Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 24

Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Moskvu. AFP. | Tugir háhyrninga og mjaldra, sem veiddir voru lifandi til að selja þá í hvala- og sædýrasöfn, eru nú í sjókvíum í Rússlandi og útlit er fyrir að þeim verði haldið þar mánuðum saman vegna deilu milli ráðuneyta um hvort heimila eigi sölu þeirra eða láta þá lausa. Málið hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim og umræðu um hvort binda eigi enda á veiðarnar. Rússland er eina landið þar sem heimilt er að veiða háhyrninga og mjaldra í „fræðsluskyni“. Þessi smuga í lögunum hefur verið notuð til að veiða og flytja út hvali, einkum til að mæta mikilli eftirspurn eftir þeim í hvala- og sædýrasöfnum í Kína. Veiðarnar hafa sætt mikilli gagnrýni að undanförnu vegna mynda af alls ellefu háhyrningum og 87 mjöldrum sem haldið er í litlum sjókvíum nálægt bænum Nakhodka við austurströnd Rússland. „Svo margir hvalir hafa aldrei áður verið veiddir og geymdir á sama stað,“ sagði Dmítrí Lísítsyn, formaður rússneskrar náttúruverndarhreyf- ingar sem hefur barist fyrir því að hvalirnir verði látnir lausir. Gagnrýnin á veiðarnar eftir að myndirnar voru birtar varð til þess að yfirvöld í Rússlandi hófu tvær rannsóknir, annars vegar á því hvort veiðarnar væru löglegar og hins veg- ar hvort meðferðin á hvölunum sam- ræmdist lögum um aðbúnað dýra. Umhverfisstofnun landsins hefur neitað að heimila útflutning á hvöl- unum. Talið er að rannsóknirnar og hugsanleg dómsmál vegna ákvörð- unar umhverfisstofnunarinnar geti tekið marga mánuði. Ekki bætir úr skák að ágreiningur er í stjórnkerf- inu um hvað gera eigi við hvalina. Umhverfisráðuneytið vill að hvöl- unum verði sleppt sem fyrst en land- búnaðarráðuneytið, sem fer með sjávarútvegsmál, hefur varið veið- arnar og sagt að heimila eigi útflutn- inginn. Lísítsyn segir að hugsanlega verði deilan ekki leyst nema Vladim- ír Pútín Rússlandsforseti höggvi á hnútinn. Hvalasérfræðingar í Moskvu segja að svo mörgum hvölum hafi aldrei verið sleppt í hafið í einu. Landbúnaðarráðuneytið segir hættu á að margir hvalanna drepist verði þeim sleppt en hvalasérfræðingar telja miklar líkur á því að frelsun hvalanna myndi heppnast vel. Vaxandi eftirspurn í Kína Háhyrningarnir sem eru í haldi tilheyra stofni sem étur seli og blandast ekki háhyrningum sem lifa á fiski. Embættismenn umhverfis- stofnunarinnar segja að í stofninum séu aðeins 200 dýr og telja að hann sé í útrýmingarhættu. Landbúnar- ráðuneytið segir hins vegar að há- hyrningar séu ekki í neinni útrým- ingarhættu. Flestir hvalanna sem veiddir hafa verið við strendur Rússlands eru seldir til Kína þar sem 74 sædýra- söfn eru með hvali og höfrunga til sýnis. Verið er að reisa fleiri sæ- dýrasöfn og eftirspurnin hefur því aukist, einkum eftir háhyrningum sem njóta mestra vinsælda. Sautján háhyrningar hafa verið seldir frá Rússlandi til Kína frá árinu 2013 og talið er að verðið á hverjum þeirra hafi numið jafnvirði rúmra 120 millj- óna króna. Tugir stuðningsmanna hvalveið- anna trufluðu mótmæli andstæðinga þeirra í Moskvu á laugardaginn var og sögðu að margir sjómenn myndu missa atvinnuna ef veiðarnar yrðu bannaðar. Deilt um hvali sem voru veiddir lifandi Mjaldurinn notar hátíðnihljóð og hljóðendurkast til að finna fæðu og vakir í hafís Mjaldurinn Heimildir: WWF/National Geographic/Animaldiversity.com Hámarksaldur: 30 til 35 ár Liðugur háls gerir höfuðið hreyfanlegra en venjulegt er hjá hvölum Þykkt spiklag til að einangra búkinn frá köldum sjónum Lengd: Allt að 6 m Þyngd: 900 til 1.300 kg Bakhryggur Mjaldurinn er ekki með neinn bakugga, hugsanlega vegna þess að það hjálpar honum að halda í sér hita í köldum sjó Blástursop Eins og aðrir hvalir þarf mjaldurinn að komast upp á yfirborðið til að anda Lítil og ávöl bægsli Áberandi enni sem er sveigjan- legt og getur breytt um form Einkenni Mjaldrar eru félagslyndir og hjarðdýr, oftast eru um 15 dýr í hverri hjörð Fæðast gráir eða brúnir en verða síðan hvítir Spjalla samanmeð syngjandi hljómi, tísti, ískri og blístri. Hvalveiðimenn kölluðumjaldurinn „kanarífugl hafsins“ Veiddir til að nýta húðina og hvalspikið Vísindamenn Bandaríkjahers rannsökuðu mjaldra á áttunda áratug aldarinnar sem leið, einkum vegna hljóðendurkastsins Á meðal fyrstu hvalategundanna sem veiddar voru til að hafa til sýnis, sá fyrsti var sýndur í New York árið 1861 Veiðar og rannsóknir Verndarstaða Áætlaður fjöldi: 136.000 Fæða Lax, loðna, síld, rækja, þorskur, krabbadýr og lindýr Sést hefur til mjaldra kafa í allt að 350 m dýpi í fæðuleit Afræningjar Hvítabirnir Háhyrningar Útbreiðsla Staða skv. válista IUCN: Lítil hætta á því að tegundin verði í útrýmingarhættu í náinni framtíð AFP Í haldi Tvær af sjókvíunum þar sem tugum háhyrninga og mjaldra hefur verið haldið nálægt bænum Nakhodka við austurströnd Rússlands.  Hátt í 100 háhyrningum og mjöldr- um haldið í sjókvíum í Rússlandi GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. AÐEINS 9 ÍBÚÐIR EFTIR Konudagstilboð 20% afsláttur af ilmvörum og kósýfötum Kóði í vefverslun : KONA SMÁRATORGI | KRINGLAN GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.