var að skutla mér í gítartíma, horfa saman á fréttir, Dallas eða Derrick, spila eða bara að dunda sér. Amma hugsaði vel um fjölskylduna og vini. Afi og amma voru miklir nátt- úruunnendur og við fórum ófáar ferðirnar út á land í laxveiði, á Kleifárvelli og eða á Steinastaði. Þau voru með stóra matjurta- rgarða á Steinastöðum þar sem við tókum upp kartöflur, rabar- bara, salöt, rófur eða bara hlupum og lékum. Amma hafði mörg áhugamál og mörg þeirra voru á þeim tíma ekki mikið stunduð, heilsufæði, náttúruvernd, dul- speki, jurtalækningar og fleira. Amma var frumkvöðull. Hún hafði það sem fjölskyldan kallar „varkára genið“, var alltaf að passa upp á að enginn færi sér að voða og senda fallegar hugsanir til allra. Hún hélt fjölskyldunni saman og var verndari. Amma var kvenskörungur, vann úti, sá um heimilið, krakkana, hélt utan um bókhaldið, keyrði bílinn, sífellt að hjálpa öllum. Hún elskaði ömmu- og langömmubörnin og þau hana. Hún vildi það besta fyrir alla og var frábær fyrirmynd að svo mörgu leyti. Amma var einstök og vinum mínum sem þekktu hana fannst hún vera töffari. Hún lét ekki álit annarra stoppa sig þegar hún var í vissu um að gera rétt; og amma hafði oftast rétt fyrir sér. Amma var alltaf indæl, glæsileg og nátt- úrulega falleg. Amma var fáguð en jafnframt mjög hörð af sér og fylgin sér. Rétt skyldi vera rétt. Hún var einstaklega vel gefin og klár. Hún hafði líka góðan og lúmskan húmor. Oftar en ekki sagði hún eitthvað kaldhæðnislegt við mig á mjög penan og kurteis- legan hátt og maður sá glottið í augunum. Amma vildi helst ekki brosa á myndum. Amma er svo stór hluti af mér. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að halda í höndina á þér á sunnudaginn, elsku besta amma. Minningin mun alltaf lifa. Þín verður sárt saknað. Barði Jóhannsson. Í dag kveð ég hana ömmu mína, sem var sannarleg einstök kona og best allra. Orð fá því ekki lýst hversu stórkostleg hún var, hvað hún skipti mig miklu máli og hversu stór hluti af lífi mínu hún hefur verið eins lengi og ég man eftir. Hún var alltaf glöð og góð og tók á móti manni með opnum örm- um. Við fráfall hennar hef ég misst einstaka vinkonu og mína helstu fyrirmynd í lífinu. Amma hugsaði einstaklega vel um allt sitt fólk og dekraði við okkur öll og þar á með- al afa allt hans líf. Milli þeirra var alltaf hlýtt og ég man hvernig afi horfði á hana með aðdáun og hvísl- aði að mér „sjáðu hvað hún er ein- staklega falleg, hún amma þín“ og það var hún svo sannarlega, hún var allra kvenna glæsilegust. Þeg- ar ég var lítil þá var einstaklega gott að gista hjá ömmu og afa, sér- staklega því að frændi minn hann Barði bjó á neðri hæðinni. Ég man að oft földum við Barði okkur bak við sófa eða niðri í geymslu þangað til það fékkst leyfi til að gista hjá ömmu. Þá var oft elduð kjötsúpa og stundum var nýveiddur lax með smjörsósu, og ef það fengust hrogn með þá var hún amma al- sæl. Eins ólst ég upp við að borða með afa og ömmu á aðfangadags- kvöld, þá eldaði amma rjúpur fyrir fjölda manns og alltaf var sveskju- grautur með rjóma í eftirmat. Allt var gott sem frá henni kom. Amma var mjög söngelsk og þegar tilefni gafst tók amma fram kvæðabók eða harmónikkuna og spilaði og söng, við tókum undir með söng og amma var alsæl. Á meðan afi lifði keyrði amma út um allt land, fyrst á gömlum Nova og svo á Volvoin- um og lét fátt stoppa sig. Óteljandi ferðir fórum við frændsystkinin með afa og ömmu á Kleifarárvelli, Borgir og Steinastaði. Þar fengum við flatkökur með reyktum laxi og heitt súkkulaði ef það var spari. Amma var langt á undan sinni samtíð í hollustumálum. Í sveitinni sendi hún okkur Barða út að tína hundasúrur og fíflalauf í salat til að hafa með kvöldmatnum. Ég man eftir að hafa setið í eldhúsinu í Út- hlíð og á Kleifárvöllum á morgn- ana og borðað hafragraut með Sanasól og horft á ömmu gera morgunleikfimi sem var í ríkisút- varpinu. Aldrei var á borðum hvítt hveiti eða hvítur sykur. Ég man eftir heilhveitipönnukökunum, með rabarbarasultu, sem hún sætti með eplasafa og heitu súkku- laði með rjóma á afmælum. Í seinni tíð eftir að hún byrjaði að eldast áttum við óteljandi sam- verustundir í eldhúsinu í Úthlíð, alltaf bauð hún upp á te, brauð og osta. Ávallt spurði hún frétta um alla og fann eitthvað til að hrósa öllum fyrir og var ætíð með allt á hreinu hvernig staðan var á öllu og öllum. Ég er svo þakklát fyrir að synir mínir hafi fengið að kynnast henni langömmu sinni Lúlú og ég vildi óska þess að þeir hefðu fengið lengri tíma með henni. Ég vildi óska að ég gæti haldið aftur utan um þig og sagt þér hvað mér þætti vænt um þig og hvað þú skiptir mig miklu máli og mér þykir svo erfitt að hugsa til þess að geta ekki hitt þig aftur. Ég elska þig, elsku besta amma mín, engillinn minn og ég er svo þakklát fyrir þig. Þórdís Lilja Ævarsdóttir. Þuríður Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þuríði Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.