Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 8

Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 ✆ 585 8800 Við leggjum kapp á að veita vandaða og trausta þjónustu í fasteignaviðskiptum og leitumst við að ná hámarksárangri fyrir viðskiptavini okkar Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is 44.800.000,- Falleg 2-3ja herb. risíbúð 74.9 m2 Glæsilegt útsýni Falleg risíbúð með glæsilegu útsýni í mjög fallegu steinhúsi við Fjólugötu í Þingholtunum. Eignin er skráð 74 m2, en gólfflötur er stærri þar sem hluti eignarinnar er undir súð. Fjólugata 19a – 101 Reykjavík Laust strax Atvinnuhúsnæði til leigu, 292,6 m2 Húsnæðið er á tveimur hæðum í bakhúsi við Suðurgötu, inngangur frá Suðurgötu og aftan við húsið. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Már löggiltur fasteignasali í síma 865-8515 Suðurgata 10 – 101 Reykjavík Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík Fjölbýli, 3-4ra herb., 133,3 m2 Laus strax. Afar falleg og björt íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Íbúðin er skráð 133,3 m2 en að auki er 11,5 m2 flísalögð, yfirbyggð og upphituð verönd til suð- vesturs. Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali Opið hús mánudag 25. feb. 16:45 til 17:15 32.500.000,- Fjölbýli 2ja herb - 58,4 m2 Fellsmúli 2 – 108 Reykjavík Falleg og björt 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi við Fellsmúla. 64.900.000,- Fyrir síðustu borgarstjórnar-kosningar sýndi skoðana- könnun að konur voru mun líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar.    Sama könnunsýndi að yngstu og elstu kjósend- urnir voru líkleg- astir til að kjósa Samfylkinguna, mun líklegri en þeir sem voru á miðjum aldri. Þetta var enn meira afgerandi hjá yngstu kjósendunum en þeim elstu.    Af þessu var augljóst að afarhagfellt væri fyrir Samfylk- inguna ef kjörsókn hinna yngstu yrði sem mest og eins ef kjörsókn eldri kvenna yrði góð.    Svo gerðist það að fyrir kosn-ingar sendi borgin frá sér sér- stök skilaboð til einmitt þessara hópa, yngstu kjósendanna og eldri kvenna!    Þetta gerðist þrátt fyrir aðvar-anir stofnana og ráðuneytis um að þetta væri ekki í lagi. Á dag- inn kom svo að þetta reyndist lög- brot.    Svör Dags B. og borgarstjórnar-meirihlutans eru meðal annars þau að embættismenn hafi séð um að framkvæma þetta lögbrot.    Auðvitað er það fjarstæða eneins og framganga embættis- manna borgarinnar sýnir þá breyt- ir það svo sem engu.    Þeir eru margir farnir að líta ásig sem snattara meirihlutans í borginni, ekki starfsmenn allra borgarbúa. Dagur B. Eggertsson Embættismenn meirihlutans STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Kristinsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða. Auk hans voru tveir til viðbótar dæmdir til fang- elsisvistar; Há- kon Örn Berg- mann hlaut tólf mánaða dóm og Jóhann Axel Viðarsson var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mán- uði skilorðsbundna. Frá þessu var greint á vef Fréttablaðsins. Mennirnir þrír voru ákærðir fyr- ir smygl á fimm kílóum af amfeta- míni, sem falin voru í skákmunum og send með pakka sem stílaður var á Skáksamband Íslands. Sigurður kaus að gefa ekki skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins, en Hákon sagðist ekki hafa vitað að í pakkanum hefðu verið fíkniefni. Hann hefði talið peninga í honum. Það hefðu því runnið á sig tvær grímur þegar Sigurður hefði sagt sér að það væri ekki sniðugt að hann tæki á móti pakkanum sjálfur. Jóhann játaði að hafa sótt pakk- ann fyrir utan húsnæði Skák- sambands Íslands. Hann sagðist þó ekki heldur hafa haft hugmynd um að hann innihéldi fíkniefni, heldur hefði sig grunað að þetta væru sterar. Við aðalmeðferð málsins, sem hófst í byrjun janúar, sagði Jóhann að Hákon hefði beðið sig að sækja pakkann og heitið því að fella niður gamla skuld í stað- inn. Hann hefði farið og sótt sendinguna samkvæmt leiðbein- ingum frá Hákoni og átt að skilja hana eftir á tilteknum stað í Mos- fellsbæ og setja ruslapoka yfir hana ef það skyldi rigna. Hann hefði síðan verið umkringdur lög- reglumönnum sem handtóku hann. Þar kom einnig fram að Sig- urður hefði lent í lausafjárvanda sumarið 2017 og Hákon þá lánað honum fjármuni. Hákon neitaði því að hafa fjármagnað fíkniefna- kaupin, heldur hefði hann aðeins ætlað að aðstoða Sigurð við að standa við skuldbindingar eins og t.d. afborganir af íbúðaláni og heimilisbókhaldið. Mennirnir hafa fjórar vikur til að ákveða hvort niðurstöðunni verði áfrýjað til Landsréttar. Sigurður í fjögurra og hálfs árs fangelsi  Þrír dæmdir í Skáksambandsmálinu Sigurður Kristinsson Stjórn Starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar vinnufriðar í skjóli fyrir stjórnmálaumræðu sem eigi „með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitísk- um vettvangi“. Segir meðal annars í tilkynningu félagsins að í stjórnsýslu borgarinnar starfi fólk sem þyki vænt um vinnuna sína og vinni þar af „heiðarleika og einlægni að hag borgarbúa út frá ákvörðunum og stefnu borgarstjórnar hverju sinni“. Tilkynningin kemur í kjölfar færslu sem Stefán Eiríksson borgar- ritari skrifaði í fyrradag á starfs- mannasíðu borgarinnar á Facebook, þar sem hann gagnrýndi harðlega framgöngu ónefndra borgarfulltrúa, sem hefðu m.a. eitrað starfs- umhverfi starfsfólks borgarinnar með „fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu“. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, sagði í gær að Stefán þyrfti að skýra færslu sína, þar sem hann nafn- greindi ekki þá borgarfulltrúa sem hann vísaði til sem „tudda á skóla- lóðinni“. Sagði Eyþór að heiðarlegra hefði verið af Stefáni að gera það og nefna þau atvik sem um væri að ræða, annars lægju allir undir grun. Kærunni vísað frá Sýslumaður vísaði í fyrradag frá kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarkosningunum 2018, en hún hafði kært þær með vísan til úrskurðar Persónuverndar fyrr í mánuðinum um ólögleg SMS- skilaboð til kjósenda. Tilkynnti Vig- dís í gærmorgun á facebooksíðu sinni að hún hefði þegar áfrýjað ákvörð- uninni til dómsmálaráðuneytis, og að hún hygðist tæma allar kæruleiðir innanlands áður en frekari ákvarð- anir yrðu teknar. sgs@mbl.is Óska eftir vinnufriði í Ráðhúsinu  Stefán þarf að útskýra skrif sín, segir Eyþór  Vigdís áfrýjar til ráðuneytis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.