Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 7

Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Varðandi heimild til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við kjör stjórnarmanna vísast til 5. mgr. 18. gr. samþykkta félagsins. Krafa um hlutfalls- eða margfeldiskosningu þarf að hafa borist stjórn að lagmarki fimm sólarhringum fyrir hluthafafund, eða fyrir kl: 15:00 laugardaginn 9. mars 2019. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaSeðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Hægt er að skila inn atkvæðaseðlum rafrænt til fjárfestatengils (sbr. nánari tilgreiningu að neðan) eða skila til skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 09:00 til 15:00) til og með miðvikudeginum 13. mars 2019. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins. Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar, sem berast skal skriflega eða rafrænt til fjárfestatengils í síðasta lagi kl. 14:30 þriðjudaginn 4. mars 2019. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafa- fundinn. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar er varða auglýsta dagskrárliði á hlut- hafafundinum sjálfum. Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt samþykktum félagsins ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst 5 sólarhringum fyrir fundinn eða fyrir kl:15:00 laugardaginn 9. mars 2019. Framboðum skal skila á skrifstofu Heimavalla hf. í Lágmúla 6, 108 Reykjavík (b.t. Erlendar Kristjánssonar) eða til fjárfestatengils Heimavalla (sbr. nánari tilgreiningu að neðan). Upplýsingar um framboð til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund sbr. 4. mgr. 18. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað án tillits til þess hversu margir sækja hann sbr. 12. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundar- gögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku. Hluthafar, umboðsmenn og ráðgjafar þeirra hafa rétt til að sækja hluthafafundi í samræmi við reglur hlutafélagalaga. Umboðsmönnum ber að framvísa skriflegu, vottuðu og dagsettu umboði frá hluthafa. Slíkt umboð getur lengst gilt í eitt ár frá dagsetningu þess. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á hluthafafundinn á fundarstað frá kl. 14:30 á fundardegi. Tilkynningar um framboð til stjórnar eða óskir um að fá ákveðin mál til meðferðar skal senda á fjárfestatengil Heimavalla, erlendur@heimavellir.is. Framboðseyðublað má finna á vefsíðu félagsins https://www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur. Upplýsingar um framboð til stjórnar verða lagðar fram hluthöfum til sýnis í höfuð- stöðvum félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund auk þess sem þær verða aðgengilegar á vefsíðu félagsins: https://www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur. Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Lágmúla 6, 108 Reykjavík og á vefsvæði tengdu aðalfundi á heimasíðu félagsins: www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur, en endanleg dagskrá, tillögur og eyðublöð verða aðgengilegar a.m.k. 21 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík 15. febrúar 2019 Stjórn Heimavalla hf. Hluthafafundur Dagskrá Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 14. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland, sbr. erindi sem barst stjórn félagsins þann 1. febrúar 2019. 5. Tillaga stjórnar um starfskjara- stefnu lögð fram til samþykktar. 6. Stjórnarkjör. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Tillaga um þóknun til stjórnar- manna og undirnefndar stjórnar fyrir komandi starfsár. 9. Heimild stjórnar til að kaupa eigin hluti í félaginu í því skyni að setja upp formlega endurkaupa- áætlun. Heimild stjórnar skuli gilda í 18 mánuði og takmarkast við 10% af hlutafé félagsins. 10. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. heimavellir.is Stjórn Heimavalla hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 14. mars 2019 og hefst stundvíslega kl. 15:00 á annarri hæð. Heimavellir hf. Stjórnendur flugfélagsins WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan marsmánuð til þess að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Frá þessu var greint á vefsíðu Túrista. Í umfjöllun Túrista um málið er vitnað í bréf sem WOW sendi til flugvallanna sem þetta átti við. Í bréfinu var óskað eftir leyfi til þess að greiða notendagjöld flugfélags- ins í næsta mánuði en ekki í lok febrúar eins og áætlað hafði verið. Skuldabréfaeigendur WOW air höfðu áður gefið bandaríska fjár- festingafélaginu Indigo Partners og Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, frest fram í lok febrúar til þess að semja um kaup hinna fyrrnefndu á stórum hluta í flugfélaginu. In- digo Partners hafði lýst yfir áhuga á að kaupa 49% hlut í WOW air í janúar. Ekki náðist í Svanhvíti Friðriks- dóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, við vinnslu fréttarinnar. Skuldadög- um frestað hjá WOW?  Félagið biður um greiðslufrest Morgunblaðið/Eggert WOW Stjórnendur félagsins vilja fresta borgunardögum fram í mars. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ögmundur Jónasson, fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Tilefni fundarins var mótmæli gegn ein- angrunarvist kúrdíska stjórnmála- leiðtogans Abdullah Öcalans á tyrk- nesku fangaeyjunni Imrali á Marmarahafi. Öcalan hefur verið í einangrunarfangelsi í tuttugu ár og fjöldi stuðningsmanna hans hefur nýverið gripið til sveltimótmæla til þess að fá hann lausan og knýja tyrk- nesk stjórnvöld til friðarviðræðna við Kúrda. Ögmundur var nýkominn frá Sviss og þangað frá Tyrklandi, þar sem hann kveðst hafa talað máli Kúrda og mannréttinda almennt. Hann ávarp- aði samkomuna ásamt breska verka- lýðsleiðtoganum Manuel Cortes og greindi frá ferð sinni til Tyrklands. Hann heimsótti þar borgina Diyar- bakir og hitti baráttukonuna Leylu Güven, sem var þá á 98. degi hung- urverkfalls gegn einangrun Öcal- ans. „Dauði hennar er fyrirsjáan- legur,“ sagði Ögmundur í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi. „Nú er spurningin sú hvort tyrk- nesk yfirvöld ætli sér að drepa þetta fólk?“ skrifaði Ögmundur á blogg- síðu sinni um mótmælendurna í Strassborg. „Yfirvöldin hafa það í hendi sér hvort mótmælasveltinu lýkur. Allt sem til þarf er að fara að landslögum í Tyrklandi og alþjóð- legum skuldbindingum um mann- réttindi.“ Ávarpaði stóran útifund Hungur Ögmundur Jónasson ásamt kúrdískum mótmælendum í Strassborg.  Ögmundur Jónasson með 30.000 Kúrdum í Strassborg Rán var framið í kjörbúð á Akureyri í gærmorgun. Maður vopnaður hnífi réðst inn í verslunina og heimtaði peninga úr greiðslukassanum. Þegar afgreiðslufólkið lét peningana af hendi flúði hann út í snjóinn með ránsfenginn. Lögreglan átti sem betur fer auð- velt með að rekja slóð ræningjans í gegnum nýfallinn snjóinn. Henni hafði verið gert viðvart á meðan rán- ið stóð enn yfir og því tókst lög- reglumönnum fljótt að klófesta ræn- ingjann þar sem hann faldi sig. Í færslu lögreglunnar kemur fram að ræninginn hafi verið undir áhrif- um bæði áfengis og fíkniefna. Ekki er talið að hann hafi átt vitorðsmenn. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, veitti ekki mótspyrnu við handtöku. Hann var vistaður í fangageymslu og beið yfirheyrslu í gær. Starfs- mönnum verslunarinnar var boðin áfallahjálp. Búðarræningi klófestur á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.