Morgunblaðið - 23.02.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 23.02.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Litlir kettlingar þurfa gott fóður sem hentar þörfum þeirra Guðrún Nordal mun veita Stofn- un Árna Magn- ússonar í íslensk- um fræðum forstöðu næstu fimm árin og tók við skipunarbréfi þess efnis í fyrra- dag úr hendi Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Guð- rún hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar frá 2009 og mun því gegna embættinu áfram. Staða forstöðumanns stofnunar- innar var auglýst 10. október sl. Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum er háskólastofnun sem hefur náin tengsl við Háskóla Íslands. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði miðaldafræða, ís- lenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á. Guðrún hefur gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum í þágu ís- lensks vísindasamfélags, meðal annars verið formaður vísinda- nefndar vísinda- og tækniráðs og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs (seinna Innviða- sjóðs), stjórnarformaður Nord- forsk, og í stjórn European Science Foundation og Fróðskaparseturs- ins í Færeyjum frá árinu 2017. Guðrún stýrir Árna- stofnun áfram Guðrún Nordal Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Ís- lands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Um er að ræða frumvarp at- vinnuvega- og ný- sköpunarráðu- neytis um breytingu á lögum um matvæli og lög um dýrasjúk- dóma. Þar er kveðið á um af- nám núverandi leyfisveitingar- kerfis vegna inn- flutnings á ákveðnum land- búnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Það er ekkert fyrirhugað, í tengslum við þessar boðuðu breyt- ingar, að gera neinar breytingar á nú- gildandi regluverki um dreifingu og markaðssetningu á ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarherra, í samtali við Morgunblaðið. Frumvarpið er viðbragð stjórn- valda við tveimur dómum Hæsta- réttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi leyfisveitingarkerfi við innflutning á kjöti og krafan um frystingu kjöts brjóti í bága við EES- samninginn. „Við erum fyrst og fremst í þessu frumvarpi að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Það hyggjumst við gera og erum að leggja frumvarpið fram í tengslum við það,“ segir Krist- ján og ítrekar að ekki séu neinar breytingar á döfinni á regluverki um dreifingu og markaðssetningu á ógerilsneyddri mjólk. Félag atvinnu- rekenda (FA) fagnaði frumvarpi ráðu- neytisins í gær. Í yfirlýsingu félagsins var meðal annars nefnt að frumvarpið heimilaði innflutning á „fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk“. Í yfirlýsingu BÍ var ógerilsneydda mjólkin einnig nefnd. „Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra kynnti frumvarp í dag sem gerir inn- flutningsfyrirtækjum kleift að flytja inn hrátt ófrosið kjöt, fersk egg og ógerilsneyddar mjólkurvörur frá og með 1. september á þessu ári,“ sagði í yfirlýsingunni. Fréttir voru fluttar um báðar þess- ar yfirlýsingar. Ranglega var sagt frá því að yfirlýsing FA hefði birst á vef Samtaka atvinnulífsins (SA) en í raun birtist yfirlýsingin á vef FA. Þá fjallaði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði, um hætturnar sem gætu stafað af innfluttri ógerilsneyddri mjólk í Morgunblaði gærdagsins. Skaðlegar afleiðingar Í kjölfarið sendi ráðuneytið frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frum- varp sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkur- afurðum. Kemur þetta m.a. fram í yf- irlýsingu stjórnar Bændasamtaka Ís- lands frá því í fyrradag og í frétta- skýringu á forsíðu Morgunblaðsins [í gær] þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga. Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutn- ing og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum.“ Leyfa ekki inn- flutning á ógeril- sneyddri mjólk  Landbúnaðarráðherra leiðréttir rangfærslur um nýtt frumvarp Kristján Þór Júlíusson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Vinna við að koma á krossgjafa- skiptum vegna nýrnagjafa og nýrna- þega innan Norðurlandanna í gegn- um sameiginlegt félag, Scandia- transplant, sem allar Norður- landaþjóðirnar eiga aðild að, er vel á veg komin,“ segir Jóhann Jónsson, yfir- læknir ígræðslu- lækninga á Land- spítala. Jóhann segir að nú sé unnið að því að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum, svo sem kostn- aði við flutning á líffærum milli landa og kostnaði við aðgerð líffæragjafa ef hann er í öðru landi. „Ef allt gengur að óskum og með bjartsýni að leiðarljósi er hugsanlega hægt að hefja krossgjafir milli Norðurlandaþjóðanna seinni hluta þessa árs,“ segir Jóhann. Í viðtali í Morgunblaðinu við Maríu Dungal 17. nóvember 2018 kom fram að María hefði sent Landspítalanum erindi og beðið um að skoðað yrði hvort hægt væri að koma á svoköll- uðum krossgjafaskiptum. Jóhann segir að krossgjafaskipti virki á þann veg að ef hann vilji gefa ákveðnum einstaklingi nýra en ein- staklingurinn sé með mótefni gagn- vart honum og á sama tíma sé annar nýrnaþegi í Svíþjóð með mótefni gagnvart sínum fyrirhugaða gjafa sé hægt að kanna hvort nýrað hans henti hinum nýrnaþeganum og öfugt. „Í Bandaríkjunum tíðkast kross- gjafir en þar búa 330 milljónir meðan á Íslandi búa tæplega 350.000 manns. Með samstarfi við Norðurlöndin fjölgar líffæragjöfum,“ segir Jóhann, sem leggur áherslu á að á meðan ekki sé búið að ganga frá samkomulagi við Norðurlöndin um krossgjafir verði unnið á fullu í leit að heppilegum nýrnagjöfum. Jóhann segir að bið eftir nýrum sé yfirleitt ekki lengri en eitt til eitt og hálft ár á Norðurlöndunum en oft fimm til sex ár í Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Norðurlandabúar séu gjafmildir og tíðni nýrnasjúk- dóma hafi ekki verið eins há og í Bandaríkjunum. Nýrnasjúkdómar hafi aukist vegna þess að þjóðirnar séu að eldast og sykursýki sem leitt geti til nýrnasjúkdóma hafi aukist til muna. Morgunblaðið/Ómar Samvinna Komist á samkomulag um krossgjafaskipti á Norðurlöndunum ætti bið eftir nýrnagjöf að styttast. Krossgjafaskipti vel á veg komin  Gætu hugsanlega hafist seinni hluta árs ef samningar nást Jóhann Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.