Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Kr. 4.900,-
Kr. 5.900,-
Kr. 8.990,-
Kr. 2.990,-
Kr. 3.990,-
Kr. 14.990,-
Kr. 39.990,-
Kr. 12.990,-
Vörur fyrir heimilið
a s r
ð u nú eik ga p u
M n u i
Eg su t
l
UNOLD 86106
UNOLD 86116
UNOLD 58746
UNOLD 38610
UNOLD 48421
UNOLD 58526
UNOLD 48955
UNOLD 18585
Opnunartímar:
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-15 ormsson
Fæst í netverslun
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins
hafa óskað eftir fundi með borgar-
yfirvöldum varðandi breytingar á
deiliskipulagi við Stekkjarbakka
Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta
segir Halldór Páll Gíslason, for-
maður samtakanna. „Við viljum
einfaldlega fá fund til að fara yfir
málið með borgarfulltrúum og
borginni þannig að það væri hægt
að skýra þetta og fara yfir þessa af-
stöðu því það er ekki búið að kynna
þetta neitt að ráði.“
Samtökin sendu bréf á alla
borgarfulltrúa í gær þar sem þau
sögðust ætla standa fyrir undir-
skriftasöfnun og íbúakosningu
verði deiliskipulagið samþykkt.
„Ef af verður þarf tiltekinn fjölda
undirskrifta til að fara fram á íbúa-
kosningu um deiliskipulagið. Stjórn
samtakanna hefur nú þegar sam-
þykkt að fara þá leið verði deili-
skipulag það er nú liggur fyrir sam-
þykkt óbreytt,“ segir í bréfinu.
Halldór segir að einhverjir borgar-
fulltrúar hafi þakkað honum fyrir
bréfið en hann hefur engin efnisleg
svör fengið. Hollvinasamtökin hafa
frá stofnun 2012 barist fyrir af-
mörkun dalsins í þeirri viðleitni að
vernda dalinn sem útivistarsvæði
innan borgarmarka. Telja þau
breytinguna og byggingar á reit
Þ73 ganga að dalnum. Á miðviku-
daginn fer fram kynningarfundur
um deiliskipulagsbreytinguna í
Gerðubergi og hefur Halldór sótt
um að fá að tala á fundinum. Því
hefur ekki verið svarað. Breytingin
verður svo tekin fyrir í borgarráði
á fimmtudaginn.
Fá engin svör frá borginni
Hollvinasamtök Elliðaárdals mómæla deiliskipulagsbreytingu
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Máltíðamarkaðurinn svonefndi er
langt í frá mettur og í byrjun árs
fer allt vel af stað á þeim bænum.
Landinn vill taka sig á í janúar og
það skilar sér í breyttum neyslu-
venjum sem svo skilar sér á inn-
kaupalista fyrirtækja á borð við
Eldum rétt, Einn tveir og elda og
vitaskuld Krónunnar, sem býður
upp á svona þjónustu.
Það eru að vonum ekki síst kol-
vetnin sem menn reyna eftir megni
að varpa fyrir róða þegar hollt mat-
aræði er annars vegar. Hjá þeim er
hafa slíkt erindi fellur í kramið sú
leið hjá Einn, tveir og elda sem
nefnist LKL-pakkinn, lágkolvetna-
lífsstílspakkinn. „Í janúar var mjög
mikið að gera í lágkolvetnapakk-
anum okkar og er enn þá,“ segir
Jón Garðar Ögmundsson, tals-
maður fyrirtækisins.
Hann segir að vinsældir lágkol-
vetnarétta fari eftir matseðlum
hverrar viku og hvernig þeir höfði
til fólks en að sumar vikur hafi
þessir valkostir verið meira en
helmingur af viðskiptunum. Þannig
sé ljóst að þetta sé að aukast. Jón
nefnir að fyrstu vikurnar í janúar
hafi vegan valkostir að sama skapi
notið aukinna vinsælda, ekki ólík-
lega vegna veganúarátaksins.
Jón segir að fólk sé að velja fjöl-
breyttari fæðu, í þeim skilningi að
þeir sem annars ástundi hefð-
bundið mataræði, það er, borði kjöt
og fisk og slíkt, þeir séu þó í aukn-
um mæli farnir að velja vegan og
lágkolvetnarétti með. „Það eru allt-
af fleiri og fleiri sem eru að taka
svona bland í poka hjá okkur,“ seg-
ir hann, „sem kemur mjög
skemmtilega út“.
Ketó mataræði gengur sem sé út
á að lágmarka gersamlega inntöku
kolvetna í því skyni að líkaminn
taki að nota fituna úr fæðunni á
nýjan hátt. Að vera vegan er þá að
neyta engra dýraafurða.
Finna fyrir breytingum
í byrjun árs
Krónan finnur fyrir því þegar
menn taka sig á. „Þessar ketó-
vænu vörur fara meira: brokkolí,
sveppir og blómkál og svona,“ segir
Gréta María Grétarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krónunnar. Þar er
boðið upp á það sem heitir Korter í
fjögur, sem sé matarpakka líka
þeim sem máltíðaþjónusturnar
bjóða upp á, nema hvað þar er vör-
unum einfaldlega stillt saman upp
og uppskriftin höfð hjá.
Í veganúar bauð Krónan þá upp
á vegan uppskriftir í þessum bás-
um, sem Gréta segir að hafi mælst
vel fyrir og selst vel. Þá segir hún
annars alltaf hafðar með tillögur að
vegan útfærslum í hinum Korter í
fjögur máltíðunum.
Eldum rétt, sem svo að segja
voru upphafsmenn þessa viðskipta-
módels hérlendis, finna fyrir því að
í byrjun árs sé fólk að reyna að
koma sér í rútínu. Hrafnhildur
Hermannsdóttir, einn stofnenda
Eldum rétt, segir að vegan pakk-
arnir þeirra séu alltaf jafnvinsælir.
„Í janúar setur fólk sér kannski
markmið um að elda oftar heima og
eiga fleiri fjölskyldustundir,“ segir
hún. „Við finnum fyrir því í okkar
bransa.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Út og heim aftur Tilkoma matarpakkans losaði fólk við búðarferðina. Versl-
anir sáu við því og hófu að selja matarpakka. Sem fékk fólk aftur í búðarferð.
Vegan og ketó
vinsælt í máltíðar-
pökkunum
Mikill áhugi á breyttum lífsstíl í ár