Morgunblaðið - 18.02.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.02.2019, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Sýning Claudiu Hausfeld, Surface Transfer, hefur verið opnuð í Út- hverfu á Ísafirði. Í verkunum fæst Claudia við ljósmyndir og furðuleg tengsl þeirra við raunveruleikann. Hún leggur upp með að kryfja bók Vilém Flussers Towards a Philo- sophy of Photography og taka glós- ur sem hún setur fram sem myndir af hugsunum hans. Ljósmyndainn- setningin samanstendur af 30 hand- gerðum silfurprentum en með þeim kannar hún möguleikann á því að sigrast á fyrirfram ákveðinni virkni myndavélarinnar og tengja mynd- ina við eigin staðbundnu tilvísun. Claudia (f. 1980 í Berlín) setur spurningarmerki við áreiðanleika ljósmyndarinnar og innbyggð tengsl hennar við raunveruleikann. Hún einbeitir sér að ljósmynda- tækni sem gefur svigrúm til að kanna kjarna greinarinnar. Claudia er útskrifuð með BA frá LHÍ og í ljósmyndun frá Listaháskólanum í Zürich. Auk þess að vinna að eigin verkum starfrækir hún ljósmynda- verkstæði við LHÍ. Claudia Hausfeld sýnir í Úthverfu Surface Transfer Hluti eins verka Claudiu Hausfeld á sýningunni á Ísafirði. » Það var mikið fjör íÍþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði á laugardaginn þegar hljómsveitin Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla komu saman og héldu tón- leika. Á efnisskránni var úrval laga Pollapönks í nýjum og spennandi út- setningum, en Polla- pönkarar gáfu einnig út nýtt lag í tilefni af tón- leikunum og var það frumflutt á þeim. Lagið heitir „Garðar rannsakar“ og segir af Garðari sem rannsakar hver stal stuðinu. Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla héldu tónleika saman um helgina Morgunblaðið/Eggert Gleðin Haraldur Freyr Gíslason Pollapönkari söng af mikilli innlifun og naut sín vel. Töff Ólöf Svana Kristjánsdóttir og Þórir Leó Kristjánsson skemmtu sér vel. Svaka fjör Freyja, Huld, Thelma, Hrönn og Embla voru í miklu stuði. Litríkir Það var mikið fjör á sviðinu hjá Pollapönkurum eins og endranær, ekkert gefið eftir. Gaman saman Garðar Einarsson, Einar Gíslason og Magnea Einarsdóttir. Meira til skiptanna Japanski arkitektinn Junya Ishi- gami mun hanna hinn svokallaða Serpentine-skála í ár en það vekur ætíð athygli hver er valinn til að skapa ár hvert skálann eða verkið sem stendur sumarlangt við Ser- pentine Gallery í Hyde Park í Lond- on og tugþúsundir manna skoða. Væntanlegum skála Ishigami er lýst sem fínlegu „laufþaki“ sem myndað verður úr skífum. Í yfirlýsingu segir arkitektinn að þakið sem gestir geti gengið undir muni virðast vaxa upp úr jörðinni „og minna á klettahæð“. Þá segir hann að verkið muni sýnast búa yfir þyngd steinskífa en vera um leið svo létt að sjá að það eins og gæti fokið burtu. Hannar Serpen- tine-skálann Junya Ishigami + Associates Skífuþak Teikning Ishigami að skálanum væntanlega í Hyde Park.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.