Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 ALVÖRUMATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nokkur væta var á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að þrumur og eldingar höfðu leikið lausum hala í fyrrakvöld. Veðrið var tiltölulega gott yfir daginn en nokkuð bætti í vind um kvöldið. Að sögn veðurstofunnar er spáð umhleyp- ingum næstu daga og geta veðrabrigði orðið ansi snörp að sögn veðurfræðings. Er því mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá yfir helgina, sér í lagi ef ætlunin er að ráðast í ferðalög milli landshluta eða framkvæmdir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dansað yfir pollana við Reykjavíkurtjörn Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Lands- bankanum og 100% eignarhlut í Ís- landsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efna- hagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra fé- laga í meirihlutaeigu ríkisins. Með því svarar Bankasýslan fyrir- spurn ráðherra um málið frá 12. febrúar sl. Spurði ráðherra m.a. hvernig Bankasýslan hefði brugðist við bréfi hans 6. janúar 2017 þar sem fylgdu fyrirmæli um launastefnuna. Til upprifjunar fluttist ákvörðun um launakjör bankastjóra frá kjara- ráði til stjórnar bankanna árið 2017. Hafa launahækkanir frá árinu 2017 síðan orðið að umtalsefni eftir að bankarnir birtu ársreikninga. Fram kemur í bréfi Bankasýslunnar að hún hafi brugðist við áðurnefndu bréfi ráðherra, 6. janúar 2017, með því að senda bréf til bankaráðs Landsbankans og stjórnar Íslands- banka 23. janúar 2017. Skyldu tileinka sér hófsemi Var þar m.a. tekið fram að ný lög um kjararáð (130/2016) hefðu verið samþykkt 22. desember 2016 og myndu taka gildi 1. júlí 2017. Þá sagði að opinber „fjármálafyrirtæki skulu tileinka sér hófsemi þegar kemur að launakjörum“. Þá hafi verið vitnað til bréfs ráð- herra frá 6. janúar 2017 varðandi „mikilvægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launaákvarðana á stöðug- leika á vinnumarkaði og ábyrgð félaganna í því sambandi“. Bankasýslan rifjar svo upp að hinn 30. júní 2017 hafi birst ný eig- endastefna fyrir fyrirtæki, þar sem „m.a. eru endurteknar áherslur varðandi laun og starfskjarastefnu“. Eftir að laun bankastjóra Íslands- banka og Landsbankans komu til umræðu sendi Bankasýslan fyrir- spurn til bankanna. Fram kom í bréfi til ráðherra að henni hefði ekki unnist tími til að bregðast við bréf- um bankanna. Hins vegar segir í bréfi til ráðherra að „7. febrúar sl. vöknuðu spurningar um hvort farið hefði verið eftir ábendingum stofn- unarinnar“. baldura@mbl.is Bankasýslan hyggst gera skýrslu um bankastjóralaun  Ætlunin að ráðherra fái skýrsluna innan tveggja vikna Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson tilkynntu í gær að þeir hefðu gengið til liðs við Mið- flokkinn. Þingmennirnir tveir náðu kjöri á þing fyrir Flokk fólksins, en voru reknir úr honum í kjölfar hins svonefnda Klausturmáls í desember. Í fréttatilkynningu frá Karli Gauta og Ólafi segir að þeir telji sig geta náð betri árangri í baráttumál- um sínum á vettvangi Miðflokksins og um leið styrkt málefnastöðu flokksins. „Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðar- innar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu,“ segir í tilkynningunni, en þar segjast þeir einnig sammála um nauðsyn þess að bæta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðing- ar almannatryggingabóta. Vilja kjósa upp á nýtt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í samtali við mbl.is í gær að ákvörðun tvímenninganna hefði ekki komið á óvart, en sagði að þeir væru að svíkja kjósendur sína, sem hefðu treyst þingmönnunum til að vinna að góðum málum með Flokki fólksins en ekki Miðflokkn- um. „Kjósendur treystu á að þessir menn væru heilir en þeir voru það greinilega ekki. Þetta eru bara svik- arar, það er það sem þeir eru.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýsti hins vegar yfir ánægju sinni með lið- styrkinn í bréfi sem hann sendi til allra meðlima Miðflokksins, sem verður nú þriðji stærsti flokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn. Sagði Sigmundur Davíð jafnframt í bréfi sínu að flokkurinn hygðist fara fram á að kosið yrði aft- ur í nefndir þingsins, svo að nefnda- skipanin tæki mið af breyttum hlut- föllum í stjórnarandstöðu og á þinginu í heild. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Morgunblaðið að slíkt erindi hefði ekki borist til sín í gær. Gerði hann ráð fyrir að Karl Gauti og Ólafur myndu rita sér bréf, þar sem þeir tilkynntu með formleg- um hætti vistaskiptin, sem yrði lesið upp í byrjun næsta þingfundar á þriðjudaginn og að afgangurinn myndi ráðast í framhaldi af því. „Það snýr þó kannski ekki með beinum hætti að þingforseta, heldur sýnist mér það frekar vera eitthvað sem verði tekið upp á vettvangi formanna þingflokkanna,“ segir Steingrímur. Karl Gauti og Ólafur í Miðflokkinn  Miðflokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn  Vill að kosið verði aftur í þingnefndir Morgunblaðið/Hari Þingfundur Þingmenn Miðflokksins eru nú orðnir níu talsins. Ólafur Ísleifsson Karl Gauti Hjaltason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.