Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hefur lagt að Evrópuríkjum að taka
rúmlega 800 vígamenn ríkis íslams
(ISIS) til baka og draga þá fyrir
rétt. Voru þeir teknir fastir í loka-
orrustunni við sveitir þeirra í Sýr-
landi.
Skýrði forsetinn frá þessari af-
stöðu sinni í tísti á samfélagsmiðlum
en sveitir Kúrda sem njóta atfylgis
bandaríska heraflans í Sýrlandi hafa
haldið uppi árásum á síðasta yfir-
ráðasvæði ISIS Sýrlandsmegin
írösku landamæranna. Trump sagði
að kalífatið væri „að hrynja“.
„Bandaríkin vilja ekki horfa upp á
þessa bardagamenn ISIS smokra
sér út um alla Evrópu en þangað er
búist við að þeir haldi. Við leggjum
svo mikið af mörkum, eyðum svo
miklum fjármunum. Tími er til kom-
inn fyrir aðra að stíga fram og sinna
sínu verki, sem þeir eru svo færir
um,“ sagði Trump. Ef ekki yrði orð-
ið við þessu sagði forsetinn að
Bandaríkjamenn yrðu neyddir til að
sleppa vígamönnunum.
Embættismenn í Hvíta húsinu í
Washington sögðust óttast að
stríðsfangarnir myndu skapa stór-
hættu í Evrópu yrðu þeir ekki
dregnir fyrir rétt. Alex Young, yf-
irmaður bresku utanríkisleyniþjón-
ustunnar, sagði á föstudag að þrátt
fyrir ósigur samtakanna í Sýrlandi
væri ISIS að endurskipuleggja sig
og undirbúa frekari árásir. Hann
sagði „hættulega færni“ og sam-
bönd samtakanna ógnvekjandi tæk-
ist þeim að smjúga til Evrópu.
Þúsundir borgara innlyksa
Trump sagði á föstudag að loka-
sigur yrði unninn á sveitum ríkis ísl-
ams myndi vinnast innan 24 stunda.
Sá frestur rann út á laugardag og
hefur ekkert frekar heyrst frá Hvíta
húsinu síðan. Fulltrúar hersveita
Kúrda sögðu að búast mætti við
slíkum tíðindum „á næstu dögum“
en íbúar væru á flótta þaðan.
Jiya Furat, liðsforingi orrustunn-
ar um Baghuz, sagði vígamenn IS
innikróaða á 700 fermetra svæði í
borginni. „Þúsundir borgara eru
innlyksa þar sem mannlegir skild-
ir,“ sagði hann. „Á næstu dögum,
innan mjög skamms tíma, munum
við senda út þær góðu fréttir að
hernaðarlega hafi Daesh (IS) verið
gjörsigrað.“ Samtökin hafa orðið
fyrir miklu mannfalli í Sýrlandi en
Bandaríkjamenn segja þau enn hafa
milli 14 og 18 þúsund vopnaðra bar-
dagamanna í Írak og Sýrlandi.
AFP
Illa farin Mannvirki í Baghouz eftir sóknina gegn vígamönnum Ríkis íslams.
Taki við 800 vígamönnum
Trump vill að vígamenn Ríkis íslams (IS) verði dregnir fyrir rétt Evrópuríki
uggandi yfir hugsanlegri endurkomu mannanna Stríði gegn IS sagt vera að ljúka
Vorveður hefur verið undanfarna daga í Frakklandi
og 20°C algeng sjón á hitamælum yfir hádaginn. Hér
sitja tvær konur og njóta blíðunnar og fallegs útsýnis
í borginni Biarritz í suðvesturhluta landsins í gær,
sunnudag. Fjölmiðlar hafa sagt að nú sé maí í febr-
úar. agas@mbl.is
Vorblíða í Frakklandi
Fótboltafélagið
Cardiff City
kann að sækja
franska félagið
Nantes til saka
fyrir gáleysi
verði staðfest að
flugmaðurinn,
sem fljúga átti
argentínska leik-
manninum Emi-
liano Sala daginn sem fórst, hafi
ekki haft tilskilin réttindi til að
fljúga með farþega.
Þá deila félögin um hvort Cardiff
beri samningsleg skylda að greiða
kaupverðið fyrir Sala sem fórst áð-
ur en hann gat leikið fyrir félagið.
Hann fórst á leið til síns nýja félags
21. janúar sl. Cardiff keypti Sala
fyrir 15 milljónir punda og krefst
Nantes greiðslu fjárhæðarinnar.
Búist er við breska flugslysa-
nefndin (AAIB) greini frá orsökum
slyssins næstu daga. Cardif hefur
enga vísbendingu fengið um að
flugmaðurinn hafi haft atvinnurétt-
indi. Verði það niðurstaða AAIB er
fengin forsenda fyrir saksókn
vegna gáleysis, sem lækka myndi
greiðsluna sem Nantes bæri.
agas@mbl.is
Takast á
vegna
dauða Sala
Emiliano Sala
Theresa May forsætisráðherra
Bretlands hvatti í gær þingmenn
Íhaldsflokksins til að „víkja frá per-
sónulegum óskum sínum“ og styðja
Brexit-samninginn í þinginu.
Skrifaði hún öllum 317 þing-
mönnum bréf og sagði, að „sagan
myndi dæma okkur öll“ um hvernig
haldið hafi verið á Brexit-málum.
May skýrir frá því, að hún haldi í
vikunni til Brussel til viðræðna við
forseta framkvæmdastjórnar ESB,
Jean-Claude Juncker. Hún mun
næstu daga ræða stöðu mála og
óskir Breta við leiðtoga hvers og
eins ESB-ríkis.
May freistar þess að fá breyt-
ingar á ákvæðum um landamæri
Norður-Írlands, sem þingið í Lond-
on sættir sig ekki við óbreytt.
Margir flokksmenn May óttast að
það muni binda Breta ESB of nán-
um böndum um ókomna framtíð og
þingið myndi ekki geta ógilt það
með einhliða ákvörðun. Helstu leið-
togar ESB hafa hafnað kröfu um
breytingar og hafna því að taka
samninginn um útgöngu Bretar úr
ESB upp og breyta honum.
agas@mbl.is
BRETLAND
AFP
Í þinginu Theresa May brýnir sitt fólk.
Íhaldsmenn samein-
ist um samning
Meirihluti Frakka vill að mótmæl-
um svonefndra „gulvestunga“ verði
hætt en þau hafa staðið yfir í þrjá
mánuði.
Í fyrstu mótmælunum, 17. nóv-
ember, fóru 287.000 manns út á
götur út um land allt og mómæltu
kröppum kjörum. Fækkað hefur
jafnt og þétt í hópnum og voru þátt-
takendur um helgina 41.500 um
land allt og 5.000 í París.
Í gær, sunnudag, svöruðu síðan
aðeins 300 kalli um að mæta á Ódá-
insvelli (breiðgötuna Champs-
Elysees) og halda upp á að ná-
kvæmlega þrír mánuðir voru frá
fyrstu mótmælunum.
Í fyrstu snerust mótmælin um
áform um hækkun eldsneytisverðs
en er á leið breyttust þau í alls-
herjar mótmæli gegn Emmanuel
Macron forseta.
Í könnun sem Ifop birti í gær
sögðust 52% aðspurðra vilja að gul-
vestungar hættu aðgerðum. Er það
aukning um 15 prósentustig frá síð-
ustu könnun.
FRAKKLAND
Vindur úr baráttu
gulvestunga