Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Frá kr.
89.995
Mílanó
Páskaferð
16. apríl í 6 nætur. Morgunverður innifalinn
Flug frá kr.
39.900
Ámann báðar leiðir m/tösku
og handfarangri
Veður víða um heim 17.2., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Hólar í Dýrafirði -2 snjókoma
Akureyri 0 snjókoma
Egilsstaðir 1 rigning
Vatnsskarðshólar 3 skýjað
Nuuk -8 skýjað
Þórshöfn 8 rigning
Ósló 2 skýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 1 heiðskírt
Helsinki 1 heiðskírt
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 15 alskýjað
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 12 heiðskírt
París 16 heiðskírt
Amsterdam 13 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 11 heiðskírt
Vín 11 heiðskírt
Moskva 1 snjókoma
Algarve 16 skýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 14 heiðskírt
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -21 skýjað
Montreal -12 léttskýjað
New York 0 heiðskírt
Chicago -2 snjókoma
Orlando 24 heiðskírt
18. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:14 18:11
ÍSAFJÖRÐUR 9:28 18:06
SIGLUFJÖRÐUR 9:11 17:49
DJÚPIVOGUR 8:46 17:38
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Austlæg átt 8-15 m/s og skýjað með
köflum, stormur með S-ströndinni þegar líður á dag.
Á miðvikudag Suðvestan strekkingur og rigning S-
til, en austlægari fyrir norðan og slydda.
Norðan 10-18 m/s, hvassast SA-til, og éljagangur, en léttskýjað sunnan heiða. Hægari og úrkomuminna seinni partinn.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
22 umsagnir um frumvarp um breyt-
ingu á fjölmiðlalögum bárust inn í
samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi.
Þetta voru umsagnir hvaðanæva, allt
frá litlum héraðsblöðum til burðugra
landsmiðla. Frumvarpinu er ætlað að
bæta slæma stöðu íslenskra fjölmiðla
á einkamarkaði og af umsögnum
þessum að dæma, og eins og nærri
má geta, eru menn síður en svo á eitt
sáttir um hvernig það verði best gert.
Bent var á ýmsa vankanta við
framkvæmd þessara styrkja og
margir guldu varhug við fyrirhuguð-
um skilyrðum fyrir endurgreiðslu.
Hart var deilt á háttsemi Ríkisút-
varpsins á auglýsingamarkaði og
nokkrir miðlar (Fréttablaðið, Kjarn-
inn, Síminn) ítrekuðu að ekki væri
hægt að eiga þessa umræða án ríkrar
hliðsjónar af yfirburðastöðu RÚV;
leiðrétting á henni væri eitt mikil-
vægasta skrefið í þessum málaflokki.
Mennta- og menningarmálaráð-
herra bíður ærinn starfi að vinna úr
þessum tillögum enda er ekki langt
eftir af þessu þingi: sem kunnugt er
lýkur því í maí.
Burðugir einkamiðlar
á milli stafs og hurðar
Stefán Einar Stefánsson, frétta-
stjóri ViðskiptaMoggans, var í viðtali
á Þingvöllum á K100 í gær og gagn-
rýndi 50 milljóna króna þakið sem
styrkirnir yrðu bundnir af. Það setti,
að hans sögn, burðuga fjölmiðla eins
og Morgunblaðið í klemmu. Þeir
væru í aðra röndina í óeðlilegri sam-
keppni við RÚV, ólíkt minni blöðum,
en í hina röndina of stórir í sniðum til
þess að 50 milljóna króna styrkur
væri veruleg bót í máli fyrir þá, ólíkt
þeim hvalreka sem hann væri fyrir
minni blöð. Þetta kallaði Stefán grófa
mismunun.
Að auki gagnrýndi Stefán þá ráð-
stöfun yfirleitt að þetta yrði gert í
formi styrkja og taldi heppilegra að
hafa stuðning við fjölmiðla í formi
skattaívilnana. Hann kvaðst þá ekki
vilja sjá frumvarpið fara í gegn eins
og það liti út núna.
Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðs-
ins, mótmælti því yfirhöfuð að ríkið
veitti meira fjármagn til fjölmiðla en
taldi að sníða ætti RÚV þrengri
stakk en verið hefði. Það lagði til að
taka þá 4,7 milljarða, sem stendur til
að RÚV fái í ár, og endurúthluta
hluta þess fjár til annarra miðla og á
þann veg þrengja sniðið á téðum
stakk.
Kjarninn ehf. sendi þá inn ítarlega
umsögn þar sem ámóta sjónarmið
fyrrgreindum komu fram, og fjöldi
annarra.
Staðbundnir miðlar vilja
rýmri skilyrði fyrir styrki
Nokkrum staðbundnum miðlum,
eins og Skessuhorni, Siglfirðingi.is og
Mosfellingi, þótti sinn hlutur fyrir
borð borinn. Þar var sárast kvartað
yfir annars vegar því skilyrði fyrir
staðbundna prentmiðla að gefa út
blað vikulega, og hins vegar fyrir
samskonar netmiðla, að flytja fréttir
á hverjum degi. „Ósanngjarnt
ákvæði,“ sagði einn.
Annar spurði: „Hvernig á ég að
geta tekið mér sumarfrí ef kvöðin er
sú að daglega þurfi að birtast frétt?“
Sá sami benti á að vettvangur sumra
þessara svæðisblaða væri einfaldlega
þess eðlis að það drægi ekki til frétt-
næmra tíðinda daglega. Þessum mót-
bárum staðbundinna fjölmiðla fylgdi
þó flestum almennt lof í garð frum-
varpsins, viðleitnin þótti sem sé lofs-
verð.
Tilteknir miðlar dæmdir úr
leik, eðli málsins samkvæmt
Fulltrúar The Reykjavík Grape-
vine og Iceland Review, blaða um ís-
lensk málefni er miðla efni sínu á
ensku, fóru þá ófögrum orðum um
vofu málverndarlegra sjónarmiða í
frumvarpinu, sem Valur Grettisson,
ritstjóri Grapevine, sagði „orðin tóm“
í samtali við mbl.is. Í frumvarpinu er
skilyrði um að efni styrkhæfra fjöl-
miðla verði á íslensku og þessir tals-
menn þessara miðla segja það skil-
yrði óhæfu.
Í umsögn Grapevine við frumvarp-
ið var þetta skilyrði sagt „beinlínis til
höfuðs þessa jaðarsetta hóps, inn-
flytjenda“. Og í því samhengi sagði
einmitt Kjartan Þorbjörnsson, útgef-
andi Iceland Review, að lesendur
þess miðils væru síður en svo „bara
einhverjir túristar“.
Umfangsmiklar tillögur
fjölmiðla að umbótum
Fjölmiðlafrumvarpið sagt vera ótækt í núverandi mynd
Morgunblaðið/Hari
Verk fyrir höndum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála-
ráðherra, kynnir hér frumvarpið í lok janúar. Ef marka má þá tugi um-
sagna sem bárust er frumvarpið langt frá því að vera tilbúið eins og það er.
Spjótin standa á RÚV
» Flestir stærri fjölmiðlar
landsins fara þess á leit við
þingheim að umsvif ríkis-
miðilsins minnki.
» 4,7 milljarða fær RÚV úr rík-
issjóði árið 2019. Með auglýs-
ingatekjum geta tekjur þess því
orðið um 7 milljarðar á árinu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sauðfé í landinu fækkaði um 28 þús-
und á síðasta ári, eða um rúm 6%,
samkvæmt bráðabirgðatölum bún-
aðarstofu Matvælastofnunar. Kem-
ur það til viðbótar 18 þúsund kinda
fækkun á árinu á undan. Sauðfé hef-
ur því fækkað um tæp 10% á tveimur
árum. Er það nákvæmlega það
markmið sem sett var í nýlegri end-
urskoðun búvörusamnings sauðfjár-
ræktar. Samkvæmt honum á þó að
bjóða bændum stuðning við fækkun
fjár og að snúa sér að öðru á þessu
ári, að minnsta kosti.
Fækkun varð í þremur búfjárteg-
undum á árinu 2018, sauðfé, svínum
og loðdýrum, eins og sést á meðfylgj-
andi töflu. Nautgripum fjölgaði lít-
illega en alifuglum um 4%. Þar sem
verið er að breyta um talningarkerfi
á hrossum eru tölur um hrossafjölda
í lok þessa árs ekki marktækar og
samanburður við fyrra ár ekki mark-
tækur. Stendur það til bóta á þessu
ári, samkvæmt upplýsingum búnað-
arstofu Matvælastofnunar.
Sækja í önnur störf
Um áramót voru í landinu tæplega
432 þúsund fjár sem er 28 þúsund
færra en fyrir ári. Fækkun varð um
allt land en hún er þó aðeins misjöfn
eftir sveitarfélögum og héruðum. Í
fjárflestu sveitarfélögunum er fækk-
unin allt að 9%. Samdrátturinn rím-
ar við það sem sláturhússtjórar
sögðu í haust, að aukning væri í
slátrun á fullorðnu fé og því mætti
búast við áframhaldandi samdrætti í
framleiðslu á kindakjöti.
Unnsteinn Snorri Snorrason,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda, telur að þar sem
meira er stólað á sauðfjárbúskap sé
minni samdráttur en þar sem blönd-
uð bú eru algengari. Telur hann það
ekki óeðlilega þróun að þar sem
menn hafi önnur og betur launuð at-
vinnutækifæri leiti þeir í þau og ein-
faldi búskapinn á móti, til dæmis
með því að fækka fé þegar illa árar í
greininni. Rúmlega 6% fækkun fjár
er þó heldur meira en gengið var út
frá við nýlega endurskoðun búvöru-
samnings.
Markaðir fyrir kindakjöt hafa
heldur verið að braggast. Sláturhús-
in fengu meira fyrir útflutt kjöt
vegna veikingar krónunnar fyrir
áramót. Unnsteinn segir að aukin
eftirspurn sé á erlendum mörkuðum
og vinna við að selja kjötið á mörk-
uðum sem gefa betra verð en þeir
hefðbundnu lofi góðu. Þá er birgða-
staðan hér innanlands þannig að
verðið ætti að geta jafnast aftur en
það hafi ekki haldið í við verðbólgu.
Fjöldi búfjár 2018
Fjárflestu sveitarfélögin 2017 2018 Breyting
Skagafjörður 34.663 32.400 -2.263 -7%
Borgarbyggð 33.058 30.719 -2.339 -7%
Húnaþing vestra 31.252 30.041 -1.211 -4%
Húnavatnshreppur 28.926 27.977 -949 -3%
Fljótsdalshérað 27.179 26.670 -509 -2%
Dalabyggð 28.321 25.779 -2.542 -9%
Þingeyjarsveit 17.750 16.535 -1.215 -7%
Hornafjörður 16.670 15.323 -1.347 -8%
Norðurþing 16.494 15.310 -1.184 -7%
Skaftárhreppur 15.713 14.515 -1.198 -8%
Rangárþing eystra 13.800 12.599 -1.201 -9%
Rangárþing ytra 11.713 11.356 -357 -3%
Búfé 2017 2018 Breyting
Nautgripir 80.895 81.385 490 1%
Sauðfé 459.784 431.735 -28.049 -6%
Svín 13.104 11.882 -1.222 -9%
Loðdýr 34.445 19.502 -14.943 -43%
Alifuglar 910.363 942.815 32.452 4%
Sauðfé á landinu öllu
Heimild: Búnaðarstofa og Mast (bráðabirgðatölur)
460
þúsund
432
þúsund
2017 2018
Fjöldi sauðfjár á íbúa
Húnavatnshreppur 76
Dalabyggð 42
Skaftárhreppur 28
Húnaþing vestra 26
Þingeyjarsveit 18
Landið allt 1,3
Fjöldi
búfjár á
landinu
2018
28 þúsund
færri kindur
Tæplega 10% fækkun á tveimur árum